miðvikudagur, 11. maí 2016

Guðni Th.: Stendst þjóðin prófið í þetta sinn?

Sigmundur sýnir skattaskýrsluna sína og konunnar. En það gekk ekki átakalaust fyrir sig. Það þurfti margar lygar áður en það gerðist.
Bjarni Ben hefur ekki gert það.  Hann hefur líka logið að okkur.  Hve lengi ætlar hann að hanga? 
Orðsendingar eins og EInhvers staðar verða peningar að vera eru heimska. 

Þurfa allir að birta gögn?  Ekkert endilega en af hverju ekki ef þörf er á?  Það er eins og það sé principp að gera það ekki.  Ég sé á danska þinginu eru 20 þingmenn sem hafa ekki birt upplýsingar um fjármál sín.  Af hverju ég veit það ekki.  Þeir hafa verið margir hér.  Ég veit ekki af hverju.  Við sem höfum verið í fastri vinnu höfum fastar tekjur og stundum yfirvinnu.
Ég ég að kjósa þennan?

 Það þarf ekki að vera með flóknar rannsóknir. En þeir sem eru með fjármálarekstur eiga að geta átt von á rannsóknum.  Við vitum líka að það var tíska hjá þeim að reyna koma fé undan sköttum.  Ég veit ekki af hverju það eyðir hundruðum milljóna í lögfræðinga og sérfræðinga til að komast hjá því.  Ég veit það ekki.  Mér finnst það skrýtið.    

En skattayfirvöld mega kíkja inn hjá valdafólki, það á að vera fyrirmynd.  Það á ekki að vera áþján að vera fyrirmynd.  

Nú berast skoðanakannanir inn um forsetakjörið.  Niðurstöðurnar eru ansi einlitar.  Af hverju? Þjóðin hefur fengið nóg af kynslóð svikahlunka.  Hún virðist vilja mann sem er hreinn og beinn.  Stundum fyndinn, getur bitið frá sér ef hann þarf.  Getur leitað til sjérfræðinga ef hann þarf.  Davíð er búinn að vera, Ólafur er búinn að vera, Halla er hissa á því að fólk kýs hana ekki hún hefur ekkert gert, ef marka má viðtal í Stundinni.  En mér sýnist hún hafa of víða 
komið við, þessa vegna treystum við henni ekki.   Ég skil ekki af hverju Andri Snær fær ekki meira, það er eins og áróðursherferðin gegn honum í sambandi við listamannalaun hafi tekist.  Hann hefur skrifað áhrifamiklar bækur um stöðu mannsins í heiminum og náttúrunni. Hann á betra skilið.  Sem boðberi stöðu okkar í dag.  En kannski er eins og þjóðin vilji frekar mann sem ætlar ekki að segja okkur of mikið hvað við eigum að gera, prédikar ekki of mikið?  Það er sjónarmið. 

Svo enn hefur þjóðin staðist prófið í þessum kosningum, eins og hún gerði með Kristján og Vigdísi. Ég er enn hreykinn af henni.   Við sjáum hvað setur.  


Hvað getur þessi fallið?

Við sjáum hvað setur....


Engin ummæli:

Skrifa ummæli