Ef marka má ummæli Benjamíns Netanyahu. Ban Ki-Moon tekur ekki undir áróður Ísraelsmanna.
Hættið að berjast og byrjið að tala“ segir Ban Ki-moon.
Auðséð er að Ísraelsríki ætlar að knésetja Hamas algjörlega. Það er engin afsökun um þessar aumu heimasmíðuðu eldflaugar. Maður getur svo sem skilið að til séu Palestínumenn sem hafa fyllst ofbeldisörvæntingu. Þeir eru lokaðir inni á Ghasa svæðinu, komast ekkert, eru vanvirtir á hverjum einasta degi. Standa í endalausum röðum við hlið. Komast ekki til læknis eða á sjúkrahús. Sjá sífellt tekið meira af yfirráðasvæðum þeirra.Samt gengur Ísraelsher alltaf lengra og lengra. Eins og dæmin sýna: barnamorð á baðströndum eða sjúkrahússprengingar.
Það má heldur ekki gleyma að Ísraelsher er 4. stærsti her í heimi. Að sjálfsögðu með hjálp og stuðningi Bandaríkjanna. Ég sé að sumir bloggarar tala um Gyðingahatur. En ruglum því ekki saman við Ísraelsríki. Í Ísraelsríki eru líka til Islamtrúarfólk og kristið.
Það eru líka til Gyðingar í Ísrael sem eru búnir að fá nóg, samanber fréttina í RÚV í dag.
Stjórnandi Sinfó leiðir mótmæli í Tel Aviv
Ilan Volkov, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður
stjórnandi á tónleikum sem haldnir verða í Tel Aviv í Ísrael í dag til
að mótmæla átökunum milli Ísraela og Palestínumanna. Vefsíðan
slippedisc.com greinir frá þessu.
Volkov hefur verið aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar
síðustu þrjú árin, en lætur af því starfi í haust. Volkov er fæddur í
Tel Aviv og býr þar með fjölskyldu sinni. Hann var áður aðalstjórnandi
útvarpshljómsveitar BBC í Skotlandi.
Volkov segir í samtali við slippedisc.com að fjöldi listamanna komi fram á tónleikunum í kvöld, en þar verður þess krafist að friðarviðræður hefjist og Ísraelsmenn hætti hersetu sinni á landi Palestínumanna.
Já, þau eru ansi grátlega skrítin öfugmæli ráðamanna Ísraelsríkis.Ég hef ekki verið hrifinn af stjórnmálasambandsslitum. En líklega er það eina leiðin gagnvart þessu ríki ofbeldis og barnamorða.
Volkov segir í samtali við slippedisc.com að fjöldi listamanna komi fram á tónleikunum í kvöld, en þar verður þess krafist að friðarviðræður hefjist og Ísraelsmenn hætti hersetu sinni á landi Palestínumanna.
Já, þau eru ansi grátlega skrítin öfugmæli ráðamanna Ísraelsríkis.Ég hef ekki verið hrifinn af stjórnmálasambandsslitum. En líklega er það eina leiðin gagnvart þessu ríki ofbeldis og barnamorða.