Það er margt furðulegt í Sjálfstæðiskúnni. Það eru trúarbrögð sem læðast framhjá Jesús og Guði. Trúarbrögð þar sem bara eitt er rétt, kórrétt. Slík trú heitir Einkavæðing.
Það var sorglegt að lesa og hlusta á Áslaugu Friðriksdóttur í vikunni sem leið. Þessi trú á mátt einstaklingsins til að gera allt betra er hjákátleg. Sérstaklega þegar maður upplifir um leið græðgi og gírugheit vinkvenna hennar í heilbrigðiskerfinu. Sér hvar er dýrasta heilbrigðis- kerfi í heimi, einkavæðingarkerfið í Bandaríkjunum. Upplifir baráttuna gegn breytingum í því kerfi.
Öll vitum við að við hvert skref, nú eru það heilsugæslustöðvar sem eiga að vera svo góðar, einkavæddar heilsugæslustöðvar að sjálfsögðu. En auðvitað er það bara fyrsta skrefið, þau verða fleiri. Auðvitað eiga þeir sem eru auðugir að sitja fyrir með því að veifa seðlum það er grunn- hugmyndin með einkavæðingu. Biðlistar eru ekki eðlileg vandamál segir hún, það er
alveg satt, er þeir eru komnir út frá sparnaði í kerfinu, ekki má hækka skatta á hátekjufólk, ríkisstjórnin sem básúnar sig af auknum fjárveitingum er bara að þykjast. Þar sem fagfólk er orðið þreytt á því að vinna vinnuna sína vell frekar fara þar sem metnaður ríkir. Svo ræðir hún auðvitað um Ferðaþjónustu fatlaðra, sem er dæmi um léleg vinnubrögð. Þegar vanhæfni ræður ríkjum. Það hefur ekkert að gera með einkavæðingu eða borgarvæðingu.
Ég er einn af þeim sem bíða eftir aðgerð, það er ekki skemmtilegt að hugsa á hverjum degi um verk, vakna upp á hverri nóttu með sársauka. Ég á ekki fjármuni til að skreppa til útlanda til að fara í einkareknar aðgerðastöðvar. Ég hef líka hitt ansi margt gott og skyldurækið starfsfólk á stofnunum. Margt er þar vel gert. En maður sér slitin húsakynni , skort og bilanir á tækjum. Vöntun á rúmum og húsbúnaði. Endalausa bið á viðgerðum innan og utanhúss.
En Sjálfstæðiskýrin staulast áfram með hugmyndafræðina á bakinu. Baul hennar berst um borgina og landið. Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman ræddi um daginn um frambjóðendur Repúblikana sem allir tístu Einkavæðing Einkavæðing og skattalækkanir, hann benti á hvenær hefðu verið góðæristímar seinustu áratuga í Bandaríkjunum, það var þegar skattahækkanir voru til staðar með stöðugum og góðumrekstri ríkis. Skuldir ríkis og sveitafélaga eru heldur ekki af hinu illa ef fjármunirnir eru nýttir á vitrænan hátt.
Svo áfram held ég og ótal margir áfram að bíða og það er meira um að kenna úreltum fræðum Áslaugar og kó en störfum meirihlutans í Reykjavík. Einkavæðingarkerfið og útboð eru stundum af hinu góða en það á ekki við þegar líf, heilsa og félagsþjónusta á í hlut. Hvað þá að dreifa verkefnum til vina og vandamanna. Þá er það banabiti margra. Og þar mun spillingin ein ríkja.
Það var sorglegt að lesa og hlusta á Áslaugu Friðriksdóttur í vikunni sem leið. Þessi trú á mátt einstaklingsins til að gera allt betra er hjákátleg. Sérstaklega þegar maður upplifir um leið græðgi og gírugheit vinkvenna hennar í heilbrigðiskerfinu. Sér hvar er dýrasta heilbrigðis- kerfi í heimi, einkavæðingarkerfið í Bandaríkjunum. Upplifir baráttuna gegn breytingum í því kerfi.
Öll vitum við að við hvert skref, nú eru það heilsugæslustöðvar sem eiga að vera svo góðar, einkavæddar heilsugæslustöðvar að sjálfsögðu. En auðvitað er það bara fyrsta skrefið, þau verða fleiri. Auðvitað eiga þeir sem eru auðugir að sitja fyrir með því að veifa seðlum það er grunn- hugmyndin með einkavæðingu. Biðlistar eru ekki eðlileg vandamál segir hún, það er
alveg satt, er þeir eru komnir út frá sparnaði í kerfinu, ekki má hækka skatta á hátekjufólk, ríkisstjórnin sem básúnar sig af auknum fjárveitingum er bara að þykjast. Þar sem fagfólk er orðið þreytt á því að vinna vinnuna sína vell frekar fara þar sem metnaður ríkir. Svo ræðir hún auðvitað um Ferðaþjónustu fatlaðra, sem er dæmi um léleg vinnubrögð. Þegar vanhæfni ræður ríkjum. Það hefur ekkert að gera með einkavæðingu eða borgarvæðingu.
Ég er einn af þeim sem bíða eftir aðgerð, það er ekki skemmtilegt að hugsa á hverjum degi um verk, vakna upp á hverri nóttu með sársauka. Ég á ekki fjármuni til að skreppa til útlanda til að fara í einkareknar aðgerðastöðvar. Ég hef líka hitt ansi margt gott og skyldurækið starfsfólk á stofnunum. Margt er þar vel gert. En maður sér slitin húsakynni , skort og bilanir á tækjum. Vöntun á rúmum og húsbúnaði. Endalausa bið á viðgerðum innan og utanhúss.
En Sjálfstæðiskýrin staulast áfram með hugmyndafræðina á bakinu. Baul hennar berst um borgina og landið. Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman ræddi um daginn um frambjóðendur Repúblikana sem allir tístu Einkavæðing Einkavæðing og skattalækkanir, hann benti á hvenær hefðu verið góðæristímar seinustu áratuga í Bandaríkjunum, það var þegar skattahækkanir voru til staðar með stöðugum og góðumrekstri ríkis. Skuldir ríkis og sveitafélaga eru heldur ekki af hinu illa ef fjármunirnir eru nýttir á vitrænan hátt.
Svo áfram held ég og ótal margir áfram að bíða og það er meira um að kenna úreltum fræðum Áslaugar og kó en störfum meirihlutans í Reykjavík. Einkavæðingarkerfið og útboð eru stundum af hinu góða en það á ekki við þegar líf, heilsa og félagsþjónusta á í hlut. Hvað þá að dreifa verkefnum til vina og vandamanna. Þá er það banabiti margra. Og þar mun spillingin ein ríkja.