föstudagur, 20. október 2017

XD: Einn á móti tímabundnum afnotum

Nefnd lögð af, enn er Sjálfstæðisflokkurinn þjónn útgerðarmanna, allir aðrir flokkar í þessari nefnd vilja gjaldtöku sem miðist við tímabundin afnot. Eitt hefur verið notað gegn VG að þeir vilji ekkert gera í sjávarútvegsmálum. Ekki er það þarna. Allir sammála nema xD. Þetta er skýringin á baráttunni gegn stjórnarskrá!

Aðalatriði stefnu VG í Sjávarútvegi eru:

Sjávarútvegur

Meginmarkmiðið með sterkri sjávarútvegsstefnu er sjálfbær nýting fiskistofnanna, ábyrg umgengni um lífríki hafsins, samhengi í byggðaþróun og síðast en ekki síst að arðurinn af auðlindinni renni til þjóðarinnar. Fylgja þarf ráðgjöf vísindamanna við nýtingu fiskistofna. Eiga skal samstarf við nágrannaþjóðir á sviði rannsókna og nýtingar sjávarauðlinda. Auðlindagjald verði tekið af sjávarútvegsfyrirtækjum í hlutfalli við afkomu greinarinnar. Auka þarf strandveiðar og ráðstöfun heimilda til að verja byggðir landsins. Fiskeldi þarf að byggja upp með ítrustu varúð og í samræmi við ráðgjöf vísindamanna þannig að líffræðilegri fjölbreytni verði ekki ógnað.
Enn eitt dæmið um að koma  Spillingar xD frá stjórnvelinum í nokkur kjörtímabil. Og Krafa til annarra flokka að mynda sterka og skilvirka stjórn.


Sjálfstæðisflokkur einn á móti því að gjaldtakan miðist við tímabundin afnot

Þorsteinn Pálsson hefur skilað greinargerð um störf nefndar sem átti að finna lausn á gjaldtöku í sjávarútvegi. Starfi nefndarinnar hefur nú verið slitið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli