Við fáum sífellt fleiri og fleiri flokka og flokkslíki. Margir telja það sýni lýðræði og stjórnmálaáhuga. Á sama tíma eru aðrir að segja að það sé enginn áhugi á stjórnmálum. Gott er að hafa marga valkosti. En þá vantar það sem á að fylgja slíku margflokka kerfi, betra kosningakerfi, þar sem maður getur valið fólk úr mörgum flokkum. Gott fólk er víða til og kominn er tími til að maður geti valið úr fleira en einum flokki. Þá færi maður að skoða nánar það fólk sem er í framboði. Ekki bara flokka, sem oft hafa misjafnt fólk.
Ég fékk bréf í gær. Tvö bréf um kosningar og stuðning. Halldór Halldórsson var annar. Það er alltaf gaman og fróðlegt að lesa bréf frá flokki sem maður hefur aldrei kosið. Flokki sem hefur aðrar grunnforsendur en ég. Þar er lætt inn orðum og setningum sem eru á sinn hátt lævís:
fólkið á að hafa val, það á að vera alúð, virðing, mannhelgi.
hófsamar álögur eiga að fara saman við ráðdeild.
hjá andstæðingum eru hærri álögur og um leið lakari þjónusta.
andstæðingar láta líð hirðuleysi, órækt og veggjakrot!!!! Þetta er ekki gott fólk. Fólk sem framkvæmir gæluverkefni. Einu og það sé einhver synd að hafa sérstök verkefni til að leggja áherslu á.
aftur kemur fólk á að hafa val, valfrelsi borgaranna. Allt á að geta verið framkvæmt fyrir lægri útsvar og skatta.
Stöðugleiki og öryggi. Þetta allt hér að ofan hefur auðvitað ekki verið til staðar seinustu 4 árin. Samt hefur kerfið starfað snurðulaust, óvenjulítið hefur verið um harða árekstra milli flokka og manna. Samt er þetta tíminn eftir hrun!!!!! Ég held að Halldór nái ekki til mín, því miður Halldór með kærri kveðju.
Ég fékk líka bréf frá Vinstri Grænum sem undirritað er af þremur öndvegismanneskjum sem hafa lagt ýmislegt til okkar samfélags. Bréfið er nú held ég, ekki skrifað af þeim. Þar eru stjórnmálin í Reykjavík sett í samhengi við landsmálapólitík. Þarna ríkir hörð vinstri og umhverfisstefna og áhersla lögð á hvað Vinstri Græn vilja gera. Minnt á daður ríkisstjórnar við útgerð og hátekjumenn. Minnt á svikin loforð.
Svo er það hvað VG vill í Reykjavík, barátta gegn fátækt, leikskólar og grunnskólar án gjaldtöku. bættur hagur aldraðra og öryrkja. Flokkurinn er umhverfis - og kvenfrelsishreyfing. Vinstri grænum er óhætt að treysta!!!!
Svo mörg voru þau orð, það eru margir aðrir flokkar sem eru á svipuðu róli. Sem eru vinstri flokkar án þess að vera vinstri flokkar. Og hafa marga góða einstaklinga. Sem gagnrýndu á sínum tíma margt hjá vinstristjórninni sálugu. Oft með réttu, en með tímanum hefur maður þó séð hversu miklu hún áorkaði við ótrúlega erfiðar aðstæður. Svo líklega liggur leið mín með VG í ár. Ég á erfitt að skilja forystufólk í VG sem ætlar að kjósa aðra flokka eða hvetur til þess í ár. Mér finnst það sárt. Það er ráðist á lista VG úr ýmsum áttum. Kvenfrelsi er allt í einu voðalegt. Skeleggar konur eru vafasamar. En ég held að það yrði til góðs að fá VG í meirihluta í Reykjavík. Þá væri haldinn vörður um málefni sem oft hverfa í pólítísku valdaþrugli.
Svo lesendur góðir, niðurstaða mína af þessum skrifum er: Breytum kosningakerfinu á næstunni, kjósum fólk/flokk sem við getum treyst. Sendið HH samúðarkveðju. Látið ekki kosningar setja allt á annan enda í heilabúinu. Það koma kosningar eftir þessar (vonandi). Standið vörð gegn hægriöfgaöflum. Berjumst fyrir friði. Lifum friðsamlega. Látum náttúruna njóta vafans.
Mynd: Sterk stoð í Laugardalnum (EÓ)