mánudagur, 1. júlí 2013

Árni Snævarr og fjórða valdið: Guð blessi Ísland

Ég dreg stundum að lesa það sem maður á að lesa sem skyldulesningu.  Þannig  var með grein Árna Snævars í nýjasta tölublaði Tímarits Máls og Menningar um fjölmiðlalíf og starf hans á þeim vettvangi sem endaði með sparki í afturendann  á honum út úr húsakynnum Stöðvar 2.  Þetta er sorgleg lesning, að fólk skuli leggja þetta á sig sem fólk verður að gera til að stunda vinnu i fjölmiðlum. Starfi sem þeir myndu vilja stunda alla ævi, atvinnu sem þeir elska.  Þar sem eigendur og handhafar valdsins telja sig geta hvenær sem er sýnt vald sitt, deilt og drottnað, það er sama hvort þeir heita Jón Ólafsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Páll Magnússon, Sigurður G. Guðjónsson eða Karl Garðarsson. Það er sorglegt að sjá það sem á að vera Fjórða valdið í okkar samfélagi misþyrmt og misnotað.   Fjölmiðlarnir.  Þar sem jafnvel talsmenn þessa valds lúffa og láta misnota sig og bera jafnvel úr býtum sæti á Alþingi. 

Það var svo merkilegt að lesa morguninn eftir hugsanir Guðmundar Andra Thorssonar um áróðursherferðina gegn eina fjölmiðli landsins þar sem atvinnumenn geta stundað vinnu sína í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til fjölmiðlafólks á heiðarlegum fjölmiðlum.  Þar á ég við rægingarherferðina sem Davíð Oddsson, Morgunblaðið og íhaldsfólk á Íslandi stunda gegn RÚV.  Fjölmiðlastofnun allra landsmanna.  Tilgangurinn er sá að gera atvinnufólk hrætt að stunda vinnu sína sem skyldi.   Þeir eiga að liggja hundflatir fyrir valdamönnum, hvort sem þeir heita Sigmundur Davíð, sem mér skyldist að hefði skrifað mikinn langhund í Morgunblaðinu í seinustu viku um ofsóknir fréttamanna á hendur sér fyrstu vikur hans á valdastóli, eða Ólafur Ragnar Grímsson, sem alltaf hefur verið klókur að nota aðra til að þjóna hagsmunum sínum og duttlungum. 

Það er auðséð að það á að þagga raddir þeirra sem reyna að segja sannleikann og fréttir sem þjóna ekki ríkjandi valdamönnum.  Þessi rógsherferð er upprunnin í Hádegismóum eins og margt seinustu árin eins og Guðmundur Árni bendir réttilega á.  Við eigum ekki að fá fréttir af eigendum Íslands, útgerðarmönnum, bankastýrendum og Lífeyrissjóðsgreifum.  Við eigum að vera þrælar sem beygja sig og bukta fyrir nýlendurherrunum sem geta ríkt yfir okkur og sagt okkur hvað á að gera og hvenær.   

Svo spurningin er ætlum við að lúta í gras eins og Bjarni Fel sagði eða að reyna að rísa upp og segja:  Nú er komið nóg!!! Guð blessi Ísland.


  




Fótbolti: Þegar heimurinn umhverfist í ballett

Mikið var gaman að sjá Brassana dansa yfir Spánverjana í kvöld.  Það er undirfurðulegt þegar boltinn umhverfist í ballett og list.  Allt í einu verður nýr heimur til fyrir augum okkar. Nýjar stjörnur sem glitra, Meyamar og varnarmaðurinn Louis, markmaðurinn Julio Cesar.  Evrópubúarnir áttu aldrei möguleika.  Krafturinn og leiknin í andstæðingunum var ótrúleg.   

Ég nenni ekki svo oft að horfa á boltann nú orðið.  En í kvöld var það þess virði.  

laugardagur, 29. júní 2013

Dýr orð Sigmundar Davíðs.

Dýr orð, eða hvað þetta sagði Sigmundur Davíð í gær: 


Sigmundur Davíð segir að með þessu sé hafin formleg vinna við það sem stefnir í að vera mestu úrbætur í þágu skuldsettra heimila nokkurs staðar í heiminum eftir að efnahagskrísan hófst árið 2007. Tillögurnar hafa verið nokkuð gagnrýndar af OECD og stjórnarandstöðunni. Gagnrýni þeirra síðarnefndu kemur Sigmundi Davíð ekki á óvart.
„Hvað hins vegar OECD varðar, og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og allar þessar stofnanir þá hef ég ekki miklar áhyggjur af því hvað hinum og þessum skammstöfunum finnst um þetta frumvarp og raunar kæmi það mér mjög á óvart að slíkar stofnanir væru opnar fyrir svona róttækum aðgerðum." 
Er þetta ekki oflæti eru menn ekki komnir framúr sjálfum sér ..... þarf að gera úrbætur hjá þeim sem ekki þarfnast þeirra og sækja ekki um slíka hjálp?????   Er ekki nær að hjálpa þeim sem þurfa raunverulega á henni að halda?    
Ég er einn af þeim sem hef vonað að Sigmundi og ríkisstjórn takist að hjálpa þeim sem eru í slæmum málum.  En ég ætlast ekki til mikilmennskubrjálæðis og ofsóknaræðis um leið.  Við þurfum ekki að slá heimsmet, við þurfum bara að vera lítillát og hógvær og hjálpa þeim sem þarfnast í þjóðfélagi jafnaðar og samhjálpar.   
Þannig er mín heimssýn....

föstudagur, 28. júní 2013

Forseti: Þjóð í vanda

Sú þjóð er í vanda þegar hún hefur kosið yfir sig Forseta sem kann ekki mun á réttu og röngu. Munum þessi ummæli við Setningu Alþingis nú í sumar: 

Hann sagðist sannfærður um að þrátt fyrir vinsamlegar yfirlýsingar ýmissa forráðamanna Evrópusambandsins hefðu þeir ekki raunverulegan áhuga á að semja við Íslendinga. Hann vísaði til þess að Norðmenn hefðu tvívegis hafnað ESB-aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu og sagði forsvarsmenn sambandsins ekki vilja eiga þriðju höfnunina yfir höfði sér.



Nú segir Forseti Íslands.



„Ég sagði í þingsetningarræðunni að það væri margt sem að benti til þess að og það væri mín ályktun eftir viðræður við marga og það hefur nú styrkst í þessari heimsókn að af ýmsum ástæðum sem að ég rakti í ræðu minni meðal annars þeirri að ekki væri unnt að ljúka viðræðum nema að ljóst væri að verulegur stuðningur væri meðal Íslendinga fyrir aðild. Því það er á vissan hátt óábyrgt af okkur sem þjóð að fara í alvöru, að fara í viðræður við alvörusamband eins og Evrópusambandið svona í einhverjum leikaraskap bara til þess að kanna nú hvað við kannski fengjum út úr því. Við verðum að passa okkar orðspor sem þjóð og sem lýðveldi að þegar við sækjum um inngöngu í aðildarsamband eins og Evrópu þá meinum við það í alvöru. Og það var það sem kanslarinn sagði í gær að ef að þjóðir meintu það ekki í alvöru þá ætti ekki að vera að eyða tímanum.

Er þetta ekki að fara í kringum talað orð?  
Erum við ekki í vanda?  

fimmtudagur, 27. júní 2013

Forsetinn: Fjölmiðlafulltúi ríkisstjórnarinnar

Öðruvísi mér áður brá.  Okkar ágæti forseti búinn að finna stað sinn.   Sem talsmaður og fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar.  Og hann er ekki sem verstur. Betri en margur atvinnumaðurinn!!!! En hvað þeir hugsa ráðamenn Þýzkaland það er annað mál.  Enda finnst Angelu þess ekki virði að mæta á blaðamannafundi með Forseta vorum.  Þeir skilja vafalaust ekki hugsunarhátt ríkisstjórnar okkar og fjölmiðlafulltrúans.   Sem getur ekki ákveðið úr því að það liggur svo skýrt fyrir að Íslendingar vilji aldrei ganga í ESB, að hætta þá bara þessum blessuðum umræðum í eitt skipti fyrir öll og draga umsóknina til baka.  En ákveður í staðinn að fresta viðræðum meðan Gunnar Bragi Sveinsson er utanríkisráðherra.  Sem er sérstaklega göfugt markmið.

Meðan stjórnin álítur að hún geti fengið allt í gegnum ESB samninga styrki og úthlutanir en láti ekkert í staðinn.  En oftast gengur lífið út á kaup kaups.  Mikið fæst ekki fyrir lítið. Og við getum kennt öðrum ýmislegt á okkar sviðum, fengið í staðinn ansi margt.  Þannig er lífið. 


miðvikudagur, 26. júní 2013

LÍN: Ný stjórn á villigötum


Skrýtin byrjun nýrrar stjórnar LÍN,um breytingar á viðmiðunarreglum,  ekkert samstarf við heildarsamtök námsmanna.  Allt frekar fljóthugsað og einkennist af því sem hægri stjórnun hefur oft í för með sér, hugmyndin að einstaklingurinn eigi að standa sig að það séu hinir sterku sem eiga að bera mest úr bítum. Að námsmönnum sé engin vorkunn að ljúka 75% af annarnámi í staðinn fyrir 60.  Svo á að auka skriffinnsku með umsóknum um frávik frá reglunum.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í gær að þeir sem eru í háskólanámi af fullri alvöru eigi að geta risið undir auknum kröfum  um námsárangur.(ruv.is)
   
