föstudagur, 1. janúar 2016

Forseti: Ólafur Ragnar kveður með stæl

Stóra frétt ársins, á fyrsta degi, Ólafur Ragnar Grímsson kveður með stæl, kveður okkur af hátindinum. Snuprar og gefur áminningar til hægri og vinstri.  Hér er hinn stóri víðsýni forseti sem metur ástandið í alþjóðlegu samhengi. Forsetinn sem getur metið hlutina í hnattrænu samhengi, enginn heimalningur eins og Forsætisráðherra og utanríkisráðherra voru í Áramótaskaupinu í heimsókninni til Brussel.  Þó gleymir hann sér öðru hverju er kominn í bullandi flokkapólitík enda værir Ísland öðru vísi hefði hann ekki verið á Bessastöðum.  Icesave, ESB, samskipti við Evrópuríki eða aðra heimshluta. Passar sig ekki að detta inn í sjálfshólið sem hefur einkennt ákveðna stjórnmálamenn og fjáraflamenn.  Sem hann og fleiri tóku þátt í og óðu blindir áfram í þekkingarleysi og hafa ekki enn beðið afsökunar.
   

 Þegar við ræðum stöðu okkar góða lands og gerum áætlanir um
framtíðina þá er áríðandi að leggja til grundvallar raunsætt mat, láta hvorki
óhóflega bjartsýni né sífellda neikvæðni villa okkur sýn.
umræður um ágæti Íslands og styrkleika þjóðarinnar, er áríðandi nú, þegarmestur vandinn er að baki, að við höldum til haga hinum góðu kostum,
skiljum hve gjöful framtíðin getur reynst landsmönnum öllum og sækjum
svo aukinn styrk í þá virðingu sem Íslendingar njóta víða um veröld,
virðingu sem birtist með margvíslegum hætti í tengslum viðloftslagsráðstefnuna í París þar sem árangur okkar á sviði orkunýtingarlagði grundvöll að myndun hins nýja Jarðhitabandalags fjölmargra ríkja;
og landgræðsla á svörtum söndum hér sunnan lands varð mörgum í
fjarlægum álfum hvatning til dáða.
 
Þótt erfiðleikar í kjölfar bankahrunsins, glíman við fjármálakreppuna
og andstreymið sem við mættum víða hafi á stundum nánast þaggað niður

Að bera saman ræður forseta og forsætisráðherra um áramótin sem hefur ekki þroska hins langreynda bragðarefs íslenskra stjórnmála.  Enda tekur forsetinn foringja ríkisstjórnarinnar á beinið fyrir einsýni í málefnum fátækra.

Það er svo sannarlega merkilegt að fáeinum árum eftir hið mikla
áfall, bankahrunið, skuli Íslendingar vera í kjörstöðu þegar litið er til
framtíðar; árangur sem mörgum ber að þakka, þáttaskil sem hvíla áákvörðunum sem ríkisstjórnir, Alþingi og þjóðin sjálf hafa tekið áumliðnum árum. Atvinnulífið er nú í miklum blóma, kjör launafólks hafa
batnað og fjármunir til heilbrigðismála, velferðar, menntunar og rannsókna
vaxa á ný.
Því ættum við öll að geta tekið höndum saman um að bæta enn frekar
hag aldraðra og öryrkja og að gera loksinsánar
gangskör að útrýmingu fátæktar
úr íslensku samfélagi, fátæktar sem er því miður enn smánar
blettur, en svo
nefndi ég þessa vanvirðu í fyrsta nýársávarpinu sem ég flutti ykkur úr
þessum sal.


Stjórnmálamaðurinn gægist fram með eindregnum skoðunum á málefnum sem hafa  sundrað þjóðinni um árabil.  Þetta er ekki forseti allrar þjóðarinnar sem talar hérna, bara sumra. 


Átökum við Evrópuríki í hinu svonefnda Icesave máli lauk með
fullnaðarsigri Íslendinga, bæði í krafti þjóðaratkvæðagreiðslna og
úrskurðar EFTA dómstóls.
Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu, áformin um
grundvallarbreytingar á fullveldi Íslands, hafa verið lögð til hliðar og allir
flokkar á Alþingi heita því nú að aldrei verði aftur lagt í slíka vegferð
nema þjóðin heimili það fyrst í sérstakri atkvæðagreiðslu.
 


