þriðjudagur, 17. október 2017

Bjarni og Sigmundur: Valdafíklar

Íslensk stjórnmál eru farsi.  Eru sjónvarpsþáttur.  Eru bananahýði. Maður grípur andann á lofti, skellihlæjum  og við dettum kylliflöt á hýðinu.  Gosaaugnaráð Bjarna þegar hann er í vondum málum.  Aulagrettur Sigmundar Davíðs í kerfisbreytingunum.  Allt verður undursamlega fáránlegt.  Hvað á að gera við karla, sem eru áhættufíklar og siðblindir?   En vilja vera með í tíkinni þessu einu og sönnu.  PÓLITÍK!

Þeir virðast hafa fleira sameiginlegt en mann óraði fyrir. Losa sig við eitthvað á seinustu stundu.  Peninga, bréf, taka áhættu sem enginn á að gera, ef hann vill vera í stjórnmálum eða verða valdsmaður.  Þeir geta hrifið sakleysingja með sér, í nafni sjarma (sem ég á erfitt með að skilja), auðs, valda, flokks, ættar.  Þeir sjá það ekki sem allir hafa séð fyrir löngu.  Þeirra tími er á enda.  Þeir munu aldrei koma aftur.  

Þetta eru karlar sem hafa aldrei þroskast, aldrei komist undan verndarvæng pabba. Hvenær horfast þeir í augu við sjálfa sig?   Líta í spegilinn og spyrja:  Hver ert þú? Hvað ert þú að gera? 

Hvenær átta þeir sig á eyðileggjandi krafti sjálfs þeirra?  Lífið býður upp á annað en endalausa valdafíkn.  Þeirra tími er liðinn.  


  


Engin ummæli:

Skrifa ummæli