þriðjudagur, 19. ágúst 2014

Sinfonían: Promsstemmning í Hörpu!!!

Mættur í Hörpu , sinfonían að taka upphitun fyrir það að spila á PROMS tónlistarhátíðinni í Bretlandi.Það er ekki hverjum sem er boðið að spila þar.  En okkar sinfonía hefur náð slíkum status.  Þrátt fyrir alla gagnrýni í gegnum árin: þetta er svo dýrt, ríkið á ekki að borga þetta Þessi
Harpa hefði aldrei átt að vera byggð.  

Já, ég sagði Harpan, mikið eigum við því fólki að þakka sem hafði það hugrekki að koma Hörpu upp, á þessum erfiða tíma.  Ný ygglir Björn Bjarna sig og Pétur Blöndal dregur fram reiknivélar sínar.  Það má auðvitað ekki fréttast að það var ríkisstjórnin sem gerði allt rangt.  Sem hafð þennan dug og kjark.  Nú er Harpa vinsælasti ferðamannastaður landsins.  Einstakt kennileiti í Reykjavík. Hefur lyft upp tónlistarlífi landsins á hærri stall.  

Í gærkvöldi var Eldborg troðfull allan hringinn, og Sinfonían var ótrúlega góð eftir sumarfríið.  Við fengum að heyra íslensk verk, svona sérstaklega íslensk, Jón Leifs Geysir, með öllum sínum drunum og Haukur Tómasson Magma þar sem hraunið rann fram í stríðum straumum. Verk sem verða betri í endurheyrn.  Svo voru 2 klassísk, Píanokonsert Schumanns,  eitt af þessum verkum sem eru stöðugt á dagskrá, en Jonathan Biss spilaði það áreynslulaust, mér finnst ég hafa heyrt það betur flutt í fyrra af sinfoníunni og var það Víkingur okkar?   En svo var sú Fimmta með stórum staf, Dadadada, Beethovens, hún var stórglæsileg.  Volkov stjórnaði með glæsibrag og hljómsveitin sýndi allar sínr bestu hliðar.  Dásamlegt.  

Svo var öllum til undrunar aukaverk, sem er yfirleitt ekki.  Þar var Huggun Jóns Leifas, seinasta verkið sem hann samdi, það er einu orði sagt algjört meistaraverk, þetta litla verk fyrir strengi.  Svo hélt maður að þetta væri búið en þá kom Sprengisandur með pomp og pragt.  Og allt varð vitlaust í salnum.  Sannkölluð Proms stemming.  

Þetta voru seinustu alvörutónleikar Ilans Volkovs með hljómsveitinni, ég hef heyrt að hann hafi að sumu leyti ekki haft skap með hljómsveitinnni.  En hann gerði margt gott, svo hefur hann sýnt sig sem friðarsinna í Ísrael. Sem er ekki auðvelt.  Það kann ég að meta.  Svo vil ég aftur þakka fólkinu sem lét byggja Hörpuna, ég þarf ekki að nefna nein nöfn.

Mynd: Höfundur

mánudagur, 18. ágúst 2014

Hvað er eitt ráðuneyti milli vina ....

Það er ekki alltaf verið að spara...... Nú á að bæta við einu ráðuneyti.  

Dóms­mál­in færð und­ir sér­stakt ráðuneyti?  hugsa þeir

djúpvitru í ráðuneytunum. 


Dýrt er verðið á hverju axarskafti ráðherranna ....... Dýr yrði Hafliði allur sagði Guðrún frá Lundi.  

Ætli þurfi að hækka skattana?  Ekkert mál segja ráðherrarnir siðprúðu.  Geysir gýs víðar 
en í Haukadal.....












laugardagur, 16. ágúst 2014

Ráðuneyti: Siðleysi í valdaturni

Það fór sem allir vissu nema strútaígildi að sökin er í ráðuneytinu hjá pólitískum áhættufíklum.
   