 Svo kom lokakaflinn, og spennan jókst, hvað kæmi um framhaldið hjá Ólafi, ætlaði hann að vera áfram eða ekki. Enn var sama loðmullan eins og var fyrir fjórum árum, þegar hann ætlaði að vera áfram og þó ekki, tvö eða fjögur.
Auðvitað á Ólafur marga harða stuðningsmenn, suma sem hafa staðið með honum gegnum þunnt og þykkt, aðra nýkomna í liðið. Suma sem sitja í fangelsi aðrir ekki.  Svo er þetta einstaka að hafa að miklu leyti skipt um lið, sem er einstakt í sögu forseta, líklega í heiminum. Sjálfstæðismenn sem hötuðu hann þar sem töluverður meirihluti styður hann með ráðum og dáð. Samfylkingarmenn sem fyrirlíta hann.  Þrátt fyrir það ætlar hann að hætta í nafni lýðræðisins! Úbbs, mesti bragðarefur íslenskrar stjórnmálasögu sem hefur kunnað að nota lýðræðið fyrir sig. Sér einum til hagsbóta. Oft á snilldarlegan hátt.

Sú margþætta óvissa sem fyrir fjórum árum leiddi til áskorana um að
ég gegndi áfram embætti forseta mótar því blessunarlega ekki lengur stöðu
okkar Íslendinga.
Því er niðurstaðan sem ég lýsti hér á nýársdag 2012 enn frekar í gildi
nú: „að aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis að ég geti fremur orðið að liði
ef val á verkefnum verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af
þeim skorðum sem embætti forsetans setur jafnan orðum og athöfnum.“
Margir hafa þó á undanförnum mánuðum í samræðum, meðorðsendingum eða bréfum höfðað til skyldu minnar og áréttað að enn ríkióvissa á ýmsum sviðum, einkum varðandi skipan Alþingis og ríkisvalds ákomandi árum.
Ég met mikils traustið sem allt það góða fólk sýnir mér en bið það og
landsmenn alla að íhuga vel lýsinguna á kjörstöðu Íslands sem ég hef í dag
gert að meginboðskap.
Í ljósi hennar og á grundvelli lýðræðisins sem er okkar aðalsmerkifinnast mér blasa við hin réttu vegamót til að færa ábyrgð forseta á aðrarherðar og hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs.
Nú er góður tími fyrir þjóðina að ganga með nýjum hætti til
ákvörðunar um forseta; sess Íslands og innviðir þjóðlífsins eru traustari en
um langan tíma.
 


 Svo ætlar hann að starfa áfram á skútunni okkar, hann hefur mótað sterk samtök Hringborð Norðurslóða sem er orðið afl að reikna með sem vettvang enda hampar hann því óspart og á hrós fyrir. Hann hefur tekið virkan þátt í umhverfismálum heimsins lengi.  En vonandi fer hann ekki að rugga skútunni með því að bregða fæti fyrir næsta forseta.  Oft var það erfitt fyrir Ólaf að hafa Vigdísi fyrrum forseta við hlið sér. Í augum margra var hún eini raunverulegi forsetinn. Það getur verið erfitt að byrja í þessu erfiða embætti með þá fyrrum stutt að baki sér. 

Þótt annar muni halda um forsetastýrið verð ég áfram reiðubúinn aðsinna verkum á þjóðarskútu okkar Íslendinga; er á engan hátt að hverfa frá
borði; verð ætíð fús að leggjast með öðrum á árar.

Á komandi árum mun ég með nýjum hætti geta sinnt samvinnu á
Norðurslóðum, treyst enn frekar sess Íslands sem miðstöðvar þeirrar
umræðu og styrkt Hringborð Norðurslóða sem árlegan vettvang þjóða
heims.
Kraftar mínir verða líka áfram helgaðir baráttunni gegn
loftslagsbreytingum og samstarfi við þjóðir nær og fjær um aukna nýtingu
hreinnar orku.
Frelsi frá daglegum önnum hér á staðnum mun einnig gefa mér meiri
tíma til að sinna vaxandi ákalli um myndun alþjóðlegrar samstöðu umverndun hafanna og sjálfbæra nýtingu auðlinda sjávar, verkefni
  sem öðlast
getur aukinn styrk í krafti reynslu og tækni sem við Íslendingar höfum að
miðla.
 


