Það er í lagi að tæma heila stofnun sérmenntaðs atvinnufólks.
Stofan á að fara norður, ekki talað við nokkurn mann áður.
Fólk á maka, börn, fjölskyldur, vill haga lífinu á sinn hátt.
Ok, segja ráðamenn þá ráðum við bara aðra. Við ráðum.
Hverja aðra? Skiptir engu máli: Fagmennska, menntun, reynsla, þekking????
Það var búið að nota þessa leið fyrir nokkrum árum á annarri stofnun.
Hvernig fór það????? Á enn að ráða valdahroki og óðagot? Á kannski að einkavæða?
Og fólk á mínum aldri, það á að greiða atkvæði hvort það megi vera í Reykjavík !!!
Ætli það verði ekki næst, að koma í veg fyrir að fólkið fái aðra vinnu?
Þannig gera menn í Hvíta-Rússlandi, fólk sem tók þátt í áhugaleikhússtarfsemi, það var rekið úr dagvinnunni og fékk enga vinnu. Það var gagnrýnið. Það er ekki gott.
Þetta er á vefsíðu Fiskistofu:
Störf í boði
Öll framtíðarstörf hjá stofnuninni eru auglýst á Starfatorgi og vef Fiskistofu. Engin framtíðarstörf eru laus til umsóknar núna.Jæja, ætli verði breyting????
Hlutverk og Gildi og framtíðarsýn stofunnar ....... þar sem allt kemur fram sem yfirmaður stofunnar gerir ekki, ég á við ráðherrann. Ég á við
traust, trúnað, umbótastarf, og þessar efnisgreinar:
- Sýnum frumkvæði og styðjum við menntun, framþróun og nýsköpun í starfi.
- Jákvætt viðhorf, heiðarleiki og sanngjörn samskipti.
- Sýnum hvert öðru virðingu – í orði og í verki.
Já, lesendur góðir, þetta er merkilegt, eins og margt annað um þessar mundir.
Hlutverk, gildi og framtíðarsýn
Hlutverk
Fiskistofa annast framkvæmd laga og reglna um stjórn fiskveiða í sjó og fersku vatni og stuðlar þannig að ábyrgri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna.Fiskistofa annast einnig stjórnsýslu og eftirlit á sviði fiskeldis, og safnar og miðlar upplýsingum um sjávarútveg, fiskeldi, lax- og silungsveiðar og hvalveiðar.
Gildi
Traust
- Eftirlit og þjónusta, unnin af fagmennsku með jafnræði að leiðarljósi.
- Sýnum hvert öðru trúnað og traust. Tökum ábyrgð á verkefnum – veitum stuðning og leiðsögn við að fylgja þeim eftir.
Framsækni
- Stöðugt umbótastarf. Tækni og þekking nýtt til að ná góðum árangri.
- Sýnum frumkvæði og styðjum við menntun, framþróun og nýsköpun í starfi.
Virðing
- Jákvætt viðhorf, heiðarleiki og sanngjörn samskipti.
- Sýnum hvert öðru virðingu – í orði og í verki.
Framtíðarsýn
- Öflug stjórnsýsla, eftirlit og góð þjónusta, sem miðar að bættri leiðbeiningu og auknum forvörnum.
- Framsækin og vönduð vinnubrögð byggð á þekkingu, reynslu og menntun starfsfólks.
- Upplýsingatækni í fremstu röð.