mánudagur, 21. mars 2016

Seðlabankastjórinn og Fjármálaráðherra:Vinir í raun?

Seðlabankastjóri hefur ástæðu til að vera ánægður með eftirlit sitt með efnahagsstöðu okkar í dag.   Margt gengur okkur í haginn.  En samt er oft forgangur sem stjórnvöld velja furðulegur.  Svo má ekki gleyma að þetta byrjaði ekki með þessari ríkisstjórn heldur með óvinsælum aðgerðum vinstri stjórnarinnar sem hún varð að gjalda fyrir í kosningum, niðurskurður sem varð til þess að flýta fyrir efnahagslegum bata.  Sem hægri stjórnin hrósar sér af í dag:

Þegar við komum nú saman til 55. ársfundar Seðlabanka Íslands er staða þjóðarbúskaparins að mörgu leyti góð. Það er fyrsti ársfjórðungur ársins 2016 og hagvaxtarskeiðið hefur varað frá öðrum ársfjórðungi ársins 2010 eða í sex ár. Ætla má að landsframleiðslan í þessum ársfjórðungi sé orðin ríflega 4% meiri en hún varð mest fyrir kreppuna. Slaki hefur snúist í spennu og við búum við fulla atvinnu, og kannski gott betur. Öfugt við mörg fyrri tímabil fullrar atvinnu er bæði ytra og innra jafnvægi þjóðarbúskaparins enn þokkalegt.

Seðlabankastjóri og fjármálaráðherra virðast starfa vel saman þótt sá síðarnefndi hafi reynt að losa sig við Seðlabankastjórann, þótt hann hafi ekki getað það vegna þeirrar virðingar sem Már nýtur á alþjóðavettvangi Fjármálaheimsins. Það er því skrítið að ríkisstjórnin nýti sér ekki þessa góðu skuldastöðu til þess að setja kraftinn í Heilbrigðiskerfið að koma upp Ríkisspítala á góðum hraða (ég minnist nú ekki á broðhlaup Forsætisráðherra suður í Garðabæ).  Í leiðinni væri ekki amalegt að setja arðgreiðsluskatt á ofurgróða banka og fyrirtækja. Og forystumaður ferðamála var svo góður að gefa til kynna að það kæmi til greina að Ferðaþjónustan borgaði smáskatt!!!!   

Á síðustu misserum hafa orðið mikil umskipti varðandi hreinar erlendar skuldir íslensku þjóðarinnar. Nýlega voru birtar fréttir af því að þær hefðu verið 14½% af landsframleiðslu í lok síðasta árs og að fara þurfi aftur til síldaráranna á sjöunda áratug síðustu aldar til að finna dæmi um sambærilega skuldastöðu.

En Seðlabankastjóri varar okkur líka við mistökum sem við höfum of oft lent í þegar pólitískir ofurgossar sjá næstu kosningar nálgast.  En Seðlabankinn hefur nú líka gert sín mistök það er skrítið hversi stýrivextir þurfi endalaust að vera í hæstu hæðum.  Það þurfa allir að hugsa sinn gang. Lífið er ekki einfalt og hroki og heimska eru oft stutt undan.  Svo það er gott að huga að því að við getum öll lært hvert af öðru.  Eða hvað? 

Við höfum að undanförnu notið góðs af alþjóðlegri þróun en ekki er víst hversu lengi það verður og hún gæti snúist okkur öndverð. Þá sýnir sagan að okkur hættir til að gera mistök í hagstjórn í uppsveiflum og túlka tímabundna búhnykki sem varanlega. Ef sú saga endurtekur sig gæti innlend eftirspurn og verðbólga risið hærra en hér er gert ráð fyrir. Við verðum því að vera á varðbergi og vanda okkur við þær ákvarðanir sem framundan eru.

laugardagur, 19. mars 2016

Traust: Siðleysið er herra svo margra

Góður pistill sem ég skammast mín ekki að vitna í. Hringbraut er oft beittur frétta miðill. 
Við lifum furðulega tíma á Íslandi. Það er því gott að vitna í gott efni og halda valdamönnum við efnið. 
Siðleysið er herra svo margra, þýlyndi ræður ríkjum.

-----------

Stundum hef ég rifjað það upp þegar afi minn, sællar minningar, sagði við mig að þrennt væri mikilvægast í lífinu; að vera bjartsýnun, ná sér í góða konu og kjósa Framsóknarflokkinn. Þar væri komin sannkölluð uppskrift að lífinu.
Því er á þetta minnst að næstum tveimur kjörtímabilum eftir allt heila efnahagshrunið á Íslandi sem rakið er til ofsafenginnar græðgisvæðingar og arðgreiðslu-bónusa-bakherbergisbix, eru stjórnmálamenn farnir að sverja af sér skattaskjólin ... nefnilega, ekki bankamenn lengur, heldur stjórnmálamenn, já æðstu stjórnendur landsins.




-----------

Farsi? Nei, raunveruleiki.
Suður-Ameríka? Nei, Ísland.
Og á meðan annar sver fyrir að kona hans sé ekki hrægammur, segir hinn að vel megi vera að fleiri ráðherrar hafi leitað á náðir þessara skjóla úti í heimi sem eru þeirrar náttúru að hámarka arð og lágmarka skatt til samhjálparinnar heima fyrir.
Næstum tveimur kjörtímabilum eftir hrunið sitja Íslendingar sumsé uppi með stjórnmálamenn sem vilja að almenningur ávaxti sitt pund á heimaslóðum með einangruðum og ósjálfstæðum gjaldmiðli sem hefur rýrnað um 99,95% á fullveldistímanum á meðan þeir sjálfir vilja ekki sjá það að hafa allan fjölskylduauðinn á sama stað, en velja honum fremur skjól í annarri mynt og minni sköttum. 
Og þessum sömu mönnum finnst það ósköp eðlilegt að halda svona mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir þjóð sinni í meira en heilt kjörtímabil, upplýsingum sem varpa alveg nýju ljósi á þátttöku þeirra í helsta pólitíska úrlausnarefni síðustu ára.
Traust!
Það er jafn stutt orð og það er innihaldsríkt.
Merking þess er auðsæ.

Þorskur, langa, rauðspretta og skötuselur

Hann var góður Þorskurinn sem ég fékk heima hjá mér í gærkvöldi
í dásamlegri suðrænni sósu með hrísgrjónum og salati. Ég er alveg viss um að ég var ekki að snæða aðra tegund af fiski. Mér finnst Langa góð en það er ágætt að vita að maður er að borða löngu.



Það eru víða sem maður fær góðan fisk í veitingahúsum í Reykjavík.  Best er alltaf að koma á Þrjá Frakka, eindæma góð þjónusta.  Viðkunnanlegt þröngt umhverfi.  Við fengum okkur rauðsprettu (ég) og skötusel með humri (konan), konan sagði að vísu að skötuselurinn hefði verið ansi þurr, en rauðsprettan var dásamleg.  Gaman að sjá fullt hús af fólki í miðri viku mest ferðamenn að sjálfsögðu, við komum af fyrirlestri upp í Háskóla og datt í hug að fá okkur í gogginn í tilefni af afmæli mínu, komum fyrir klukkan sex og fengum borð strax en um 7 leytið var allt troðfullt.

Góðar fréttir vikunnar ( engin Tortóla ævintýri eða tryggingabrask hjá mér) Ó nei.