Upplausn í Framsókn, allt á öðrum endanum!!!
Vigdís ræðst á Sigurð Inga. Engar 3 milljónir á mann frá henni.
Karl og Frosti hissa á laxveiðiVSK. Skrítið!!!
Formaðurinn er búinn að gleyma kjördæminu sínu. Hvar er stuðningurinn við Fiskistofu? Hvar er stuðningurinn við stóriðju á þeim slóðum?
Ung fólkið skrifar öðru hverju hlýðnisgreinar í blöðin í von um að halda sætunum á listum.
Utanríkisráðherra vill halda utanum allt. Vill sölsa til sín Þróunarsamvinnustofnun og fær gagnrýni frá ómarktækum Samfylkingarmanni, auðvitað er aldrei að marka slíkt fólk, þótt það sé með ótal gráður í stjórnsýslufræðum. Gunnar Bragi hefur aldrei heyrt um
stefnumótun, framkvæmd og eftirlit.Það var aldrei til hjá Kaupfélaginu í Skagafirði.
„Ráðherrann þessi er að boða mikla miðstýringu með þessu sem og ógegnsæi
í stjórnsýslu, sem er ekki í anda nútímalegra stjórnarhátta og alls
ekki í anda stefnu samstarfsflokksins,“ segir Sigurbjörg. „Þannig að
maður stendur bara orðlaus og hugsar hvert er verið að fara?“
Húsnæðisráðherrann fær ekkert sveitarfélag að sækja um fjármagn sem til er í leiguhúsnæði.
Bestu vinur forsetans kominn á bak við lás og slá austur í Kína.
Já, er þetta nokkuð upplausn lesandi góður? Ég hef áhyggjur, svei mér þá!!!
sunnudagur, 21. september 2014
fimmtudagur, 18. september 2014
Fiskistofa: Virðing í orði og verki???
Það er undirfurðulegt þetta Fiskistofumál.
Það er í lagi að tæma heila stofnun sérmenntaðs atvinnufólks.
Stofan á að fara norður, ekki talað við nokkurn mann áður.
Fólk á maka, börn, fjölskyldur, vill haga lífinu á sinn hátt.
Ok, segja ráðamenn þá ráðum við bara aðra. Við ráðum.
Hverja aðra? Skiptir engu máli: Fagmennska, menntun, reynsla, þekking????
Það var búið að nota þessa leið fyrir nokkrum árum á annarri stofnun.
Hvernig fór það????? Á enn að ráða valdahroki og óðagot? Á kannski að einkavæða?
Og fólk á mínum aldri, það á að greiða atkvæði hvort það megi vera í Reykjavík !!!
Ætli það verði ekki næst, að koma í veg fyrir að fólkið fái aðra vinnu?
Þannig gera menn í Hvíta-Rússlandi, fólk sem tók þátt í áhugaleikhússtarfsemi, það var rekið úr dagvinnunni og fékk enga vinnu. Það var gagnrýnið. Það er ekki gott.
Þetta er á vefsíðu Fiskistofu:
Jæja, ætli verði breyting????
Hlutverk og Gildi og framtíðarsýn stofunnar ....... þar sem allt kemur fram sem yfirmaður stofunnar gerir ekki, ég á við ráðherrann. Ég á við
traust, trúnað, umbótastarf, og þessar efnisgreinar:
Fiskistofa annast einnig stjórnsýslu og eftirlit á sviði fiskeldis, og safnar og miðlar upplýsingum um sjávarútveg, fiskeldi, lax- og silungsveiðar og hvalveiðar.
Gildi
Traust
Framsækni
Virðing
Það er í lagi að tæma heila stofnun sérmenntaðs atvinnufólks.
Stofan á að fara norður, ekki talað við nokkurn mann áður.
Fólk á maka, börn, fjölskyldur, vill haga lífinu á sinn hátt.
Ok, segja ráðamenn þá ráðum við bara aðra. Við ráðum.
