sunnudagur, 12. febrúar 2017

Amir : Blessuð sé mildi þeirra!!!

Enn opinberast mannvonska íslenskra yfirvalda. Hlustið
 á frásögn Andra Snæs af viðskilnaði yfirvaldanna við íranska flóttamanninn sem getur átt von á aftöku ef hann verður sendur heim (43 mínúta).
Skilinn eftir á flæði skeri í Erlendri stórborg. Blessaður sé hlýleiki þeirra.

Fólk fær  ekki að heimsækja ættingja sína á Íslandi, það gæti viljað búa hér., huxið ykkur búa hér!  Fær ekki að heimsækja systkini sín. Hver skipar þessu fólki fyrir verkum?Hver býr til þennan ómannúðlegar ramma?

Hvað er að ske? Amir sem er giftur maðurá Íslandi, dauður maður í Íran, hvers manns hugljúfi, ótal manna sem myndu mæla með honum, selja sálu sína fyrir hann, ef þeir væru spurðir. En kemur marinn og sár og blár. frá viðskiptum sínum við lögreglu, fær ekki að kveðja vini, hvað þá eiginmann?

Hvað er að ske, er ég að missa af einhverju? Er þetta ríkisstjórn Óttars Proppés og Bjartar Ólafsdóttur? Er þetta  Draumadjobbið, að vera fasisti??? Að vinna með Trump? Trump Íslands?
kallar hann mig kallar hann þig 

fimmtudagur, 9. febrúar 2017

VG stærstir. Af hverju?

Nú mælist VG stærsta stjórnmálaaflið á Íslandi. Ríkisstjórnarflokkarnir tapa allir fylgi. Sumir eru hissa á því. Stjórnarsamstarfið gengur svo vel, segja sumir. Vinsældir í sögulegu lágmarki. Af hverju?  
Sá sem gefur tóninn í stjórninni er stóri flokkurinn. Og tónaleysi litlu flokkanna. Tónn xD er spillingarhljómurinn, formaðurinn sem iðrast einskis, bætir um betur með ótrúlegri framkomu síðastliðið haust. Felur gögn fyrir þjóðinni. Litlu flokkarnir styðja hann í ósvífninni. Engin iðrun. Hafa þar að auki enga heillega stefnu. Ráherrarnir virðast ekki ætla að gera mikið nema að sitja fastir og límdir við stólana. Uhu blívur!

Af hverju treysta flestir VG. Stefnan er afdráttarlaus engin stjórnaraðild án fjár í heilbrigðis og menntakerfi. Enginn samvinna með spillingargossum, þeir sem gera það verða taglhnýtingur og samspilltir. Bíðum eftir næstu kosningum í vor. Stjórn með Bjarna, Sigríði og Jón G. Verður ekki langlíf.

föstudagur, 3. febrúar 2017

Stórtíðindi: Röskva bakar Vöku

Merkileg tíðindi, Röskva tætir Vöku í sig í kosningum til Stúdentaráðs , speglar þetta hugmyndir unga fólksins í dag? Einhvern tíma  hefðu þetta þótt stórtíðindi. Hvaða stór breytingar hafa átt sér stað frá því í fyrra? Þegar Vaka vann stórsigur?


Þetta eru gleðitíðindi fyrir mig sem gamlan vinstri mann og Stúdentaráðsliða. Frá byrjun áttunda 
áratugarins. Þá náðu vinstri menn meirihluta og héldu honum lengi. En seinni árin hefur íhaldið 
ráðið oftast ríkjum. Etið  humar og drukkið kampavín. Svo þetta eru stærri tíðindi en 
fjölmiðlaumræðan gefur til kynna. 
Til hamingju Röskva!


Úrslit kosn­inga til Stúd­entaráðs Há­skóla Íslands fóru á þann veg að Röskva bar sigur­orð af Vöku - fé­lagi lýðræðissinnaðra stúd­enta. Þetta varð ljóst eft­ir að úr­slit voru til­kynnt seint í gær­kvöldi. Í kosn­ing­un­um fékk Röskva 18 full­trúa kjörna en Vaka 9.
Kem­ur þetta fram í til­kynn­ingu frá kjör­stjórn Stúd­entaráðs Há­skóla Íslands en um viðsnún­ing er að ræða frá því fyr­ir ári síðan þegar Vaka hlaut 17 kjörna full­trúa en Röskva 10. Röskva hef­ur ekki haft meiri­hluta í Stúd­entaráði síðan 2008-2009.

