laugardagur, 30. maí 2015

Skagafjörður: Dansinn í kringum Gullkálfinn

Skagfirðingar í sárum. Alþingimaður vond við þá.  Þeir vilja afsökun ...... opinbera. 
Það er erfitt að vera kallaður Mafíós.  Sem eru samtök sem hafa illt orð á sér á Ítalíu og í Bandríkjunum. Þetta er líka líking, líkingamál um spillingu, og hvað er það sem fær fólk til að detta í hug slíkt um Skagfirðinga.  Margir vilja gleyma því. 

Fleiri alþingismenn hafa bent á vafasöm vinnubrögð sem tengjast KS og Skagfirðingum, eins og Ögmundur Jónasson í rimmunni um sameingingu Sarisjóða Skagfirðinga og Siglfirðinga,
einnig í umræðunni um Samvinnutryggingar .  Og nú kemur enn og aftur upp umræðan í sambandi við herförina að Birgittu.

Sveitarfélag Skagafjarðar krefst opinberrar afsökunarbeiðni frá Birgittu

Ég vitnaði fyrir nokkrum vikum í stórmerka grein SME á sínum tíma um eðlileg eða óeðlileg tengsl Þórólfs Gíslasonar og smastarfsmanna hans í Kaupfélaginu.  Það er skrítið að félag í eigum almennings skuli leyfa Kaupfélagsstjóra sínum að stunda brask og meira brask svo spurningin verður hvort hann sé að huga að eigin hag eða Kaupfélagsins.  Ég birti þessa grein Sigurjóns aftur, hún sýnir svo átakanlega spillingu og græðgi þeirra sem fóru með fé á uppgangstímanum fyrir Hrun. Margir fóru illa í Hruninu aðrir virðast vera á kafi í fjárfestingum og hrunadansi í kringum Gullkálfinn.  Svo það er ekki furðulegt að Birgittu hafi dottið í hug Mafía í sambandi við Skagafjörð og þeirra landsþekktasta mann, Þórólf Gíslason.

 Fjárfestingarfélög kaupfélagsstjórans

Stjórnendur Kaupfélags Skagfirðinga hafa í mörg horn að líta. Þeir tengjast persónulega mörgum fjárfestingarfyrirtækjum sem aftur tengjast Kaupfélaginu. Flókið? Já. En skoðum nánar. Hinn landsfrægi Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri og aðstoðarkaupfélagsstjóri er Sigurjón Rúnar Rafnsson. Eitt af helstu fyrirtækjum Kaupfélagsins er Fisk Seafood þar sem Jón Eðvald Friðriksson er forstjóri. Forleikurinn er á enda.
Sagan byrjar í fyrirtæki sem heitir AB 48 ehf. Reyndar hefur verið skipt um nafn á félaginu, og það heitir nú; Fjárfestingafélagið Fell ehf. Stjórnarmaður er bara einn, Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri. Á árinu 2007 var bókfært verð félagsins var einn milljarður króna og eigið fé var tíu milljarðar. Helst eign AB 48 ehf. er AB 50 ehf.
AB 50 ehf. á í Straumi Burðarás. Eigið fé var tæpur milljarður. Stjórnarmaður er bara einn, Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri.
Næsta félag er AB 26 ehf. Aðaleign AB 26 ehf. er tæplega helmingshlutur í AB 48 ehf. Eigið fé var 5,4 milljarðar og bókfært verð einnig. Stjórnarmaður er bara einn, Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri.
Næst kemur að þjóðþekktu fyrirtæki, Hesteyri ehf. En það félag er hluti af S-hópnum, hópnum sem fékk Búnaðarbankann einsog frægt er. Meðal eigna Hesteyrar ehf. er AB 26 ehf. Bókfært verð er 5,4 milljarðar. Stjórnarmenn eru Jón Eðvald Friðriksson, forstjóri Fisk Seafood, Ólafur Kristinn Sigmarsson og Stefán Guðmundsson fyrrverandi alþingismaður.
Þá er komið að Fisk Seafood, þar sem Jón Eðvald er forstjóri. Fisk Seafood á Hesteyri. Og þá kemur að Þórólfi Gíslasyni og Kaupfélagi Skagfirðinga. En Kaupfélagið á Fisk Seafood, sem á Hesteyri, sem á helming í AB 26 ehf., sem á AB 48 ehf., sem á AB 50 ehf.
Hinn hlutinn /
Eigendur AB 48 ehf. sem var nefnt að ofan eru AB 26 ehf. og FS3 ehf. Hér kemur nýtt félag, FS3, og leggurinn tekur breytingum. Eigið fé eru 5,4 milljarðar og þrír sitja í stjórn. Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri, Helgi S. Guðmundsson, sem er einn helsti leikmaður S-hópsins, og Ólafur Friðriksson.
Fjárfestingarfélagið EST ehf. er eini eigandi FS3 ehf. Og eigandi Fjárfestingarfélagið EST ehf. er Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar.
Næst skulum við skoða fyrirtæki sem heitir Gilding. Tveir sitja í stjórn, kaupfélagsstjórinn Þórólfur og aðstoðarkaupfélagsstjórinn Sigurjón. Gilding á þriðjungshlut í Síðasta dropanum ehf. sem kemur við sögu síðar. Þá er komið að Fjárfestingafélaginu Sveinseyri ehf. Þar sitja í stjórn títtnefndur Sigurjón Rúnar aðstoðarkaupfélagsstjóri og Jón Eðvald Friðriksson forstjóri Fisk Seafood. Sveinseyri á hlut í AB 48 ehf. Síðasta dropinn á allt hlutafé Sveinseyrar ehf.
Enn er haldið áfram. Matróna ehf. er eitt félaganna. Eigendur þess eru félög sem ég skýri betur á eftir, en þau heita Háahlið 2 ehf. og Háahlíð 3 ehf. Þau félög, það er Háahlið 2 og Háahlið 3 eiga líka félagið Gullinló ehf. Í stjórn Gullinlóar sitja kaupfélagsstjórarnir báðir, Þórólfur og Sigurjón. Gullinló á síðan hlut í Mundaloga ehf. ásamt Matrónu ehf. Skýrist á eftir. Kaupfélagsstjórarnir sitja í stjórn Mundaloga.
Og næst er það Síðasti dropinn ehf. Þar skipa stjórn Sigurjón aðstoðarkaupfélagsstjóri og Jón Eðvald forstjóri. Eigendur Síðasta dropans eru Háahlíð 2 ehf. Háahlíð 3 ehf. Háahlið 7 ehf. og Gilding ehf. Síðasta dropinn á Sveinseyri sem áður var getið um.
Háahlíð 2 ehf. er einkafirna Þórólfs kaupfélagsstjóra og ber heiti heimilis hans. Félag Þórólfs á helmingshlut í Matrónu, helmingshlut í Gullinló og tæplega fjórðung í Síðasta dropanum auk hluta í öðrum félögum sem tengjast ekki þessum kapli.
Háahlið 3 ehf. er einkafirma Sigurjóns Rúnars Rafnssonar aðstoðarkaupfélagsstjóra. Félag Sigurjóns á helmingshlut í Matrónu, helmingshlut í Gullinló og tæplega fjórðung í Síðasta dropanum auk hluta í öðrum félögum sem tengjast ekki umfjölluninni.
Háahlið 7 ehf. er einkafirma Jóns Eðvalds Friðrikssonar forstjóra Fisk Seafood. Það félag á meðal annars tæplega fjórðungshlut í Síðasta dropanum.
Það sem vekur athygli er að þeir þremenningar tengjast í gegnum fjölda félaga og þegar kapallinn er rakinn endar hann í Kaupfélaginu þar sem þeir hefur verið treyst fyrir félagi í almanna eigu. Af lestri greinarinnar vakna meðal annars spurning um hvort rétt sé að helstu stjórnendur Kaupfélagsins séu um leið viðskiptafélagar þess. Hin mikla flækja, sem hér hefur verið gerð tilraun til að rekja, gerir öllum erfitt fyrir að rekja hver er hvers og hvur er hvurs.
Byggt á ársreikninum áranna 2006 og stundum 2007.

  á leið út í lífið, hverjir eru þarna á myndinni?

mynd Viðskiptablaðið 

 

 





föstudagur, 29. maí 2015

Sinfonían: Chopin, Nielsen og ég

Ég fór á tónleika í gær, vetrarstarfi Sinfoníunnar fer senn að ljúka.  Það er ekki amalegt að fá að njóta skemmtunar og listfærni þessara lægst launuðustu menntuðu starfsmanna ríkisins.  Hversu mikið þessir listamenn hafa skemmt mér um ævina.  Samfellt seinustu rúmlega 10 árin, en stopult fram að því, þegar ég bjó ekki á höfuðborgarsvæðinu.  Ég á þeim mikið að þakka.

Það má segja að Harpa, húsið umdeilda hafi hafið hljómsveitarleik á hærra plan hérlendis.  Aldrei hafa verið fleiri áskrifendur og við fáum að heyra erlenda listamenn koma fram með okkar fólki. Samt eru til einstaklingar sem telja það vera hlutverk sitt að skera niður framlög

til lista og menningar á ótal sviðum.  Oftast voru það einstaklingar innan Sjálfstæðisflokksins áður fyrr, en alltaf var þar sterkur hópur sem vildi ýta undir menningu, svo aldrei hefur tekist að ganga af listum dauðum.  Nú eru það hægriöfgamennirnir í Framsóknarflokknum sem verða sér oftar en ekki til skammar.  

Svo ég komi mér að tónleikunum í gærkvöldi og hætti þessu mali.  Þá var það skemmtileg blanda af þekktu og óþekktu.  1. píanókonsert Chopins hefur maður hlustað á ótal sinnum, maður kann hann svona að ákveðnu leyti utanað, maður getur hummað lagbúta úr honum.  Í þetta var það stórstirni frá Makedoníu, Simon Trpceski, sem spilaði guðdómlega auk þess sem hann sjarmeraði salinn með óformlegu spjalli.  Svo lék hann einfaldan vals eftir Chopin sem aukalag sem er ekkert einfalt að spila.
Eftir hlé, sem er orðið vina og kunningjamót stórs hóps, maður hittir alltaf kunningja, ættingja, og getur virt fyrir sér stórmenni þjóðarinnar, ætli sé ekki oft plottað í hornum þarna, þá fengum við að heyra Sinfoníu númer 5 eftir Carl Nielsen, ég hef lítið hlustað á Nielsen sem er eitt frægasta tónskáld Norðurlanda, þó heyrt einhverjar sinfoníur á tónleikum.  Sinfonían í gær var frábærlega leikin og verkið verður örugglega til þess að ég ætla að taka mér tak að hlusta á hann. Inkinen hljómsveitarstjórinn finnski er líka að komast í hóp stjórmeistara hljómsveitarstjórnar, hljómsveitin leikur í höndum hans.  

Svo lesendur góðir, ég er enginn sérfræðingur í tónlist, en ég er einn fjölmargra áhugamanna um tónlist.  Þeir geta fundið sér sitt svið eða verið á mörgum, ég hlutsta á margar tegundir tónlistar.  Ég mun mæta næsta vetur ég eyði hluta af mínum eftirlaunum í þetta.  Tónlist fær mann til að njóta og hugleiða. Læra eitthvað nýtt, manni hættir síður til að staðna.




fimmtudagur, 28. maí 2015

Ísland: Brjóstumkennanlegir valdamenn

Íslenskir ráðamenn á hægri kanti eru oft svo brjóstumkennanlegir. Þeir fara öðru hverju til London og súpa hveljur yfir hinu dásamlega nýfrjálshyggjukerfi sem Bretar kjósa að hafa yfir sér.  Að vísu með miklum minnihluta fylgis vegna fránalegs kosningakerfis. 

Svo koma þeir aftur heim og ætla að gera það sama hér, þar sem allt á að þjóna auðmönnum og auðfyrirtækjum.  Þeim tekst að koma langt með stuðningi flokks sem er í tilvistarkreppu.  En
þeir eru svo hissa þegar  upp rís sterk andstaða, sem hefur allt aðrar forsendur og  bakgrunn en breskt samfélag. Allt bendir til þess að þjóðin varpi þeim á dyr í næstu kosningum, sem vonandi verða sem fyrst.

Svo koma verkalýðsfélög með frekju og yfirgang.  Ráðherrar eru lengi að uppgötva að þetta hafi eitthvað að gera með þá.  Fyrir nokkrum dögum var þetta málaflokkur þar sem frjáls samningaréttur átti að ríkja.  Svo kom í ljós, ekki í fyrsta sinn, að atvinnurekendur geta ekki viðurkennt að launafólk eigi að geta lifað á launum sínum.  Svo þá endar það alltaf með að stjórnmálamenn verða að  koma til sögunnar.  Fjármálaráðherra sem hafði þverskallast í margar vikur er allt í einu farinn að tala um að hann vilji gera hvað sem er til að leysa þennan hnút. Og Forsætisráðherrann má ekki opna munninn án þess að mótmæli verði á Austurvelli. Ríkisstjórnin vinnur svo gott starf að þjóðin er á villigötum, líklega á bara að skipta um þjóð.  Senda þessa vitlausu þjóð til Norður Noregs eða Kanada.  Og fá nýja þakkláta og blíðlynda, kannski frá Mið-Austurlöndum. 

Já þetta eru brjóstumkennanlegir ráðamenn þeir eiga ekki skilið að eiga okkur að.  Þeir ættu bara að flytja til gósenlanda þar sem þeir geta lifað á auði sínum.  Sviss, Bandaríkin eða Bretland, þegar Bretar verða búnir að stimpla sig út úr ESB. Þar ríkir ekkert vanþakklæti, allir beygja sig og bugta fyrir yfirstétt, auðstétt og valdamönnum.

miðvikudagur, 27. maí 2015

Svikalogn: Tími á nýjar kosningar

Mér datt í hug orðið svikalogn, en sá svo þegar ég fletti upp í netinu að ég var ekki sá fyrsti, fleirum hafði dottið það í hug: 

Stjórnarandstaðan fagnaði ákvörðun Einars Kristins en hefur þó varann á sér. Þannig segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sinni að hún vonist til að ekki sé um svikalogn að ræða.

Já, Einar þingforseti lagði til hliðar Ramma áætlunina, í bili, en svo er spurningin hvort Ofurvirkjarar sætti sig við það til eilífðar.  Við verðum að virkja til að skaffa vinnu, segja þeir, þá gleymast alltí einu verðbólguáhrif liðinna virkjana.  Þá gleymast gjafasamningar liðinna ár.   Þar sem ódýrara virkjanarafmagn fæst í stóriðju á Íslandi en í Afríkulöndum, þar sem laun eru mörgum sinnum lægri.    

Svo er það makríllinn, 39000 skora á forsetann.  Við bíðum eftir að heyra í honum, blessuninni! Ætli hann sé lagstur undir feld?

En svo kom skoðanakönnunin nýja:  xB sekkur og sekkur, er ekki kominn  tími á nýjar kosningar.  Nýjan þingforseta, nýja ráðherra, nýja hugsun???



þriðjudagur, 26. maí 2015

Bjarni og Eygló: Um hvað er barist?

Að koma upp leigumarkaði á Íslandi virðist ætla að verða torsótt.  Þras Bjarna Ben og Eyglóar sýnir það, andstæðingar leigumarkaðar fulltrúar fasteignabraskarar ætla ekki að gefa sig.  Það virðist vonlaust að fara eftir reynslu annarra þjóða um þessi mál.  Íslendingar eru sjálfstætt fólk, það á að eiga fasteignir sínar!!!


Lekið er svo upplýsingum, gamla trixið notað.  Allt í háaloft á baka við tjöldin.  Fjármálaráðherrann er alveg til í að bjóða nokkur prósent í kjarasamningum til að koma í veg fyrir frumvörp Eyglóar. Eða hvað???? 

Svo er spurningin hvort Eygló fái stuðning frá Sigmundi Davíð.  Það er ekki öruggt. Hnífstungurnar eru klassískar í Framsókn.

laugardagur, 23. maí 2015

Á Moskan að fara til Íslands?? Je suis un homme de Paix

Það er gott að fleiri koma með þessa hugmynd en ég ( í bloggi í vikunni) auðvitað á að senda innvolsið hið listræna til Íslands byggja fallegt hús utanum og þá er komin moskan sem reisa á í Reykjavík. Þar sem Islamtrúar fólk getur stundað sína trú og félagsstarf. Óþarfi að blanda kirkjunni inn í það. Það er eins og aðalatriði hjá mörgum sé að fá eitthvað sem leiði til átaka og ófriðar, jafnvel fjöldamorða. Ég er of mikill friðarsinni til að taka þátt í því!

fimmtudagur, 21. maí 2015

Sigmundur og Bjarni: Tómhentir með frekju

Enn kemur ekkert frá andvana ríkisstjórn.  Stórstirnin mæta á Alþingi í morgun og taka þátt í þrasinu af fullum þunga. En ekkert annað.  Engar hugmyndir, engar tillögur um lausn alvarlegustu kjarakreppu seinustu áratuga.  Meira að segja prúðasti maður norðan Alpafjalla, ríkissáttasemjari, er búinn að fá nóg.  

Fræðingar eru kallaðir til af fjölmiðlafólki, auðvitað er hætta á verðbólgu, auðvitað er hætta á töfum á lausn á stór efnahagsmálum, en það er ríkisstjórnar og stofnana að vinna að því að svo verði ekki. Það þarf vilja, ekki bara frekju. Það er þetta eina að viðurkenna að það þurfi að breyta skiptingu kökunnar, þegar milljarðar streyma í vasa örfárra einstaklinga, þegar
atvinnurekendur falsa gögn og kannanir þá er engin furða að hnefar fari á loft.  Það er hlutverk forsætis og fjármálaráðherra og lægja öldurnar og vera sáttaberar.  En þeir kunna það ekki, þeir þekkja bara frekju.  

Fræðingar eru sjaldséðir sem mæla með umhverfisáformum ríkisstjórnar, af hverju eru þeir ekki kallaðir í fjölmiðlana?  Er það furða að náttúran kveinki sér undan afglapahætti nefndarkjána.  


Jörðin - þessi allra dauðlegra sameiginlegi fararskjóti.Sagði Jónas. Hún á betur skilið af börnum sínum.

Ég óska hinum knáa Dalamanni Ásmundi Einari, góðs bata, netheimur er miskunnarlaus, en lygar og undansláttur ýmissa aðila bæta ekki þetta sorglega mál. 

miðvikudagur, 20. maí 2015

Silicor: Enn um Sólarkísil og fjárfestingar

Við þurfum að virkja til að skaffa atvinnu sagði hann , þingmaðurinn, virkja.Eins og að veruleikinn sé svona einfaldur.  

Fyrir hverja erum við að virkja, hvernig veljum við samstarfsaðila.  Það er stundum skrítið. 

Eins og með Silicor fyrirtæki sem hefur viljað hasla sér völl á Íslandi, en ....... takið eftir en ..... eftir að hafa brennt brýr að baki í Bandaríkjunum. Komið sér út úr húsi þar vegna fjármálaóreiðu.  Hver á að fjárfesta.  Kemur Silicor með fjármagn inn í landið?  Ætlar þeir ekki að fá lán í íslenskum banka?

Þetta er spennandi verkefni að máli margra, en þetta er það fyrsta sinnar tegundar í heimi.  Hvað ef mistekst, gengur ekki sem skyldi?  Hverjir geta þá setið uppi með skuldasúpuna.  Erum við tilbúin að svolgra þá súpu í okkur? Orðspor þessa fyrirtækis er ekkert til að hrópa húrra fyrir, við erum lítið efnahagssvæði, ef eitthvað væri úrskeiðis, gæti það haft alvarlegar afleiðingar.  

Þegar við eigum að fá erlend fyrirtæki til okkar væri ekki eðlilegra að fá traust og gott fyrirtæki með gott orðspor???? Hverjir vilja fjárfesta í þessu, verða það ekki bara við.  Hverjir sitja þá uppi með sárt ennið.  Ætli það verðum ekki við? 

 Er ekki bjartsýni fyrrverandi bæjarfulltrúa á Akranesi svolítið barnaleg? Þurfum við ekki að tryggja okkur eitthvað betur?  Gæti sólskinið ekki breyst í þokuhjúp þar sem aldrei sæist til sólar???




1. Verksmiðjan verður vinnustaður 450 manna, fagfólks á mörgum sviðum og af báðum kynjum.
2.Erlend fjárfesting af slíku umfangi er vel þegin og mikilvæg innspýting í efnahagslífið. Hún hefur mikil margfeldisáhrif á öllu atvinnusvæði Vesturlands og Suðvesturhornsins.
3. Skipulagsstofnun telur umhverfisáhrif starfseminnar ekki umtalsverð og framkvæmdin skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
4. Umhverfisstofnun er sama sinnis og vísar til þess að verksmiðjan muni hvorki losa flúor né brennisteinstvíoxíð út í umhverfið. Mengunarálag á Grundartanga aukist því ekki með starfseminni.
5. Silcor hefur öðlast einkaleyfi á algjörlega nýrri framleiðsluaðferð þar sem unnið er í lokuðu kerfi.
6. Raforkunotkun verður einungis þriðjungur þess sem gerist í hefðbundinni sólarkísilframleiðslu.
7. Væntanleg framleiðsluvara, hreinn kísill frá Grundartanga, verður flutt úr landi og notuð til að framleiða sólarkísilflögur sem menn setja á þökin sín og virkja sjálft sólskinið til raforkuframleiðslu.
8. „Hliðarafurðir“ sólarkísilframleiðslunnar verða söluvörur líka, til dæmis álhlutar sem nýtast í bíla og létta þá – sem aftur sparar eldsneyti og dregur úr losubn gróðurhúsalofttegunda.

þriðjudagur, 19. maí 2015

Kennitöluflakk: Hvorki ólöglegt né siðlaust!!!

Enn gerist ekkert með þá sem leika sér með skiptum á kennitölu. Það er skrítið hvernig einfaldar aðgerðir gegn aðilum sem nota sér lagakróka til að komast hjá að borga
opinber gjöld og skatta virðast vera yfirvöldum ofviða.  Og það er ráðherra sjálfur sem gefur út leyfi um slit félaga með takmarkaða ábyrgð.Þetta situr á borðinu hjá honum.

Alþýðusamband Ísland skrifaði prýðilega skýrslu um þetta vandamál fyrir tæpum 2 árum og kom með tillögur. Félag Atvinnurekenda er líka með tillögur.  En..... gerist eitthvað?  Fjárhæðir sem tapast vegna óheiðarleika eigenda einkahlutafélaga og hlutafélaga eru ótrúlegar:  Á tveggja ára tímabili voru þannig lýstar kröfur að fjárhæð rúmir 400 milljarðar og af þeim innheimtust tæpir 8 milljarðar. Hér er um hreint ótrúlegar upphæðir að ræða í ljósi þess að eignir félaga eiga að ganga upp í skuldir þeirra við slit. 

Að langstærstum hluta er hér um tap sameiginlegra sjóða landsmanna að ræða9, fjármuni sem nýta hefði mátt til að efla heilbrigðis- og menntakerfið, treysta velferðarkerfið, bjóða félagslegar lausnir í húsnæðismálum, efla stuðning við nýsköpum og sprotastarfsemi eða lækka skatta á lágtekjufólk svo dæmi séu tekin. " Stendur í skýrslunni, munar okkur ekkert um 400 milljarða!!!!!! Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar er kveðið skýrt á um þetta: 
Unnið verður að því að jafna samkeppnisstöðu með því að vinna gegn kennitöluflakki, tryggja jafnræði vegna greiðslu opinberra gjalda, hindra að gjaldeyrishöft skekki samkeppnisstöðu fyrirtækja og koma í veg fyrir að fjármálastofnanir stjórni rekstrarfélögum til langs tíma.

Enn hefur ekkert gerst, ríkisstjórir okkar virðast ekki þurfa á fé að halda úr því að þeir gera engar bætur á lögum og reglum.  Er ekki kominn tími til????  Eigum við bara að halda áfram að leyfa einstaklingum að leika sér með fé okkar.  Einn af þeim hafði þetta til málanna að leggja: 
„Kennitöluflakk er ekki ólöglegt.
Kennitöluflakk er ekki einu sinni siðlaust,“


Hér eru nokkur brot úr þessari góðu skýrslu ASÍ fyrir þá sem eru duglegir að lesa: 
Í sinni einföldustu mynd má lýsa kennitöluflakki sem skipulagðri aðgerð forsvarsmanna þar sem verðmæti eru tekin út úr einu félagi og sett í annað félag en skuldir og aðrar skuldbindingar skildar eftir og félagið síðan sett í þrot. Mörg dæmi eru um keðju slíkra gjörninga vegna sama rekstursins þar sem sömu einstaklingar eru í forsvari1.

Mikilvægt er að gripið sé til aðgerða eins fljótt og kostur er þegar ætla má að félög með takmarkaða ábyrgð séu komin í alvarleg vanskil og að komast í þrot. Ein fyrsta vísbending um slíkt er þegar tafir verða á uppgjöri virðisaukaskatts. Önnur vísbending er síðan tafir á öðrum skattskilum og ársreikningaskilum. Þá er mikilvægt að hægt sé að velta ábyrgð yfir á forsvarsmenn félaga við tiltekin brot félaga með takmarkaða ábyrgð.

Heimild til að framkvæma slit á félögum, sem er að finna í lögum um hlutafélög og einkahlutafélög, verði flutt frá ráðherra til hlutafélagaskrár og henni jafnframt fylgt eftir af festu. 


Kennitöluflakk og umfangsmikil undanskot á opinberu vörslufé, sem gjarnan fylgja, hefur á undanförnum árum þýtt að sameiginlegir sjóðir landsmanna hafa orðið af tekjum sem skipta a.m.k. tugum milljarða á hverju ári. Afleiðingin af slíku getur aðeins orðið sú að leggja þarf auknar álögur á heiðarlegt fólk og fyrirtæki og/eða grípa til niðurskurðar í mikilvægri samfélagsþjónustu, s.s. á sviði heilbrigðis-, mennta- og velferðarmála.

Kennitöluflakk og eðli þess skekkir samkeppnisstöðu heiðarlegra fyrirtækja, sem standa skil á sínu gagnvart samfélaginu, og hefur þannig bein og óbein áhrif á starfsmenn þeirra. Þá snertir kennitöluflakk með beinum hætti hag þeirra birgja sem ekki fá greitt fyrir vöru sína og þjónustu.


Til að átta sig á samfélagslegu tjóni vegna gjaldþrota félaga með takmarkaða ábyrgð má setja það í samhengi við þá staðreynd að heildarupphæð lýstra krafna í þau 995 þrotabú félaga, sem uppgjöri var lokið á tímabilið 1. mars 2012 til 24. janúar 2013, var tæpir 166 milljarðar en heimtur einungis rúmir 5,2 milljarðar, eða um 3,14%. Sambærilegar tölur fyrir tímabilið 1. mars 2011 til 29. febrúar 2012 voru 1.236 þrotabú með lýstar kröfur að fjárhæð tæpir 236 milljarðar en heimtur einungis tæpir 2,7 milljarða, eða um 1,13%.  Á þessu tæplega tveggja ára tímabili voru þannig lýstar kröfur að fjárhæð rúmir 400 milljarðar og af þeim innheimtust tæpir 8 milljarðar. Hér er um hreint ótrúlegar upphæðir að ræða í ljósi þess að eignir félaga eiga að ganga upp í skuldir þeirra við slit.


Einnig eru þekkt dæmi um einstaklinga sem eru í persónulegum ábyrgðum og flytja eignarhald og
verðmæti yfir á aðra einstaklinga (gjarnan maka) áður en þeir fara í þrot. Þá eru þekkt dæmi þar sem
bankamenn fluttu persónulegar ábyrgðir yfir í einkahlutafélög.

sunnudagur, 17. maí 2015

Eygló og Bjarni: Hvar er Forsætisráðherrann?

Eygló kemur Bjarna á óvart.  Hún hlýðir ekki Fjármálaráðherranum.  En spurningin er hvar er Forsætisráðherrann.  Tveir ráðherrar eru komnir í hár saman í fjölmiðlum.  Enginn
verkstjóri í Ríkisstjórninni frekar en fyrri daginn? Hann er kannski að sinna skipulagsmálum?



„Þessi fram­ganga fé­lags­málaráðherra kem­ur mér veru­lega á óvart. Þetta mál er í sjálfu sér ósköp ein­falt,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son í sam­tali við mbl.is í dag. „Það er lagt inn frum­varp til kostnaðarmats í fjár­málaráðuneyt­inu. Eft­ir að vinna hefst við að fram­kvæma kostnaðarmatið kem­ur fram að vel­ferðarráðuneytið er að vinna að breyt­ing­um á frum­varp­inu. Þá er það verklags­regla í sam­skipt­um á milli ráðuneyt­anna að vinnu við kostnaðarmatið er hætt og farið fram á að ráðherr­ann aft­ur­kalli málið og leggi það fram að nýju þegar það hef­ur verið full­unnið.“


Hann segir enn fremur að Eygló verði að sætta sig við að frum­varp henn­ar lúti sömu regl­um og önn­ur slík.Frumvörp þurfi að vera fullunninn áður en kostnaðarmat sé framkvæmt. Að því loknu séu þau tekin á dagskrá í ríkisstjórn og að því loknu í þingflokkum stjórnarflokkanna ef ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja þau fram á Alþingi. „Fé­lags­málaráðherra verður ein­fald­lega að sætta við það að þetta mál sé unnið eft­ir sömu regl­um og önn­ur mál,“ segir Bjarni á mbl.is.



Tjöldin dregin frá og bullandi ágreiningur blasir við


Nú er komið í ljós, að þetta var ekki nándar nærri tilbúið mál hjá Eygló, samkvæmt svörum efnahags- og fjármálaráðuneytisins, og nær útilokað var að það gæti af þeim sökum orðið að innleggi í harðar kjaradeilur. Eygló hefur reyndar sjálf hafnað þessu, sem þýðir að ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Eygló, eru augljóslega ekki sammála um hversu langt málið er komið. Raunar virðist vera bullandi ágreiningur um málið, eins og ólík svör ráðuneytanna bera með sér.


laugardagur, 16. maí 2015

Feneyjagjörningurinn og Seyðfirðingurinn ósýnilegi

Einn furðulegasti gjörningur listasögunnar á sér stað í boði Íslenska ríkisins. Setningarathöfnin fer fram með pompi og pragt.  En það er ekki ráðherra menntamála og lista eða fulltrúar hans sem taka til máls.  Það eru ekki íslenskir tónlistarmenn sem flytja verk sín við opnun. Eflaust hefur listaelítan mætt þarna  með Godd í fararbroddi.  Hlynur Hallsson hrósaði þessu á fésinu sínu.  Allir eiga að vera meðm. Nema listamaðurinn það sést hvergi mynd af honum, hann hefur ekki áhuga á því. Ef hann er til .....
Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra lét frá sér eft­ir­far­andi: „Frá upp­hafi land­náms hér á landi á 9. öld og vel fram á 20. öld var ís­lenska þjóðin sam­sett af eins­leit­um hópi fólks sem lifði á nátt­úru­auðlind­um lands­ins í því harðbýla um­hverfi sem við þekkj­um hér í Norður-Atlants­hafi. Á síðustu ára­tug­um hef­ur landið verið auðgað af inn­flytj­end­um víðsveg­ar að úr heim­in­um og þannig örvað sam­tal um hin ýmsu mál, byggt á umb­urðarlyndi gagn­vart mis­mun­andi trú­ar­brögðum sem mik­il áhersla er lögð á í sam­fé­lagi okk­ar. Sam­fé­lag múslima á Íslandi er mik­il­væg rödd í þessu sam­tali og er það von mín að verk Cristoph Büchel í ís­lenska skál­an­um, MOSK­AN – Fyrsta mosk­an í Fen­eyj­um, á Fen­eyjat­víær­ingn­um muni verða já­kvætt inn­legg í þessa umræðu á heimsvísu,“ seg­ir á vef mennta­málaráðuneyt­is­ins. 
En formaður Félags múslima á Íslandi virðist vera einhverskonar framkvæmdastjóri þarna á svæðinu. Enda virðist hann líta á sig sem hluta listaverksins„Við erum stolt að styðja við MOSK­UNA, fram­lag Íslands til Fen­eyjat­víær­ings­ins,“ seg­ir Sverr­ir Agn­ars­son, formaður Fé­lags múslima á Íslandi. „Það er einkar viðeig­andi að þetta verk skuli vera sett fram á sama tíma og mik­il umræða á sér stað um bygg­ingu fyrstu mosk­unn­ar í Reykja­vík. For­dóm­ar og póli­tísk­ur þrýst­ing­ur gerðu það að verk­um hér áður fyrr, bæði á Íslandi og á Ítal­íu, að óhugs­andi þótti að ímynda sér mosk­ur á hvor­um staðnum. En nú, þegar ís­lenski skál­inn er að taka á sig loka­mynd, stönd­um við í Fé­lagi múslima á Íslandi fyr­ir hönn­un­ar­sam­keppni meðal fremstu arki­tekta Evr­ópu og höld­um áfram áform­um um bygg­ingu fyrstu mosk­unn­ar í nyrstu höfuðborg heims. Það er von okk­ar – Ins­haAllah – að verk­efni sem þessi leiði til líf­legr­ar starf­semi múslima um heim all­an og ánægju­legri og auk­inna, friðelsk­andi sam­skipta milli okk­ar allra í Fen­eyj­um, Reykja­vík og borga um all­an heim.“

Svo mörg voru þau orð, en mikið er það barnalegt hjá listaelítunni að þetta hleypi ekki eihverju vafasömu af stað að það sé bara fegurð sem muni ríkja eins og Goddur sagði.  Og kastaði síðan hnútum að íslenskum listamönnum.  Hvað mun þetta að hafa í för með sér fyrir íslenskan listaheim?  Ætli Seyðfirðingurinn ósýnilegi verði sýnilegur?  Ætli Seyðisfjörður verði Mekka þar sem listaunnendur munur þyrpast til að sjá honum bregða fyrir?  Eitt er víst að Bucherl fær Feneyjaftvíæringinn skráðan í CVið sitt.  Þar er ekkert um Ísland nema Reykjavik Art Festival 2008. Kannski væri ráð að flytja Kirkjuna- Moskuna  í bútum til Reykjavíkur og setja hana þar upp.  Það myndi leysa mörg vandamál. 


Þetta var dagskrá opnunarhátíðarinnar samkvæmt vef
The Inauguration – Friday, 8 May 2015

11 am Speeches
A reading from the Qu’ran by an elected representative of the Muslim community

Speech by Mohamed Alman al Ahdab, President of the Muslim Community in Venice (Italian); Translation of speech (English)

Speech by Sverrir Ibrahim Agnarsson, President of the Muslim Association of Iceland (English)

Anachid music performed by members of the Muslim community

11.50 am Refreshments
Light refreshments provided in the Education Centre

12.20 pm Speech
Speech by Imam Mohamed (Italian); Translation of speech (English)

Anachid music performed by members of the Muslim community

1 pm Call to Prayer

2.15 pm Lunch
Lunch provided from women of the Moroccan Muslim community

3 pm Education centre opens

 

þriðjudagur, 12. maí 2015

Stór hópur Þorpsfífla

Það er margt athyglisvert í ræðu Jóns Daníelssonar í morgun á fundir SA um höftin. Samt er ég efins, of margir hafa orðið hag í óbreyttu ástandi þeir sem geta smeygt sér fram hjá kerfinu þeir sem eiga okkur þessa venjulegu Íslendinga, eiga falda peninga fyrir gjaldeyrisneyslu í útlöndumm, meðan við þurfum að fara með bænarsvip í Bankana..  Sumt er skrítið hjá Jóni,
við réðum ekki við okkar mál.  Af því að við hleyptum fjármálamönnum of langt, við heyrum á hvejum degi núna fréttir af réttarhöldum yfir þeim þar sem siðleysið blómstraði.  En spillingin er til staðar eins og Jón bendir réttilega á, það þarf ekki nema að horfa a vinnu ríkisstjórnar og  meirihluta Alþingismanna.  Þar er stór hópur Þorpsfífla. 


Hags­mun­ir af höft­um
Hann benti á ýms­an kostnað sem fylg­ir höft­un­um. Í fyrsta lagi ein­angra þau landið frá um­heim­in­um og búa til ákveðinn stöðug­leika og gera fyr­ir­tækj­um þannig kleift að þró­ast og dafna inn­an haft­anna. Þannig geti skap­ast mikl­ir hags­mun­ir fyr­ir því að viðhalda höft­un­um. Þá séu einnig aukn­ar lík­ur á spill­ingu, þó að ekki sé mikið rætt um það á Íslandi, ger­ist það í öðrum lönd­um að sögn Jóns. Þá verði efna­hags­sveifl­ur meiri og lang­tíma­hag­vöxt­ur minni.
„Við skul­um skoða hóp­inn sem við höf­um valið okk­ur að til­heyra,“ sagði hann og taldi m.a. upp Grikk­land, Kúbu og Norður-Kór­eu. Með því að vera með höft erum við að segja að við séum ekki al­vöru land sem ræður við sín mál. „Þú hef­ur valið að vera þorps­fíflið. Þetta er eins og verndaður vinnustaður,“ sagði hann.

 Ásgeir Jónsson ræddi um samhæfingarvanda okkar, með margt í gangi í einu, ég veit ekki hvort það útskýri allt, en Ásgeir er einn af þeim sem voru á kafi í Uppganginum á sínum tíma, margir af þeim vilja ekki skilja þá reiði og biturð sem spillingin olli.  Hún er enn til staðar og veldur vantrausti á peningamönnum þjóðarinnar.  Ef höftin hefðu ekki verið sett í gang, þá hefðum við verið krjúpandi frammi fyrir lánastofnunum erlendis, okkur tókst að forðast það.  Þeir sem ráða ríkjum í dag geta ekki sætt sig við sekt sína og eru lokaðir inni í heift til seinustu ríkisstjórnar. Þetta hefur meira að gera með sálfræði en fjármál. Fortíðin skiptir meira máli en það sem framundan er.

 Hann benti á að Íslend­ing­ar ættu m.a. við sam­hæf­ing­ar­vanda að glíma og væru sí­fellt með allt of mörg mark­mið í gangi á sama tíma. „Höft­in leyfðu okk­ur að setja inn­lend mark­mið í fyrsta sæti og gát­um aukið rík­is­út­gjöld,“ sagði hann og bætti við að þæg­ind­in byggi þó á fölsku ör­yggi. Það þyrfti sam­eig­in­legt átak til þess að fara úr höft­um. Þá sagði hann að ár­un­um eft­ir hrun hefði verið eytt í enda­laust karp um orðna hluti - umræðan um framtíðina væri ekki enn haf­in.

Við megum heldur ekki gleyma því sem Stefán Ólafsson fjallar um í dag í bloggi.  Við erum stórrík þjóð.  En eignaskiptingin ansi ójöfn.  Um það eru aðalátökin í dag á Íslandi. 

mánudagur, 11. maí 2015

Fyrirsagnir: Mogginn lýgur aldrei

Þetta er það sem við þurfum mest af öllu,  lækka skatt á hátekjufólkinu!!!!  Þetta liðkar svo sannarlega fyrir kjarasamningum!!!  Þegar allur heimurinn ræðir um jöfnun lífskjara þá er þetta þeirra útspil....

Tvö skattþrep í stað þriggja

Ég hélt að hún væri byrjuð aftur, þið vitið hver, ekki veitir af í Samfylkingunni!! Ætli Davíð hafi samið fyrirsögnina? 

Jó­hanna þræðir Aust­f­irðina

 Er það ekki stjórnavilji, að fá einkavæðingu heilbrigðiskerfisins, svo þeir tekjulægstu fái sem versta þjónustu meðan peningaaðallinn fái allt hið besta .....

Ann­ars flokks lækn­is­fræði stunduð

Svona er Ísland í dag, Mogginn lýgur aldrei, allt fyrirsagnir í dag mbl.is . 

Svo er það vinur íhaldsins í heiminum, hann hittir naglann á höfuðið .....


 


 

 

 

laugardagur, 9. maí 2015

Hrunklassíker; teileinkað Tryggva Þór og KS

Nú ætlar Tryggvi Þór Herbertsson fram á fjármálasviðið á ný.  Eftir að hafa hörfað inn í Ríkisjötuna, þegar allt fór til andskotans, við munum Askar Capital, aðstoðarmann Geirs og svo framvegis.  Hann ætlar að hjálpa til að stofna nýtt öflugt Sparisjóðakerfi, hver er betur hæfur til þess? Töframaður Lækkunarinnar, alls staðar er hann kallaður til, vonandi á góðu tímakaupi. 
Tryggvi  ætlar að fá til þess sterka fjárfesta, auðvitað Kaupfélag Skagfirðinga, ætli einkahlutafélög Kaupfélagsstjórans fylgi með.  Þett fær mig til að minna ykkur á einn Hrunklassíker.  Það verður að lesa allt. Prýðilega gert hjá Sigurjóni M. Egilssyni, fjölmiðlamenn vinna stundum góða vinnu.  Verði ykkur að góðu. 

Fjárfestingarfélög kaupfélagsstjórans

Stjórnendur Kaupfélags Skagfirðinga hafa í mörg horn að líta. Þeir tengjast persónulega mörgum fjárfestingarfyrirtækjum sem aftur tengjast Kaupfélaginu. Flókið? Já. En skoðum nánar. Hinn landsfrægi Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri og aðstoðarkaupfélagsstjóri er Sigurjón Rúnar Rafnsson. Eitt af helstu fyrirtækjum Kaupfélagsins er Fisk Seafood þar sem Jón Eðvald Friðriksson er forstjóri. Forleikurinn er á enda.
Sagan byrjar í fyrirtæki sem heitir AB 48 ehf. Reyndar hefur verið skipt um nafn á félaginu, og það heitir nú; Fjárfestingafélagið Fell ehf. Stjórnarmaður er bara einn, Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri. Á árinu 2007 var bókfært verð félagsins var einn milljarður króna og eigið fé var tíu milljarðar. Helst eign AB 48 ehf. er AB 50 ehf.
AB 50 ehf. á í Straumi Burðarás. Eigið fé var tæpur milljarður. Stjórnarmaður er bara einn, Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri.
Næsta félag er AB 26 ehf. Aðaleign AB 26 ehf. er tæplega helmingshlutur í AB 48 ehf. Eigið fé var 5,4 milljarðar og bókfært verð einnig. Stjórnarmaður er bara einn, Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri.
Næst kemur að þjóðþekktu fyrirtæki, Hesteyri ehf. En það félag er hluti af S-hópnum, hópnum sem fékk Búnaðarbankann einsog frægt er. Meðal eigna Hesteyrar ehf. er AB 26 ehf. Bókfært verð er 5,4 milljarðar. Stjórnarmenn eru Jón Eðvald Friðriksson, forstjóri Fisk Seafood, Ólafur Kristinn Sigmarsson og Stefán Guðmundsson fyrrverandi alþingismaður.
Þá er komið að Fisk Seafood, þar sem Jón Eðvald er forstjóri. Fisk Seafood á Hesteyri. Og þá kemur að Þórólfi Gíslasyni og Kaupfélagi Skagfirðinga. En Kaupfélagið á Fisk Seafood, sem á Hesteyri, sem á helming í AB 26 ehf., sem á AB 48 ehf., sem á AB 50 ehf.

Hinn hlutinn /
Eigendur AB 48 ehf. sem var nefnt að ofan eru AB 26 ehf. og FS3 ehf. Hér kemur nýtt félag, FS3, og leggurinn tekur breytingum. Eigið fé eru 5,4 milljarðar og þrír sitja í stjórn. Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri, Helgi S. Guðmundsson, sem er einn helsti leikmaður S-hópsins, og Ólafur Friðriksson.
Fjárfestingarfélagið EST ehf. er eini eigandi FS3 ehf. Og eigandi Fjárfestingarfélagið EST ehf. er Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar.
Næst skulum við skoða fyrirtæki sem heitir Gilding. Tveir sitja í stjórn, kaupfélagsstjórinn Þórólfur og aðstoðarkaupfélagsstjórinn Sigurjón. Gilding á þriðjungshlut í Síðasta dropanum ehf. sem kemur við sögu síðar. Þá er komið að Fjárfestingafélaginu Sveinseyri ehf. Þar sitja í stjórn títtnefndur Sigurjón Rúnar aðstoðarkaupfélagsstjóri og Jón Eðvald Friðriksson forstjóri Fisk Seafood. Sveinseyri á hlut í AB 48 ehf. Síðasta dropinn á allt hlutafé Sveinseyrar ehf.
Enn er haldið áfram. Matróna ehf. er eitt félaganna. Eigendur þess eru félög sem ég skýri betur á eftir, en þau heita Háahlið 2 ehf. og Háahlíð 3 ehf. Þau félög, það er Háahlið 2 og Háahlið 3 eiga líka félagið Gullinló ehf. Í stjórn Gullinlóar sitja kaupfélagsstjórarnir báðir, Þórólfur og Sigurjón. Gullinló á síðan hlut í Mundaloga ehf. ásamt Matrónu ehf. Skýrist á eftir. Kaupfélagsstjórarnir sitja í stjórn Mundaloga.
Og næst er það Síðasti dropinn ehf. Þar skipa stjórn Sigurjón aðstoðarkaupfélagsstjóri og Jón Eðvald forstjóri. Eigendur Síðasta dropans eru Háahlíð 2 ehf. Háahlíð 3 ehf. Háahlið 7 ehf. og Gilding ehf. Síðasta dropinn á Sveinseyri sem áður var getið um.
Háahlíð 2 ehf. er einkafirna Þórólfs kaupfélagsstjóra og ber heiti heimilis hans. Félag Þórólfs á helmingshlut í Matrónu, helmingshlut í Gullinló og tæplega fjórðung í Síðasta dropanum auk hluta í öðrum félögum sem tengjast ekki þessum kapli.
Háahlið 3 ehf. er einkafirma Sigurjóns Rúnars Rafnssonar aðstoðarkaupfélagsstjóra. Félag Sigurjóns á helmingshlut í Matrónu, helmingshlut í Gullinló og tæplega fjórðung í Síðasta dropanum auk hluta í öðrum félögum sem tengjast ekki umfjölluninni.
Háahlið 7 ehf. er einkafirma Jóns Eðvalds Friðrikssonar forstjóra Fisk Seafood. Það félag á meðal annars tæplega fjórðungshlut í Síðasta dropanum.
Það sem vekur athygli er að þeir þremenningar tengjast í gegnum fjölda félaga og þegar kapallinn er rakinn endar hann í Kaupfélaginu þar sem þeir hefur verið treyst fyrir félagi í almanna eigu. Af lestri greinarinnar vakna meðal annars spurning um hvort rétt sé að helstu stjórnendur Kaupfélagsins séu um leið viðskiptafélagar þess. Hin mikla flækja, sem hér hefur verið gerð tilraun til að rekja, gerir öllum erfitt fyrir að rekja hver er hvers og hvur er hvurs.
Byggt á ársreikninum áranna 2006 og stundum 2007.

föstudagur, 8. maí 2015

KEA: Eins og græðgin hjá Granda?

Það er gott að vera lykilstarfsmaður. Það sést vel á starfinu í KEA, þar þykir tilhlýðilegt að borga  „ lykilstarfsmanni" 25 milljónir í laun á ári.  Meira en framkvæmdarstjórar Lífeyrissjóða fá.

Þetta kemur fram í vefmiðlinum Akureyri Vikublað sem er einn af fáum fjölmiðlum sem stunda gagnrýna rannsóknarblaðamennsku hérlendis undir vaskri stjórn Björns Þorlákssonar. 
Mannsins sem RÚV gat ekki ráðið sem starfsmann í fyrra þar sem hann hafði allt of mikla reynslu og meríta.  

KEA er afgangurinn af veldi SÍS á Norðausturlandi.  Nú er það fjárfestingarfélag sem fjárfestir að mestu leyti í atvinnuvegum á sínu svæði.  Skilaði góðum hagnaði í fyrr tæplega 500 milljónum. Styrkir félags og menningarstarfsemi, sem þó minnkaði um þriðjung á milli ára þrátt fyrir mikla hækkun gróða.  Og borgar meðatal 4 starfsmönnum samtals 48 milljónir í laun. 



 Birgir Guðmundsson sagði í yfirlýsingu sinni á heimasíðu KEA eftir að Ríkisútvarpið fjallaði um launahækkun Halldórs í síðustu viku: „Fyrir um einu og hálfu ári eða í ársbyrjun 2014 var endursamið um starfskjör framkvæmdastjóra félagsins en kjör hans höfðu staðið óbreytt frá árinu 2007 eða í rúmlega 6 ár. Á sama tímabili hafði launavísitala hækkað um 45%. Þetta leiddi til þess að breytingin varð nokkuð mikil en hana þarf að skoða í ljósi þess að framkvæmdastjórinn hafði setið verulega eftir í kjörum í langan tíma og hafði ekki náð að halda í við almennar launabreytingar á þessu tímabili. Mikilvægt er fyrir KEA að geta greitt lykilstarfsmönnum sínum samkeppnishæf laun. Ekki er hægt að tengja þessa eins og hálfs árs gömlu ákvörðun yfirstandandi kjaradeilum, enda hefur KEA fremur verið að elta launaþróunina en móta hana.“

„Ég spyr líka sem félagsmaður: Er fleira sem stjórn og framkvæmdarstjóri hafa látið fara frá sér sem ekki er rétt? Getur fólk verið í forsvari fyrir fjárfestingarfélag þegar það sama fólk fer ekki með rétt mál og gerir ekki mun á 30% og 59%?“ spyr Ragna en hún hefur reiknað út að 59% hækkun hafi orðið frá árinu 2008 í stað 30% eins og haldið hefur verið fram.

„Eftir að hafa hugsað mikið um launamál framkvæmdastjóra KEA, held ég að þetta hljóti að vera skandall. Hækkunin sýnir enn einu sinni að framkvæmdastjórar sem geta skammtað sér laun, gera það svo sannarlega. Þetta er nákvæmlega sama græðgin og hjá Granda,“ segir einn viðmælenda blaðsins.

Fréttir

Enn um starfskjör framkvæmdastjóra að gefnu tilefni

Í tilefni af umfjöllun Akureyrar vikublaðs um starfskjör framkvæmdastjóra og að yfirlýsingar mínar hér á heimasíðunni í síðustu viku  um að starfskjarasamningur hafi verið óbreyttur frá 2007 stangist á við tölur í ársreikningum liðinna ára þykir mér nauðsynlegt, í ljósi þess að ekki var leitað skýringa hjá mér áður en fréttin var birt, að fara ítarlegar en áður yfir hvernig þessu hefur verið háttað.
Frá árinu 2008 hefur KEA birt í skýringum í ársreikningi sundurliðaðar upplýsingar um starfskjör framkvæmdastjóra og stjórnarmanna sem KEA greiðir beint.  Samningur framkvæmdastjóra hefur og gerir ráð fyrir greiddum launum upp á 1,8 milljón kr. á mánuði auk afnota af bifreið, óháð því hvort KEA greiðir þau sjálft að fullu eða að hluti þeirra séu stjórnarlaun frá 3ja aðila þar sem framkvæmdastjóri situr í umboði KEA.  Eðli máls samkvæmt situr framkvæmdastjóri í einhverjum stjórnum fyrirtækja sem KEA á eignarhluti í.  Stjórnarsetur eru mismiklar að umfangi, allt eftir því hvernig skipast í stjórnir fyrirtækja hverju sinni og hvernig eignarhlutar KEA í fyrirtækjum er.   Ef engin stjórnarlaun eru greidd af 3ja aðila þá greiðir KEA beint umsamin samningskjör.  Þetta er gert til að forðast þann hvata að framkvæmdastjóri hverju sinni geti ekki bætt heildarkjör sín með því að horfa til mögulegra stjórnarlauna þegar t.d. fjárfestingaákvarðanir eru teknar.  Fyrirkomulagið er beinlínis haft þannig að sjálftökuhvatar séu ekki fyrir hendi.
Skýringar á um 8% hækkun starfskjara framkvæmdastjóra í skýringum í ársreikningi 2011 eru að fram til þess tíma hafði hluti af heildarkjörum framkvæmdastjóri verið stjórnarlaun frá 3ja aðila.  Á því ári hóf KEA að greiða hærra hlutfall af heildarlaunum en áður.
Um 7% breytingu á árinu 2013 má að mestu rekja til þess að bifreið sem framkvæmdastjóri hefur til afnota samkvæmt starfskjarasamningi og talin er  fram sem skattskyld hlunnindi var endurnýjuð í upphafi þess árs.  Eldri bifreið hafði lægra skattalegt mat til hlunninda heldur en sú nýrri.  Föst mánaðarleg starfskjör framkvæmdastjóra voru eftir sem áður þau sömu.
Á nýliðnum aðalfundi félagsins kom spurning um breytingu launakostnaðar framkvæmdastjóra á milli áranna 2013 og 2014.  Því miður hafði hvorki  undirritaður né framkvæmdastjóri þá tölu á reiðum höndum. Bent var á að þá tölu mætti finna með því að skoða skýringar í ársreikningi síðasta árs til samanburðar en alla ársreikninga KEA er hægt að nálgast á heimasíðu félagsins.  Með hjálp snjallsíma var síðar á fundinum upplýst um hver þessi breyting launakostnaðar hefði verið á milli ára.
Eftir stendur sú fullyrðing mín óbreytt, að samningsbundin starfskjör framkvæmdastjóra höfðu ekkert breyst frá því í september 2007 til janúar 2014 eða í rúmlega 6 ár.

Birgir Guðmundsson, stjórnarformaður



 4. Laun og launatengd gjöld
Laun og launatengd gjöld greinast þannig:
                                                 2014                   2013
Laun starfsmanna                    48.477.022     41.344.617
Stjórnarlaun                              8.520.000       7.423.000
Launatengd gjöld                    18.269.528     16.931.795
                                                 75.266.550     65.699.412
Meðalfjöldi starfsmanna                  4                   4
 

þriðjudagur, 5. maí 2015

Sigmundur Davíð: Sjálfum sér samkvæmur?

Nú tíðkast tertuát hin meiri.  Á Alþingi.  Ætli næsta stig verði ekki tertukast a la Laurel og Hardy, eða Chaplin.  Ekki ætla ég að blanda mér í þau mál en horfa frekar á það sem skiptir meira máli. Það er hvernig á að leysa kjara og verkfallsmálin og hvernig ríkisstjórnin ætli eða ætli ekki að koma að þeim málum. 

Það er gaman að rifja upp ummæli Forsætisráðherra í Áramótagrein  sinni í Morgunblaðinu:


Það er og á að vera markmið stjórnmálamanna að vinna að því að veita þjóð sinni það öryggi og velferð sem allir þrá og þó að stjórnmálabarátta virðist oft illvíg þá er það engu að síður svo að flestir sem taka þátt í stjórnmálastarfi vinna að sameiginlegu markmiði. Því að auka hagsæld og hamingju þjóðarinnar.

Við getum öll tekið undir þetta, svo bætti hann við ummælum um Kjarasamninga sem hann vissi að voru yfirvofandi í stærri skala en hér hafa átt sér stað um margra ára skeið:

 Kjarasamningar sem voru undirritaðir í lok ársins voru hugsaðir sem grundvöllur stöðugleika svo að hægt yrði að auka kaupmátt og bæta lífskjör jafnt og þétt næstu árin. Það þurfa aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld að gera í sameiningu og í þeirri vinnu þarf að huga sérstaklega að kjörum þeirra lægstlaunuðu og því að millitekjuhópar njóti ávinningsins af betri tíð eftir þær miklu fórnir sem sá hópur var látinn færa á síðast liðnum árum.

Þetta var í loka desember en nú í þessari viku er komið annað hljóð í strokkinn.  Á Súkkulaðitertumeðperumdaginn. Á hinu háa Alþingi.

 Forsætisráðherra sagði að það væri ekki ríkisstjórnin sem sæti við samningaborðið og hún ætli sér ekki að kasta eldivið á verðbólgubálið. Náist samningar muni hún hins vegar koma að málum. „Þannig að verðbólgu samningar bitna fyrst og fremst á þeim sem hafa lökustu kjörin og það að koma í veg fyrir verðbólgusamninga er fyrst og fremst til þess fallið að verja hag verja stöðu þeirra sem hafa lökust kjör í samfélaginu og það er fráleitt af stjórnarandstöðunni að gera lítið úr því vegna þess að um það snýst þetta, að verja stöðu þeirra sem hafa lökust kjörin í landinu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.

Það þurfa aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld að gera í sameiningu, sagði hann í desember, en nú er ríkisstjórnin ekki með sæti við samningaborðið, líklega hefur hún ekkert að gera með ríkisstarfsmenn.  Og millitekjuhópar eru allt í einu úr sögunni.  Það er ekki Sigmundar besta hlið að vera sjálfum sér samkvæmur.   Spurningin er hvort hann er yfirleitt maður til að leiða þjóðina og stjórnina á þessum erfiðu tímum.  

mánudagur, 4. maí 2015

Ísland og Svíþjóð: Menntakerfi í krísu

OECD hefur sent frá sér skýrslu og ráðleggingar til Svía um bætur á skólakerfinu. Eins og kunnugt er eru Svíar á svipuðu róli og við.  Verið á niðurleið í PISA könnunum.  Sérstaklega er bent á stöðu kennara, sjálfsmat þeirra er ekki hátt, tiltölulega lág laun laða ekki til sín góða
nemendur í Kennaranám, starfsþróun er ekki stunduð sem skyldi með endurmenntun og skólaþróun.  

Þetta bendir okkur á hvaða leið við eigum að fara.  Í Svíþjóð var full samstaða hjá yfirvöldum og kennarastéttinni um þörf á umbótum.  Hjá okkur ætla yfirvöld að keyra yfir kennarastéttina, með breytingum sem alltof mikill ágreiningur er um.  Það væri betri kostur að setjast niður saman og lagfæra kerfið og auka gæðin.  Skólakerfi þarf að leiða á betri braut í sátt og samlyndi. 

Lærum af öðrum, byggjum á okkar sterku hliðum, aukum fjölbreytni í skólakerfinu.

Hérna eru meðmæli til Svía í skýrslunni:

The report recommends that Sweden:

  • Improve the quality and attractiveness of the teaching and school leadership profession. Only half (53%) of lower secondary teachers would choose the same career if they could decide again, partly due to the heavy workload and relatively low salaries for experienced teachers. School leaders and their employers should prioritise pedagogical leadership and encourage greater co-operation among teachers and invest more in professional development. A publicly-funded National Institute of Teacher and School Leader Quality would help improve recruitment and the quality of teaching and leadership in the education system.  
  • Review how school education is funded. The current funding mechanisms are not meeting the objectives of improving quality while maintaining equity. There are different options Sweden can use, including earmarked funding, defining criteria for municipalities and schools, and student funding formulae, to ensure equity and especially consistency in school funding across Sweden.
  • Strengthen support for disadvantaged students. This should include greater focus on enhancing language skills for migrant students and their parents; high quality reception classes; extra assistants in the classroom; and improved access for disadvantaged families to information about schools.
  • Put in place a national school improvement strategy. School evaluation should be strengthened and the Swedish Schools Inspectorate should assist schools through more follow up and targeted support. It should help bring about a shift in culture from administrative compliance to responsibility for improvement.

laugardagur, 2. maí 2015

Húmoristinn Bjarni Benediktsson, hann er Erlendis.

Mikið er gott að hafa húmorista fyrir Fjármálaráðherra ........ Það leiftrar af honum í viðtölum.  Afnám orkuskattsins sem hefur skilað milljörðum í ríkiskassann er algjör óþarfi að mati ráðherrans!!!! Afnám orkuskattsins er forgangsmál!!!!  Það er ekki forgangsmál að ná samningum í viðamestu verkfallshrinu seinustu áratuga, ó nei!. Það er ekki forgangsmál að setja skatt á Sjávarrútveg.  Það er nauðsyn að fækka krónum í kassann.  Það komast ekki fleiri fyrir, kassinn er fullur.

Fjármálaráðherra tilkynnti ákvörðunina á ársfundi Samáls og sagði að afnám orkuskattsins væri forgangsmál og hluti af þeim efnahagslega stöðugleika sem stjórnvöld þyrftu að skapa. „Meginhlutverk stjórnvalda er að treysta betur rammann fyrir atvinnustarfsemina í landinu
almennt, þar sem efnahagslegur og lagalegur stöðugleiki ríkir. Afnám raforkuskatts er forgangsmál sem fellur vel að þessari mynd,“ segir Bjarni.

Ráðherran sem setti þennan skatt á útskýrir, Steingrímur Jóhann: 

„Þetta var nú tvískipt. Annars vegar náðist samkomulag um að þessi fyrirtæki fyrirframgreiddu tekjuskatt. Og því lauk bara á tilskildum tíma. En mér finnst að þau geti ekki tekið völdin af stjórnvöldum gagnvart framtíðinni. Að sjálfsögðu hafa íslensk stjórnvöld fullar heimildir til þess, á grundvelli almennrar stefnu, að taka upp eða viðhafa svona auðlindagjöld. Og eins og ég segi, það má ræða stöðuna gagnvart þegar gildandi samningum. En inn í framtíðina litið finnst mér mjög mikilvægt að það liggi fyrir að við stefnum að svona gjaldtöku,“ segir Steingrímur.

En Bjarni þurfti ekki að svara hann var erlendis.  Það eru ansi margar fyrirspurnir um þessar mundir sem fá þessa útskýringu.  Hann er erlendis.  ERLENDIS.  Steingrímur minnist líka á að eðlilegt sé að stjórfyrirtæki á kaupum á orku greiði Auðlindaskatt,  ef þessi orkuskattur verður lagður af er þá ekki eðlileg leið að láta borga Auðlindaskatt.  Ég er viss um að Bjarni er ekki sammála okkur Steingrími í því.  Aðalatriðið er að gefa rafmagnið, Bjarna finnst það ekki grín. Hann hefur svolítið annan húmor en ég ...... :  

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag, en hann er erlendis. Í skilaboðum til fréttastofu sagði hann þó á að Steingrímur J. hefði í tíð sinni sem fjármálaráðherra sent Alcan á Íslandi bréf þar sem hann lofaði að skatturinn yrði ekki framlengdur. Það hafi verið svikið. Ekki komi á óvart að hann vilji framlengja hann aftur og ítreka með því svikin. Skatturinn hafi verið tímabundinn samkvæmt ákvörðun fyrri ríkisstjórnar, og verði því látinn renna út.