fimmtudagur, 17. mars 2016

Ástir og þögn samlyndra hjóna.


Þetta félag hefði alltaf verið öllum ljóst sagði vinur hans Utanríkisráðherrann.   Formaður hins stjórnarflokksins vissi það ekki.  Öllum ljóst. Það þykir orðið sjálfsagt í stjórnmálum að ljúga.  Ætli það sé sjálfsagt að eiginkona æðsta valdamanns þjóðarinnar sé með peninga í skattaskjóli,
og segi svo að hún hafi alltaf greitt skatt af öllu á Íslandi.  
Og segir ekki frá því fyrr en í nauðir rekur.  Enginn annar er til frásagnar.  Nema helst eiginmaðurinn sem talar ekki við fjölmiðla, hann  gæti talað af sér.  Nema hann hafi ekki vitað af þessu.  Ætli það sé betra. Allir aðrir eru bundnir trúnaði. Þögnin er gulls ígildi.


Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sagði að þetta félag hefði alltaf verið öllum ljóst og aldrei hefði verið reynt að fela það.  Hann benti enn fremur á að eiginkona forsætisráðherra væri ekki opinber persóna. „Ég get ekki skilið að draga maka okkar inn í þingið,“ sagði Gunnar Bragi - reglur um hagsmunaskráningu þingmanna væru mjög skýrar og menn yrðu bara að horfa til þeirra. „Menn eru bara að reyna að skaða forsætisráðherra.“ (RUV)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli