Það er merkilegt hversu viljinn til að svindla er útbreiddur í framleiðslulífinu. Hversu það tengist viljanum að græða. Það skrimti í mér þegar ég las grein í Observer um matvörur í
einu héraði í Englandi, Jórvíkurskíri. Af sýnum sem voru tekin voru 38% ekki eins og gefið var upp á umbúðum og það kenndi ýmissa grasa hvað lenti í framleiðslunni!!!! Á sama tíma er verið að skera niður eftirlit alls staðar í samfélaginu okkar við eigum að treysta framleiðendum!!!! Og það sýnir sig að þeir eru ekki traustsins verðir.
En, lesendur góðir, nokkur dæmi:
mozzarellaostur þar sem ostur er helmingu hitt einhvers konar
ostlíki
skinka sem er einhvers konar blanda af
aukaefnum og kjöttætlum sem myndast
þegar kjöt er skrapað frá beini
skinka er ekki skinka á pizzum annað hvort
fuglameti eða kjötskrap
rækjur með 50% vatnsinnihald
jurtamegrunarte þar sem ekket te var í eða
jurtir, bara glúkósaduft með megrunarlyfi sem var komið langt yfir
notkunartíma, skammturinn þrettán sinnum sá boðaði
ávaxtasafi með ótrúlegustu efnum meðal
annars jurtaolía notuð í sambandi við að
draga úr eldhættu einnig notað á rottur í tilraunum
vodki með ekkert sem skilgreina má sem vodka
Forstöðumaður rannsóknarstofunarinn sagði að þetta væri örugglega hægt að túlka sem ríkjandi ástand um allt Bretland. Ætli vinnubrögðin séu eins hjá okkur? Brotaviljinn jafn einbeittur???? Niðurskurður ríkjandi hjá eftirlitsstofnunum, allt er leyfilegt, við þurfum ekki að fara eftir reglum. Við erum Íslendingar. Eða hvað?