Nú er byrjuð umræðan um það sem raunverulega var lofað eða ekki. Það sem var óásættanlegt eða ekki.
Fátt kemur á óvart í yfirlýsingum frá því í dag. Upphæðin greidd af skattfé almennings. 20
milljarðar sem allt í einu dúkkuðu upp. Sem lenda þarna í staðinn fyrir uppbyggingu heilbrigðis og skólakerfis. Ekkert sótt í vasa "óvinanna".
Almennar aðgerðir til að leiðrétta óréttlætið. Stórir hópar sem verða útundan búa líklega ekki við óréttlæti.
Framsóknarflokkurinn hoppar upp í loft með formanninn í farabroddi, 300, 250 milljarðar sem breyttust í 100 -120 milljarða. En gerðu þeir ekki það sem þeir gátu? En það gleymist að hærri upphæð var notuð af seinustu ríkisstjórninni í ýmsar aðgerðir(sjá Kjarninn í gær, mánudag).
Gagnrýni og eðlilegar spurningar fréttamanns verða alltaf árásir og útúrsnúningur. Forsætisráðherrann sem er svo ískyggilega líkur Mondradt, stjórnmálamanninum í 1864. Vonandi verða hlutskipti þeirra ekki eins......
Hlustið á viðtalið við Friðrik Má hagfræðing í Speglinum í gær.
En það eru of margar spurningar eftir. Hvað fær Sjálfstæðisflokkurinn í staðinn? Eða er hann búinn að bugta sig fyrir Framsókn. Eitthvað fá þeir í staðinn grunar mig. Eitthvað óhugnanlegt. Ekki uppbyggingu velferðarkerfis.
Eða hvað heldur þú lesandi góður.
þriðjudagur, 11. nóvember 2014
sunnudagur, 9. nóvember 2014
Fyrri Heimsstyrjöldin: Lítið lært
Nú fagna Þjóðverjar og flestir aðrir 25 ára afmæli sameiningar Þýskalands. Og er það vel. Að stórvirki sem þessi atburður skyldi geta gerst án meiri háttar blóðsúthellinga. Sem er í hrópandi mótsögn við styrjaldir fyrri hluta aldarinnar.
Ég fór á sýningu um Fyrri heimsstyrjöldina 1914 -1918 úti í Berlín í vikunni, á Deutsches Historisches Museum, þar sem rifjaðir eru upp dapurlegir atburðir þessara tíma. Þegar ungum körlum var slátrað á vígvöllum meðan þúsundir og tugþúsundir sultu í hel heimafyrir. Það er merkilegt að koma á nútíma sýningu þar sem öll tækni nútímans er notuð, myndir,tölvur, kvikmyndir, heyrnartól svo og rannsóknir og vit fræðimanna. Við fáum svo víðari og fjölbreyttari sýn á þessa tíma heldur en áður var hægt. Síðan er bætt við fyrirlestrum, panelumræðum og sögulegum kvikmyndum.Stríð
Því miður er það enn svo að við höfum lítið lært á þessum 100 árum, of margt segir okkur það. Sameining Þýskalands er undantekning. Það er stutt í að allt fari í bál og brand. Friður er ekki í augsýn.
Ég fór á sýningu um Fyrri heimsstyrjöldina 1914 -1918 úti í Berlín í vikunni, á Deutsches Historisches Museum, þar sem rifjaðir eru upp dapurlegir atburðir þessara tíma. Þegar ungum körlum var slátrað á vígvöllum meðan þúsundir og tugþúsundir sultu í hel heimafyrir. Það er merkilegt að koma á nútíma sýningu þar sem öll tækni nútímans er notuð, myndir,tölvur, kvikmyndir, heyrnartól svo og rannsóknir og vit fræðimanna. Við fáum svo víðari og fjölbreyttari sýn á þessa tíma heldur en áður var hægt. Síðan er bætt við fyrirlestrum, panelumræðum og sögulegum kvikmyndum.Stríð
Því miður er það enn svo að við höfum lítið lært á þessum 100 árum, of margt segir okkur það. Sameining Þýskalands er undantekning. Það er stutt í að allt fari í bál og brand. Friður er ekki í augsýn.
föstudagur, 7. nóvember 2014
4000 dauðir :Gjald fyrir boltafíkla Anno 2022
Er Þetta hægt?
1.400 látnir við byggingu HM-valla í Katar.
Til þess að við getum skemmt okkur yfir boltaleik sem að vísu getur verið listafagur á stundum. En þvílíkt og annað eins -
Talið er að 4000 muni farast þegar upp verður staðið, ekki fjarri þeim sem hafa látist úr Ebólu.
Verkamenn sem fá ekki greidd launin sín mánuðum saman, eru þrælar/fangar. Síðan eigum við að skemmta okkur.
Við horfum á gerum ekkert við viljum njóta, hvað eru 4000 manns milli vina?
Hvað deyja margir á hverjum degi, í Sýrlandi,Írak, Palestínu og svo framvegis ..
Ætli 4000 sé svo mikið?
4000
--------------------------------------
Að minnsta kosti 1.400 manns hafa látist við byggingu á nýjum knattspyrnuleikvöngum í Katar. Fyrirhugað er að leikvangarnir verði notaðir á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram í landinu árið 2022.
Sænska ríkissjónvarpið ræðir í frétt sinni við fulltrúa sænsks stéttarfélags sem heimsótti landið og segir hann starfsaðstæður verkamanna ekkert hafa batnað frá síðustu heimsókn hans fyrir um ári. „Það hefur nákvæmlega ekkert gerst, þegar gengur mjög, mjög hægt,“ segir Johan Lindholm, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Byggnads.
Lindholm segist hafa rætt við rúmlega hundrað verkamenn frá Bangladess, Nepal og Filippseyjum – verkamenn sem hann hitti líka í heimsókn sinni til landsins fyrir um ári. „Staða þeirra er skelfileg og þeir hafa ekki fengið borguð laun síðustu sex eða sjö mánuði.“
Lindholm segir aðstæður þeirra einna helst líkjast vinnuaðstæðum þræla og séu meðal annars reglur um að þeir megi ekki yfirgefa landið án heimildar vinnuveitanda í gildi.
Í fréttinni kemur fram að alþjóðafélag stéttarfélaga hafi varað við að rúmlega fjögur þúsund manns eigi á hættu að láta lífið við framkvæmdirnar áður en knattspyrnuveislan hefst 2022. Enn er óljóst hvenær ársins mótið mun fara fram, en vegna gríðarlegs hita að sumri er talið ólíklegt að mótið fari fram í júní og júli líkt og vanalega tíðkast. (Visir)
Talið er að 4000 muni farast þegar upp verður staðið, ekki fjarri þeim sem hafa látist úr Ebólu.
Verkamenn sem fá ekki greidd launin sín mánuðum saman, eru þrælar/fangar. Síðan eigum við að skemmta okkur.
Við horfum á gerum ekkert við viljum njóta, hvað eru 4000 manns milli vina?
Hvað deyja margir á hverjum degi, í Sýrlandi,Írak, Palestínu og svo framvegis ..
Ætli 4000 sé svo mikið?
4000
--------------------------------------
ATLI ÍSLEIFSSON SKRIFAR:
Sænska ríkissjónvarpið ræðir í frétt sinni við fulltrúa sænsks stéttarfélags sem heimsótti landið og segir hann starfsaðstæður verkamanna ekkert hafa batnað frá síðustu heimsókn hans fyrir um ári. „Það hefur nákvæmlega ekkert gerst, þegar gengur mjög, mjög hægt,“ segir Johan Lindholm, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Byggnads.
Lindholm segist hafa rætt við rúmlega hundrað verkamenn frá Bangladess, Nepal og Filippseyjum – verkamenn sem hann hitti líka í heimsókn sinni til landsins fyrir um ári. „Staða þeirra er skelfileg og þeir hafa ekki fengið borguð laun síðustu sex eða sjö mánuði.“
Lindholm segir aðstæður þeirra einna helst líkjast vinnuaðstæðum þræla og séu meðal annars reglur um að þeir megi ekki yfirgefa landið án heimildar vinnuveitanda í gildi.
Í fréttinni kemur fram að alþjóðafélag stéttarfélaga hafi varað við að rúmlega fjögur þúsund manns eigi á hættu að láta lífið við framkvæmdirnar áður en knattspyrnuveislan hefst 2022. Enn er óljóst hvenær ársins mótið mun fara fram, en vegna gríðarlegs hita að sumri er talið ólíklegt að mótið fari fram í júní og júli líkt og vanalega tíðkast. (Visir)
þriðjudagur, 4. nóvember 2014
18 aldraðar konur og ríkisstjórn
Að segja upp 18 konum sem vinna við skúringar í ráðuneytum þarf hugrekki til og útsjónarsemi.
Ríkisstjórnin sýndi slíka gæfu.Eins og í mörgu öðru. Mér skilst að mótmælendur séu ekki að mótmæla. Mikið erum við heppin þjóð. Við elskun ríkisstjórnina okkur. Sýnum það með því að skilja að besta leiðin að afla fjár fyrir nýju Sjûkrahûsi sè að skattleggja ekki þá sem vaða í seðlum. Við viljum ekki að fólk lesi bækur, læri ekki á hljóðfæri, fái ekki skjótan og góðan bata af krankleikum sínum.
Þess vegna er góð leið að byrja á því að segja upp 18 konum í stjórnarráðum, að koma í veg fyrir að 180 tónlistarkennarar nenni að snúa aftur til vinnu í tónlistarskólana, að koma í veg fyrir að 18000 framhaldsskólanemendur geti stundað nám í framhalsskólum.
Meðan ég skrifa þessar fátæklegu línur horfi ég á myndir um þá ótrúlegu atburði fyrir 25 árum þegar fólk í landi í Evrópu fékk nóg og gekk yfir múra. Í þessum myndum kom orðið Bylting ansi oft fyrir, orð sem bara er notað við óvenjulegar aðstæður. Ég sé að margir nota orðið það orð á Íslandi. Lýðræðislegar samræður milli ríkisstjórnar og fólksins í landinu eru gagnslausar.Spurningin er þá hvað ber að gera. Er fólkið bara skríll sem ber að nota byssur gegn? Nýfengnar byssur frá vinaþjóð okkar?
Ríkisstjórnin sýndi slíka gæfu.Eins og í mörgu öðru. Mér skilst að mótmælendur séu ekki að mótmæla. Mikið erum við heppin þjóð. Við elskun ríkisstjórnina okkur. Sýnum það með því að skilja að besta leiðin að afla fjár fyrir nýju Sjûkrahûsi sè að skattleggja ekki þá sem vaða í seðlum. Við viljum ekki að fólk lesi bækur, læri ekki á hljóðfæri, fái ekki skjótan og góðan bata af krankleikum sínum.
Þess vegna er góð leið að byrja á því að segja upp 18 konum í stjórnarráðum, að koma í veg fyrir að 180 tónlistarkennarar nenni að snúa aftur til vinnu í tónlistarskólana, að koma í veg fyrir að 18000 framhaldsskólanemendur geti stundað nám í framhalsskólum.
Meðan ég skrifa þessar fátæklegu línur horfi ég á myndir um þá ótrúlegu atburði fyrir 25 árum þegar fólk í landi í Evrópu fékk nóg og gekk yfir múra. Í þessum myndum kom orðið Bylting ansi oft fyrir, orð sem bara er notað við óvenjulegar aðstæður. Ég sé að margir nota orðið það orð á Íslandi. Lýðræðislegar samræður milli ríkisstjórnar og fólksins í landinu eru gagnslausar.Spurningin er þá hvað ber að gera. Er fólkið bara skríll sem ber að nota byssur gegn? Nýfengnar byssur frá vinaþjóð okkar?
mánudagur, 3. nóvember 2014
Mótmæli: Veruleiki heima og erlendis
Ég er ekki á mótmælum, ég er í Berlín. Við götu sem heitir Rosenstrasse. Þar voru merk mótmæli árið 1943 þegar konur mótmæltu að menn þeirra ok ættingjar væru teknir og líklega átti að senda þá í útrýmingarbúðir, þeir sem voru hreinir gyðingar, mest af þessu fólki var blanda af gyðingum og Þjóðverjum. Á einhvern hátt var körlunum sleppt og sendir áfram í erfiðisvinnuna sem þeir höfðu verið í. Kvikmyndastjórinn Magaret von Trotta gerði mynd um þetta fyrir nokkrum árum.
Benedikt Erlingsson tók við verðlaunum fyrir hina frábæru kvikmynd Hrossí oss sem bestu kvikmynd Norðurlanda seinasta árið. Í þakkarræðu sinni leyfði hann sér að ræða um veruleika íslensks kvikmyndagerðarfólks. Það fór fyrir brjóstið á i. Veruleikann á maður ekki að ræða í útlöndum, við eigum bara að hafa draumsýnina, vatn,eldur, fjöll og hestar. ráðamenn í útlöndum eiga ekki að heyra minnst á kjör íslenskra listamanna. Erlendis eiga allir að vera glaðir og hreyknir.
Valdamenn á Íslandi vilja hafa frið í útlöndum, ekkert nöldur og röfl. Það er nóg að taka við mótmæalagusum þegar heim kemur. Virðisaukaskatturinn, auðlindaskattur, tekjuskattur, þeir eiga ekki að borga skatta, jafn vel þótt þeir vilji það!!!
Listamenn eru vanþakklátastir allra, eilíft tuð. Leggjum Tónlistarskólana af, burt með Sinfoníuna, engin hugmyndaverk og gagnrýnar skáldsögur. Hvenær kemur ritsafn Davíðs Oddssonar út?
Benedikt Erlingsson tók við verðlaunum fyrir hina frábæru kvikmynd Hrossí oss sem bestu kvikmynd Norðurlanda seinasta árið. Í þakkarræðu sinni leyfði hann sér að ræða um veruleika íslensks kvikmyndagerðarfólks. Það fór fyrir brjóstið á i. Veruleikann á maður ekki að ræða í útlöndum, við eigum bara að hafa draumsýnina, vatn,eldur, fjöll og hestar. ráðamenn í útlöndum eiga ekki að heyra minnst á kjör íslenskra listamanna. Erlendis eiga allir að vera glaðir og hreyknir.
Valdamenn á Íslandi vilja hafa frið í útlöndum, ekkert nöldur og röfl. Það er nóg að taka við mótmæalagusum þegar heim kemur. Virðisaukaskatturinn, auðlindaskattur, tekjuskattur, þeir eiga ekki að borga skatta, jafn vel þótt þeir vilji það!!!
Listamenn eru vanþakklátastir allra, eilíft tuð. Leggjum Tónlistarskólana af, burt með Sinfoníuna, engin hugmyndaverk og gagnrýnar skáldsögur. Hvenær kemur ritsafn Davíðs Oddssonar út?
þriðjudagur, 28. október 2014
Skýrsla Geirs Jóns kemur á róti......
Það er auðséð að skýrslugerð lögreglunnar og Geirs Jóns hefur komið róti á tilfinningar margra. Enda kannski ekki nema von. Og enn sýna íslensk stjórnvöld hversu þau eru vanmegnug að halda uppi þó ekki væri nema sæmilegri stjórnsýslu. Alltaf eitthvað rugl.
Af tilviljun fann ég í tölvunni minni nokkrar myndir frá þessum mögnuðu dögum haustið 2008 og veturinn 2009. Ýmislegt fór í gang í mínum huga. Það er merkilegt að hugsa til baka hversu þetta voru merkilegar vikur. Það var alvara og festa yfir öllum. Skilti og spjöld sem fólk kom með og skapaði sjálft voru einlæg. Þetta var enginn fíflaskapur. Fólk fann það á sjálfu sér að það upplifði óhugnanlega tíma. Enn í dag lifir glóðin í fólki. Það hefur margt gerst síðan ýmis vonbrigði hafa orðið á vegi okkar en við tölum ekki um Svokallað Hrun eins og sumir fáráðar þarna úti.
Flestir finna líka hvað það er stór hópur sem hefur sölsað til sín fjármuni og hversu stutt er í alls herjar græðgisvæðingu á ný. Því yrði maður ekki hissa þótt aftur syði upp úr. Hroki og ég held maður verði að segja heimska stjórnvalda og auðmanna er enn þvílík.
Það eru margir sem spyrja er ekki komið nóg?
mánudagur, 27. október 2014
Verjum velferð: Nú er lag
Nú er hafið læknaverkfall. Skæruverkfall til að minna á að þjónusta og tæki okkar eru á niðurleið. Til að minna á að við getum misst stóran hluta af okkar góða sérfræðingaliði svona einn tveir og þrír úr landi. Og hvað ætlum við að gera? Fólkið í landinu sem þarf að nota þessa þjónustu?
Þeir sem stjórna landinu um þessar mundir virðist vera fyrirmunað að skilja aðstöðu venjulegs fólks. Flestir ráðherrarnir eru silfurskeiðabörn sem hafa aldrei komið að störfum. Sumir verið í pólitík alla ævi. Hafa aldrei litið í eigin barm. Samanber innanríkisráðherra á Kirkjuþingi. Bjálkinn og flísin.
Já, er ekki kominn tími til góðra verka? Verjum velferð. Er ekki liðinn tími að horfa á kjánana göslast í drullupollunum og segja fúla brandara? Verðum við ekki að verja; grunnþjónustu alla, tryggingakerfið, heilbrigðiskerfið, skólakerfið. Höfum við ekki horft á einum of lengi?
Er ekki kominn tími til að tengjast? Er ekki komið nóg?
Þeir sem stjórna landinu um þessar mundir virðist vera fyrirmunað að skilja aðstöðu venjulegs fólks. Flestir ráðherrarnir eru silfurskeiðabörn sem hafa aldrei komið að störfum. Sumir verið í pólitík alla ævi. Hafa aldrei litið í eigin barm. Samanber innanríkisráðherra á Kirkjuþingi. Bjálkinn og flísin.
Já, er ekki kominn tími til góðra verka? Verjum velferð. Er ekki liðinn tími að horfa á kjánana göslast í drullupollunum og segja fúla brandara? Verðum við ekki að verja; grunnþjónustu alla, tryggingakerfið, heilbrigðiskerfið, skólakerfið. Höfum við ekki horft á einum of lengi?
Er ekki kominn tími til að tengjast? Er ekki komið nóg?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)