Kosn­ing­ar til Stúd­entaráðs stóðu yfir á þriðju­dag og miðviku­dag en í þeim voru full­trú­ar kosn­ir á þeim sviðum sem þeir stunda nám. Sviðin fimm eru fé­lags­vís­inda-, hug­vís­inda-, menntavís­inda-, heil­brigðis­vís­inda-, og verk­fræði og nátt­úru­vís­inda­svið. Á hverju sviði eru fimm stúd­entaráðsliðar en á fé­lags­vís­inda­sviði, sem jafn­framt er fjöl­menn­asta sviðið, eru þeir sjö. Sam­an mynda sviðsráðin Stúd­entaráð Há­skóla Íslands. Röskva hlaut meiri­hluta á öll­um sviðum fyr­ir utan menntavís­inda­svið. 

Alls voru 13.227 nem­end­ur Há­skóla Íslands á kjör­skrá en 5.346 greiddu at­kvæði í kosn­ing­un­um. Heild­ar­kjör­sókn í kosn­ing­un­um til Stúd­entaráðs var því 40,42% sem er svipuð kjör­sókn og und­an­far­in ár.

þriðjudagur, 31. janúar 2017

Sigríður Andersen:Stefna Alþingis? Efasemdir Íslands?

Við höfum verið að hrósa ýmsum yfirlýsingum ráðamanna pokar um útlendingamál Trumps hin meiri. Þar sem fram koma skoðanir manngæsku og visku. En ekki nægir það þegar blá herdeild er innan ríkisstjórnarinnar sem er haldin fordómum og útlendingafóbíu. Þar á ég við yfirlýsingu Sigríðar Andersen á ráðherrafundi á Möltu.  Ekki veit ég né hef heyrt hvort ríkisstjórnin hefur haft tíma til að ræða stefnu í málefnum útlendinga og flóttamanna. En ef þetta er stefnan að halda fast algjörlega við Dyflinnarreglugerðina í einu og öllu þá er tími til að Alþingi ræði þessi mál. Kannski á Stálhnefi Óla Björns Kárasonar líka að vera með í áherslum ríkisstjórnarinnar.

„Ráðherra greindi þar frá áherslum nýrrar ríkisstjórnar Íslands í hælismálum ásamt efasemdum Íslands gagnvart fyrirhuguðum breytingum á Dyflinnarreglugerðinni, þ.e. aukinni samábyrgð vegna afgreiðslu hælisumsókna og áframflutningi hælisleitenda frá þeim ríkjum Evrópu sem taka á móti flestum hælisumsóknum til ríkja sem ekki sæta sambærilegri ásókn hælisleitenda,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins




miðvikudagur, 25. janúar 2017

í góðum gír: Ekki kvarta ég

Samstarf, samvinna, samhygð. 
Já, eins og í fyrra ........   voðalegir aular eru þessir samstarfsflokkar xD.  Láta endalaust keyra yfir sig.  Á góðum jeppa.
Er eitthvað xD, xB plott í gangi?  Einn flokkur í viðbót í stjórnina í vor?
Ætli það verði stungið upp á framsóknarkonu á morgun sem nefndarformanni?  Þrátt fyrir samvinnu stjórnarandstöðu? Er það ótrúlegt? Bjarni flottur að ræða um Panamasamkomulagið á Alþingi, (Úbbs) ekkert rugl hjá honum!!!

Bjarni segir öllu snúið á haus


Ekkert að í okkar heimi, allt verður  betra.  Trump trompast í vestrinu,  nú má byrja aftur að pína, út um allan heim. Loka landinu í vestri. Byggja múra. Nú er tekið á málunum. Ætli komi ekki her aftur?  Ein CIA stöð? 



Trump Poised to Lift Ban on C.I.A. ‘Black Site’ Prisons


Allt blikar á landinu góða. Ný stjórn, nýir kallar í brúnni, sama ættin, að sjálfsögðu.  Barátta gegn skattaundanskoti, barátta gegn spillingu. Allir leggja sig fram, eða hvað?

La Vita est bella.  

þriðjudagur, 24. janúar 2017

Pelsar: Fátækt og ríkidæmi

Sorglegt, Forsætisráðherrann birtist í viðtali um aðaláherslurnar hjá nýrri ríkisstjórn næstu mánuði. Það er ekki ákveðið í hans huga. 