Formaður Stúdentaráðs bendir á ýmsa galla í ákvörðun stjórnar sjóðsins. Fyrst er framkvæmt svo hugsað.  Fyrrverandi forstjóri FME byrjar ekki vel: 
María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ), segir afleiðingar þessara breytinga vera margþættar. „Það er enginn staðalstúdent sem hægt er að segja að þetta komi við á ákveðinn hátt. Fólk fer í gegnum háskólanám á mismunandi hraða og deildir háskólans eru mjög mismunandi,“ segir María Rut. „Staðreyndin er sú að um það bil fjórðungur allra áfanga við Háskóla íslands eru 10 eininga áfangar. Því eru miklar líkur á því að þessar breytingar á kröfum um námsframvindu hafi áhrif í fjölmörgum tilvikum,“ segir María Rut.
„Ef þessar breytingar verða samþykktar þá þýðir það að námsmaður sem fellur í einum 10 eininga áfanga á engan rétt til námslána. Þessi tala, 22 einingar, virðist líka mjög sérstök og úr lausu lofti gripin. Félagsstofnun Stúdenta, sem leigir út íbúðir til stúdenta, gerir kröfu um að námsmaður ljúki 20 einingum til að hann eigi rétt á að leigja stúdentaíbúð. Það er því ekkert samræmi í þessu,“ segir María Rut. (Mbl.is)
Og bendir á meginhlutverk sjóðsins að tryggja jafnræði til náms. 
María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, telur ekki rétt að nota Lánastjóð íslenkra námsmanna til auka kröfur á námsmenn. Hlutverk sjóðsins sé fyrst og fremst að tryggja jafnræði til náms.
Um tíu prósent námsmanna við Háskóla Íslands taka ekki nógu margar einingar á önn til þess að fá námslán verði hugmyndir um ný viðmið Lánasjóðsins að veruleika. (ruv.is)
Þau eru skrýtin fyrstu verk nýs Menntamálaráðherra. Fyrst Ríkisútvarpið svo LÍN.   

þriðjudagur, 25. júní 2013

Einmana reiðmaður við stjórnarráðið

Þetta er eitthvað svo sígilt.  Maður í vanda  vakir um nætur, byltir sér í rúminu og gruflar.  Ríður af stað um morguninn.  Tilgangurinn að hitta æðsta valdamann þjóðarinnar.  Auðvitað á hann að sitja í Stjórnarráðinu  og leysa hin erfiðu mál þjóðarinnar.  En forsætisráðherrann  er oft ekki í Stjórnarráðinu eflaust er Sigmundur að hitta forsætisráðherra Danmerkur og ræða við hann á dönsku eða var það enska sem hann notaði til að hrósa skeleggum forsrætisáðherra Dana, Var Sigmundur Davíð ekki í námi í Danmerkur samkvæmt Curiculum Vitae, talaði hann aldrei dönsku í Danmörku?  

 Maður ríður í hlað engin móttaka nema lögregla og valdsyfirvöld. Hann er brýnt erindi.
Karl sem á erfitt, atvinnulaus, er að missa allt, hús, hestahús, hesta, starfsemi.   Hann treysti á loforð Sigmundar og kappa Finns varnarkonungs.  En það er kerfið, allir kerfisþrælarnir sem eru á varðbergi og koma í veg fyrir gjörðir og framkvæmdir.  Það er ekki SDG að kenna.Það er ekki Finni að kenna.  Með í hendinni er hann með bréf, klippur handa ráðherra og fíflabana.  Því margt þarf að gera. Margt er hægt að gera.  Hann treystir sínum manni. En það eru ansi margir sem hafa rætt þetta sama áður eða skrifað valdsmönnum.   Hann er ekki sá fyrsti sem ber að dyrum.  Það gerðu margir hjá fyrri ríkisstjórn. Og ekkert var hægt að gera, kerfið sagði það allt.  Margir sneru baki við xS og xV.

En Sigmundur Davíð og Finnur stóðu þó upp og sögðu það er eitthvað hægt að gera.  Það voru margir sem kusu þá út á það.  Og nú verða þeir að vera heima þegar einmana reiðmaður birtist.   Og segja honum hvað þeir ætla að gera.  Ætli allir geti beðið endalaust? 

Kannski verða fleiri en einn reiðmaður á ferð næst, og svo ennþá fleiri.  Það kemur að skuldadögum hjá öllum.   Líka skuldadögum loforðanna.