   Það er sorglegt að sjá endalok vonarstjörnu íhaldsins.  Ábyrgð hennar er mikil gagnvart samstarfsfólki sínu.  Við verðum  að átta okkur á að það er ekki allt leyfilegt í stjórnmálum.  Það er dapurlegt að horfa á ungt fólk festast í þessari gildru siðleysis og ljúka starfsferli sínum þar. 


Og þó ætli siðferðið sé á svo háu plani að menn þurfi að taka afleiðingum gjörða sinna.  Kannski er útsýnið úr valda-turninum lítið eða ekkert  og þoka hylur sýn til manna byggða.


Myndir: höfundur



föstudagur, 15. ágúst 2014

Már og Ólafur Ragnir: Líkir um margt!!!

Már Guðmundsson fær stöðuna.   Um tíma.  Annað hefði verið fáránlegt.  Yflirlýsingin hans ansi mögnuð. Hefði getað verið skrifuð á Bessastöðum.   Þeir eru oft líkir Már og Ólafur Ragnar. Enda fékk Már uppeldi hjá Ólafi.  Í
fjármálaráðuneytinu, ekki ónýtur skóli það.  Fjármálaráðherra treysti sér ekki í harðar deilur. Hafði ekki Framsókn með sér og að baki alls er skuggi Forsetans á Bessastöðum.  Enn sýnir sig hve erfið staða Sjálfstæðisflokksins er.  Þrátt fyrir hinn undirfurðulega forsætisráðherra Framsóknar.  Sem alltaf kemur manni á óvart.  Sem alltaf trompar sjálfan sig með frábærum yfirlýsingum.  Þær fara að vera efni í heila bók.  

Svo er spurningin um Seðlabankastjórann.  Hættir hann við að hætta eins og Ólafur Ragnar?  Þeir eru líkir um margt vinirnir.     

Hér er hið skemmtilega og heillandi bréf Más, stjórnmál á Íslandi eru svo skemmtileg:  

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur í dag skipað mig í stöðu seðlabankastjóra til fimm ára. Í skipunarbréfi sínu vekur ráðherrann athygli á því að hafin er vinna við heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands. Eins og áður hefur komið fram tel ég fulla þörf á þeirri endurskoðun. Seðlabanki Íslands hefur lagt því verkefni það lið sem hann getur og eftir hefur verið leitað. Endurskoðunin mun að mínu mati kalla á einhverjar breytingar varðandi stjórnskipun bankans. Þar eru mismunandi kostir í boði og ég get ekki spáð fyrir um hver endanleg ákvörðun Alþingis verður í þeim efnum. Hitt er mér ljóst að þær breytingar gætu haft í för með sér að endurráðið yrði í yfirstjórn bankans. 

Ég tel í þessu sambandi rétt að upplýsa að ég hef í nokkur ár haft hug á að skoða möguleikann á að hverfa á ný til starfa erlendis áður en aldursmörk hamla um of. Ég taldi ekki heppilegt að gera það nú í ljósi ástandsins og verkefnastöðunnar í Seðlabankanum auk fjölskylduaðstæðna. Þetta mun breytast á næstu misserum. Það er því óvíst að ég myndi sækjast eftir endurráðningu komi til slíks ferlis vegna breytinga á lögum um Seðlabanka Íslands á næstu misserum. 

Ég vil þakka ráðherranum traustið. Nú liggur fyrir að snúa sér að fullum krafti að þeim miklu verkefnum sem við blasa varðandi það að losa fjármagnshöft, varðveita verðstöðugleika, styrkja umgjörð um fjármálastöðugleika og efla Seðlabanka Íslands enn frekar sem stofnun sem glímir við stærri verkefni en oftast áður í sögu sinni.

Að lokum vil ég þakka starfsfólki Seðlabanka Íslands mikla og góða vinnu á því skipunartímabili mínu sem nú er að ljúka. Árangur Seðlabankans veltur að miklu leyti á því góða og hæfa starfsliði sem þar starfar." 
Nr. 25/2014
15. ágúst 2014

fimmtudagur, 14. ágúst 2014

Sveinn Rúnar: Óhugnaðurinn færist nær okkur



Við erum svo vön að horfa á styrjaldir úr fjarlægð.  En með auknum samgöngum og samskiptum færist þessi óhugnaður alltaf nær okkur.  Við horfum á viðbjóðinn daglega í fjölmiðlum og netmiðlar opna allar gáttir, ekki var það glæsilegt að horfa á gamlar konur fótgangandi á flótta undan vígamönnum sem hlífa fáum í Írak. Og það er dapurlegt að hugsa til þess að við tókum þátt í hefja þetta endalausa stríð sem hefur margklofið í ótal fylkingar þetta ríki.  

Svo komur fréttir um að góður vinur Sveins Rúnars og samherja hans í Félagi Íslands-Palestínu, Ali Abus Afas, hefði farist í nálægð sveitar sem hefur það verksvið alla daga að reyna að gera óvirkar sprengjur sem Ísraelsmenn varpa til jarðar, sprengjur sem eru engin smásmíði, 500 eða 1000 kíló; heilt tonn!  Og margar þeirra springa ekki fyrr en einhver kemur við þær.  Með nálægðinni er stríðið komið inn í hús hjá okkur, og þeir sem næst standa geta ekki annað er grátið yfir góðum dreng sem þeir þekktu.  



Í Guardian er sögð önnur frétt þessa atburðar, sprengjusérfræðingurinn Rahed Taysir al-Hom sem tættist í sundur við vinnu sína ásamt þrem starfsfélögum og tveim  blaðamönnum sem fylgdust með starfi þeirra. Þeir voru í einu sveit Gazalögreglunnar sem sinnti þessu óhugnanlega starfi. Og höfðu fengist við 400 hluti í þessari árás Ísraelsmanna.  Rahed sem var 43 ára og 7 barna faðir hafði unnið við þetta í 20 ár, hugsið ykkur. 

Það er engin furða þótt Sveinn Rúnar klökkni, hann sem margoft hefur komið til Palestínu og þekkir þessar hrikalegur aðstæður sem þessi þjóð verður að búa við, sem virðist engan endi ætla að taka.  Sveinn lýsti vini sínum á mbl.is:

    „Ali stend­ur fyr­ir svo mikið, hann er per­sónu­gerv­ing Palestínu­manns­ins sem maður mæt­ir í þess­um óhugnaði. Hann var alltaf með milt bros á vör, hvað sem á gekk, alltaf til­bú­inn að hlægja, gafst ekki upp, átti óskilj­an­lega ást og umb­urðarlyndi og gestristni sem maður mæt­ir hvarvetna. Hann sam­einaði þetta allt sam­an.“ 

Eflaust hjálpar það Sveini Rúnari á þessum erfiða tíma hversu Íslendingar standa einhuga við bakið á Palestínumönnum og vilja leggja sitt af mörkum til hjálpar þeim.   Og það sakar ekki að hafa lund Sveins, að gefast ekki upp og sjá mannlegu hliðarnar í öllum þessum ósköpum.  Við sendum honum hlýjar hugsanir.og kveðjur. 

Mynd:  Úr Grein Guardians um Rahed Taysir al-Hom.

miðvikudagur, 13. ágúst 2014

Karl Th.: Leiðinlegt skítkast

Leiðinlegt skítkast samherja sem byggist á gömlum deilum sem löngu eru grafnar. Stofnun og klofningur vinstri manna við stofnun Samfylkingar og VG. Það var erfitt fyrir marga eins og undirritaðan að velja lið , eflaust hefur það verið fyrir Árna Þór.  Gagnrýni Árna Þórs á sínum tíma á aðgerðir eða aðgerðaleysi Geirs og stjórnar hans var ekki af persónulegum toga, það var vegna ótrúlegs stjórnleysis og upphaflega átti að leiða fleiri fyrir Landsdóm sem var eðlilegri leið, en það var ekki Árna að kenna að það var ekki gert eins og allir vita. 

