Jæja, nú er hann farinn í frí og segist ætla að koma aftur, I will be back...Hjálp. Og lýkur (kannski) vetrinum með bréfi til flokksmanna sinna, fullur af iðrun og yfirbót og biður félaga sína fyrirgefningar: NOT! Það er ekki hans stíll. Nei, öll hans óhamingja kemur að utan, það eru fjölmiðlar sem leggja gildru fyrir hann, elta hann á röndum, allt er öðrum að kenna. Sigmundur sem einu sinni vann á RUV, virðist haldinn þeirri firru að það sé tilgangur fréttamiðla að ofsækja hann og fjölskyldu hans, hann ræðir lítið um aðra stjórnmálamenn hann er svo sjálfhverfur. Að hann sjálfur segi sannleikann, andstæðingar heyra ekki eða skilja hann. Hann veitir góðar upplýsingar, aðrir gera það ekki. Það er hann og fjölskyldan gegn þeim. Þessi framkoma hans hefur ekki komið upp núna í mars mánuði þetta hefur einkennt hans stjórnartíð. Að búa til samsæri, fá samstarfsmenn sína með í samsærið. Neita að tala við stærstu og bestu fjölmiðla landsins. Samt lítur hann á sjálfan sig svo heiðarlegan og hreinskiptinn:
Ef þetta er svo hvers vegna eru þessar ótal efasemdir sem sótt hafa
að löndum hans. Hvað er það sem þeir tala um hjá þessum ofurheiðarlega
manni?
- Í viðtalinu fræga koma fram að hann hafði prókúru á Aflandsfélagi.
- Hafði verið eigandi á Aflandsfélagi seldi það konu sinni á 1 dollar á seinasta möguleg dega fyrir ný lög.
- Hann neitaði fyrst í viðtalinu að eiga eða hafa átt Aflandsfélag
- Hann tók þátt í starfi og uppbyggingu samninga ríkisins við kröfuhafa, þótt konan hans væri einn kröfuhafinn með hundraðmilljóna kröfur lagalega og hann líka siðferðilega.
- Ástæður hans fyrir ýmsu atferli hans virðast vera að innst inni er samviska hans að kveinka sér sem brýst síðan út í reiðiköstum og samsæriskenningum.
- Hann gerir sér ekki grein fyrir að Uppdrag granskning í sænska sjónvarpinu er ekki bara einhver þáttur sem beitir óhefðbundnum aðferðum, heldur er þetta virtasti sænski rannsóknaþátturinn, það hafa margir sænskir stjórnmálamenn og embættismenn staðið hikkstandi yfir spurningum þeirra. Þó kanski hafi viðtalið við Sigmund Davíð verið algjörlega einstakt. Enda heimsfrægt. Við getum núna tekið undir orðastagl SDG um heimsfrægð. Við Íslendingar erum heimsfrægir, að endemum.
Og ekki batnar málflutningur hans í þessu bréfi hér að neðan, hvergi iðrun, bara eftirsjá að hafa ekki getað staðið sig betur og uppgötvað fyrr gildruna, fundið óvininn! Engin afsökunarbeiðni ekkert samviskubit. Hvað kallar maður fólk sem hefur þessa heimssýn? Hvar er sjálfskoðunin, hvar er samvinna við félaga og vini? Er þetta veröld Sigmundar, veröld úlfa og refa?
Gáttir allar
áður gangi fram um skoðast skyli, um skyggnast skyli,
því að óvíst er að vita
hvar óvinir
sitja á fleti fyrir.
_____________________________________________________
Hér er sagt frá bréfi Sigmundar Davíðs:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að andstæðingar hans vilji ekki heyra eða skilja „sannleikann“. Hann segir að hann hefði átt að upplýsa um blekkingar sjónvarpsmanna strax, frekar en að leggja eingöngu áherslu á að veita „góðar upplýsingar.“ Við verðum: að muna að allt sem gert var er í fullu samræmi við lög og reglur,
öll fjármál okkar hjóna eru og voru tíunduð eins og vera ber í
skattframtali okkar,“.
