sunnudagur, 3. september 2017

Kísilverksmiðjur: Erum við rugluð?

Gleði og stórhugur. Alltaf sama mikilmennskubrjálæðið. Hverjum gat dottið í hug að reisa 2 sílikon verksmiðjur og eitt álver örstutt frá fjölmennri byggð? Aldrei hef ég séð fjallað um reynslu annarra þjóða af sílikon verksmiðjum í íslenskum fjölmiðlum. Áttu kannski reglur um heilbrigðisvernd og umhverfis að vera svo lakari hjá okkur? Vonandi verður ekki sama sagan fyrir norðan, á Bakka. Eitt Bakkabræðraævintýrið enn.

Verði stærsta kísilverksmiðja í heimi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók þátt í athöfninni. „Þetta er auðvitað mjög gleðilegur dagur því hér er verið að taka skóflustungu að verksmiðju sem stefnt er að því að verði sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Þetta er líka fyrsti áfanginn í mjög mikilli uppbyggingu um allt land þannig að þetta er mjög gleðilegur dagur.
Ragnheiður Elín Árnadóttir Iðnaðarráðherra segir að þetta sé stór dagur fyrir Suðurnesjamenn og Íslendinga alla. „Þetta er fyrsta stórverkefnið af þessu tagi eftir hrun. Við erum vonandi að sjá þetta sem táknmynd þess að hjólin eru farin að snúast aftur í rétta átt.“ 
RÚV 27.8. 2014




Engin ummæli:

Skrifa ummæli