Já lesendur góðir, Ólafur Ragnar Grímsson er ekki horfinn af sviðinu, til þess er hann of fyrirferðarmikill persónuleiki, hann er engum líkur!!! Eða hvað? Ef til    vill fær hann hundrað þúsund undirskriftir, svo hann getur ekki hætt?  Hveir veit?

fimmtudagur, 31. desember 2015

Skýring á flóttamannastraumnum

Í Information i dag er útskýrt hvers vegna straumur flóttamannna jókst svo mikið á þessu ári. 
Höfuðskýringin er niðurskurður í flóttamannastyrk Sameinuðu þjóðanna í nágrannalöndum Sýrlands. Sem gerir það að verkum að fólk gat ekki brauðfætt sig lengur. Það fékk 34 dollara áður í styrk, nú fór hann  langt undir 20 dollara, en var hækkaður smávegis nema í Jórdaníu.  Sem nægir ekki fyrir mat og læknishjálp. Svo má fólk ekki vinna í Jórdaníu og Líbanon.   Þess
vegna fór fólk á hreyfingu, og það veit að það fær langtum betri meðferð í Evrópusambandslöndum.  Stór hluti barna fær ekki skólagöngu í nærlöndunum. Aukning verður aftur með vorinu nema breyting verði á.  Margir hafa snúið aftur til stríðshrjáðs Sýrlands ef þeir hafa að einhverju að hverfa. Að hírast í þröngum flóttamannabúðum er ekki mannsæmandi til lengdar.  Niðurlægingin verður algjör. Eins og dæmin sanna.

Svo eru það fá lönd sem fá bylgju yfir sig. Öfgastjórnir hafa tekið yfir í Ungverjalandi og Póllandi. Svo spurningin er hvort landamæri og girðingar verði höfuðmálið næstu árin. Nema vitræn lausn fáist í stríðum MiðAusturlanda. Sem er stóra málið.  Svo eigum við að taka við hópi, vonandi gengur það vel.  Ekki eitt stjórnarfíaskóið í viðbót.    

Ég óska öllum lesendum, kunningjum og vinum árs og friðar.  Friður er það sem skiptir mestu máli í heiminum í dag.  

þriðjudagur, 29. desember 2015

Kvikmyndir: Haskell Wexler látinn

Haskell Wexler lést fyrir nokkrum dögum, háaldraður 93 ára gamall. Margir spyrja hver var nú það?

Wexler var kvikmyndatökumaður í ansi mörgum kvikmyndum, eflaust mörgum sem lesendur mínir hafa séð.  Það sem kannski var merkilegra að hann var líka leikstjóri að ótal heimildamyndum sem vöktu mikla athygli.  Og hann var róttækur bandarískur menntamaður. Besti vinur hans í skóla var Barney Rosset sem var einn þekktasti útgefandi Bandaríkjanna, átti Grove Press og kynnt marga fremstu rithöfunda heims fyrir Bandaríkjamönnum.  Samuel Beckett, Pablo Neruda, Octavio Paz, Kenzaburō Ōe , Harold Pinter, Henry Miller, William S. Burroughs, Khushwant Singh, Jean Genet, John Rechy, Eugène Ionesco and Tom Stoppard.

Wexler fór að vinna í kvikmyndum eftir að hafa verið í hernum í Síðari Heimsstyrjöldinni.  Þegar ég var ungur maður með kvikmyndaáhuga fór ég að verða var við þennan kvikmyndatökumann sem var ekki bara tökumaður heldur maður sem kom mörgum nýjungum inn í Hollywood kvikmyndir.  Ég vissi til dæmis ekki að það var hann sem notaði
nýja aðferð við að kvikmynda litað fólk í myndinni In the Heat of the Night sem gerðir það mannnlegra og eðlilegra en áður hafði verið gert. Þar var Sidney Poitier í aðalhlutverki.  Á þessum tíma gerði hann myndir eins og America America (Elia Kazan) Who is afraid of Virginia Wolf, In the Heat of the Night, The Best Man, Bound for Glory, The Thomas Crown Affair, Gauðkshreiðrið ( hann var rekinn við tökur og annar tók við, hann gat verið harður í horn að taka ef honum mislíkaði eitthvað). 
), Who

Hann gerði örfáar leiknar myndir og ein mun halda nafni hans á lofti. Medium Cool.  Ég man hana ennþá frá því hún var sýnd í Háskólabíó, ætli það hafi ekk verið 1969?  Þar blandaði hann saman leikinni mynd og atburðum á þingi demókrata í Chigaco. Hann tók myndina sjálfur og notaði cinema verité stíl, handahelda myndavél allan tímann.  Hér að ofan eru mótmælin sem hann notaði í myndinni.

Í heimildamyndum sínum kom fram róttækni hans í efnisvali, Vietnamstríðið, atburðir og yfirgangur Bandaríkjanna í Mið og Suður-Ameríku, mannréttinda og stéttabarátta í Bandaríkjunum.  Hann var til dauðadags fullur af lífi og orku.  Vinir hans trúðu því ekki að hann myndi deyja, hann ræddi endalaust stjórnmál tók þátt í þeim alveg til dauðadags þegar hann dó í svefni. 

