fimmtudagur, 6. ágúst 2015

Hiroshima: Fyrir 70 árum

Fyrir 30  árum skrifaði ég þetta greinarkorn í Nútímann (dagblað sem gefið var út þá).  Ýmislegt hefur breyst frá þessum tíma 1985, þá stóð yfir barátta gegn kjarnorkueldflaugum. Friðarhreyfingar voru öflugar víða um heim.  En eitt var eins þá og núna, Kjarnorkuárásirnar á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki, 6. og 9. ágúst 1945 voru enn atburðir til að minnast og koma í veg fyrir að þeir endurtækju sig.  

Í kvöld er kertafleyting við Tjörnina til að minnast þessara atburða.  Atburðarins er minnst á látlausan og einfaldan hátt eins og verið hefur.  Kertum ýtti út á tjörnina og ein ræða.  Mætum öll. 
Hiroshima eftir árásina


Fórnarlömb minnast 

                                      Myndir frá minningarathöfn í dag í Hiroshima



Engin ummæli:

Skrifa ummæli