sunnudagur, 15. október 2017

Ásmundur: Kölski á fjósbitanum

Enn er Ásmundur í sviðsljósinu. Kölskinn á fjósbitanum. Ekkert stoppar hann, ekki stefna flokksins, ekki samþingmenn hans, ekki tekur formaðurinn hans til máls. Í húsi mínu eru margar vistarverur. Það er gott að hafa bersynduga með. Það er gott að velja Ásmund á listann frekar en besta og heiðarlegasta  þingmann flokksins Unni Brá. Hann er Karl með stórum staf  sem flýði frá Vestmannaeyjum hérna forðum þegar illa gekk, böðlaðist um í sveitarstjórnarmálum í Garði, fékk stuðning fólksins í flokknum, enda margir með svipaðar skoðanir og hann á Reykjanesinu og víða.  Svo sakar ekkert að vera framámaður í Oddfellow. Eins og aðrir sem hafa komist langt sem Frímúrarar. Það virðist ekki hafa neitt í för með sér  þó maður fari með ósannindi á opinberum vettvangi. Réttir fjölmiðlar taka það upp sem sannleika, þeir þekkingarsnauðu hrópa á torgum.

Bjarni Benediktsson þegir þunnu hljóði, flokkurinn er skakkur. Allt er hey í harðindum. Ásmundur og samferðafólk eiga  skjól í Valhöll.Eða hvað?

PS. Bjarni svarar síðdegis,gerir Mikið úr starfi hans fólks ekki allt rétt:  Sumir vilja að lögin verði ávallt túlkuð rúmt. Í því felist mesta mildin. Ég hef verið þeirrar skoðunar að við eigum að beita sambærilegri túlkun og samstarfsþjóðir okkar. 
Þetta er ansi erfitt Þar sem samstarfsþjóðir okkar túlka hlutina ansi ólíkt. Og seint verður Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sökuð um mannúð og mildi.


Við Íslendingar höfum þegar lagt mikið af mörkum. Framlög okkar til hjálparstarfa hafa stórvaxið. Hluti aðstoðar okkar felst í því að senda fólk á vettvang og sinna borgaralegum verkefnum. Þá höfum við í auknum mæli tekið á móti flóttafólki beint úr flóttamannabúðum. Hér heima fyrir höfum við verið að auka stuðning við íslenskukennslu, húsnæðisleit og aðlögun að samfélaginu. 
Alls kyns áskoranir hafa fylgt þessum breyttu aðstæðum fyrir stjórnkerfi okkar en heilt yfir hefur tekist ágætlega til. Við höfum brugðist hratt við. Málsmeðferðartími hefur styst verulega. Við höfum styrkt stjórnsýsluna fjárhagslega og faglega og sett okkur það markmið að aðstoð við þá sem fá hér hæli verði sambærileg við þá sem flóttamenn hafa fengið.
Mannúð og mildi eru leiðarljós okkar í þessum málaflokki og fjármunum til hans er vel varið.








Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi

Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur

Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli