miðvikudagur, 2. september 2015

Skoðanakönnun: Sumir eru á bömmer aðrir ekki

Það er gaman að velta fyrir sér skoðanakönnunum þessa dagana, sumir vilja halda því fram að þetta sé bara leikur sem ekkert sé að marka, en sannleikurinn er sá að flokkur sem verður bráðum með ofurfylgi í ár það verður að gerast ansi mikið að hann hrapi niður (flokkur Lilju Mósesdóttur undantekningin).  Það er mikið af góðu fólki sem stendur að baki þessa flokks,
sem mun birtast á framboðslistum þegar þar að kemur.  Unga fólkið í meirihluta hallar sér
að þeim, það eru bara gamlingjar eins og ég sem eru með efann.  Ég vil meiri alvörupólitík, kvóta, velferðar- og skattaumræðu.  Stjórnarskrárhugmyndirnar eiga að vera beittari en um árið. 


Þó ekki sé að marka tölur úr þessum hópi, þá segir heildin sitt, og Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað í sjokki, Samfylkingin sömuleiðis, Óttar Proppe getur gert eitthvað fyrir Bjarna (Dimma) Framtíð, Athygli vekur sterk staða Framsóknar í Norðvesturlandi, sýnir sterka stöðu Gunnars Braga og unga fólksins í þingi þar.  Eftir allan sorann sem hann hefur fengið yfir sig þá hefur hann vaxið. Formaðurinn langt á eftir.

Þó þetta sé ekki gáfulegt sem haft er Utanríkisráðherranum:


Gunnar Bragi: Galið að fara í pissukeppni um flóttamenn

Píratar stærstir í fimm af sex kjördæmum – Framsókn stærst í Norðvestur-kjördæmi

 Það er ýmislegt framundan, Sjálfstæðismenn með tvo forystumenn í vanda.  Varla sitja þeir báðir áfram, annar með buxurnar niðrum sig, bæði flækt í lygavef?  Hvað gerir Samfylkingin?  VG er með landsfund, er þar allt í friði og spekt? 

 Og stærsta málið framtíð okkar, umhverfismálin það er eitthvað sem  farið er léttilega með hjá okkur. Þar er VG fremst.  

Engin ummæli:

Skrifa ummæli