Kart Th. er oft ágætis blaðamaður og góður penni, því fer honum að vera ekki í skítkasti af verstu tegund. Ég tel nú að ráða eigi sendiherra á annan hátt.  En ég sé ekki ástæðu til þess að hann eigi skilið þessa klessu,  eftir að lesa grein Árna þar sem hann sussar á óþægu, órólegu deildina í VG, Björn Val, samanborið ýmis fræg ummæli, :  

Björn Valur hefur kallað forseta Íslands „forsetaræfilinn“, hann hafði svipuð orð á dögunum um Geir H. Haarde fv. forsætisráðherra, hann hefur líkt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra við Adolf Hitler og í nyjum pistli á heimasíðu sinni kallar hann formann Sjálfstæðisflokksins Bjarna „litla“ Benediktsson og segir hann „pólitískt smámenni“. 

Ég kynntist Árna Þór í Alþýðubandalaginu og Samtökum Hernámsandstæðinga, hann hefur að flestra áliti verið duglegur og vinnusamur stjórnmálamaðuri eins og sjá má ef ferill er skoðaður á Alþingi. is, ekki skaplaus eins og sagan um heimferð hans í Geirsmálinu.  Hann verður góður sendiherra, hefur góða menntun og reynslu fyrir það.  

Hérna er FB færsla Árna Þórs

Björn Valur Gíslason, varaformaður VG, er oft hnyttinn, en því er ekki að leyna að á stundum fara skotin langt yfir markið. Það er sjálfsagt og eðlilegt í lýðræðislegu samfélagi að menn takist á um pólitísk markmið og leiðir en eins og í boltanum er meiri bragur að því að fara í boltann en ekki manninn. Sjálfum finnst mér þessi umfjöllun um Geir Haarde ómakleg. Vissulega er ég á öndverðum pólitískum meiði við Geir Haarde, en ég hygg að flestir sem þekkja til hans og kynnast honum viti, að þar fer vandaður og heiðarlegur einstaklingur sem tilefnislaust er að hnýta í þótt menn deili á pólítíska afstöðu hans. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að lífið heldur áfram, og málatilbúnaðurinn sem fór fram gagnvart Landsdómi, (og var erfiður flestum sem að því máli komu) fékk endanlega niðurstöðu þar. Almennt hlýtur að gilda að þeir sem gerast brotlegir við lög og hljóta dóm, verða að geta átt leið inní í samfélagið á nýjan leik og verða boðnir velkomnir. Geir Haarde var ekki gerð refsins. Við svo búið verðum við sem samfélag að geta haldið áfram, sýnt hvert öðru virðingu og verið rausnarleg, þótt pólitískur ágreiningur verði eðilega áfram til staðar. Það er alla vega mín afstaða.





mánudagur, 11. ágúst 2014

Forseti Íslands: Ríki í ríkinu

Þessi frétt vakti athygli mína, forseti vor á fundi með nýja sendiherranum frá Moskvu, sem líklega er valdamesti maður sem orðið hefur sendiherra á Íslandi í
langa herrans tíð, aðalsérfræðingur Rússa í Norðurslóðamálum. Tilnefning sem hefur víða vakið athygli, nema helst á Íslandi.     : 


22.07.2014
Forseti á fund með Anton Vasiliev sendiherra Rússa á Íslandi um undirbúning að Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle sem haldið verður á Íslandi í haust. Einnig var fjallað um viðbrögð við hinu hræðilega flugslysi í Úkraínu, nauðsyn alþjóðlegrar rannsóknar og náins samstarfs með hagsmuni fjölskyldna og ættingja þeirra sem létu lífið að leiðarljósi.



Já alþjóðlegu málin eru rædd og vonandi hefur hann skýrt frá og túlkað stefnu ríkisstjórnar Íslands í Úkraínumálinu sorglega fyrir sendiherranum .  Þetta varð til þess að ég skoðaði dagskrá Forseta vors seinasta mánuðinn, hann er ekki latur né værukær hann Ólafur Ragnar Grímsson.  Hann gegnir starfi sínu með ágætum,  brunar um landið, nokkra daga á Austfjörðum, tekur á móti framámönnum víða, gefur út ýmsar merkilegar yfirlýsingar, já, ekkert mannlegt er honum óviðkomandi.  Þeir voru líka ófáir fundirnir sem hann ræddi hjartans mál sitt Hringborð Norðurslóða, Arctic Circle, það virðist vera aðalmálefni hans um þessar mundir, líklega með góðum stuðningi Rússa og Kínverja, ásamt stórfyrirtækjum víða um lönd. .  Það sem vakti athygli mína að það er ekki orð um þennan ástmögur forsetans á síðum Utanríkisráðherra né annarra ráðuneyta. Líklega fær forsetinn að dútla við þetta einn hérlendis,  enda er hann eins og allir vita Ríki í ríkinu.  

01.07.2014

Forseti á fundi með Eggert Benedikt Guðmundssyni, forstjóra N1, og Vilhjálmi Vilhjálmssyni, forstjóra HB Granda, um þróun atvinnulífs á Norðurslóðum, einkum með tilliti til ferðaþjónustu, fiskveiða og vinnslu sjávarafurða. Einnig var fjallað um vaxandi alþjóðlega samvinnu á þessu sviði og áhuga forysturíkja í efnahagslífi Asíu og Evrópu á þróun Norðurslóða sem og þing Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle, sem haldið verður í Reykjavík í haust.




03.07.2014Forseti á fundi með Steinþóri Pálssyni bankastjóra Landsbankans og Kolbeini Kolbeinssyni forstjóra Ístaks um þróun atvinnulífs og framkvæmda á Norðurslóðum, þátttöku forysturíkja í efnahagslífi Evrópu og Asíu í þróun svæðisins, tækifæri íslensks atvinnulífs með þátttöku í samræðum og samstarfi á þessu sviði. Einnig var fjallað um Hringborð Norðurslóða, Arctic Circle, en þing þess verður haldið á Íslandi í haust.


04.07.2014Forseti á fundi með Birni Óla Haukssyni forstjóra ÍSVÍA og Ásgeiri Pálssyni yfirmanni flugleiðsögu á Norðurslóðasvæði Íslands og með Höskuldi H. Ólafssyni bankastjóra Arion banka um þróun og umsvif  atvinnulífs á Norðurslóðum, vaxandi áhuga á viðskiptalífi svæðisins sem og möguleika Íslendinga til þess að leiða saman ýmsa aðila og veita þjónustu á þessu svæði, einkum með tilliti til hinnar miklu þátttöku í Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, en annað þing þess verður á Íslandi í haust.


07.07.2014Forseti á fund með varautanríkisráðherra Japans Takao Makino og sendinefnd hans sem heimsækja Ísland. Rætt var um aukna samvinnu á sviði jarðhitanýtingar, Norðurslóða og tækniþróunar í sjávarútvegi. Stjórnvöld í Japan munu kynna stefnu þeirra og framlag til Norðurslóða á þingi Arctic Circle í haust.  Japan mun skipa sérstakan sendiherra á Íslandi í sumar sem m.a. er ætlað að sinna þessum málaflokkum. Einnig var fjallað um langvarandi viðskipti milli landanna og framlag japanskra tæknifyrirtækja til jarðhitanýtingar á Íslandi. 


08.07.2014Forseti á fund með Peter Vigue forystumanni í atvinnulífi Maine ríkis sem heimsækir Ísland í framhaldi af heimsókn ríkisstjóra Maine í júní. Rætt var um áhuga á auknu samstarfi og tengslum Maine og Íslands, m.a. með tilliti til aukinnar umsvifa á Norðurslóðum. Fulltrúar frá Maine munu taka þátt í Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle. Fundinn sátu einnig fulltrúar Eimskips.


14.07.2014Forseti á fund með Þór Sigfússyni, stjórnanda Íslenska sjávarklasans, um þróun sjávarútvegs og fiskveiða á Norðurslóðum og tækifæri íslenskra framleiðenda og tæknifyrirtækja, m.a. með tilliti til samstarfs á vettvangi Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle.
16.07.2014Forseti á fund með Agli Þór Níelssyni sem starfað hefur undanfarin ár á vegum Heimskautastofnunar Kína og hefur unnið sérstaka skýrslu fyrir Vestnorræna ráðið um þróun þess og vaxandi samstarf á Norðurslóðum. Fjallað var um þátttöku Heimskautastofnunar Kína í Hringborði Norðurslóða í fyrra og öðru þingi þess í haust sem og nýjan rannsóknaleiðangur stofnunarinnar á Norðurslóðirsem nú er að hefjast en rúmlega 60 vísindamenn taka þátt í honum.


19.07.2014

Forseti á fund með Stuart Gill sendiherra Bretlands á Íslandi um þátttöku Bretlands í samstarfi á Norðuslóðum, einkum með tilliti til væntanlegs þings Arctic Circle í haust. Þá var einnig rætt um vaxandi áhuga breskra stjórnvalda á þeim möguleika að kaupa raforku um sæstreng frá Íslandi.


21.07.2014
Forseti á fund með Ashok Das sendiherra Indlands á Íslandi þar sem rætt var um þátttöku Indlands í þróun samstarfs á Norðurslóðum en í fyrra varð Indland áheyrnarríki að Norðurskautsráðinu. Einnig var fjallað um undirbúning að Arctic Circle þinginu í haust, væntanlegan fund í Bútan þar sem fjallað verður um samstarf ríkja á Himalayasvæðinu, einkum með tilliti til rannsókna á jöklum og vatnsbúskap. Sá fundur verður í framhaldi af fyrri fundum sem m.a. voru haldnir á Íslandi.


    

22.07.2014

Forseti á fund með Heiðari Má Guðjónssyni og Dagfinni Sveinbjörnssyni um þróun atvinnulífs á Norðurslóðum, einkum á sviði orkumála, mannvirkjagerðar og samgangna. Fjallað var um tækifæri Íslands í ljósi aukinna umsvifa og áhuga á málefnum Norðurslóða og dagskrárefni Arctic Circle í haust. 

24.07.2014

Forseti á fund með sendiherra Finnlands á Íslandi, Irma Ertman, sem senn lætur af störfum. Rætt var um vaxandi samvinnu Íslands og Finnlands, m.a. á vettvangi Norðurslóða, en mikill áhugi er í Finnlandi á þátttöku í þingi Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle, sem haldið verður í Reykjavík í haust. Í opinberri heimsókn forseta Finnlands í fyrra var efnt til sérstaks málþings um Norðurslóðir í hátíðarsal Háskóla Íslands.

Forsetinn gaf sér líka tíma til að opna listsýninga á Djúpavogi en ég hafði áhuga á þeirri sýningu eftir að hafa lesið um hana í fjölmiðlum en kom því miður 10 dögum of snemma.  Svo við hjónin ræddum við smiðina um undirbúning sýningarinnar. Sem eflaust er haldin í boði yfirvalda Kína.  Forsetinn gat að sjálfsögðu á sinn einstaka hátt fundið merkilegar ef ekki stórmerkilegar hliðar á þessari sýningu þar sem hún færi fram samtíma Fríverslunarsamningi Íslands og Kína.  AÐ sjálfsögðu færi þarna saman frjáls listsköpun og frjáls verslun.  Vonandi getur Ai-Weiwei kínverski listajöfurinn  tekið undir þessi orð okkar ágæta forseta að sjálfsögðu í handjárnum.  



 Í ávarpi nefndi forseti að merkilegt væri að í sama mánuði og fríverslunarsamningur Íslands og Kína, hinn fyrsti við Evrópuríki, tæki gildi væri einnig haldin á hinum gamla verslunarstað Djúpavogi fyrsta myndlistarsýningin þessarar tegundar í Evrópu. Þannig færu saman frjáls listsköpun og frjáls verslun.