það hans að skilgreina hvað er pólitík. Fagfólk má vera í pólitík, hann má það ekki. En sorglegt. Ef maður lítur á stuttan ráðherraferil hans þá hefur enginn ráðherra í núverandi stjórn verið í meiri pólitík en hann.
Það er hans að ákveða allt um afmarkanir svæða, hann þarf ekki að hafa samskipti við, sérfræðinga, vísindamenn, faghópa. Hann er Valdamaður með stórum staf. Ríkið það er ég sagði Lúvík 14.Minniháttar eða meiriháttar það ákveð ég.
Mér finnst að það eigi að setja lög að dýrafræðingar fái bara að vera fjármálaráðherrar.
Umhverfisráðherra segir að fagmenn sem unnið hafi fyrir verkefnisstjórn Rammaáætlunar sem skilað hafi af sér fyrir tveimur árum megi hafa sínar skoðanir á afmörkun Þjórsárvera. Hann sé ekki sammála og velti fyrir sér af hverju fagmenn megi vera pólitískir en ekki stjórnmálamenn.
Tíu sérfræðingar, sem voru í faghópi um náttúru og menningarminjar í öðrum áfanga Rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða, vísa á bug rökstuðningi Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra í umdeildri ákvörðun hans í desemberlok þar sem hann breytti tillögu um friðlýst svæði Þjórsárvera en breytingin gerir Norðlingaölduveitu mögulega.
Sérfræðingarnir mótmæla því að mörk friðlýsta svæðisins hafi ekki verið dregin skýrt í öðrum áfanga og að í afmörkun friðlandsins hafi verið gengið lengra en gert hafi verið ráð fyrir og að breyting ráðherra frá fyrri tillögu sem hann kynnti í desemberlok hafi verið minniháttar.
Þessu er ráðherra ósammála. Hann segir að skoði menn hið núverandi friðlýsa svæði annars vegar, og síðan stækkunina sem um er að ræða, þá sé hún mjög minniháttar. Hann segir að þessir fagmenn hafi skilað vinnu sinni til verkefnisstjórnar sem sé ráðgefandi fyrir Alþingi en þingið taki svo ákvörðun. Það sé mat ráðuneytis og lögfræðinga þess og Umhverfisstofnunar að það sé ekki skýrt hver afmörkunin sé.
Sigurður Ingi segir að fagmenn sem unnu fyrir verkefnisstjórn og skiluðu af sér fyrir tveimur árum geti haft sínar skoðanir, það sé fullkomlega eðlilegt. En þeir fagmenn séu ekki í verkefnisstjórn þrjú, enda hafi þar ekki verið settir á laggirnar faghópar.
„Ég hef velt því fyrir mér upp á síðkastið hver er munurinn á því ef að stjórnmálamenn mega ekki leggja pólitísk mat á neinar niðurstöður en fagmenn hafi fullt vald til þess að vera pólitískir á hverjum tíma,“ segir Sigurður Ingi. (ruv.is)