þriðjudagur, 17. maí 2016

Gunnar Bragi: Hvað er sanngjarnt?

   Nýr Sjávarútvegsráðherra sömu klisjurnar.  Gunnar Bragi svaraði spurningum Oddnýjar Harða á Alþingi, enn sami hljómur og rangtúlkun, málið er að núverandi ríkisstjórn er í vasanum á útgerðarauðvaldinu og þarf að lifa samkvæmt því.  :
Veiðigjöld ekki sann­gjörn Gunn­ar Bragi sagðist sjálf­ur hafa litið svo á að veiðigjaldið væri auka­skatt­ur á ákveðna lands­hluta því það legðist þyngst á fyr­ir­tæki á lands­byggðinni. Þá teldi hann aðferðina sem notuð væri til að reikna út veiðigjaldið of flókna.
„Ég velti fyr­ir mér af hverju tök­um við út eina at­vinnu­grein sem er að nota auðlind­ir lands­ins? Hvers
vegna reikn­um við ekki út ein­hvers kon­ar af­nota­gjald á aðrar at­vinnu­grein­ar líka sem eru að nýta auðlind­ir lands­ins hvort sem það er nú raf­orka eða þess vegna loft­bylgj­ur, vatn, ferðaþjón­ustu þess vegna?“ sagði ráðherr­ann sem var ekki sam­mála því að of lítið rynni í rík­is­sjóð af auðlinda­gjaldi.
Sagðist hann telja skyn­sam­legt að setja all­ar at­vinnu­grein­ar und­ir sama hatt og best væri að nota skatt­kerfið til þess að ná í gjöld af auðlind­un­um. Hann hefði ekki náð að setja sig inn í hug­mynd­ir Fær­ey­inga en hann hefði þó heyrt að þær væru um­deild­ar inn­an­lands.
„Mér finnst í sjálfu sér eng­in sann­girni í því að vera að taka sér­stakt gjald af einni at­vinnu­grein,“ sagði Gunn­ar Bragi.
Nei þetta er ekki nýr sannleikur.  Indriði H. Þorláksson skrifaði greinar um Veiðigjöld fyrir 3 árum.  Þar sem hann svarar öllum röksemdum Gunnars Braga í dag.

Lögin um veiðigjöld eru tilkall þjóðarinnar til arðs af fiskveiðiauðlindinni. Arðs sem hún hefur skapað sér með skilvirkri stjórn á fiskveiðum á stóru hafsvæði sem hún tryggði sér rétt yfir. Þessi arður er réttmæt eign þjóðarinnar. Hann getur og má aldrei verða einkaeign fárra. Veiðigjöldin er ekki skattheimta. Þau eru gjald fyrir afnot af eign þjóðarinnar, fiskveiðiréttinum, innheimt til að tryggja þjóðinni arð af eigin auðlind. Í gildandi lögum (upphafleg lög nr. 74/2012) eru veiðigjöldin tengd arðinum af auðlindinni með hlutlægum og gagnsæum hætti, þau vaxa með auknum arði og lækka dragist hann saman. 
 og Indriði bætir við (og svarar Gunnari áfram). 


Það hefur stundum heyrst að ekki sé sanngjarnt að útgerð sé látinn borga skatt sem önnur atvinnustarfsemi sé laus við. Rökin fyrir því eru að útgerðin hefur þá sérstöðu að hafa fengið einkaleyfi til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Veiðigjaldið er ekki venjulegur skattur heldur er með þeim verið að skila auðlindarentunni til réttmæts eigenda hennar. Önnur almenn atvinnustarfsemi er ekki í þessari stöðu. Hins vegar ættu sömu sjónarmið að vera upp gagnvart þeim sem nýta aðrar sameiginlegar auðlindir svo sem orku og er þar enn verk að vinna.

Það eru ótal leiðir fyrir útgerðina að komast hjá því að greiða rentu eftir öðrum leiðum, svo Veiðigjöldin tryggja það langbest að við fáum okkar hlut, eigendur auðlindarinnar Þjóðin. Er það sanngjarnt að eigandinn fái 5 milljarða af auðlindinni meðan útgerðirnar fái 45 milljarða?   Sem við höfum engin áhrif á hvernig er ráðstafað?  Helmingur auðlindarentunnar væri nýr Landspítali á 3-4 árum.










mánudagur, 16. maí 2016

Forsetaframboð: Bjóðum út embættið

Davíð vill kauplausan forseta.  Hann hefur svo marga lífeyrissjóði fyrir sjálfan sig, ákvað suma sjálfur.  
En getum við ekki gengið lengra, þetta er alltof stutt.  Tökum frjálshyggjuna í botn. 
Bjóðum út embættið, Sá fær sem býður best, borgar með því.  Tekjuöflun ríkissjóðs. 
Nokkrir milljarðar fyrir forsetaembættið.   

Þeir sem töluðu mest um að við ættum að skilja við fortíðina,nú tala þeir bara um fortíðina,
hvað ræddi Guðni um Icesave, um ESB, var hann í Samfylkingunni, Heimdalli.  Þetta þurfum við allt að vita til að kjósa forsetann í núinu.  Amma hans var  í Kvennaframboðinu hugsið ykkur!  Ingibjörg Sólrún skrifaði bók um hana!  Forfeður hans voru 
vantsberar, steinsmiðir og sjómenn. Guðni skrifaði bókina um Gunnar Thoroddsen, prýðisbók.  
Elísabet ætlar ekki að gera neitt, hún er af góðum presta og framsóknarættum.  Andri fékk frönsk bókmenntaverðlaun, pabbi hans var með mér í barna- og gagnfræðaskóla, fjölskylda hans bjó í Teigagerði 1 ef ég man rétt.  Guðni er Íhaldsmaður, segja sumir. Davíð vann með mér eitt sumar við Búrfellsvirkjun.  Svona er íslenskt samfélag.  

Þetta verða skemmtilegar kosningar, eða hvað?  Hver syngjur best fyrir mig?  Hver býður best? 

______________________________________________________________

Seg­ir Guðna vilja koll­varpa stjórn­ar­skránni


myndir:  Greinarhöfundur
„Ég mun ekki þiggja laun á Bessa­stöðum. Ég fæ eft­ir­laun sem eru um 40%. Ég vil draga úr pjatti og þess hátt­ar. Færa for­set­ann heim og gefa fólk­inu aðgang að Bessa­stöðum. Þá held ég að það sé ekki við hæfi að hafa 2,5 millj­ón­ir á mánuði í laun,“ sagði Davíð. 
Seg­ir hann að með eft­ir­laun­un­um yrðu laun hans meira á pari við ráðherra.
„Ég veit hvernig hún Ástríður [Thor­ar­en­sen, eig­in­kona Davíðs] er, hún get­ur ekki hugsað sér pjatt og snobb og að menn séu að glenna sig hér og þar. Þá held ég að það sé við hæfi að þjóðin fái mig frítt,“ sagði Davíð.

Davíð segir Hrunið okkur öllum að kenna



Forseti Íslands er enginn veislustjóri

sunnudagur, 15. maí 2016

Bjarni Ben: Silkihanskar,vanhæfi og vantraust

Það er furðulegt hve það ríkir mikil þögn um aðkomu Bjarna Benediktssonar að aflandsfélögum og viðskiptalífinu fyrir Hrun.  Orðið sem kemur upp í huga manns er vanhæfi og vantraust. 
Stundin fjallar um þetta í seinast tölublaði. Þar er sérstaklega áhugaverð aðkoma Bjarna að aflandsfélögum föður hans og einkahlutafélögum, þar sem hann sat í fjölda stjórna fyrir föður sinn.  


Sérfræðingum í stjórnsýslurétti, sem Stundin ræddi við þegar fjallað var um málið í apríl, ber saman um að aðkoma fjármálaráðherra að málinu kunni að hafa verið á gráu svæði með tilliti til óskráðra meginreglna stjórnsýsluréttar um hæfi. Þá hefur Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í stjórnsýslufræðum við Háskóla Íslands, fullyrt að aðkoma Bjarna hafi verið afar óheppileg og eðlilegra hefði verið að hann segði sig frá málinu í ljósi viðskiptafortíðar sinnar. (Stundin bls. 23.)

Hvers vegna er tiplað á tánum umhverfis Bjarna?  Af hverju er þetta á gráu svæði.  Er hann ekki algjörlega vanhæfur? Í umfjöllun Stundarinnar bls. 20 - 23 kemur skýrt fram náið samband þeirra feðga,  Bjarni hlýtur sem formaður og
stjórnarmaður og fulltrúi föður síns að hafa mikla ábyrgð.  
Ekki nóg með það heldur voru afskrifaðar 120 milljarðar eftir Hrunið af eignum Benedikts.  

Það er skrítið hve mjúkum silkihönskum Kolkrabbinn, en Engeyjarættin var lengst af fremsti fulltrúi hnas,  hefur verið tekinn.  Það er merkilegt að maður sem hefur setið sem formaður og stjórnarmaður í félögum  sem hafa verið afskrifaðar um 100 milljarða geti orðið fjármálaráðherra og hafi traust samfélagsins til þess.
Ég held að það myndir hvergi gerast á Vesturlöndum  nema á Íslandi. 

laugardagur, 14. maí 2016

Forsetaframboð og önnur amboð


Jæja eru ekki allir í stuði. Ég hef engan sérstakan áhuga á því að vera Forseti, enda verð ég svo glaður að leggja upp laupana, getur maður ekki sagt það?Ég hlakka svo til að eignast eðlilegt líf, í fyrsta sinn. Hvað ætli það sé?  Ég veit að Davíð og Guðni smellpassa á Bessastaði. Þó ég megi ekki
segja svona, sorrí Andri, Elísabet og Halla, og þið hin ... Maður getur ekki glatt hvern sem er þó maður geti glatt sjálfan sig.  


Maður getur sagt svo margt þegar maður er ekki í framboði. Það er jafnvel hægt að segja sannleikann, eða hvað? En sannleikurinn er ekki svo merkilegur eftir allt saman. Sá sem segir hann kemst ekki langt. Hann verður ekki þingmaður, ráðherra, forseti. Fjármunir á Aflandseyjum skipta ekki öllu máli, lögfræðingarnir okkar vita það. Ég sem er á móti hásköttum,móti endalausum reglum og lagaboðum.Ég sem hlíti kenningum Hayeks og Friedmans, ég sem veit að við erum þrælar markaðar og fjár, en það er það eins sem blívur.Án þess væri kaos.  Við viljum ekki stjórnleysi.  Erum við ekki öll í stuði. Ég er alltaf í stuði, á Florida, í Demantaverslunum, í Seðlabankaárshátíðum,  í Hvítahússveislum.  Ræða mín hefði verið betri, ég hefði rætt um Erótika hljómkviðuna, Jöklabráðnun, vin minn Einar Má, sandöldurnar á Arabíuskaga, enginn kemst með tærnar þar sem ég hef ristarnar. Ekki einu sinni Vigdís. Nei, nei, nei, nei, nei!




Myndir: Greinarhöfundur









fimmtudagur, 12. maí 2016

Bjarni og Davíð: Ranglæti heimsins og önnur stórtíðindi

Stuðningsmenn xD eru um margt skrítnir.  Þeim virðist vera alveg sama um spillingu.  Það er hugtak sem er aðeins fyrir aðra flokka. Formaður þeirra sem hefur verið staðinn að vafasömum gjörningum hvað eftir annað á huga þeirra allan enda fjallmyndarlegur karl og af réttum ættum.  

Það er alveg sama þótt slóð hans sé ekki glæsileg:
Vafningsmálið, samstarf við karla sem hafa verið dæmdir fyrir svik í fangelsi, Wernershyskið. Viðskipti  Sjóvá og Milestone.  Allt svo
heiðarlegt. 
Sala á eigin hlutabréfum rétt fyrir hrun. 
Aflandseyjamál og skrítnir viðskiptahættir í Dubai og fleiri stöðum í útlöndum. 

Þetta finnst stuðningsmönnum hans bara fínt.  Flokkurinn er á hraðri siglingu upp á við. 30 plúss prósent.  Er búinn að ná Pírötum.  Líklega eru þeir sem kjósa flokkinn með draum um auð og ríkidæmi.   Svo þeir fylgja þeim sem er að reyna, lætur flækja sig í ýmislegt, Eins og Bjarni.  Er tungulipur og í fallegum jakkafötum. 

Þeir virðast þó geta hugsað sér að yfirgefa fyrrverandi formann sinn á ögurstundu í forsetakosningu. Kannski er það þeim um megn að yfirgefa þá báða um leið, Bjarna og Davíð,  og forsetaembættið skiptir minna máli, Alþingiskosningar framundan í haust, það er um að gera að fylkja liði. Svo er ekki öll nótt úti enn.   

Davíð á oft ýmsa leiki á borðinu, eða ekki.  Lífið er stundum svo ranglátt.  Af hverju þurfa allir að muna allt um hann. Af hverju er hann ekki aldraður maður sem öllum þykir vænt um.  Hann sem samdi textann um húsið við Berþórugötu.  Fyndnasti maður á Íslandi. Vinur listamanna og rithöfunda. Hann sem var stjórnmálamaður aldarinnar. Hann sem reyndi að bjarga bönkunum.  Hann sem sagði sannleikann um Geir.  Og hataði Sollu?   

Og Sagan heldur áfram, Sigmundur með eitt heimsmetið í viðbót, birtir mestu upplýsingar um skattamál ever!  En engin skattaskýrsla fylgir.  Vigdís er miður sín og Gunnar Bragi er horfinn af sviðinu.  

Svona er stjórnmálalífið í Aflandi.   Algjört Veraldarmet. Það segir Sigmundur Davíð og pabbinn er alveg sammála.  Og hringir í Örn Karlsson.  




miðvikudagur, 11. maí 2016

Guðni Th.: Stendst þjóðin prófið í þetta sinn?

Sigmundur sýnir skattaskýrsluna sína og konunnar. En það gekk ekki átakalaust fyrir sig. Það þurfti margar lygar áður en það gerðist.
Bjarni Ben hefur ekki gert það.  Hann hefur líka logið að okkur.  Hve lengi ætlar hann að hanga? 
Orðsendingar eins og EInhvers staðar verða peningar að vera eru heimska. 

Þurfa allir að birta gögn?  Ekkert endilega en af hverju ekki ef þörf er á?  Það er eins og það sé principp að gera það ekki.  Ég sé á danska þinginu eru 20 þingmenn sem hafa ekki birt upplýsingar um fjármál sín.  Af hverju ég veit það ekki.  Þeir hafa verið margir hér.  Ég veit ekki af hverju.  Við sem höfum verið í fastri vinnu höfum fastar tekjur og stundum yfirvinnu.
Ég ég að kjósa þennan?

 Það þarf ekki að vera með flóknar rannsóknir. En þeir sem eru með fjármálarekstur eiga að geta átt von á rannsóknum.  Við vitum líka að það var tíska hjá þeim að reyna koma fé undan sköttum.  Ég veit ekki af hverju það eyðir hundruðum milljóna í lögfræðinga og sérfræðinga til að komast hjá því.  Ég veit það ekki.  Mér finnst það skrýtið.    

En skattayfirvöld mega kíkja inn hjá valdafólki, það á að vera fyrirmynd.  Það á ekki að vera áþján að vera fyrirmynd.  

Nú berast skoðanakannanir inn um forsetakjörið.  Niðurstöðurnar eru ansi einlitar.  Af hverju? Þjóðin hefur fengið nóg af kynslóð svikahlunka.  Hún virðist vilja mann sem er hreinn og beinn.  Stundum fyndinn, getur bitið frá sér ef hann þarf.  Getur leitað til sjérfræðinga ef hann þarf.  Davíð er búinn að vera, Ólafur er búinn að vera, Halla er hissa á því að fólk kýs hana ekki hún hefur ekkert gert, ef marka má viðtal í Stundinni.  En mér sýnist hún hafa of víða 
komið við, þessa vegna treystum við henni ekki.   Ég skil ekki af hverju Andri Snær fær ekki meira, það er eins og áróðursherferðin gegn honum í sambandi við listamannalaun hafi tekist.  Hann hefur skrifað áhrifamiklar bækur um stöðu mannsins í heiminum og náttúrunni. Hann á betra skilið.  Sem boðberi stöðu okkar í dag.  En kannski er eins og þjóðin vilji frekar mann sem ætlar ekki að segja okkur of mikið hvað við eigum að gera, prédikar ekki of mikið?  Það er sjónarmið. 

Svo enn hefur þjóðin staðist prófið í þessum kosningum, eins og hún gerði með Kristján og Vigdísi. Ég er enn hreykinn af henni.   Við sjáum hvað setur.  


Hvað getur þessi fallið?

Við sjáum hvað setur....


mánudagur, 9. maí 2016

Sigurvegari vikunnar: Guðni Th. Jóhannesson

Hraði atburða setur allt blogg á annan endann.  Flestar færslur á vinsælum bloggsíðum eru  úreltar eftir klukkutíma (þó þessi verði klassísk)!
Leikfléttur frambjóðenda (meðvitaðar eður eigi) gerast svo hratt að það er enginn leið að fylgjast með ég fékk mér bara banana eftir seinustu tíðindi morgunsins.   


Fléttumeistarinn Ólafur lét sig hverfa af sjónarsviðinu, líklega vegna þess að: 
1.  Hann var búinn að fá úrslit seinustu skoðanakönnunar og sá sitt óvænna.
2.  Hann átti von á fleiri upplýsingum um fjármál konu sinnar.
3.  Það býr í honum kjúklingur enn þegar Davíð birtist. Hann hræddist skítlegt eðli Davíðs.
4.  Hann vissi að hann fengi það óþvegið í kosningabaráttunni um þýlyndi sitt við útrásarljónin og
Bessastaðablús
 aflandshákarlana.
5.  Hann leit í spegil og sá andlit manns sem er að eldast eins og við hin og dró rétta niðurstöðu af því.

Valdaharðstjórinn Davíð geystist  fram á sviðið vegna þess að: 

1.  Enn  þjáir hann valdafíkn, hann getur ekki hamið sig.
2.  Hann sá tækifæri að klekkja á fjandvini sínum á Bessastöðum.
3.   Hættir hann við framboðið núna þegar Neimeistarinn er horfinn af sviðinu?
4.  Hann sá áramótaskaupið 2001 og Bessastaðaórar blossuðu upp.
5.   Hann gat ekki sætt sig við að vera orðinn gamall, þótt hann hefði fjarlægt alla spegla af heimilinu.
6.  Grein Hannesar vakti upp í honum metnaðinn, Thatcher, Reagan, Bush, myndirnar voru dásamlegar... Tilfinningin um stöðu hans í valdatafli heimsins ......

Sigurvegari vikunnar er Guðni Th., hann svarar  vel og ákveðið fyrir sig.  Klappar Forsetanum núverandi blíðlega á kollinn í dag: 
„Hann hélt þess­ari leið op­inni að snú­ast hug­ur á ný. Ég vænti þess að næsti for­seti, hver sem það verður, muni gefa Ólafi það sjálf­sagða svig­rúm að sinna því sem hann hef­ur sinnt svo vel, til dæm­is
Upp upp mín sál .....
mál­efn­um norður­slóða og fram­lagi Íslands til notk­un­ar á end­ur­nýt­an­legri orku. Í þess­um efn­um er Ólaf­ur á heima­velli og við get­um von­andi áfram notið góðs af þess­um kraft­mikla arfi hans á þess­um vett­vangi,“ seg­ir Guðni.

Hefur hrifið landann í umróti stjórnmálanna.  Er af góðum alþýðuættum, vinnur hluti vel sem hann kemur nálægt.  Bók hans um Gunnar Thoroddsen er frábær.  Enn virðist enginn geta skákað honum.  En eins og ég sagði í byrjun, hlutirnir gerast hratt.  Það er rúmur mánuður í kosningar. 

Spyrjum að leikslokum. 

Svo sígild ......