laugardagur, 1. ágúst 2015

Dulbúnir Ráðherrar

Konungar fornra ríkja höfðu þann sið að klæðast í tötra og læðast um á meðal þegna sinna.  Þeir vildu vita hvernig fólkið í landinu talaði um stjórnendur og hirðina.  Margar skemmtilegar sagnir eru til um ævintýri valdhafanna. 

Nú hefur heyrst að ríkisstjórnin okkar hafi tekið upp þennan góða sið.  Frést hefur af Ragnheiði Elínu, hinum alræmda iðnaðar- og viðskiptaráðherra.  Hún dulbjó sig sem
bandarískan túrista en hún áttaði sig ekki á því að hún er slík alla daga, í klæðnaði, hugsunum og háttum.  Á ferð sinni um Gullna hringinn  var henni sérstaklega hugleikið að rannsaka salernisaðstöðu viðkomandi staða, ferðafélagar hennar voru undrandi á sífelldu klósettrápi þessarar konu frá Utah með skrítna framburðinn, og konan sagði að aldrei hefði hún komið á betri og þrifalegri dobbelwc eins og á þessari leið, þetta var einstök upplifun fyrir hana og fjölskylduna alla. 

Frést hefur líka að Forsætisráðherrann hafi farið um kjördæmi sitt og þóst vera Doktor í skipulagsfræðum hann tók út fjölmarga staði og skrifaði á rassvasamiða athugasemdir. Og sjá nokkrum dögum seinna komu peningasendingar í uppbyggingu hinna margvíslegustu minja og staða, vörður, torfbæir og Rögnvaldar- og Guðjónskirkjur  áttu aftur sinn blómatíma.  

Fjármálaráðherra hefur á ferðum sínum um Florida klæddur sundskýlu einum fata,  komist að því að það er algjör óþarfi að hafa hátekjuskatt, slíkt tíðkist ekki í Júessei og allir séu ánægðir með það.  Svo af hverju ættu hlutirnir að vera öðruvísi hjá okkur? Forsætisráðherrann tók alveg undir þetta,  þeir voru ekki oft sammála en í þetta skiptið var það.  

Svo lesandi góður ef einhver tekur þig tali á sumarleyfisferð þinni þá geturðu alveg búist við að þetta sé einhver af landsfeðrum okkar, ég hitti einn íturvaxinn Vestmnneying sem slysaðist inn á Alþingi og hann spurði mig svona prívat:  How do jú læk Pútín? Ég veit ekki af hverju! 

fimmtudagur, 30. júlí 2015

Kúrdar: Tökum málstað þeirra!

Enn lenda Kúrdar í því, Erdogan notfærir sér ástandið umhverfis Tyrkland og spilar með NATO, það kæmi ekki á óvart að hann efndi til kosninga þegar ástandið væri heppilega órólegt fyrir hann. Kúrdar virðast skipta minna máli en flugvellir í Tyrklandi fyrir Bandaríkjamenn . Þrátt  fyrir framlag þeirra í stríðinu gegn ISIS.  Eftir hrun í kosningum í vor, þarf hann einhverja brellu og klæki til að ná fram markmiðum sínum um alræði. NATO lætur leika með sig. Skagfirðingurinn knái bugtar sig og beygir. Hann rís ekki upp eins og Jón Baldvin og segir nei takk. 

Það var Íslendingur sem sagði okkur frá Kúrdum fyrir nokkrum áratugum, Erlendur Haraldsson, í bókinni Með uppreisnarmönnum í Kúrdistan. Kúrdar eru smáþjóð sem hafa átt erfitt uppdráttar, það er kominn tími að einhver taki málstað þeirra. 

miðvikudagur, 29. júlí 2015

Spámenn: Jón Baldvin leysir málin

Spámaðurinn mikli ryðst fram á sjónarsviðið.  Jón Baldvin Hannibalsson.  Núbúinn að uppgötva Útgönguskatt frá Asíu, kreppu í Evrópusambandinu, sjúkt hagkerfi á heimsvísu. Allt ný speki sem enginn hefur rætt um hér eða erlendis.  

Allir búnir að gleyma hlutdeild hans í hugmyndum um einkavæðingu og ljúfu sambandi við Davíð Oddsson.  Og ofurskammti af Siðblindu. Og sumir Vinstrimenn hrósa honum í hástert, þótt aðrir bendi á grunnhyglina í skoðunum hans (Lilja Mósesdóttir).  Ekki ætla ég að kvarta
yfir aldri Jóns, hann er hress og kátur miðað við aldur og fólk á öllum aldri á að tjá sig um hina ýmsu þætti þjóðlífs.
Sumt gerði han vel sem ráðherra, sem fær nafn hans til að lifa.  

