Það eru Forsetakosningar framundan, lesendur mínir hafa eflaust heyrt minnst á það.
Margt skrítið sem skráð verður í sögubækurnar hefur þegar gerst.
Forsetinn sjálfur dregur sig til baka þegar hann sér Ritstjórann birtast á sviðinu.
Ritstjórinn býður sig fram enginn veit af hverju. Að eigin sögn vegna þess hversu ómissandi hann er íslenskri þjóð. Hann er í leyfi frá störfum á Morgunblaðinu en virðist reka það með dagskipunum þar sem gömlu trixin eru reynd. Þessi sem dugðu í hinni pólitíkinni, útúrsnúningar, vandlætingarsvipur, lygar. Karlinn sem vill ímynda sér að hann hafi
Af hverju? Við lifum aðra tíma, gáttir spillingar opnuðust í Hruninu, og Panamaaflandið bætti um betur. Við höfum séð samspil stjórnmálaafla og fjárbraskara. Við viljum ekki slíkt aftur. Sigmundur Davíð getur reynt að lengja í snörunni en hans tími er liðinn, hann notar alveg sömu trixin og Davíð, útúrsnúningar og lygar. Hann varð að athlægi um allan heim, heldur hann að hann geti birst sem ráðherra á ný? Það verður brandari aldarinnar. Nei lesendur góðir, Gömlu brellurnar gömlu siðir valdamafínunnar sem telur að hún eigi okkur öll . Þess vegna duga klækirnir ekki.
Þjóðin vill annað, Þess vegna er Æðsti presturinn trúður mánaðarins. Og þeir sem vilja svipta fólk rétti að verða forseti út af trúarskoðunum dæma sig líka úr leik. Það er enginn fulltrúi í framboði fullkominn og óskeikull, það vitum við öll. Það er vandræðalegt stundum, að horfa á frambjóðendur "selja sig", segja frá hugmyndum sínum, framtíðarsýnum, lýsa sjálfum sér. Eflaust flest með imyndarsérfræðinga á bak við sig. Mér var oft hugsað til þess þegar ég horfði á Guðna í gærkvöldi, það var ekki allt gott hjá honum, manneskjan varð stundum að víkja fyrir ímyndinni, en svona erum við öll. En sem fræðimaður, fyrirlesari, skýrandi fræða og atburða fyrir alþjóð, sérfræðingur á mörgum sviðum. fjölskyldumaður sem kemur hreinn og beinn til dyra þá virðist hann snerta við eitthvað hjá mörgum. Ef skoðanakannanir birta álit okkar rétt.
Það eru fleiri afburðamenn að mínu mati, Andri Snær, ég þekki hann sem rithöfund og umhverfisboðbera, nú er það notað gegn honum sem eitthvað neikvætt. Pabbi hans var með mér í bekk í barna og gagnfræðaskóla, fjölskylda hans bjó í Teigagerði 1 ef ég man rétt, prýðisfólk. Enn hefur hann ekki náð flugi hjá þjóðinni. Kannski situr í fólki áróður framsóknar gegn listamannalaunum. Fólk sem ég met mikils hefur ekkert nema gott um hann að segja.
Halla Tómasdóttir er eflaust góður fulltrúi íshaldsafla íslenskra, en ferill hennar fyrir Hrun gerir hana ómarktæka hjá mér. Sturla Jónsson kemur ágætleg fyrir í mínum augum en hann vantar þá breidd sem forseti verður að hafa. Guðrún og Hildur eru konur hugmynda sem eru fjarri mér, sambland af, gömlum hugmyndum um gæsku og hindurvitni.
Elísabet Jökulsdóttir eru kafli fyrir sig. Ólíkindatól sem hefur tekist að setja mark sitt á framboðsfundi. Fundirnir verða mannlegri og hlýlegri með húmor hennar og skáldlega sýn. En líklega verður hún aldrei forseti.
Frekar ern Ástþór.
Kosningar eru merkilegt fyrirbrigði. Alltaf gerist eitthvað óvænt. Enginn getur ábyrgst úrslit. Sumir hafa rætt, fyrir þessar kosningar, um að fólk eigi að kjósa eftir sannfæringu, ekki stunda reikningskúnstir til að fá rétt úrslit. Aðrir verðir þungir í skapi þegar þeirra maður virðist ekki ætla að ná því sem skyldi. En ..... þetta er lýðræðið, við höfum öll eitt atkvæði, bara eitt, og það er
okkar að ráðstafa því, þú mætir einn(ein) inn í kjörklefann, sem betur fer. Aðrir geta reynt að hafa áhrif á þig, í okkar heimshluta erum við ein um að kasta í kassann seðlinum, eða í tölvuna: Þar verður til þetta merkilega fyrirbrigði, meirhlutinn , lýðræðið. Sem við sem einstaklingar erum oft svo sár og svekkt út í. En sem við getum ekki komist hjá.
Margt skrítið sem skráð verður í sögubækurnar hefur þegar gerst.
Forsetinn sjálfur dregur sig til baka þegar hann sér Ritstjórann birtast á sviðinu.
Ritstjórinn býður sig fram enginn veit af hverju. Að eigin sögn vegna þess hversu ómissandi hann er íslenskri þjóð. Hann er í leyfi frá störfum á Morgunblaðinu en virðist reka það með dagskipunum þar sem gömlu trixin eru reynd. Þessi sem dugðu í hinni pólitíkinni, útúrsnúningar, vandlætingarsvipur, lygar. Karlinn sem vill ímynda sér að hann hafi
sómatilfinningu. Eða hvað, hvar er hún? Við þekkjum hvernig svipur hans myrkvast, þegar einhver vogar sér að standa upp gegn honum. Það voru margir sem misstu starf og æru af návistum við hann. Hann þrútnar nú af vandlætingu yfir ummælum Guðna. Einu sinni dugði að hafa uppi svona málflutning, ekki lengur. Tími hræsnarans er liðinn.
Af hverju? Við lifum aðra tíma, gáttir spillingar opnuðust í Hruninu, og Panamaaflandið bætti um betur. Við höfum séð samspil stjórnmálaafla og fjárbraskara. Við viljum ekki slíkt aftur. Sigmundur Davíð getur reynt að lengja í snörunni en hans tími er liðinn, hann notar alveg sömu trixin og Davíð, útúrsnúningar og lygar. Hann varð að athlægi um allan heim, heldur hann að hann geti birst sem ráðherra á ný? Það verður brandari aldarinnar. Nei lesendur góðir, Gömlu brellurnar gömlu siðir valdamafínunnar sem telur að hún eigi okkur öll . Þess vegna duga klækirnir ekki.
Þjóðin vill annað, Þess vegna er Æðsti presturinn trúður mánaðarins. Og þeir sem vilja svipta fólk rétti að verða forseti út af trúarskoðunum dæma sig líka úr leik. Það er enginn fulltrúi í framboði fullkominn og óskeikull, það vitum við öll. Það er vandræðalegt stundum, að horfa á frambjóðendur "selja sig", segja frá hugmyndum sínum, framtíðarsýnum, lýsa sjálfum sér. Eflaust flest með imyndarsérfræðinga á bak við sig. Mér var oft hugsað til þess þegar ég horfði á Guðna í gærkvöldi, það var ekki allt gott hjá honum, manneskjan varð stundum að víkja fyrir ímyndinni, en svona erum við öll. En sem fræðimaður, fyrirlesari, skýrandi fræða og atburða fyrir alþjóð, sérfræðingur á mörgum sviðum. fjölskyldumaður sem kemur hreinn og beinn til dyra þá virðist hann snerta við eitthvað hjá mörgum. Ef skoðanakannanir birta álit okkar rétt.
Það eru fleiri afburðamenn að mínu mati, Andri Snær, ég þekki hann sem rithöfund og umhverfisboðbera, nú er það notað gegn honum sem eitthvað neikvætt. Pabbi hans var með mér í bekk í barna og gagnfræðaskóla, fjölskylda hans bjó í Teigagerði 1 ef ég man rétt, prýðisfólk. Enn hefur hann ekki náð flugi hjá þjóðinni. Kannski situr í fólki áróður framsóknar gegn listamannalaunum. Fólk sem ég met mikils hefur ekkert nema gott um hann að segja.
Halla Tómasdóttir er eflaust góður fulltrúi íshaldsafla íslenskra, en ferill hennar fyrir Hrun gerir hana ómarktæka hjá mér. Sturla Jónsson kemur ágætleg fyrir í mínum augum en hann vantar þá breidd sem forseti verður að hafa. Guðrún og Hildur eru konur hugmynda sem eru fjarri mér, sambland af, gömlum hugmyndum um gæsku og hindurvitni.
Elísabet Jökulsdóttir eru kafli fyrir sig. Ólíkindatól sem hefur tekist að setja mark sitt á framboðsfundi. Fundirnir verða mannlegri og hlýlegri með húmor hennar og skáldlega sýn. En líklega verður hún aldrei forseti.
Frekar ern Ástþór.
Myndir: Greinarhöfundur í samráði við köttinn Sergei Flóka |
okkar að ráðstafa því, þú mætir einn(ein) inn í kjörklefann, sem betur fer. Aðrir geta reynt að hafa áhrif á þig, í okkar heimshluta erum við ein um að kasta í kassann seðlinum, eða í tölvuna: Þar verður til þetta merkilega fyrirbrigði, meirhlutinn , lýðræðið. Sem við sem einstaklingar erum oft svo sár og svekkt út í. En sem við getum ekki komist hjá.