miðvikudagur, 26. ágúst 2015

Bakki: Grátbrosleg Íslensk spilling

Íslensk spilling er alltaf grátbrosleg og fyrirsjáanleg, eins og dæmin sanna.  Nú er eitt gott sýnishorn fyrir augunum á okkur.  Sveitarstjóri vinnur í mörg ár að stóriðjuverkefni þar sem þó nokkur fyrirtæki koma til sögunnar.  Síðar er það kísilmálmfyrirtæki sem vinnur, sveitastjórinn er glaður, frekar óþrifalegur iðnaður, hann berst fyrir stað sem sérfræðingar vara eindregið við vegna jarðskjálftahættu, skuldbindur sveitarfélagði fyrir stórframkvæmdum í undirbúning verksmiðjunnar. Og ræður sig loks hjá viðkomandi þýsku fyrirtæki.  Hipp hipp húrra, þarna er auðvitað ekkert samband á milli eins eða neins.  Bergur Elías er prýðisdrengur, það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu, vinnuaflið í verksmiðjuna verður varla af þessu svæði.  (5. Rekstur og viðhald verksmiðjunnar Fólk með reynslu úr málmiðnaði verður ráðið til vinnu í kísilverinu og þjálfað sérstaklega fyrir þessa sérhæfðu framleiðslu. Þegar kísilverið er komið í fullan gang er áætlað að 127 manns starfi í verinu. Stjórnendur kísilversins verða valdir úr hópi alþjóðlegra sérfræðinga með mikla þekkingu á kísilmálmframleiðslu.)  Hvaða fyrirtæki byggja og koma upp verksmiðjunni?  Ætli þau verði af svæðinu, ætli þau komi með vinnuafl með sér? 



Ráðning fyrrverandi sveitarstjóra til PCC:


Um þetta var rætt í Draumalandinu, mynd Andra Snæs í viðtali við John Perkins: 

„Ein besta aðferðin er að finna opinberan starfsmann, bæjarstjóra eða eitthvað svoleiðis, sem hjálpar þér. Þú lætur hann vita að þegar hans tíð í embættinu ljúki munir þú ráða hann og greiða honum mjög há laun með miklum fríðindum,“ segir Perkins.



 In 2013, the Icelandic parliament passed several laws allowing the industrial development of the Bakki site where the plant is to be located. One of these laws was specifically drafted to support our silicon metal project, with provision of both financial assistance for the initial investment and long-term tax concessions. 

 The total investment outlay of approximately US$ 300 million (around EUR 265 million) is largely being covered by a loan from KfW IPEX Bank based in Frankfurt am Main. Approximately a further quarter is being provided by Icelandic pension funds and the Icelandic bank Islandsbanki. 

Minnisblað frá atvinnuvegaráðuneyti.
Skýrsla um umhverfisáhrif eru mikil að vöxtum. Viðaukar fylgja.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli