laugardagur, 19. mars 2016

Þorskur, langa, rauðspretta og skötuselur

Hann var góður Þorskurinn sem ég fékk heima hjá mér í gærkvöldi
í dásamlegri suðrænni sósu með hrísgrjónum og salati. Ég er alveg viss um að ég var ekki að snæða aðra tegund af fiski. Mér finnst Langa góð en það er ágætt að vita að maður er að borða löngu.



Það eru víða sem maður fær góðan fisk í veitingahúsum í Reykjavík.  Best er alltaf að koma á Þrjá Frakka, eindæma góð þjónusta.  Viðkunnanlegt þröngt umhverfi.  Við fengum okkur rauðsprettu (ég) og skötusel með humri (konan), konan sagði að vísu að skötuselurinn hefði verið ansi þurr, en rauðsprettan var dásamleg.  Gaman að sjá fullt hús af fólki í miðri viku mest ferðamenn að sjálfsögðu, við komum af fyrirlestri upp í Háskóla og datt í hug að fá okkur í gogginn í tilefni af afmæli mínu, komum fyrir klukkan sex og fengum borð strax en um 7 leytið var allt troðfullt.

Góðar fréttir vikunnar ( engin Tortóla ævintýri eða tryggingabrask hjá mér) Ó nei. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli