þriðjudagur, 7. júlí 2015

Tsipras, öflugur foringi á ólgutímum

Alexis Tsipras hefur sýnt sig að vera öflugur stjórnmálamaður og foringi.  Hann grípur til óvæntra bragða eins og þjóðaratkvæðagreiðslan var. Slær á ákveðinn hátt vopnin úr höndum ráðamanna í stóru ríkjum Evrópusambandsins.  Fær þjóðina að baki sér.  Engin líkindi að
honum verði sparkað. 

Úrelt hugmyndafræði hagfræðinga og ráðgjafa ríkisstjórna Frakka og Þjóðverja vekur furðu með Breta í fylgd sér, íhaldssömustu ríkisstjórnar Vestur-Evrópu.  Framfarasinnaðir hagfræðingar gefa þeim langt nef, Piketty, Krugman, Amartya Sen.  

Ekki sé ég ástæðu til að bera saman skuldir í lok Fyrri eða Seinni heimsstyrjaldar við ástandið í dag; það eru allt aðrar aðstæður.  En Grikkir eru ásamt mörgum öðrum fórnarlömb kolrangrar fjármálastefnu sem skapaði Hrunið mikla.  Við vorum þar líka, okkur tókst að reisa okkur við með harðri stjórn Jóhönnu og Steingríms, margir vilja ekki skilja hversu það var ótrúlegt starf.  Grikkir og ESB hafa eytt mörgum árum í endalaust þras og karp.  Ríkisstjórnin reisti okkur upp með aðgerðum sem oft voru óvinsælar, sumar rangar en það gerist oft á ólgutímum sem þessum.  En stjórnin kom okkur í hagvöxt sem var meiri en stóru þjóðirnar í Evrópu skáka sér af. 

Því er komin ástæða til að semja og fá hjólin til að rúlla á ný í Evrópu.  Til þess þarf framfarasinnaða hagstefnu og nýja ráðgjafa. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli