þriðjudagur, 1. september 2015

Friðhelgi: Rótleysi og Siðferði

Hvað er rótleysi?  Að fara á milli flokka eða hreyfinga getur þýtt ýmislegt, staðfestu, ekki láta bjóða sér hvað sem er. Tímar rótleysis þýða breytingar, er það best að sitja á sama stólnum og kalla það staðfestu? 

Ég nefni sem dæmi að Birgitta sást fyrst á þingi þegar hún var, að ég hygg, starfsmaður fyrir Vinstri græna. Svo fór hún í Borgarahreyfinguna og komast þannig á þing en sá flokkur lifði ekki lengi og þá fór hún að starfa með Hreyfingunni. Svo bauð hún fram fyrir Pírata. Til þess að stýra landinu af einhverri
 stefnufestu þarf auðvitað einhverja kjölfestu. Stóra spurningin sem menn standa frammi fyrir með nýja flokka eins og Pírata er, fyrir hvað standa þeir? Er einhver kjölfesta í þeim? Mér finnst Píratar að stærstum hluta óskrifað blað.


Rótleysi í einkalífi, það er mikið rætt um þessar mundir.  Hjón að leika sér á netinu. Einn Pírati hefur skrifað góðan greinarstúf, hann kann að skrifa á blað.  En ekki get ég verið sammála honum um stöðu Fjármálaráðherra sem um er að ræða.  Hann kemur sér í þá stöðu sem er ansi skrítin af manni sem hefur kosið að vera í sviðsljósinu.  Hann veit hvað það þýðir, það er fylgst með honum.  Þarna lék netið með hann, hann festist í netinu, og notar svo lygar og aftur lygar til að rífa sig út úr því.  Formaður flokks sem vill á yfirborðinu alltaf láta kenna sig við trú og góða siði.  En í reynd misnotar hann sér stöðu sína, hvað gerði hann 2008, man einhver það, var það ekki í febrúaramánuði?   Hvað hefur hann gert í sambandi við stöðu sína sem ráðherra Landsbankans?   Svo að bera stöðu Bjarna við stöðu Tony Omos er í besta falli kjánaskapur. Maður verður að skoða hlutina í samhengi.   Svo flokkur með Bjarna sem formann og Hönnu Birnu sem varaformann er ansi aumkunarverður. Það væri sorglegt ef Píratar mynduðu bandalag með Sjálfstæðisflokknum:  Bandalag hins rótlausa siðferðis. 

Bjarni er til dæmis klárlega ekki valdameiri aðilinn við hliðina á hökkurunum sem sviptu hann og ótalmarga aðra friðhelgi einkalífs. Í þeim heimi hafa þeir völdin og Bjarni er sem valdalaust peð í þeirra höndum. Þeir ákváðu hvað gera átti vð gögnin. Þeir hefðu til dæmis getað kosið að nota þau til að fjárkúga fólk. Í upplýsingum felast jú völd. Það var ekkert sjálfgefið að hakkararnir kysu að færa þessi völd í hendur alls almennings Jarðarinnar. Þeim tilvikum þar sem hakkarar gera það ekki heyrum við sjaldan af, eðli málsins samkvæmt.

Nei lesendur góðir, varla kemur til þess.  Eða hvað?  


Engin ummæli:

Skrifa ummæli