Hverja aðra? Skiptir engu máli: Fagmennska, menntun, reynsla, þekking????
Það var búið að nota þessa leið fyrir nokkrum árum á annarri stofnun.
Hvernig fór það????? Á enn að ráða valdahroki og óðagot? Á kannski að einkavæða?
Og fólk á mínum aldri, það á að greiða atkvæði hvort það megi vera í Reykjavík !!!
Ætli það verði ekki næst, að koma í veg fyrir að fólkið fái aðra vinnu?
Þannig gera menn í Hvíta-Rússlandi, fólk sem tók þátt í áhugaleikhússtarfsemi, það var rekið úr dagvinnunni og fékk enga vinnu. Það var gagnrýnið. Það er ekki gott.
Þetta er á vefsíðu Fiskistofu:
Störf í boði
Öll framtíðarstörf hjá stofnuninni eru auglýst á Starfatorgi og vef Fiskistofu. Engin framtíðarstörf eru laus til umsóknar núna.Jæja, ætli verði breyting????
Hlutverk og Gildi og framtíðarsýn stofunnar ....... þar sem allt kemur fram sem yfirmaður stofunnar gerir ekki, ég á við ráðherrann. Ég á við
traust, trúnað, umbótastarf, og þessar efnisgreinar:
- Sýnum frumkvæði og styðjum við menntun, framþróun og nýsköpun í starfi.
- Jákvætt viðhorf, heiðarleiki og sanngjörn samskipti.
- Sýnum hvert öðru virðingu – í orði og í verki.
Já, lesendur góðir, þetta er merkilegt, eins og margt annað um þessar mundir.
Hlutverk, gildi og framtíðarsýn
Hlutverk
Fiskistofa annast framkvæmd laga og reglna um stjórn fiskveiða í sjó og fersku vatni og stuðlar þannig að ábyrgri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna.Fiskistofa annast einnig stjórnsýslu og eftirlit á sviði fiskeldis, og safnar og miðlar upplýsingum um sjávarútveg, fiskeldi, lax- og silungsveiðar og hvalveiðar.
Gildi
Traust
- Eftirlit og þjónusta, unnin af fagmennsku með jafnræði að leiðarljósi.
- Sýnum hvert öðru trúnað og traust. Tökum ábyrgð á verkefnum – veitum stuðning og leiðsögn við að fylgja þeim eftir.
Framsækni
- Stöðugt umbótastarf. Tækni og þekking nýtt til að ná góðum árangri.
- Sýnum frumkvæði og styðjum við menntun, framþróun og nýsköpun í starfi.
Virðing
- Jákvætt viðhorf, heiðarleiki og sanngjörn samskipti.
- Sýnum hvert öðru virðingu – í orði og í verki.
Framtíðarsýn
- Öflug stjórnsýsla, eftirlit og góð þjónusta, sem miðar að bættri leiðbeiningu og auknum forvörnum.
- Framsækin og vönduð vinnubrögð byggð á þekkingu, reynslu og menntun starfsfólks.
- Upplýsingatækni í fremstu röð.
Leki: Samsæri ræstingafólksins
Dapurlegt, sorglegt, ógnvænlegt. Að ákærður skuli stunda þennan leik, og eflaust tveir aðrir sem vita örugglega hvað hefur gerst. En það á að halda áfram, það er ekkert sem heitir samviska. Ekki hjá þessu fólki. Aðalatriði er að þyrla upp moldviðri, ösku og eimyrju. Panta
vænt eldgos svo allir gleymi.
Auðvitað er þarna á ferðinni samsæri skúringafólksins. Það er að hefna sín á 900.000 króna launafólkinu, láglaunafólk svífst einskis. Einu sinni höfðu aðstoðarmenn ráðherra pínulítið meira en kennarar i laun. Það er liðin tíð.