Eru Vinstri menn búnir að gleyma grunninum?   Eflaust er nokkuð til í því.  Flestir kjósendur þeirra eru millistéttarfólk, þjóðfélagið er allt öðru vísi uppbyggt en var fyrstu áratugina eftir stríð.  Fjölmiðlaeigendur eru með tengsl inn í auðvaldsflokkana leynt og ljóst.  Hamrað er á ríkisfjölmiðlum ef þeir voga sér að hafa gagnrýna hugsun. Svo er líka um smáblöð.  Eigendur útgerðar og stórfyrirtækja verða æ sterkari.  Það er erfitt í augnablikinu að sjá hvernig á að berjast við þá. Sá flokkur sem nýtur mestrar hylli í skoðanakönnunum hefur enga heildstæða hugmyndafræði um þessi mál, þótt hann eigi góða talsmenn vitrænnar umræðu á Alþingi.   Umhverfismál og framtíð mannkyns er æ sterkari þáttur í hugmyndum róttækra.  Meðan valdamenn loka augum og ímynda sér að lausnin sé stóriðnaður og lægri skattar.   

Það er gott að Jón Baldvin á nokkrar mínútur í fjölmiðli, það er skárra en að hlusta á utanríkisráðherrann rugla um hvalveiðar, flokkssystur hans að ráðast á húsnæðisráðherra sem fær öll mál sín stöðvuð af Sjálfstæðismönnum.  Meðan við bíðum eftir allsherjarhruni Heilbrigðiskerfisins.  Jón Baldvin leysti ekki þau mál í viðtalinu!    

mánudagur, 27. júlí 2015

Teva: Ísraelskur lyfjarisi á Íslandi

Viðskiptafrétt dagsins að ísraelski lyfjarisinn  Teva hafi keypt samheitahluta Allergan sem einu sinni var íslenskt fyrirtæki, Atavis.  Viðskiptaheimurinn er flókinn.  Þarna er meira að segja Íslendingur með í spilinu, yfir samheitadeild Teva, fyrrum forstjóri Actavis :

Teva er fyrir kaupin stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi, og í fréttatilkynningu segir að það verði eftir kaupin eitt af tíu stærstu lyfjafyrirtækjum heims. Yfirmaður samheitalyfjastarfsemi Teva er Sigurður Óli Ólafsson. Hann var um tíma forstjóri Actavis, meðan höfuðstöðvar þess voru enn á Íslandi. Enn er óljóst hvaða áhrif þessar nýjustu sviptingar hafa á starfsemina á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Allergan á Íslandi.(Feitletrun mín)

Eins og við er að búast þá hefur Terva verið mikið rætt í sambandi við einokun ísraelskra lyfjafyrirtækja á markaðnum í Palestínu.  Sem stærsta lyfjaframleiðslufyrirtæki Ísraels og vinsælt fyrirtæki á hlutafélagsmarkaði um allan heim, meira að segja Soros er stór hluthafi.  Það  er kaldhæðnislegt að þessi ísraelsku lyfjafyrirtæki  skuli vera með einokun á markaði sem þarf á lyfjavörum að halda eftir yfirgengilega árás ísraelska ríkisins í fyrra. 

http://5pillarsuk.com/2014/07/31/uk-pharmacies-boycott-israeli-pharmaceutical-company-teva/

http://www.whoprofits.org/company/teva-pharmaceutical-industries

https://electronicintifada.net/blogs/asa-winstanley/israeli-companies-profiting-gaza-siege

Svo það er spurningin hvort Apótek á Íslandi séu reiðubúin að þjóna okkur sem kaupum ekki vörur í eigu ísraelskra fyrirtækja. 




sunnudagur, 26. júlí 2015

Fjölmiðlavöld: Hrægammar og stjórnmálarefir

Sorgleg tíðindi, fínt og gagnrýnið héraðsblað fær ekki að vinna áfram, lítið Reykavíkursvæðisblað fær ekki að starfa.  Bæði blöðin hafa verið gagnrýnin á ýmsa valdhafa. Það er ekki gott.  Björn Pingja kemur á staðinn með seðlabunka frá vinum sínum.  

Hrægammar eru þeir og bak við eru hinir saklausu stjórnmálarefir sem koma aldrei nálægt neinu samanborið DV. Klígjan kemur upp í hálsinn.  


fimmtudagur, 23. júlí 2015

Ríkisstjórnin: Hvað er að frétta?

Já, hvað er að frétta.  Undirritaður vill fræða ykkur um það lesendur góðir. Forsætisráðherra er á móti nýrri byggingu Landsbankans. Það er gott að láta okkur vita.  En áður höfum við fengið að vita hverju hann er á móti, en ..... þetta fræga en.  Forsætisráðherra er æðsti ráðamaður þjóðarinnar (eða næst æðsti, þið vitið um hvern ég er að tala!). Svo hann ætti að
geta gert eitthvað.  Talað við fjármálaráðherra, sem hefur einhver áhrif í  Bankasýslunni, þótt hann hanfi ekki enn getað lagt hana niður.  Það er ekki svo að ég sé ósammála Forsætisráðherranum, langt frá því.  Þessi múr af stórhýsum sem fyrir hugaður er í suður frá Hörpunni er fáránlegur út frá fagurfræðilegu sjónarmiði og svo nýja Hótelið í Lækjargötu.  Smekkleysan ríður varla við einteyming.  Skipulagsyfirvöld í Reykjavík eru máttlaus og ræfilsleg svo ekki sé meira sagt.  Hjörleifur Stefánsson kom með gott innlegg í þá umræðu.


Svo er það heilbrigðisráðherrann, hann getur lítið gert, eins og fyrri daginn. En hann vonar að gerðardómur geri ýmislegt, þótt það sé vafasamt að hann gefi út yfirlýsingar sem þessar.  Á ekki gerðardómur að vera sjálfstæður að öðru en því sem sagt er í lögum sem Alþingi samþykkti? Og gerðardómnum eru ansi þröngar skorður settar, svo enn eru meiri líkindi en minni að við missum hundruðir hjúkrunarfræðinga og ýmsa aðra starfsmenn úr heilbrigðisgeiranum.  Að baki búa ruglingskenndar hugmyndir xD um að einkavæða allt, hvort sem kjósendur vilja það eða ekki. 

Þriðji ráðherrann sem hefur verið í fréttum (ætli aðrir séu ekki einhvers staðar í sumarhúsi eða á sólarströnd) er Eygló Harðardóttir, hún skrifaði pistil sem fór fyrir brjóstið á mörgum.  Um stöðu ungs fólks í dag, sem hún virtist hafa lítinn skilning á, hún er ekki ein um það.  Sumir þurftu að hrópa Vei vei og vildu helst að hún hypjaði sig úr ráðherrastólnum hið fyrsta.  En
hún hefur um leið unnið ágætt starf í sambandi við móttöku á flóttamönnum frá hinum stríðshrjáðu svæðum heimsin og er það vel.  Svo frá mér séð má hún enn sitja ef hún vinnur það vel.  Ef hún gæti svo komð húsnæðisfrumvörpum sínum í gegnum múr íhaldsins.  Það er oft ekki auðvelt.  

Ég gleymdi utanríkisráðherranum, hann vill minnka hvalveiðar.  Líklega hefur hann fengið ábendingu frá Bessastöðum.  Það er ansi ömurlegt, hversu við útilokum okkur frá umræðum um umhverfismál. Bandaríkin bjóða okkur ekki á ráðstefnur og umræðufundi.  Það finnst Forsetanum okkar ekki í lagi.  Arctic Circle gæti liðið fyrir þessa afstöðu stjórnvalda sem er úr takti við nútíma hugsun.  

Svo hvað er að frétta, spurði ég í upphafi.  Enn er ríkisstjórnin á róli sem fáir vita hvert leiðir.  Ennþá er það eins og vanti Skipstjóra í brúnni.  Þetta er allt út og suður.  Svo við eigum von á pínlegum uppákomum í hverri viku.  Lesendur tóku sumir eftir að ég sleppti Ragnheiði Elínu, í augnablikinu er hún too much fyrir mig.  Svo ég læt hana í friði. 

mánudagur, 20. júlí 2015

Sigríður Andersen: Vampýra nýrfjálshyggjunnar


Það er gott þegar þær stíga fram vampýrur nýfrjálshyggjunnar og vilja sjúga blóðið úr landanum.  Svo heldur Sigríður Andersen að þetta sé gott innlegg í lausn á hræðilegum vanda heilbrigðiskerfis sem ráðherra hennar Bjarni Benediktsson hefur skapað.  Svo kaupa þau
hlutabréf í félögum vina sinna sem bíða með glyrnurnar galopnar af græðgi yfir skyndigróðanum eins og dæmin sanna. 

Þingkona Sjálfstæðisflokksins segir aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu lausn í kjaradeilu



 Það gerir enginn nema heilbrigðisstéttirnar sjálfar sem best þekkja spurnina eftir nauðsynlegri heilbrigðis- þjónustu. Með aukinni þátttöku heilbrigðisstarfsfólks utan ríkiskerfisins fær ríkið líka þá samkeppni og aðhald sem nauðsynleg er til þess að geta staðið undir starfsemi þar sem flestir eru ánægðir, sjúklingar og starfsmenn.

Segir þingmaðurinn, Já það er auðvelt að koma með skyndilausnir, Vampýrurnar lifa mest á skyndibitum það er fæðið sem flestir deyja fljótt af.  Þá streyma flestir í gegnum ódýra frjálsa hagkerfi Íhaldsins. Þar sem menn geta jafnvel fengið hjarta og heilaaðgerðir á svörtum markaði. 
Þá er gott að lifa.