mánudagur, 25. september 2017

SDG: Hann er upprisinn

Hann er upprisinn, sögðu þau hann er upprisinn.  Karlinn sem enginn hafði ná sambandi við. 
Svo birtist hann loks á skjánum.  Ábúðarfullur,  fullur af sannleika.  Sex sinnum, ég sagði sex sinnum var reynt að leggja hann í hina pólitísku gröf en þar heyrir enginn í manni, moldin hylur vitin, lokið er vandlega skrúfað ofan á kisuna.Enginn heyrir gullkornin sem streyma frá honum.   Það er allt gert til að stöðva hann, snillinginn, hugsuðinn, karl hreinleikans, fjölskyldumanninn, þann sem gerði ekkert af sér, átti enga fjármuni á suðlægum ströndum og eyjum, Hann sem var hrakinn frá völdum á svo óréttlátan hátt.  Hann gerði ekkert rangt!

Fíllinn í glerbúrinu, hann er búinn að fá einn fyrrverandi þingmann með sér, ein þann versta sem komist hefur á þing.   Kannski koma þeir fleiri, ég bíð spenntur eftir Vigdísi Hauks, ungir drengir og stúlkur vilja vera með hinum þungstíga meistara.  Fólk sem heldur að allt sé leyfilegt, hafa týnt siðferðisrammanum eða eru ekki búin að þróa hann upp með sér.  Það vill fara með honum á sæluslóðir, það vill bjarga okkur hinum úr klóm Íhaldsins eða Öfganna.   Undir leiðsögn hins misskilda stórmennis.   

Ekki er við bætandi að fá einn spillingarflokkinn í viðbót, sem vill að við sjáum hversu flóttamenn eru hættulegir fyrir þjóð okkar og menninguSem vill hreinsa ósómann úr vitum okkar.  Lyktina af fólki sem er að flýja styrjaldir og óstjórn þar sem ekki er líft lengur.  Stríð sem við eigum oftan en ekki þátt í með bandamönnum okkar í hernaðarbandalagi.   

Aldrei þessu vant hefur Morgunblaðið verið með upp á síðkastið viðtöl og kynningar á flóttafólki sem sýnir margbreytileika þess og  lífsvilja við ótrúlega erfiðar aðstæður. Sem vill fórna miklu að koma fjölskyldum sínum í skjól fyrir hörumungum heims.   Getum þess sem vel er gert.  Það er þörf á því í skilningleysi og mannsvonsku margra samlanda okkar.      

Svo vonandi verður endurkoma Sigmundar Davíðs ekki til að auka óró og dapurleika þjóðlífs okkar..  Nóg eru vandamálin fyrir.      





Engin ummæli:

Skrifa ummæli