Nú eru leikár leikhúsnna að hefjast. Sitt sýnist hverjum um val vetrarins og fyrstu frumsýninguna: Djöflaeyjuna. Og alltaf byrjar söngurinn um hvað allt sé ómögulegt í Þjóðleikhúsinu. Hópur leikhúsfræðinga virðist vera þar fremstur í flokki. Allt er ómögulegt eftir að Ari Matthíasson varð leikhússtjóri. Innifólkið sem stjórnar fjölmiðlaumræðu á sterkari að sem tengjast. Borgarleikhúsinu. Þar er allt svo gott.
Það er ómgulegt að spila Shakesperare (sem öll góð leikhús eiga að gera einu sinni á ári). Söngleikir eiga ekki að vera í Þjóðleikhúsinu. Ekki nóg af kvenleikstjórum. Allt of mörg skáldsöguleikhúsverk. Og svo framvegis. Mér sem venjulegum leikhúsgesti finnst þetta ganga of langt. Aðalatriðið á að vera blandað prógram með nokkrum góðum sýningum og einhverjum sem mistakast hrapallega. Í báðum leikhúsunum. Sem betur fer tekst það oftast. Íslensk leikhús eru góð í dag. Standast samanburð við það besta annars staðar.
Djöflaeyjan var í mínum augum og eyrum: Bland í poka. Svolítið köflótt sýning.
Það góða var: frábær tónlist og tónlistarflutningur, mikið virðast ungir leikarar fá góða söngkennslu í námi sínu, sviðsmyndin skemmtileg þótt braggahugmyndin verði of yfirgengileg, sömuleikis lýsing, nokkrir leikarar ansi góðir; Eggert var bestur, féll ekki í gryfju ofleiks sem yngra fólkið gerði, Arnmundur Bachman, líka. einlægur og sannur, Guðjón Davíð (Gói) stelur sínum atriðum, tvö söngatriði dásamleg, húmor og tækni. Dollí ansi góð, þó hætti henni að vera of oft á háu nótunum (ekki í söngnum heldur leiknum, hún er frábær söngvari). Gunnar Jónsson bjó til allt öðruvísi fyllibyttu en tíðkast hefur með þetta hlutverk.
Það slæma var: Og óljós heildarmynd og hugmynd um verk Einars Kárasonar. Sem skrifast mest á Atla Ragn og Melkorku. Of tilviljunarkennt hvað er tekið hvað ekki. Til dæmis hvað Karólína verður þunnur þrettándi, Guðrún fær of lítið að moða úr, Baddi allt of fyrirferðarmikill, ég er ekki eins hrifinn og margir af Þóri Sæmundssyni, allt of mikið var gert úr Ameríkaniseringunni, maður var orðinn hundleiður á enskufrösunum, þetta var bara tilgerðarlegt. Lokasenurnar náðu ekki til mín, þetta var ansi tilgerðarlegt drama, jarðaförin, kirkjugarðsfyllerísórarnir hans Danna voru væl, og ganga hans burtu með Tom Waits í farteskinu ekki fyrir minn smekk. Það vantaði meiri leikstjórn, meiri aga.
Svo lesendur góðir: Það er gaman að fara í leikhús, allar sýningar eru ekki fullkomnar, það er ýmislegt gert og reynt í Djöflaeyjunni, fyrri sýningin í bragganum í gamladaga var góð, tímamótasýning að færa leikhúsið úr leikhúsinu. Nýja uppfærslan er söngleikur, sú hlið tekst vel, ansi er tæknihliðin orðin góð, ekkert klikk í hljóðblöndun og flutningi. En það verður ekki tími til að sinna leiklistarhliðinni. Svo hún fær 3 af 5. Farið í leikhús og deilið við vini og kunningja. Þannig er lifandi leikhús.
mynd: Þjóðleikhúsið
Það er ómgulegt að spila Shakesperare (sem öll góð leikhús eiga að gera einu sinni á ári). Söngleikir eiga ekki að vera í Þjóðleikhúsinu. Ekki nóg af kvenleikstjórum. Allt of mörg skáldsöguleikhúsverk. Og svo framvegis. Mér sem venjulegum leikhúsgesti finnst þetta ganga of langt. Aðalatriðið á að vera blandað prógram með nokkrum góðum sýningum og einhverjum sem mistakast hrapallega. Í báðum leikhúsunum. Sem betur fer tekst það oftast. Íslensk leikhús eru góð í dag. Standast samanburð við það besta annars staðar.
Djöflaeyjan var í mínum augum og eyrum: Bland í poka. Svolítið köflótt sýning.
Það góða var: frábær tónlist og tónlistarflutningur, mikið virðast ungir leikarar fá góða söngkennslu í námi sínu, sviðsmyndin skemmtileg þótt braggahugmyndin verði of yfirgengileg, sömuleikis lýsing, nokkrir leikarar ansi góðir; Eggert var bestur, féll ekki í gryfju ofleiks sem yngra fólkið gerði, Arnmundur Bachman, líka. einlægur og sannur, Guðjón Davíð (Gói) stelur sínum atriðum, tvö söngatriði dásamleg, húmor og tækni. Dollí ansi góð, þó hætti henni að vera of oft á háu nótunum (ekki í söngnum heldur leiknum, hún er frábær söngvari). Gunnar Jónsson bjó til allt öðruvísi fyllibyttu en tíðkast hefur með þetta hlutverk.
Það slæma var: Og óljós heildarmynd og hugmynd um verk Einars Kárasonar. Sem skrifast mest á Atla Ragn og Melkorku. Of tilviljunarkennt hvað er tekið hvað ekki. Til dæmis hvað Karólína verður þunnur þrettándi, Guðrún fær of lítið að moða úr, Baddi allt of fyrirferðarmikill, ég er ekki eins hrifinn og margir af Þóri Sæmundssyni, allt of mikið var gert úr Ameríkaniseringunni, maður var orðinn hundleiður á enskufrösunum, þetta var bara tilgerðarlegt. Lokasenurnar náðu ekki til mín, þetta var ansi tilgerðarlegt drama, jarðaförin, kirkjugarðsfyllerísórarnir hans Danna voru væl, og ganga hans burtu með Tom Waits í farteskinu ekki fyrir minn smekk. Það vantaði meiri leikstjórn, meiri aga.
Svo lesendur góðir: Það er gaman að fara í leikhús, allar sýningar eru ekki fullkomnar, það er ýmislegt gert og reynt í Djöflaeyjunni, fyrri sýningin í bragganum í gamladaga var góð, tímamótasýning að færa leikhúsið úr leikhúsinu. Nýja uppfærslan er söngleikur, sú hlið tekst vel, ansi er tæknihliðin orðin góð, ekkert klikk í hljóðblöndun og flutningi. En það verður ekki tími til að sinna leiklistarhliðinni. Svo hún fær 3 af 5. Farið í leikhús og deilið við vini og kunningja. Þannig er lifandi leikhús.
mynd: Þjóðleikhúsið
Engin ummæli:
Skrifa ummæli