Þetta kemur fram í bréfi sem Sigmundur Davíð sendi flokksmönnum Framsóknarflokksins í dag. Þingmaðurinn er farinn í ótímabundið frí frá þingstörfum.
Í bréfinu segir Sigmundur Davíð að síðustu vikur hafi verið honum og hans fólki afar erfiðar þó að tíminn hafi einnig verið lærdómsríkur. „Þegar hart er sótt að ykkur vegna mín eða fjölskyldu minnar bið ég ykkur að muna að allt sem gert var er í fullu samræmi við lög og reglur, öll fjármál okkar hjóna eru og voru tíunduð eins og vera ber í skattframtali okkar,“ skrifar hann.
Þingmaðurinn segir að andstæðingar hans og eiginkonu hans vilji ekki heyra eða skilja „sannleikann.“ „En þrátt fyrir að við hjónin höfðum birt samantekt um málið og sýnt fram á að fullyrðingar um að forsætisráðherra Íslands leyndi peningum í skattaskjóli væru ósannar vilja andstæðingar okkar ekki heyra eða skilja sannleikann. Látið er eins og engar eða ónógar skýringar hafi komið fram og andstæðingar okkar endurtaka í sífellu að ég þurfi að skýra mál mitt,“ skrifar Sigmundur Davíð.
„Nú hefur verið upplýst í sænskum sjónvarpsþætti að þeir sjónvarpsmenn sem í hlut áttu undirbjuggu skipulega viðtal við mig með það eitt í huga að ég yrði látinn líta sem verst út. Atriði var hannað á fölskum forsendum sem ætlað var að styðja við sögu sem þegar hafði verið skrifuð óháð staðreyndum.
Fram kom í þætti þessum að sænskur sjónvarpsmaður sem er þekktur af því að beita óhefðbundnum aðferðum hafi þó haft efasemdir um að réttlætanlegt væri að beita mig slíkum brögðum. Efasemdir um að ganga eins langt og raun bar vitni í því að rugla viðmælandann í ríminu til að láta hann koma sem verst út. Skrifað var handrit fyrir fram, að því með hvaða hætti dregin yrði upp sem neikvæðust mynd af mér og mínum.
Þrátt fyrir að upplegg hafi verið með þessum hætti er ég fyrstur manna til að viðurkenna að ég stóð mig illa i umræddu viðtali. Á sama augnablikinu áttaði ég mig á því að allur aðdragandi viðtalsins hafði byggst á ósannindum og tilgangurinn verið sá að leiða mig í gildru til að hanka mig á einhverju en um leið var ég að reyna að átta mig á því að hverju það snéri. Ég bið ykkur afsökunar á framistöðu minni í umræddu viðtali. Engum finnst sú framistaða sárari en mér sjálfum“, skrifar Sigmundur einnig.
„Ég hefði því átt að upplýsa um blekkingar sjónvarpsmannanna strax fremur en að leggja eingöngu áherslu á að veita góðar upplýsingar í þeirri trú að menn sæju þá ekki lengur ástæðu til að setja málið fram með þeim hætti sem raun varð. Sömuleiðis hefði ég viljað gera margt á annan veg, eftir á að hyggja.
Á tímum sem þessum kemur einnig í ljós hverjir eru vinir í raun og líka að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Sumir þeirra sem ég hafði jafnvel efast um að styddu mig í raun hafa í þessum erfiðleikum reynst mér einstaklega vel sem gegnheilir vinir. Í þessu felst mikill lærdómur um mikilvægi þess að hafa ætíð opinn huga gagnvart fólki og ekki draga ályktanir nema út frá staðreyndum.
Ég skil mjög vel að margir hafi upplifað óvissu undanfarna daga. En nú er mikilvægt við styðjum öll við bakið á Sigurði Inga og veitum honum og öðrum ráðherrum og þingmönnum þann stuðning sem nauðsynlegur er til að ljúka hratt og vel þeim mikilvægu verkefnum sem eru komin svo vel á veg,“ segir einnig í bréfinu.