Þegar ég var ungur, barn og unglingur bjó ég í Bústaðahverfinu. Það var eitt af þessum úthverfum sem spruttu upp úr Stríðinu. Vogar, Laugaráshverfi, Heimar, Háaleiti, Smáíbúðahverfi og Sund. Fólk sem lifir í dag og er fætt seint á öldinni á erfitt með með að ímynda sér þetta umhverfi og heim. Kartöflugarðar í Kringlumýrinni, ekkert Breiðholt, mikil fátækt, heilmikil misskipting, gríðarlegur barna fjöldi.
Engir stórmarkaðir, verzlanakjarnar....en í mörgum hverfum 4-5 verslani sem voru miðstöð hverfanna. Þannig var það í Bústaðahverfinu,.Kaupmaðurinn á horninu (Ólabúð) þar var ég sendisveinn eitt sumar, mjólkurbúð,fiskbúð, kjötbúð, lítil bóka og gjafabúð, og vefnaðarvarabúð. Upp á lofti var svo útibú Bæjarbókasafnsins (ómetanleg stofnun fyrir okkur krakkana) og efst uppi Skátastarf.
Mér verður hugsað til þessa heims bernskunnar í mínu hverfi sem ég flutti í eftir 15 ára dvöl á landsbyggðinni,Álfheimum. Því þrátt fyrir aragrúa verzlana þá er ein verslunin að mestu leyti horfin, það er kaupmaðurinn á horninu. Ég kynntist þessum matvöruverslunum þetta sumar sem sendisveinn og sem barn og unglingur sem fór út í búð fyrir mömmu (pabbi var oftast á sjó eða úti á landi í vinnu).
En nú er öldin önnur. Og þó .... verzlanir efst í Álfheimum hafa átt erfitt uppdráttar seinasta áratuginn, en nú er komið fínt bakarí og kaffihús Passion,eitt allra besta bakarí borgarinnar. Ný Ísbúð, Huppa,orðin félagsmiðstöð hverfisins. Þarna er hárgreiðsla, núðluveitingastaður, grafískir hönnuðir, snyrtistofa. Og seinast en ekki síst, ný glæsileg matvörubúð, ótrúlegt vöruúrval á litlu svæði. Víetnömsk fjölskylda rekur og á búðina. Allt það nauðsynlega í boði og auk þess ýmislegt austrænt sem maður mætti kunna betri skil á. Og verðið yfirleitt sanngjarnt, muna ódýrara en ýmsar okurbúllur sem ég nefni ekki með nafni.
Ég hef ekki alveg hætt að fara í Bónus en ferðunum hefur fækkað. Þjónustan og persónuleg samskipti eru meiri og betri efst í Álfheimunum. Svo býður þetta hverfi upp á allan Laugardalinn eitt stærsta útivistarsvæði borgarinnar. Gönguleiðir, Húsdýragarðurinn, Flóra, veitinga og kaffihúsið, það er búið að opna það núna. Opið 9-18 til að byrja með.
Engir stórmarkaðir, verzlanakjarnar....en í mörgum hverfum 4-5 verslani sem voru miðstöð hverfanna. Þannig var það í Bústaðahverfinu,.Kaupmaðurinn á horninu (Ólabúð) þar var ég sendisveinn eitt sumar, mjólkurbúð,fiskbúð, kjötbúð, lítil bóka og gjafabúð, og vefnaðarvarabúð. Upp á lofti var svo útibú Bæjarbókasafnsins (ómetanleg stofnun fyrir okkur krakkana) og efst uppi Skátastarf.
Mér verður hugsað til þessa heims bernskunnar í mínu hverfi sem ég flutti í eftir 15 ára dvöl á landsbyggðinni,Álfheimum. Því þrátt fyrir aragrúa verzlana þá er ein verslunin að mestu leyti horfin, það er kaupmaðurinn á horninu. Ég kynntist þessum matvöruverslunum þetta sumar sem sendisveinn og sem barn og unglingur sem fór út í búð fyrir mömmu (pabbi var oftast á sjó eða úti á landi í vinnu).
En nú er öldin önnur. Og þó .... verzlanir efst í Álfheimum hafa átt erfitt uppdráttar seinasta áratuginn, en nú er komið fínt bakarí og kaffihús Passion,eitt allra besta bakarí borgarinnar. Ný Ísbúð, Huppa,orðin félagsmiðstöð hverfisins. Þarna er hárgreiðsla, núðluveitingastaður, grafískir hönnuðir, snyrtistofa. Og seinast en ekki síst, ný glæsileg matvörubúð, ótrúlegt vöruúrval á litlu svæði. Víetnömsk fjölskylda rekur og á búðina. Allt það nauðsynlega í boði og auk þess ýmislegt austrænt sem maður mætti kunna betri skil á. Og verðið yfirleitt sanngjarnt, muna ódýrara en ýmsar okurbúllur sem ég nefni ekki með nafni.
Ég hef ekki alveg hætt að fara í Bónus en ferðunum hefur fækkað. Þjónustan og persónuleg samskipti eru meiri og betri efst í Álfheimunum. Svo býður þetta hverfi upp á allan Laugardalinn eitt stærsta útivistarsvæði borgarinnar. Gönguleiðir, Húsdýragarðurinn, Flóra, veitinga og kaffihúsið, það er búið að opna það núna. Opið 9-18 til að byrja með.