föstudagur, 26. ágúst 2016

Talandi um spillingu og ýmislegt fleira

Það er ýmislegt að gerast í verkleysinu.  Stjórnin sem ætlar að gera svo mikið, svo er ekkert sem gerist.  Svo stjórnarandstaðan þvælist ekki fyrir sagði flokkslausi formaðurinn.  En .....

Við fáum eflaust nýjan formann í Framsókn, ég er nokkuð viss um að hann heitir Sigurður, sumir vinir mínir tala illa um hann, en miðað við Framsóknarmann þá er hann viðkunnanlegur.  Svo hann kemur inn á sjónarsviðið á næstu vikum.  Sannið til. Spillingargaurinn Sigmundur á ekki sjens. Sannið til.  Hvað ég?  Gerði ég eitthvað?

Talandi um spillingu, hún er svo víða, ætla Sjálfstæðismenn að dansa áfram með Bjarna Ben í fararbroddi í farteskinu?  Eru allir xDarar ánægðir með hann og hans fjölskyldu og tengsl? Er spilling allt í lagi? Einu sinni sá ég Bjarna í Hagkaup í Skeifunni. Hann var að bíða eftir 2 konum sem voru að versla. Hann horfði illilega á mig, ætli hann lesi bloggið mitt hugsað ég í hroka mínum og yfirlæti?

Viðreisn fær eðalfrjálshyggjugaura til sín í hrönnum. Er stór munur á Viðreisn og xD?  Fyrir utan afstöðuna til ESB.  Stefnan ekki fullmótuð. En viðmótið samt hlýlega en hjá xD.

Píratar eiga í vandræðum með kosningfyrirkomulega sitt mikið rætt um úrslit á Norðvesturlandi , framagosar víða á ferð eins og við mátti búast, en gaman var að sjá gömlu nágrannakonu mína hana Vigdísi á lista! Það er elíta hjá Pírötum eins og í öðrum stjórnmálaöflum ætli annað sé hægt?  Verst er þegar fólk afneitar því að valdaapíramídi sé til staðar. Þá er engin leið til baka. Spillingin ein mun ríkja!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli