sunnudagur, 7. febrúar 2016

Þyrnirósarsvefn Heilbrigðisráðherra og Ríkisstjórnar

Þjóðir hlær öll að heilbrigðisráðherranum, sem sefur endalaust sínum þyrnirósasvefni. Ekkert gerist í neinu sem hann kemur nálægt.  Hann gerir sér ekki grein fyrir að Hjúkrunarheimili aldraðra eru komin á seinasta snúning fjárhagslega, og hefur
svo lítið samband að hann veit ekki hvað þar er að gerast.  

60.000 manna undirskriftir fá hann varla til að lyfta augabrún.  Það er fátt sem hann pælir í.  Örfáum dögum áður en forstjóri Grundar lýsir yfir nýjum áherslum fyrirtækis síns, sem byggjast á því að hefja hótel og stúdentagarðaþjónustu á Elliheimilum landsins,  er haldinn fundur á vegum ráðherra og verkefnisstjórnar sem hann hefur skipað.  Hvað gerist þar? 

Í upphafi fundarins flutti heilbrigðisráðherra ávarp og fór yfir helstu áskoranir næstu ára í þessum málaflokki. Lagði hann áherslu á nauðsyn þess að auka fjölbreytni í þjónustu við aldraða, stuðla að heilsueflingu og auka forvarnarstarf til að bæta lífsgæði aldraðra og draga úr þörf fyrir stofnanaþjónustu. Fulltrúi verkefnisstjórnarinnar kynnti ýmsar tölulegar upplýsingar um öldrunarmál og öldrunarþjónustu, samanburð við önnur lönd og aðrar upplýsingar sem safnað hefur verið til að leggja grunn að stefnu til framtíðar.

 

Þetta er allt gott og gilt.  En ........ þjóðin bíður eftir svari.  Á ekkert að gera fyrr en á næsta fjárlagaári eða hjá næstu ríkisstjórn?   Á að hunsa vilja mikils meirihluta þjóðarinnar að heilbrigðismál verði algjörlega í forgrunni í fjármálum þjóðarinnar?  Á að bíða eftir að elliheimili landsins hrynji?  Hver á að vera heilsuefling aldraðra?  Á að senda aldraða heim í faðm fjölskyldunnar?  Eru lífsgæði aldraðra falin í kirkjugörðum landsins?  

Eg held að ansi margir séu búnir að fá upp í kok.   

 

 




laugardagur, 6. febrúar 2016

Sýrland: Við erum peð. Er ekki komið nóg?

Enn dynur stríðsdraugurinn áfram í Sýrlandi.  Nú er  það enn einnu sinni Aleppo.  Nú eru það Rússar, rússneski herinn sem hjálpar sýrlenska her Assams að sprengja og drepa.  Og Sameinuðu þjóðirnar horfa á.  Bandaríkin horfa á.  Evropusambandið horfir á.   Þegar þessi borg sem var stærsta borg Sýrlands, er núna rústir og sprengdir veggir og steinar.   

Ekki bjóst ég við neinu öðru þegar allur heimurinn horfði á rússneska herinn ryðjast þarna inn.  Og efi minn og grunur hefur reynst réttur.  Svo er það sumir vinir mínir sem segja.  Hvað um kannann?  Hvað um um EB.  Er þetta ekki það sama?  Ég segi ég veit það ekki.  Hvað um fólkið sem reynir að komast í burt? Vilja jafnvel komast til Íslands! 

Tug­ir þúsunda hafa flúið Al­eppo

Eru það ekki 4,6 milljónir sem hafa komið sér í burt?  Til Líbanon, Jórdaníu, Tyrklands, Evrópu, Kanada (fáir sem fá landvistarleyfi í BNA). Svo eru til nágrannaþjóðir sem eru duglegri að senda vopn og herliða eins og SaudiArabía og Íran.  Aðalatriðið er að gera þetta æ

verra, samningaviðræður, nei það gengur ekki,  það er þægilegra að sjá þetta ríki liðast í sundur.  Milljónir sem komast aldrei heim til sín, valda spennu og pirrningi í öðrum löndum, sumir fá ekki að vera með eins og Kúrdar þeir eiga bara að vera stikkfrí.  

Í öflugasta ríkinu eru forsetakosningar framundan það skiptir öllu,  Rússland vill breiða yfir seign vandamál heima fyrir,  Tyrkir spila sína leiki í boði EB sem borgar brúsann.  Ennþá er það fólkið sem líður, þeir saklausu, karlar konur, gamalt fólk, börn.  Þetta er svo sorglegt, við eigum bara að horfa á. Hrylla okkur yfir myndum af sökkvandi skipum og fljótandi líkum. Taka á móti nokkrum tugum flóttamanna.  Fá hjartskerandi myndir af börnum,  borgum enbættismönnum kaup til að ákveða hverjir komast til okkar og hverjir ekki. Horfum á stjórnmálamenn upphefja sjálfa sig yfir gæsku sinni stjórnvisku. 

Allt gengur út á að gera ekkert, láta stórveldin leika sér, enginn tekur mark á SÞ, enginn tekur mark á kröfum okkar um betri heim.  Við erum peð.  Er ekki komið nóg?

 

föstudagur, 5. febrúar 2016

Samhljómur,vér erum fremstir .....


Úbbs vér erum snortin ..... aðrar þjóðir, samhljómur ..... við
þökkum ...... heildstæð nálgun .....ég og Cameron ... Tveir góðir.

fimmtudagur, 4. febrúar 2016

Jón Kalmann: Fiskarnir og Alheimurinn

Var að ljúka við Jón Kalmann; Eitthvað á stærð við alheiminn, nú hefur Keflavík fengið sinn sagnaflokk, þar sem fólkið fær sinn sögusöng, fyrst með Fiskarnir hafa enga fætur svo þessi.  Ég segi söng því alls staðar er á ferðinni, söngvar, ástir, ofbeldi, slagsmál, sorg og dauði.  Oft þarf maður að fletta til baka persónurnar og tengslin; Jón Kalmann kallar þetta ættarsögu.  Saga um fólkið sem stundaði sjóinn, og fluttist í bæina og borgina, vann í fiski og hjá hernum.  Þar
sem sjórin gaf og tók.  Það sem ljóðræna Jóns og heiðríkja himinsins og stjörnur alheimsins dansa saman og mynda magnaða heild, oft féllu mér tár á kinn ég er svo viðkvæmur. Í þessum óði til mennskepnunnar sem er full af greddu, ástum, brennivíni, gleði og sorg.  

Það er tónlistin sem dunar í eyrum manns, vagg og velta eins og það hétt forðum, rokk.  Það er skrítið að fylgjast með fólki sem er gamalt, á mínum aldri, sem hlustar ekki á harmónikutónlist og Ragnar Bjarnason og Erlu Þorsteinsdóttur.  Þar sem Hljómar, Presley og Megas eru guðirnir.  Og allir eiga sín uppáhaldslög, Whiter Shade of Pale, meir að segja REO Speedwagon. Og Bó blandar sér í fjörið.  

Svo eru það bækur og skriftir sem eru draumurinn andstæða stritsins og sjávarins, eitthvað fjölskyldugen sem blandast geðveiki og alkóhóli.   Sumir skrifa eitt ljóð eða dagbók ,  Veiga verður frægur rithöfundur, Ari skrifar 4 bækur og gefst upp.  Þeir sem hafa aldreið skrifað vita ekki hvað það getur verið erfitt. Gunnar Gunnarsson lifnar við og reynir að hafa áhrif á atburðarásins en hefur ekki áhrif, dauðinn er sterkari.

Allir á mínum aldri eiga sér einhverjar sögur sem tengjast Hernum, Keflavík, Reykjanesi, Tónlistinni þarna suðurfrá.   Þegar foreldrar minir fengu loks þak yfir höfuðið, þá leigðu þau hjónum stofuna í 3 ár hjónum sem unnu á Vellinum og komu í bæinn um helgar.  Stína og Tóti hétu þau, ef ég man rétt. Pabbi vann um tíma á Vellinu við viðhald og viðgerðir.  Ég fór tvo daga með honum upp á völl og hékk yfir honum í vinnunni. Þessi heiði var eyðileg og leiðinleg.  Landsleikir í handbolta fóru fram þarna áður en Laugardalshölln var reist.  Ég gekk og skipulagði Keflavíkurgöngur, var í Friðarbúðum í Njarðvík, var fluttur út af Vellinum í lögreglubíl þegar við vorum að dreifa í íbúðarhús áróðri.  Í öllum hverfum í Reykjavík voru einhverjar stúlkur/konur í ástandinu (man ekki eftir að hafa heyrt um karla), orðið Kanamella var þá mikið notað  eins og í þessari bók. Það var gott að þekkja einhvern sem var uppi á Velli, það komu sígarettukarton, bjór, brennivín, matur.  Allt sem var dýrt og fékkst lítið af hjá okkur.  Við vorum fátæk og einöngruð þjóð.  Svo var það tónlistin, Gúnnar Þórðar, Rúnar, Hljómar, Trúbrot, allt sem fylgdi því að vera ungur ....... 

Ég las Skurðir í rigningu fyrir tæpum 20 árum líkleg, síðan allt, með þessum nýja bálki skrifar hann einn þáttinn í sögu okkar, enginn tími verður til eða lifir án sagna.  Eitthvað til að spegla sig í.  Æsku sína og ævi.  Því miður eru margir sem halda að það skipti engu máli hvort bækur séu skrifaðar, rithöfundar þurfi ekki að lífa á einhverju, nóg að þeir skrifi á næturnar eftir kennslu, vinnu í öskunni, á eyrinni, í fjárhúsum eða auglýsingabransa.  Slík þjóð fær ekki mikið  að vita um sjálfa sig, hún verður án meðvitundar um sögu, líf, störf og menningu.  Hún veslast upp og hrekst inn í einhverja stærri þjóð.  Þar sem konurnar vilja vera einhverjar Vigdísar og Sörur, karlarnir einhverjir Trumpar og Ólafar Ólafssynir.  

Sem sagt: Lesið þessar tvær bækur, það tekur stundum á, en þetta er sagan okkar. 

miðvikudagur, 3. febrúar 2016

Eru Sigmundur Davíð og Egill í sama liði?

Athygli vekur hversu fast Egill Helgason heldur utan um Sigmundu Davíð, það má ekki skrifa hnjóðsyrði um hinn ástsæla forsætisráðherra án þess að hann þurfi að koma honum til varnar.  Hvort sem um er að ræða flóttamenn, verðtryggingu eða skipulagsmál.  

Það er lýðum ljóst að Silfur Egils er skrifað i boði útgáfuveldis Framsóknarflokksinsí, eyjan.is, pressan.is. Ég vona að hann fái sæmilega borgað.  Það er engin tilviljun skefjalausar árásir hans á Samfylkinguna oft í hverjum mánuði.  Vinstri grænir eru ekki til á hans svæði.  

Við sem höfum leyft okkur að gagnrýna Framsóknarflokkinn og vinnubrögð hans gerum það vegna málefna:   Kynþáttahyggja, stærsta loforð flokksins um verðtryggingu, flóttamannastefnan, rassvasaúthlutun skattpeninga, algjör samhljómur við xD í umhverfis og stóriðjumálum, aðgjör samstaða með útgerðaríhaldinu, sjúklegt hatur á listum og úthlutun á fé til lista og menningarmála.  

Það er líka margir sömu sem hafa hrósað Sigmundi fyrir ýmislegt, hreinskilni hans í skipulagsmálum borgarinnar, en það þýðir ekki að hann eigi að taka yfir skipulagsmál Ríkisins,  flóttamannaferð hans til Miðausturlanda, ekkert slæmt við það, en það þýðir ekki að það megi ekki taka á móti flóttamönnum sem rekast upp á land okkar eftir öðrum leiðum en flóttamannabúðir, hvor tveggja er gott. 

En við sem pælum í pólitík og höfum einhverja menntun í henni, gerum okkur grein fyrir að Forsætisráðherrann er útsmoginn pólitískur refur, hann hefur séð að rasistiska leiðin gagnast ekki á Íslendinga, það eru bara Píratar sem græða á því, og þeir eru bersýnilega vinstri flokkur í litrófinu. Svo nú rær hann á önnur mið, húmaníska kjarnann hjá Íslendingum, kosningabaráttan er hafin hjá honum, jafnvel xD er nú orðinn andstæðingur þótt þeir sitji saman í ríkisstjórn.  



Og eru Sigmundur Davíð og Egill í sama liði???? Það er kannski ósanngjarnt að spyrja svona spurningar, menningarforkólfurinn Egill og tækisfærissinnin Sigmundur Davíð.  En dæmin sýna okkur ýmislegt.  

Myndir :  Úr Þingholtunum Greinarhöfundur 

þriðjudagur, 2. febrúar 2016

Forsætisráðherra: Heildstæð nálgun eða ekki?

Sigmundur Davíð er í Líbanon og skoðar flóttamenn og flóttamannabúðir.  Hann furðaði sig á skrítnum veruleika, fjölda varðliða með byssur.  Honum var sagt að þetta væru Palestínumenn.  Og var hissa.   
Þeir sem hafa kynnt sér þróunina seinustu árin fyrir botni Miðjarðahafs eru ekki hissa.

„Ég hitti svo for­sæt­is­ráðherra Líb­anon og for­seta þings­ins. Þeir lýstu hinni flóknu póli­tísku stöðu sem hér er uppi. Til dæm­is hef­ur ekki enn tek­ist að kjósa for­seta nú átján mánuðum eft­ir að kosn­ing­ar áttu að fara fram.
Þetta var mjög áhuga­verð lýs­ing á þeim enda­lausu álita­efn­um sem menn standa frammi fyr­ir í þessu landi, en hér var auðvitað borg­ara­styrj­öld í fimmtán ár. Svo hafa þeir verið að reyna að byggja sig upp en mæta hverju áfall­inu á fæt­ur öðru, núna síðast þess­um mikla straumi flótta­fólks sem leggst gríðarlega þungt á þetta litla land.“

Einu sinni var Líbanon friðsamasta svæði þessa heimshluta.  En það breyttist, fyrst með flóttamannastraumi Palestínu þegar Ísraelsmenn smöluðu þeim í burtu.  Svo voru innanlandsátök og borgarastyrjöld, svo komu átök Ísraelsmanna og allra þjóðanna umhverfis þá. Og inngrip Sýrlendinga í nafni Arababandalagsins. Ásamt endalausum skærum Ísraels og Palestínumanna.  Svo komu Íraksinnrásirnar, svo upplausn Íraks, loks Sýrlandsátökin sem virðast ætla að verða endalaus og ný samtök sem vilja afgreiða málin á óhugnanlegan hátt, svokölluð ISIS eða Daesh .  Þetta er svo flókið spil að endalaust væri að reyna að skýra það og samt væri enginn sammála.

„Ný upp­lif­un fyr­ir Íslend­ing“

„Þetta er í raun­inni bara hverfi í borg­inni. Þetta eru eng­in tjöld eða slíkt held­ur fjöldi húsa þar sem mjög þröng­ar göt­ur ganga á milli. Hverfið var ætlað þrjú þúsund manns en þeir segja að þar búi nú um tutt­ugu og tvö þúsund. Innviðir eru laskaðir, vatnið óhreint og raf­magn með þeim hætti að tug­ir íbúa hafa lát­ist á und­an­förn­um árum af völd­um raf­losts. Enda sá maður bara raflagn­irn­ar al­veg þvers og kruss yfir göt­urn­ar, hang­andi þar laus­ar.“
Þegar komið var í búðirn­ar skildi líb­anska ör­ygg­is­gæsl­an við hóp­inn, en með Sig­mundi í för voru
„Við tóku vopnaðir Palestínu­menn, sem virðast vera nokk­urs kon­ar lög­gæsla í þess­um búðum. Ein­hverj­um tald­ist svo til að þarna væru að minnsta kosti fjöru­tíu menn vopnaðir hríðskota­byss­um þar sem við geng­um um göt­urn­ar. Það var svo­lítið ný upp­lif­un fyr­ir Íslend­ing,“ seg­ir Sig­mund­ur.
„En þeir vildu auðvitað koma í veg fyr­ir að eitt­hvað færi úr­skeiðis, enda voru með í för leiðtog­ar þessa sam­fé­lags og sendi­herra Palestínu hér í land­inu.“

Það er rétt sem forsætisráðherrann sagði að það væri allt annað að vera innan um þennan veruleika.  Stríð fyrir okkur er ansi fjarlægur veruleiki, svo við eigum að lýsa okkur stikkfría frá þeim veruleika. Mér finnst að maður þurfi ekki einu sinni að segja það.  Palestínumenn hafa haft heil landsvæði í Líbanon í áratugi. Þeir voru hraktir úr sínum heimahögum.  Nú hafa bæst við Írakar, Kúrdar og Sýrlendingar. Við eigum að gera það litla sem við getum gert. Hvort það sé heildstæð nálgun frekar hjá okkur en öðrum.  Allt er svo flókið.  En við þurfum að gera mikið meira en við gerum í dag.  Bæði mað því að taka fólk úr flóttamannabúðum og fólk sem hefur lagt í Pílagrímsgöngu yfir þvera Evrópu, til að komast á svæði þar sem er friður þar sem fólk getur séð fyrir sér, komið börnum sínum til manns og mennta.  Nú eru að hefjast friðarviðræður, auðvitað vonum við það besta, en það eru ótal refir þar á ferð, og margir hugsa meira um sína hagsmuni en um þetta aumingja fólk sem við sjáum daglega í fjölmiðlum.   

„Mér fannst ánægju­legt að skynja að marg­ir eru vel upp­lýst­ir um þátt­töku Íslands í aðgerðum hér og ánægðir með þá heild­stæðu nálg­un sem við á Íslandi höf­um haft að leiðarljósi, að gera fólki kleift að koma beint úr flótta­manna­búðunum til Íslands í stað þess að leggja í hættu­för um Evr­ópu, og á sama tíma að styðja við starfið hér.“
Hann seg­ir marga hafa haft áhyggj­ur af því að lönd nærri Sýr­landi myndu falla í gleymsku á meðan mikið streymi flótta­manna til Evr­ópu ætti all­an hug stjórn­valda.
„En eins og all­ir sem ég hef hitt í dag hafa rétti­lega sagt, eina leiðin til að draga úr straumn­um til Evr­ópu er að gera fólki kleift að búa hér.“

Auðvitað vill fólk helst búa á sínum heimaslóðum þótt goðsagnir um auð blindi marga, en það er ansi langt í land að byggja upp aftur.  Það er ótrúlegt hvernig búið er að fara með þessar slóðir, aðallega í Sýrlandi og Írak.  Og hver á að borga þann brúsa?  Það er langt þangað til heimurinn fer að ræða það.

Viðtalið við Forsætisráðherrann sem vitnað í  er úr mbl.is 1.1.2016.   
 

sunnudagur, 31. janúar 2016

Billy Elliot og íslenska leiklistarvorið


  

Fórum á Billy Elliot í gærkvöldi (laugardaginn 30. janúar) , það var frábær skemmtun.  Það er gaman að sjá hversu leikhúsin eru orðin fjölskylduskemmtun. Þar sem heilu fjölskyldurnar mæta, fra 5 ára til níræðs.  Hve íslensku leikhúsin eru búin að ná valdi á þessum stóru sýningum þar sem reynir á tæknikunnáttu, listfengi í leik, tónlist, leiksviðs og búningagerð.  Nú eru bæði Billy Elliot og Hrói Höttur sem er stóru fjölskyldusýningarnar og Lína langsokkur eru búin að ganga í mörg ár stórgóð sýning til að koma yngri kynslóðinni á bragðið.  Sá 5 ára í minni fjölskyldu sat bergnuminn allan tímann í gærkvöldi, fylgdist með öllu, skyldi líka allt, áttar sig á þegar móðir Billys birtist í hugsun stráksins.  Ekkert mál. Ótrúlegt að sjá hversu hægt er að þjálfa upp krakka og ungt fólk.  Strákurinn sem lék Billy, þvílík færni í dansi, fimleikum og leik.  Studdur af eðalleikurum umhverfis sig, Jóhann, Sigrún Edda, Halldór, ásamt yngri fólki sem ég kann ekki nafnið á,  og síðast en ekki síst Halldóra Geirharðsdóttir

Líklega erum við mesta leikhúsþjóð heims um þessar mundir (eins og Sigmundur Davíð myndi segja) .  Leiksýningar gefa ekkert eftir sýningum í nágrannalöndum okkar.  Ég hef séð nokkrar sýningar í Þýskalandi og Svíþjóð.  Okkar eru ekkert síðri.  Bæði með tilliti til tækni og listfengis.  Útrás leiksviðsmanna er í fullum gangi.  Þetta er eitt af því sem Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn vilja skera niður með listamannalaununum.  Greinar sem skaffa þúsundum atvinnu.  Það á ekki að styrkja listir af hinu opinbera. Allir eiga að fara inn í Þungaiðnaðar verksmiðjurnar þar sem boðið er upp á billegt rafmagn á kostnað okkar svo að útlendir auðhringir getir notað okkur. Það kom mér á óvart hversu sýningin var pólitísk og íslenskir ráðamenn gætu tekið til sín ýmislegt sem fjallað er um í þessri sýningu.  Þannig er Ísland í dag.

Takk fyrir mig í vetur, ég vildi komast á fleiri sýningar en maður getur ekki allt á ellilaunum.

Mynd:  Af netsíðu Borgarleikhússin Sigrún Edda Björnsdóttir og Sölvi Víggósson Dýrfjörð, einn af þremur sem leikur Billy.