Ég hjólaði í gær gegnum snjómuggu og storm í sjúkraþjálfun. Þetta var venjulegur þriðjudagur.
Ég er einn af þessum fjölmörgu sem er kominn á eftirlaun sem þarf að halda skrokknum við byrjaður að vera í viðgerðum og lagfæringum. Ég hjólaði í gegnum Laugardalinn með vindinn í fangið upp brekkuna að Reykjavegi gegnum Teigana, yfir brúna á Kringlumýrarbraut áleiðis í Stjá í Hátúni, komin var röð hjá Mæðrastyrksnefnd úthlutun fyrir einstaklinga á þriðjudögum, fyrir fjölskyldur á miðvikudögum.
Fátækt er heimur sem ég þekki lítið í mínu umhverfi. Þótt það séu ekki margt eignafólk þar. Flestir eiga í sig og á þótt fólk hafi mikmikið milli handanna. En þetta eru veruleiki sem stór hópur fólks þarf að búa við. Hægt gengur að fá þá sem stjórna okkur og búa til lagaramma að skilja þetta líf.
Þetta er eitt af stóru málunum sem næsta ríkisstjórn þarf að takast við. Og Heilbrigðisþjónusta og uppbygging sjúkrahúsa og elliheimila og þjónustu. Svo mitt starfssvið, Mennta- og skólamálin. Þetta eru mál sem hvíla á heimilunum í landinu langtum meira en réttlæti stóreignafólks að halda sem mestu af sínum eignum, hlutabréfum og fjármunum frá skattakerfinu. Réttlæti er hugtak sem á að ná til flestra, það er ekki bara fyrir hástétt og eignafólk.
Þess vegna varð ég glaður þegar kom í ljós að formanni Sjálfstæðisflokksins hafði mistekist að mynda ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð. Gleðitíðindi vikunnar skrifaði ég á Feisbókina.
Og auðvitað var það varð- og hagsmunagæsla fyrir auðmennina í landinu, eigendur sjávarútvegsfyrirtækja sem var aðaatriðið í slitunum. Eins og maður bjóst við. Ég er einn af þeim sem vona að fjölflokkaríkisstjórn verði mynduð undir stjórn ástsælasta stjórnmálamanns þjóðarinnar. Þó ekki sé hún há í loftinu. Sem takist á við stærstu málin sem þau geta komið sér saman um. Stjórnarskrá, Fiskikvótamál, Stjórnarskrá plús Heilsugæslu og Velferðarmálin. Ekki endilega í þessari röð. ESB málið er ég svolítið efins um um þessar mundir. Þó ég vilji að til langs tíma er nauðsyn á nánu sambandi við Evrópu. Svo ég er bjartsýnn fyrir umræður næstu daga. En stjórnmálamenn þurfa að finna lausn og halda þjóðfélaginu gangandi. Annars er hætta á óáran.
Ég varð hugsi yfir því að hlaupa í samræður við Sjálfstæðisflokkinn á meðan hann hefur ekki gert upp hug sinn til spillingarmála. Grundvöllur heiðarlegs þjóðfélags er að neita að starfa með stjórnmálamönnum sem hafa orðið uppvísir að svikum og prettum í sambandi við það að fela fjármuni sína á vafasaman hátt. Við eigum að segja NEI þangað til xD og xB hafa gert upp sín mál.
Það var sorglegt að sjá að Sigmundur Davíð heldur að hann geti valtað áfram í stjórnmálum og látið eins og ekkert sé. Að mínu mati á hann ekkert erindi lengur í stjórnmálum. Frekar en Bjarni Ben. Þeir hafa brotið siðareglur samfélags sem við viljum búa við. Þá á að skipta þeim út. Svo er það einfalt. Fyrir alla úr öllum flokkum.