En það skiptir ekki öllu máli hvort það sé samstarf við sterkan minnihluta. Og líklega ekkert að marka hvað samstarfsflokkar hans sögðu um aukið samstarf og breytt vinnubrögð. Gott ef það tekst að hafa eitthvað samstarf en ekki sérstaklega mikilvægt að sögn Forsætisráðherra. 

Baráttan við fátækt er ekki ofarlega á baugi hjá honum.  Við fáum fréttir af stórgjöf frá útlöndum pelsar sem þurfandi eiga að fá gefins.  Smáböggull fyrlgir skammrifi það eru merktir sérstaklega svo þeir fátæku selji þá ekki og stórgræði.  Hinir fátæku eiga auðvitað aldrei að græða.   
Ó nei. Ó nei. 

Svo við sjáum þá pelsklæddu dansandi um bæinn.  Í vel merktum pelsum.  Það er alveg í samræmi við stefnu forsætisráðherra.  Hinir auðugu eiga að vera á sínum stað, í sínum yfirstéttarflíkum, grínandi í sína aflandsreikninga; hinir snauðu eiga að vera vel merktir. Þannig eru þjóðfélögin okkar.  Hver á sínum stað.  Enginn ruglingur með það.  Silfurskeiðungar auðþekkjanlegir,  í þröngu jakkafötunum, Silfurskottungar á sínum stað í máluðu pelsunum, þegar þeir skríða smástund út í birtuna og læðast síðan aftur inn í myrkrið.  

Kannski verður biskupinn látinn blessa pelsana og fara með æðruleysisbæn. 








miðvikudagur, 18. janúar 2017

Skoðanakönnun: Ekki ríkisstjórn fólksins.


Það voru kosningar fyrir skömmu, munið þið það ennþá?   Það var kosið og með bellibrögðum hrifsuðu hægriflokkar til sín völdin.  Formaður Sjálfstæðisflokksins og Fjármálaráðherra faldi skýrslu um þátttöku sjálfs sín í aflandsfélögum og skattaundanskotum.  Hann myndaði svo ríkisstjórn með frænda sínum og samstarfsmanni í braski með stuðningi pólitískra einfeldninga sem vildu ekki fara í ríkisstjórn með flokkum sem vildu láta auðmenn borga sanngjarna skatta
svo við gætum haft blómlegt velferðar, heilbrigðis og menntakerfi.  Nú neitar Forsætisráðherrann að mæta fyrir nefndir alþingis sem vilja gegna eftirlitshlutverki sínu.  Hann heldur að hann ráði því.  Hann heldur að hann ráði öllu.  Og hneppir jakkann að sér.


Nú höfum við fengið nýja skoðanakönnun.  Í ljós kemur að það var ekki þessi stjórn sem fólkið í landinu vildi.  Fólkið vill velferðarstjórn. Stjórn gegn spillingu.
Ekki Sérhagsmunastjórn. Enga Engeyjarstjórn. 




Sam­kvæmt könn­un­inni mæld­ist fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins 26,1 pró­sent, Við­reisnar 6,9 pró­sent og Bjartrar fram­tíðar 6,1 pró­sent. Sam­tals fengu flokk­arnir þrír 46,7 pró­sent fylgi í kosn­ing­unum 29. októ­ber í fyrra. Þeir tapa allir fylgi frá kosn­ing­unum sam­kvæmt könn­un­inni. Sjálsfstæð­is­flokkur 2,9 pró­sentum og Við­reisn 3,6 pró­sentum en Björt fram­tíð 0,9 pró­sent­um.
Vinstri græn mæl­ast nú með 24,3 pró­sent fylgi eða 8,4 pró­sentum meira en flokk­ur­inn fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Píratar eru nán­ast með sama fylgi og þeir fengu í kosn­ing­unum í lok októ­ber (14,6 pró­sent), Sam­fylk­ing bætir örlitlu við sig (úr 5,7 í 6,4 pró­sent) en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem fékk síðan verstu útreið í 100 ára sögu sinni í kosn­ing­unum þegar hann fékk 11,5 pró­sent atkvæða, mælist nú með 10,9 pró­sent fylgi.


Katrín segir óásættanlegt að Bjarni telji nægja að skýra mál sitt í fjölmiðlum

Veik stjórn með lítinn byr á leið í ólgusjó