Skattaparadísir þar sem hinir ríkustu geta ráðið því hvað mikið þeir borga í skatt, á sama tíma og verið er Að skera niður í velferðarkerfinu og valdamenn okkar Tortólast á sinn hátt, okkur varðar ekki um það, og Forstjóri Apple kallar það total
3. Er Tortóla skattaskjól?
Lágskattasvæði samkvæmt fjármálaráðuneytinu er: „Ríki eða lögsagnarumdæmi telst vera lágskattaríki þegar tekjuskattur af hagnaði félags, sjóðs eða stofnunar, sem um ræðir, er lægri en tveir þriðju hlutar af þeim tekjuskatti sem hefði verið lagður á félagið, sjóðinn eða stofnunina hefði hún verið heimilisföst á Íslandi.“Bresku Jómfrúreyjarnar eru lágskattasvæði samkvæmt lista ráðuneytisins, og sá listi byggir á lista OECD.
Helstu einkenni skattaskjóla samkvæmt OECD eru:
- Enginn eða mjög lágur tekjuskattur
- Skortur á skilvirkum upplýsingaskiptum
- Skortur á gagnsæi
- Engin raunveruleg starfsemi fer þar fram
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=9033eee0-e505-4358-81ce-defe2e41198d
árið 2011. Tvísköttunarsamningur við Bresku Jómfrúreyjar er líka í gildi, en hann er með takmörkuðu umfangi. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um Bresku Jómfrúreyjarnar er Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri, sem sagði til að mynda fyrir tveimur árum að erfitt væri að fá upplýsingar um skattaskjól því ýmsar banka- og fjárhagsupplýsingar lægju ekki fyrir. Hún nefndi sérstaklega Bresku Jómfrúreyjarnar í því samhengi. Upplýsingarnar séu ekki aðeins erfitt að sækja eða nálgast, þær séu einfaldlega ekki til staðar.
Niðurstaða Staðreyndavaktarinnar
Ástæða þess að verið er að kjósa snemma eru Panamaskjölin, og stærsta málið þar er Wintris-mál Sigmundar Davíðs. Skjöl sýna fram á að Sigmundur Davíð átti Wintris og seldi sinn hlut í lok árs 2009, og Tortóla er skilgreint sem skattaskjól, hvað sem líður skattgreiðslum. Það er því niðurstaða Staðreyndavaktarinnar að samandregið séu þessar þrjár fullyrðingar haugalygi.*Þessi staðreyndavakt hefur verið uppfærð með upplýsingum um að upplýsingaskiptasamningur við Bresku Jómfrúreyjar tók gildi árið 2011 samkvæmt Stjórnartíðindum.