Nú eru það hinar stóru mótvægisaðgerðir. Aðvitað eru það eðlilegar mótvægisaðgerðir að sekir verði sýkn saka, þeir sem ætla að komast áfram í stjórnmálum verði að herða sig og járna, í stjórnmálum á Íslandi er allt leyfilegt. Allar hurðir ráðuneyta eru galopnar, mig hefur alltaf grunað þetta. Lifi spillingin. Hún er okkar einkenni.
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, gagnrýnir lögreglu og ákæruvaldið fyrir að hafa ekki rannsakað ferðir ræstingafólks, öryggisvarða og annarra þegar lögreglurannsókn á trúnaðarbrestinum gagnvart hælisleitendunum Evelyn Glory Joseph og Tony Omos fór fram. „Ekki er útilokað að þeir starfsmenn IRR sem útbjuggu samantektina hafi skilið eftir útprentað eintak á skrifborðum sínum. Í þessu sambandi liggja ekki fyrir upplýsingar um ferðir ræstingafólks, öryggisvarða og eftir atvikum annarra,“ segir í greinargerð Gísla Freys, undirritaðri af lögmanni hans Ólafi Garðarssyni, sem lögð var fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar heldur ákærði því fram að afstaða rannsakenda í sinn garð hafi verið fyrirframmótuð og hlutlægnisskyldan ekki verið virt við meðferð málsins.(DV. 17.9. 2014)
vænt eldgos svo allir gleymi.
Auðvitað er þarna á ferðinni samsæri skúringafólksins. Það er að hefna sín á 900.000 króna launafólkinu, láglaunafólk svífst einskis. Einu sinni höfðu aðstoðarmenn ráðherra pínulítið meira en kennarar i laun. Það er liðin tíð.
Nú eru það hinar stóru mótvægisaðgerðir. Aðvitað eru það eðlilegar mótvægisaðgerðir að sekir verði sýkn saka, þeir sem ætla að komast áfram í stjórnmálum verði að herða sig og járna, í stjórnmálum á Íslandi er allt leyfilegt. Allar hurðir ráðuneyta eru galopnar, mig hefur alltaf grunað þetta. Lifi spillingin. Hún er okkar einkenni.
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, gagnrýnir lögreglu og ákæruvaldið fyrir að hafa ekki rannsakað ferðir ræstingafólks, öryggisvarða og annarra þegar lögreglurannsókn á trúnaðarbrestinum gagnvart hælisleitendunum Evelyn Glory Joseph og Tony Omos fór fram. „Ekki er útilokað að þeir starfsmenn IRR sem útbjuggu samantektina hafi skilið eftir útprentað eintak á skrifborðum sínum. Í þessu sambandi liggja ekki fyrir upplýsingar um ferðir ræstingafólks, öryggisvarða og eftir atvikum annarra,“ segir í greinargerð Gísla Freys, undirritaðri af lögmanni hans Ólafi Garðarssyni, sem lögð var fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar heldur ákærði því fram að afstaða rannsakenda í sinn garð hafi verið fyrirframmótuð og hlutlægnisskyldan ekki verið virt við meðferð málsins.(DV. 17.9. 2014)
þriðjudagur, 16. september 2014
Lekinn: Ekki benda á mig
Þau ætla ekki að gefast upp, ætla ekki að skammast sín, ætla áfram að halda því fram að bréfið hafi lifað sínu sjálfstæða lífi, geri allt sjálft, dreifi sér, skríði til næsta fjölmiðils. En ráðherrann og aðstoðarmenn hennar gerðu ekkert. Það eru einhverjir aðrir, í ráðuneytinu, í innsta hring. Varla hefur þetta leynibréf farið víða? Það er gott að muna það að það er til fólk sem ætla að
vera fulltrúar okkar, vinna fyrir okkur, á góðum launum, gera hvað sem því sýnist, vera kosið á trúnaðarstöður. Það hefur brenglaða siðferðiskennd. Það er eitthvað fyrir aðra að hafa slíkt. Bréfið kom ekki frá neinum, einhver skildi það eftir inni á neti ráðuneytisins, enginn skrifaði það, samt er það til. Enginn kannaðist við það frá fyrsta degi.
Greinargerð Gísla Más er söguleg........Ætli þetta sé sami lögfræðingurinn og hjá Hönnu Birnu? Besta vörnin er sókn!!! Samantektin sem enginn þekkti er allt í einu þekkt og til. Og þessi frægi enginn dreifði því. Dapurlegt.
Fullyrt er að ákæruvaldið hafi ekki hugmynd um hvernig samantekt ráðuneytisins rataði í hendur fjölmiðla og þá kemur fram að skjalið sem allt snýst um hafi verið skoðað af ókunnugum í skjóli nætur. Það hafi hins vegar ekki verið rannsakað.
Og Gísli Már (eða enginn) skrifar
vera fulltrúar okkar, vinna fyrir okkur, á góðum launum, gera hvað sem því sýnist, vera kosið á trúnaðarstöður. Það hefur brenglaða siðferðiskennd. Það er eitthvað fyrir aðra að hafa slíkt. Bréfið kom ekki frá neinum, einhver skildi það eftir inni á neti ráðuneytisins, enginn skrifaði það, samt er það til. Enginn kannaðist við það frá fyrsta degi.
Greinargerð Gísla Más er söguleg........Ætli þetta sé sami lögfræðingurinn og hjá Hönnu Birnu? Besta vörnin er sókn!!! Samantektin sem enginn þekkti er allt í einu þekkt og til. Og þessi frægi enginn dreifði því. Dapurlegt.
Fullyrt er að ákæruvaldið hafi ekki hugmynd um hvernig samantekt ráðuneytisins rataði í hendur fjölmiðla og þá kemur fram að skjalið sem allt snýst um hafi verið skoðað af ókunnugum í skjóli nætur. Það hafi hins vegar ekki verið rannsakað.
Og Gísli Már (eða enginn) skrifar
Til að bíta höfuðið af skömminni hefur ákæran heldur ekki að geyma lýsingu á ætlaðri verknaðaraðferð. Í stað þess að útlista hvernig ákærði á að hafa veitt upplýsingar úr samantektinni, t.d. með afhendingu útprentaðs eða handritaðs eintaks, upplestri, fjarskiptum, mors-sendingum eða reykmerkjum er í ákæru notast við hina mjög svo almennu athöfn „að láta e-m e-ð í té“.og skrifar
Það er greinilegt að ákæruvaldið hefur ekki hugmynd um það hvernig upplýsingarnar sem fram komu í samantektinni rötuðu í hendur fjölmiðla þrátt fyrir margra mánaða ítarlega rannsókn. Ákærði getur af þessum sökum með engu móti áttað sig á því hver sú háttsemi er sem honum er gefið að sök.
Svo virðist sem rannsókn málsins hafi, án vitundar ákærða, haldið áfram eftir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi málið til ríkissaksóknara þann 20. júní 2014. Ný gögn bættust við, er ríkissaksóknari sendi málið til héraðsdóms, sem ákærða var ekki gefinn kostur á að kynna sér á rannsóknarstigi. Í þeim gögnum var að finna veigamiklar upplýsingar sem leiða í ljós eða benda a.m.k. eindregið til íhlutunar annarra en þeirra sem samantektin var ætluð. Þá er bent á að samantektin hafi síðast verið skoðuð inni á opnu drifi í tölvukerfi IRR klukkan 05:39 aðfaranótt 20. nóvember 2013. Staðfestir þetta að samantektin var augljóslega á vitorði fleiri en þeirra sem að henni unnu eða fengu hana senda. Enda fullkomlega órökrétt fyrir hlutaðeigendur að skoða skjalið inni á opnu drifi, hvað þá í skjóli nætur.
mánudagur, 15. september 2014
Hvalveiðar: Við látum ekki kúga okkur!!!
Merkileg frétt. Hvað gerir ríkisstjórn okkar núna? Varla fer sjávarútvegsráðherran að láta beygja sig!! Við hljótum að standa teinrétt og verja rétt Kristjáns Loftssonar og útgerðaraðalsins. Þeir eiga landið og miðin! Fram fram aldrei að víkja.
Yfirlýsinguna undirrita öll 28 aðildarríki ESB, auk Bandaríkjanna, Ástralíu, Brasilíu, Mexíkó, Ísraels, Mónakó og Nýja-Sjálands. Það var Matthias Brinkmann, sendiherra ESB á Íslandi, sem afhenti íslenskum stjórnvöldum yfirlýsinguna ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Frakklands, Þýskalands og Bretlands.
Í yfirlýsingunni er sú ákvörðun að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni, einkum á langreyð, harðlega gagnrýnd og veiðarnar sagðar í trássi við alþjóðalög. Er skorað á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun sína, en gefinn hefur verið út kvóti á veiðum á allt að 770 langreyðum næstu fimm árin.
Þá er viðskiptum Íslendinga með hvalaafurðir mótmælt og bent á að bæði langreyði og hrefnu sé að finna á lista yfir dýr í útrýmingarhættu.
35 ríki mótmæla hvalveiðum Íslendinga
Fulltrúar Evrópusambandsins og fjögurra annarra ríkja afhentu í morgun íslenskum stjórnvöldum yfirlýsingu þar sem hvalveiðum Íslendinga er harðlega mótmælt.Yfirlýsinguna undirrita öll 28 aðildarríki ESB, auk Bandaríkjanna, Ástralíu, Brasilíu, Mexíkó, Ísraels, Mónakó og Nýja-Sjálands. Það var Matthias Brinkmann, sendiherra ESB á Íslandi, sem afhenti íslenskum stjórnvöldum yfirlýsinguna ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Frakklands, Þýskalands og Bretlands.
Í yfirlýsingunni er sú ákvörðun að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni, einkum á langreyð, harðlega gagnrýnd og veiðarnar sagðar í trássi við alþjóðalög. Er skorað á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun sína, en gefinn hefur verið út kvóti á veiðum á allt að 770 langreyðum næstu fimm árin.
Þá er viðskiptum Íslendinga með hvalaafurðir mótmælt og bent á að bæði langreyði og hrefnu sé að finna á lista yfir dýr í útrýmingarhættu.
sunnudagur, 14. september 2014
Matarskattarnir og dugleysi nýfrjálshyggjunnar
Mikið hefði verið gaman að sjá einhvert hugrekki og dug í breytingum á svokölluðum matarsköttum sem Stefán Ólafsson fer vel yfir í blogggrein, eða í öðrum álagningum, ekki bara sama gamla nýfrjálshyggjudekrið.
Það er eins með það og barnagjöld sem BB og xD finnst svo mikið upp á 11 milljarða. En skerðingar byrja við 200.000 krónur !!! Er það
ekki sama og minnkað var hjá útgerðaraðilnum í fyrra? Og aulegðarskattur og háskattaþrep, hverju myndi það skila? Þarf alltaf að hygla vinum sínum? Fara vinirnir í meiri fjárfestingar, hvað bendir til þess?
Sama er að segja um xB þeir ætla að bíða og sjá hvort ekki verði nýjar Austurvallaróeirðir, annars greiða þeir atkvæði í rólegheitum með skerðingum á láglaunafólkinu. Getur það ekki bara hypjað sig til Noregs???
Svo er gott að láta þessa rannsóknarstofnanir hætta þessu vafstri. Dómstólarnir eru komnir í réttan gír. Óþarfi að dæma. Jón Steinar er með þetta á hreinu, rökfastur og árásargjarn, eins og Hanna Birna.
Einföldun er fín, úr tveimur þrepum í tvö. Flott rökfesta. Og á tölvuöld er erfitt að reikna þetta út, en kannski eru allar tölvurnar bilaðar og ekki fjárfesting fyrir nýjum!!!
Já, lífið hefur sinn gang, á Spill-Íslandi. Eins og það hefur alltaf verið. Fyrirlitning á þeim sem minna mega sín hygling vina og ættingja. já, eins og alltaf.
tafla úr: http://blog.pressan.is/stefano/files/2014/09/Matarskattur-2014.jpg
Það er eins með það og barnagjöld sem BB og xD finnst svo mikið upp á 11 milljarða. En skerðingar byrja við 200.000 krónur !!! Er það
ekki sama og minnkað var hjá útgerðaraðilnum í fyrra? Og aulegðarskattur og háskattaþrep, hverju myndi það skila? Þarf alltaf að hygla vinum sínum? Fara vinirnir í meiri fjárfestingar, hvað bendir til þess?
Sama er að segja um xB þeir ætla að bíða og sjá hvort ekki verði nýjar Austurvallaróeirðir, annars greiða þeir atkvæði í rólegheitum með skerðingum á láglaunafólkinu. Getur það ekki bara hypjað sig til Noregs???
Svo er gott að láta þessa rannsóknarstofnanir hætta þessu vafstri. Dómstólarnir eru komnir í réttan gír. Óþarfi að dæma. Jón Steinar er með þetta á hreinu, rökfastur og árásargjarn, eins og Hanna Birna.
Einföldun er fín, úr tveimur þrepum í tvö. Flott rökfesta. Og á tölvuöld er erfitt að reikna þetta út, en kannski eru allar tölvurnar bilaðar og ekki fjárfesting fyrir nýjum!!!
Já, lífið hefur sinn gang, á Spill-Íslandi. Eins og það hefur alltaf verið. Fyrirlitning á þeim sem minna mega sín hygling vina og ættingja. já, eins og alltaf.
tafla úr: http://blog.pressan.is/stefano/files/2014/09/Matarskattur-2014.jpg
laugardagur, 13. september 2014
Tónlist; Sinfonían, Þorvaldur Gylfason og ný ljóðabók
Jæja, þá er tónlistarárið byrjað, hver velur sér sitt eftir smekk, ég er byrjaður að sækja sinfoníutónleika, svo skrapp ég suður í Sal í Kópavogi og hlustaði á lög eftir Þorvald Gylfason og Kristján Hreinsson. Satt að segja byrjar tónlistarárið ansi vel.
Tveinnir sinfoníutónleikar eru gengnir um garð. Báðir ansi góðir. Fyrri buðu upp á Richard Strauss og Beethoven,7. sinfoníuna, sem fyrir mína parta er hápunkturinn ennþá í vetur. Þessi
síflutta og vinsæla sinfonía hafði svo mikinn ferskleika og hreif mig algjörlega, Andrew Litton, hljómsveitarstjórinn er ekkert slor. Þó voru Strauss, Eulenspiegel og 6 Brentano Söngvar ekkert til að kvarta yfir. Og Suður-Afríska söngkonan Golda Schultz fín.
Á seinni tónleikunum var boðið upp á ástmögur okkar Víking Heiðar Ólafsson og sérfræðingur minn í píanóleik sagði að hann væri alltaf að verða betri og betri og ég trúi henni vel. Hann spilaði 1. píanókonsert Beethovens og gerði það glannavel, að vísu var kadensan ein af 4 sem Beethoven samdi, ansi löng og of mikil fyrir konsertinn, það er nú bara minn smekkur, en hægi kaflinn var yndislegur og svo voru læti og hamagangur í 3. kaflanum eins og vera ber. Svo fengum við tvö dásemdar aukalög. Chopin og Schumann-Lizt. Meira er ekki hægt að biðja um. Á undan konsertinum var flutt Largo Mistico efit Pál Pamplicher Pálsson, prýðisverk við fyrstu hlustun. Svo var Prókofieff eftir hlé, sinfónia númer 6, vel flutt en höfðaði ekkert sérstaklega til mín þetta kvöldið. Stundum er maður misjafnlega upplagður. Eins og ég hef gaman að Prókofieff. Það var ekkert yfir neinu að kvarta, fínn stjórnandi, einn af þessum fjöldamörgu sem Finnar unga út. Pietari Inkinen. Á þessum tónleikum hefur sýnt sig hversu hljómsveit okkar er góð. Á þessum tónleikum var ég oft að hugsa um tréblástursleikarana, þeir eru svo góðir.
Svo var Þorvaldur Gylfason frumkvöðull að tónleikum í Salnum. Þorvaldur er eins og pabbi hans, Gylfi Þ. Gíslason, var, tónelskur maður, líklega hefur hann samið töluvert af lögum í gegnum tíðina. En nú fékk hann Kristján Hreinsson til að semja ljóð þar sem grunnþemað eru fuglar og náttúra. Þetta eru ansi rómantískir textar fyrir minn smekk. Þorvaldur samdi síðan lögin og fékk Þóri Baldursson til að útsetja. Og Jónas Ingimundarson, Bryndísi Höllu Gylfadóttur til að spila (á píanó og knéfiðlu). Svo var Kristinn okkar Sigmundsson sem söng. Húsfyllir var og boðið er upp á aðra tónleika á morgun (sunnudag).
Ég dáist að fólki eins og Þorvaldi sem lætur drauma sína rætast. Ég vildi að ég væri svona hugrakkur!!! Margar fallegar laglínur streymdu út í salinn og Kristján útskýrði textana (sem kannski var óþarfi) en salurinn kunni vel að meta söngvana, sérfræðingur minn í útsetningum sagði að þær hefðu mátt vera fjölbreyttari (ég hafði líka hugsað það!) en mikið var klappað og hóað í lokin, eitt lagið endurflutt og allir fóru ánægðir heim. Missið ekki af seinni tónleikunum á morgun!
Ég vil vekja athygli á nýútkominni ljóðabók eftir gamlan vin minn, Sigurð Jón Ólafsson,
bókavörð í Borgarbókasafninu. Sigurður hefur alltaf ort töluvert, óhefðbundið, og nún hefur hann safnað saman
ljóðum sínum í bók Slitinn þráður úr köngulóarvef, sem er í 4 köflum, 44 ljóð. Þarna eru náttúrustemningar og minni úr lífi okkar og hvunndagsleika, oft kryddað með angurværð og húmor. Hér eru tvö dæmi:
Tveinnir sinfoníutónleikar eru gengnir um garð. Báðir ansi góðir. Fyrri buðu upp á Richard Strauss og Beethoven,7. sinfoníuna, sem fyrir mína parta er hápunkturinn ennþá í vetur. Þessi
síflutta og vinsæla sinfonía hafði svo mikinn ferskleika og hreif mig algjörlega, Andrew Litton, hljómsveitarstjórinn er ekkert slor. Þó voru Strauss, Eulenspiegel og 6 Brentano Söngvar ekkert til að kvarta yfir. Og Suður-Afríska söngkonan Golda Schultz fín.
Á seinni tónleikunum var boðið upp á ástmögur okkar Víking Heiðar Ólafsson og sérfræðingur minn í píanóleik sagði að hann væri alltaf að verða betri og betri og ég trúi henni vel. Hann spilaði 1. píanókonsert Beethovens og gerði það glannavel, að vísu var kadensan ein af 4 sem Beethoven samdi, ansi löng og of mikil fyrir konsertinn, það er nú bara minn smekkur, en hægi kaflinn var yndislegur og svo voru læti og hamagangur í 3. kaflanum eins og vera ber. Svo fengum við tvö dásemdar aukalög. Chopin og Schumann-Lizt. Meira er ekki hægt að biðja um. Á undan konsertinum var flutt Largo Mistico efit Pál Pamplicher Pálsson, prýðisverk við fyrstu hlustun. Svo var Prókofieff eftir hlé, sinfónia númer 6, vel flutt en höfðaði ekkert sérstaklega til mín þetta kvöldið. Stundum er maður misjafnlega upplagður. Eins og ég hef gaman að Prókofieff. Það var ekkert yfir neinu að kvarta, fínn stjórnandi, einn af þessum fjöldamörgu sem Finnar unga út. Pietari Inkinen. Á þessum tónleikum hefur sýnt sig hversu hljómsveit okkar er góð. Á þessum tónleikum var ég oft að hugsa um tréblástursleikarana, þeir eru svo góðir.
Svo var Þorvaldur Gylfason frumkvöðull að tónleikum í Salnum. Þorvaldur er eins og pabbi hans, Gylfi Þ. Gíslason, var, tónelskur maður, líklega hefur hann samið töluvert af lögum í gegnum tíðina. En nú fékk hann Kristján Hreinsson til að semja ljóð þar sem grunnþemað eru fuglar og náttúra. Þetta eru ansi rómantískir textar fyrir minn smekk. Þorvaldur samdi síðan lögin og fékk Þóri Baldursson til að útsetja. Og Jónas Ingimundarson, Bryndísi Höllu Gylfadóttur til að spila (á píanó og knéfiðlu). Svo var Kristinn okkar Sigmundsson sem söng. Húsfyllir var og boðið er upp á aðra tónleika á morgun (sunnudag).
Ég dáist að fólki eins og Þorvaldi sem lætur drauma sína rætast. Ég vildi að ég væri svona hugrakkur!!! Margar fallegar laglínur streymdu út í salinn og Kristján útskýrði textana (sem kannski var óþarfi) en salurinn kunni vel að meta söngvana, sérfræðingur minn í útsetningum sagði að þær hefðu mátt vera fjölbreyttari (ég hafði líka hugsað það!) en mikið var klappað og hóað í lokin, eitt lagið endurflutt og allir fóru ánægðir heim. Missið ekki af seinni tónleikunum á morgun!
Ég vil vekja athygli á nýútkominni ljóðabók eftir gamlan vin minn, Sigurð Jón Ólafsson,
bókavörð í Borgarbókasafninu. Sigurður hefur alltaf ort töluvert, óhefðbundið, og nún hefur hann safnað saman
ljóðum sínum í bók Slitinn þráður úr köngulóarvef, sem er í 4 köflum, 44 ljóð. Þarna eru náttúrustemningar og minni úr lífi okkar og hvunndagsleika, oft kryddað með angurværð og húmor. Hér eru tvö dæmi:
Dauðvona fluga
Um það bil er presturinn var að biðja fyrir söfnuðinum
tók ég eftir flugu sem reikaði stefnulaust um kirkjugólfið.
Hún virtist of máttfarin til að hefja sig til flugs.
Sennilega beið hennar ekkert nema hægt andlát
nema því aðeins að presturinn eða kórstjórinn eða
jafnvel einhver úr kórnum stigi óvart oná hana.
Áreiðanlega hefur engin fluga fengið að njóta jafn fagurs söngs
né jafn ákafrar bænar svona skömmu fyrir andlátið.
Í Hafnarvogi
Þegar við göngum þröngar götur Hafnarvogs
eru fáir á ferli enda
kvöldmatur og bókasafnið að loka.
Gæfur gulbröndóttur köttur
fylgir okkur að húsi skáldsins
- George Mackay Brown
bjó hér 1968-1996 -
Handan vogsins blasir Háey við
þar sem öldungurinn stendur vörð.
Í þröngri götu þorpsins
er hugsun skáldsins víð eingsog
vegurinn blái.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)