Áhugamenn um landnám hafa átt skemmtillegan vetur, þrátt fyrir veður og ófærð. Þeir hafa streymt upp í Háskóla til að hlusta á fyrirlestra um hin ýmsu svið landnáms, sögur, hugmyndir og rannsóknir, á hálfs mánaða fresti. Flest fræðasvið hafa komið þar við sögu og kippt hefur verið fótum undan mörgum hefðbundnum hugmyndum Íslendinga. Við höfum verið of
trúgjörn á bækur og ritað mál. Hvernig datt nokkrum manni í hug að stíga upp í smábáta og sigla af stað út á ólgandi hafið? Það gerðu menn þó, hér myndaðist byggð þar sem menn skrimtu fram á okkar daga. Síðdegis í dag er einmitt rætt í Odda, þar eru Ármann Jakobsson og Helga Kress, þar verður örugglega andríkt og ögrandi.
Enn eru Íslendingar á ferð um heiminn í hinu nýja landnámi. Enn er ástandið í heimalandi voru þannig að ótal margir hugsa sér hreyfings. Treysta sér ekki lengur til að draga fram lífið á skerinu. Vita að þeir geta haft það betra annars staðar. Það er eins og ýmsum ráðamönnum sé alveg sama. Þótt að ungt fólk með góða menntun þurfi að skrimta hér, íbúðakaup eru ekki fyrir neinn nema þá sem eiga peningafólk að bakhjarli. Svo upplifir það skólafélaga og vini sem hafa lagt á hafið og eru eftir örfá ár komin á græna grein. Þeir sem eftir eru eru gömul hró eins og ég komin á ellilífeyri, þeir sem eiga góða að og þeir sem komast hvorki lönd né strönd. Og Ráðamenn taka alltaf málstað þeirra sem eiga að greiða laun og treysta sér aldrei að bjóða mannsæmandi kjör.
Þannig að enn blasir spurningin við, hvaðan komum við, hvert ætlum við? Er ekki kominn tími lesandi góður að við komum okkur saman um hið lífvænlega, ekki hið vonlausa?
Allar myndir með bloggi undirritaðs eru teknar af höfundi. Þessi er úr Bessastaðakirkju.
trúgjörn á bækur og ritað mál. Hvernig datt nokkrum manni í hug að stíga upp í smábáta og sigla af stað út á ólgandi hafið? Það gerðu menn þó, hér myndaðist byggð þar sem menn skrimtu fram á okkar daga. Síðdegis í dag er einmitt rætt í Odda, þar eru Ármann Jakobsson og Helga Kress, þar verður örugglega andríkt og ögrandi.
Enn eru Íslendingar á ferð um heiminn í hinu nýja landnámi. Enn er ástandið í heimalandi voru þannig að ótal margir hugsa sér hreyfings. Treysta sér ekki lengur til að draga fram lífið á skerinu. Vita að þeir geta haft það betra annars staðar. Það er eins og ýmsum ráðamönnum sé alveg sama. Þótt að ungt fólk með góða menntun þurfi að skrimta hér, íbúðakaup eru ekki fyrir neinn nema þá sem eiga peningafólk að bakhjarli. Svo upplifir það skólafélaga og vini sem hafa lagt á hafið og eru eftir örfá ár komin á græna grein. Þeir sem eftir eru eru gömul hró eins og ég komin á ellilífeyri, þeir sem eiga góða að og þeir sem komast hvorki lönd né strönd. Og Ráðamenn taka alltaf málstað þeirra sem eiga að greiða laun og treysta sér aldrei að bjóða mannsæmandi kjör.
Þannig að enn blasir spurningin við, hvaðan komum við, hvert ætlum við? Er ekki kominn tími lesandi góður að við komum okkur saman um hið lífvænlega, ekki hið vonlausa?
Allar myndir með bloggi undirritaðs eru teknar af höfundi. Þessi er úr Bessastaðakirkju.