Starfsmaður sérstaks saksóknara er ákærður fyrir skrítin vinnubrögð sem tengjast rannsókn á hendur Milestone einu stærsta svikamáli íslensks viðskiptalífs, inn í þau mál eru innblönduð fjárfestingafélagið Máttur ehf og Sjóvá Almennar.
Sami starfsmaður, doktor í afbrotafræði, kærir starfsfólk sérstaks saksóknara að hafa farið gáleysisleg með hleranir í rannsókn ákærumála og ekki gætt trúnaðar.Líklega til að gera dómsmál gegn sér tortryggilegt.
Dómsmála/forsætisráðherra vill rannsókn á þessum vinnubrögðum sérstaks, finnur leið til að skipta sér af dómsvaldinu.
Fjármálaráðherrann Bjarni Benediktsson tengdist þessu Milestone máli á ýmsan hátt, einnig föðurbróðir hans.
Faðir Dómsmála/forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnlaugsonar tengdist Milestone/Mætti á ýmsan hátt.
Hver er vanhæfur og hver ekki ????????????
____________________________________________________
Gamlar fréttir :
Máttur kominn í þrot
• Fjárfestingafélagið var umsvifamikið í fjárfestingum á árunum fram að hruni • Stór hluthafi í Icelandair og BNT
Bjarni gegndi lykilhlutverki í að koma viðskiptunum í gegn. Það gerði hann sem stjórnarmaður í BNT. Hann skrifaði upp á umboð sem veitti honum sjálfum heimild til að veðsetja hultabréf félagsins í eignarhaldsfélaginu Vafningi 8. febrúar 2008. Það reyndist vera mikilvægur hlekkur í umfangsmiklum viðskiptum sem höfðu þann tilgang að gera Milestone og ættingjum Bjarna kleift að borga Morgan Stanley 45 milljarða. Öðrum kosti hefði Milestone væntanlega farið á hliðina, með mögulegri keðjuverkun fyrir tengd félög.
Bjarni var einn þriggja stjórnarmanna frá eignarhaldsfélaginu BNT sem skrifaði upp á umboðið sem veitti honum sjálfum heimild til að veðsetja hlutabréfin í Vafningi, sem hélt utan um fasteignaviðskipti með lúxusíbúðir í Makaó suður af Kína. Hinir tveir mennirnir voru stjórnarmennirnir Jón Benediktsson og Gunnlaugur Sigmundsson, sem er þekktur athafnamaður og meðal annars faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins.“
Saga Fjárfestingafélagsins Máttar ehf. líður senn undir lok, en nýverið var tilkynnt að bú þess hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur.
Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is
Saga Fjárfestingafélagsins Máttar ehf. líður senn undir lok, en nýverið var tilkynnt að bú þess hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur. Félagið var að stórum hluta í eigu þeirra Karls og Steingríms Wenerssona í gegnum Milestone-fyrirtækjasamstæðuna. Starfsemi félagsins fólst í fjárfestingum í skráðum og óskráðum hlutabréfum. Í árslok 2007 voru heildarskuldir Milestone við íslenska banka tæpir 43 milljarðar króna. Máttur var eitt gríðarmargra félaga sem tengdust Milestone eignatengslum, miðað við 20% eignarhlut síðarnefnda félagsins. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að áhættuskuldbindingar Glitnis, það er að segja lánveitingar, til Máttar hafi numið 14,5 milljörðum króna hinn 30. september árið 2008. Hinir bankarnir mátu Milestone og Mátt ekki tengda aðila, þrátt fyrir eignatengslin.
Saga Fjárfestingafélagsins Máttar ehf. líður senn undir lok, en nýverið var tilkynnt að bú þess hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur. Félagið var að stórum hluta í eigu þeirra Karls og Steingríms Wenerssona í gegnum Milestone-fyrirtækjasamstæðuna. Starfsemi félagsins fólst í fjárfestingum í skráðum og óskráðum hlutabréfum. Í árslok 2007 voru heildarskuldir Milestone við íslenska banka tæpir 43 milljarðar króna. Máttur var eitt gríðarmargra félaga sem tengdust Milestone eignatengslum, miðað við 20% eignarhlut síðarnefnda félagsins. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að áhættuskuldbindingar Glitnis, það er að segja lánveitingar, til Máttar hafi numið 14,5 milljörðum króna hinn 30. september árið 2008. Hinir bankarnir mátu Milestone og Mátt ekki tengda aðila, þrátt fyrir eignatengslin.