Það virðast vera ýmsar umræður innan meirihlutans hvað eigi að gera við gullið. Þið vitið hvaða gull. Eða eru kannski engar umræður? Tveir forystumennirnir virðast tala út og suður. Nú heita stórloforð, aðallega xB, Vangaveltur hjá Bjarna, og auðvitað er þetta eitthvað sem Bjarni leikur sér með. Og reynir að prjóna utan um í Kastljósi í gærkvöldi.Í stjórnarsáttmálanum er kaflinn hér að neðan um Heimilin og þar er orðalagið svona:
Í ljósi þess að verðtryggðar skuldir hækkuðu og eignaverð lækkaði, m.a. vegna áhrifa af gjaldþroti fjármálafyrirtækja og áhættusækni þeirra í aðdraganda hrunsins, er rétt að nýta svigrúm, sem að öllum líkindum myndast samhliða uppgjöri þrotabúanna, til að koma til móts við lántakendur og þá sem lögðu sparnað í heimili sín, rétt eins og neyðarlögin tryggðu að eignir þrotabúanna nýttust til að verja peningalegar eignir og endurreisa innlenda bankastarfsemi. Ríkisstjórnin heldur þeim möguleika opnum að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð til að ná markmiðum sínum.er rétt, að öllum líkindum, til að koma móts við, segir sáttmálinn, smá vafi en ríkisstjórnin samt tilbúin að ganga ansi langt jafnvel að stofna leiðréttingarsjóð ef þrotabúaleiðin gengur ekki.
Bjarni segir:
Hvernig það nákvæmlega mun skila sér, það á einfaldlega eftir að koma í ljós og hvaða svigrúm mun þá skapast,“ segir Bjarni og bætti við: „Að því marki sem það mun skapast þá erum við sammála um það að nýta það, meðal annars, í þágu þess að létta skuldastöðu.“
Takið eftir orðalaginu hjá Bjarna, að því marki sem það mun skapast - erum við sammála, - og svo þetta skrítna - meðal annars, meðal annars í þágu þess að létta skuldastöðu. Eru hugmyndir um eitthvað annað? Er það í stjórnarsáttmálanum? Eflaust á hann við að gerið niður skuldir ríkisins.
Það sem skín út úr þessu að það er lítið vitað hvað gerist, og ýmsir eru á báðum áttum, leiðirnar eru ekki beinar og breiðar, öngstræti geta leynst á leiðinni og blindgötur. En hvort það nægi xB að bjóða kjósendum sínum upp á það,þessum 12-14% sem kusu þá núna líklega í fyrsta sinn. Já, lesendur góðir það er annað mál.
Þetta var haft eftir Bjarna í dv.is.
Bjarni segir að það standi í stjórnarsáttmálanum að það skapist vonandi svigrúm. „Það sem ég á við er að þetta er svona opin umræða er að það hafa ekki verið færðir fram mjög nákvæmir útreikningar – er það– einhverjar prósentutölur eða einhver ákveðinn fjöldi milljarða. Við sjáum það á verðlagningu á kröfur á þessi félög í slitameðferð. Við sjáum það á allri umræðu og við sjáum það einfaldlega í hendi okkar að það mun þurfa að koma til þess að kröfur verði afskrifaðar. Ástæðan fyrir því að höftin eru til staðar er sú að kröfur innan þessa félaga verður að færa niður. Hvernig það nákvæmlega mun skila sér, það á einfaldlega eftir að koma í ljós og hvaða svigrúm mun þá skapast,“ segir Bjarni og bætti við: „Að því marki sem það mun skapast þá erum við sammála um það að nýta það, meðal annars, í þágu þess að létta skuldastöðu.“
Þetta stendur í stjórnarsáttmálanum
HeimilinHeimilin eru undirstaða og drifkraftur þjóðfélagsins.
Ríkisstjórnin mun með markvissum aðgerðum taka á skuldavanda íslenskra heimila sem er til
kominn vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höfuðstólshækkunar verðtryggðra lána sem leiddi af hruni
fjármálakerfisins. Grunnviðmiðið er að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 2007–2010
en í því augnamiði má beita bæði beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattalegum aðgerðum. Um verður
að ræða almenna aðgerð óháð lántökutíma með áherslu á jafnræði. Beita má fjárhæðartakmörkum
vegna hæstu lána og setja önnur skilyrði til að tryggja jafnræði í framkvæmd og skilvirkni úrræða.
Í ljósi þess að verðtryggðar skuldir hækkuðu og eignaverð lækkaði, m.a. vegna áhrifa af gjaldþroti fjármálafyrirtækja og áhættusækni þeirra í aðdraganda hrunsins, er rétt að nýta svigrúm, sem að
öllum líkindum myndast samhliða uppgjöri þrotabúanna, til að koma til móts við lántakendur og
þá sem lögðu sparnað í heimili sín, rétt eins og neyðarlögin tryggðu að eignir þrotabúanna nýttust
til að verja peningalegar eignir og endurreisa innlenda bankastarfsemi. Ríkisstjórnin heldur þeim
möguleika opnum að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð til að ná markmiðum sínum.
Æskilegt er að nýta það tækifæri sem gefst samhliða skuldaleiðréttingu til að breyta sem
flestum verðtryggðum lánum í óverðtryggð. Lækkun höfuðstóls nýtist þá til að koma í veg
fyrir að mánaðarleg greiðslubyrði aukist verulega, jafnvel þótt lán verði greidd hraðar niður.
Þannig má einnig koma í veg fyrir þensluhvetjandi áhrif leiðréttingarinnar og styrkja grundvöll
peningastefnunnar, en það er mikilvægur liður í afnámi hafta.
Sérfræðinefnd um afnám verðtryggingar af neytendalánum og endurskipulagningu
húsnæðislánamarkaðarins verður skipuð á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar og mun skila af sér fyrir
næstu áramót.
Unnið verður að því að dómsmál og önnur ágreiningsmál, sem varða skuldir einstaklinga
og fyrirtækja, fái eins hraða meðferð og mögulegt er. Óvissu um stöðu lántakenda gagnvart
lánastofnunum verður að linna.