Þeir hverfa nú einn af öðrum þessir menn sem gerðu líf manns áhugavert og spennandi þegar maður var ungur og brennandi af áhuga.  Hann kom víða við, kynntis Woody Guthrie í hernum, Mike Bloomfield gítarleikari var frændi hans og kom að vali á tónlist í Medium Cool.

sunnudagur, 27. desember 2015

Pútín: Sjúkleg ást frá hægri og vinstri

Staksteinar elska Pútín, talsmaður NATO á Íslandi gagnrýnir það, Egill Helgason skrifar um það og bætir við upplýsingum.   Það er óhugnanlegt að fyrrverandi Forsætis og utanríkisráðherra skuli haga sér eins og kjáni í jafn mikilvægum utanríkismálum. Hann þjónar herrum sínum Stórútgerðaraðlinum á Íslandi.  Þá skal allt víkja. 

Pútín hélt sinn árlega blaðamannafund fyrir fjölmiðlafólk alls staðar að úr Rússlandi, það gerir hann einu sinni á ári!  Fundir sem eiga að vera allt að 3 klukkutímum en hafa farið upp í  5 tíma í nokkur skipti.  Þar lætur hann gamminn geisa sem honum er einum lagið.  Fær margar jákvæðar og smjaðurkenndar spurningar frá rússnesku fjölmiðlafólki en líka gagnrýnar. Fundurinn var stuttur í ár talað var um að hann væri ekki vel upplagður. 

Hvað sagði hann sem vakti óhug?

Forseti Knattspyrnusambandsins Sett Blatter sem allir heiðarlegir menn reyna að forðast,  ætti að fá
Friðarverðlaun Nóbels

Donald Trump er vitur og hæfileikaríkur maður.

Tyrkir hafa ákveðið að sleikja Ameríkana á ákveðnum stað.

Rússar hafa fólk með ákveðin verkefni á hernaðarsviðinu.
 Þetta hefur Pútín ekki viðurkennt áður.

Það er til fólk á Íslandi, til hægri og til vinstri, sem finnst Pútín standa sig vel, hann stendur í hárinu á Bandaríkjunum (sem bera mesta ábyrgð á heimsástandinu í dag), en það verða þeir að gera með því að þurrka út blóðidrifinn feril hans.  Þar sem stjórnmál og glæpastarfsemi tengjast órjúfanlegum böndum. Ættingjar og vinir fá að komast áfram, andstæðingum er rutt úr vegi, þeir lenda í fangelsi útlegð eða hverfa af yfirborði jarðar.  Það er allt í lagi bara af því hann lætur ESB hafa það óþvegið.  

 Þannig er siðferðiskennd margra því miður.




laugardagur, 26. desember 2015

Björn Bjarnason: Varðberg lifir góðu lífi

Enn eru til samtökin Varðberg samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál.  Þau starfa undir styrkri handleiðslu Björns Bjarnasonar, reka meira að segja fréttastofu.  Aðalháherslan í dag virðist vera að kynda undir hatur og óróleika á fólki frá Miðausturlöndum Islan trúar og ýta
undir stríðsæsingar með fréttum sem þeim finnst líklega að RÚV hafi ekki fjalla nógusamlega um.  Björn Bjarnason er iðinn við kolann það er gott að sjá hve hann er enn frískur og frár í baráttunni gegn liðleskjunum á RUV og öðrum kommúnistum.  


Hryðjuverkaforingi laumaðist til Bretlands í aðdraganda árásar í París

 Rússnesk yfirvöld hefja nýjan málarekstur gegn Bill Browder

 Þýskaland: Leitað að flóttamönnum með fölsuð vegabréf

 Fyrsti dróni NATO sendur á loft

fimmtudagur, 24. desember 2015

Jólakveðja frá einlægum bloggara

Jólakveðjur til lesenda minna og ég tala nú ekki þá sem hafa fengið mér efni í hendurnar til að spinna og prjóna á bloggið mitt. Þetta ár hefur verið gjöfult. Ráðamenn hafa veitt okkur ótakmarkaðan aðgang að flónsku sem ég vanmet ekki. En ég sendi þeim og öðrum löndum kærar Jólakveðjur með ósk um sama áframhald.




miðvikudagur, 23. desember 2015

Jólakveðjur ráðamanna: Og bræður munu berjast

Já, þá eru þeir komnir í hár saman á jólunum!   

Þessar elskur, ekki ætla ég að gelta á þá á þessum hátíðarstundum.  

Ólafur veit alltaf hvað hann er að gera. Tilgangurinn helgar meðalið. 

Og eflaust kemur þetta sér  líka vel fyrir Bjarna í sínum kreds (á góðri íslensku). 

Það þóti gott hérna öðru hverju að baula á Ólaf Ragnar. 


Ég segi eins og kona mín:  Þetta er eins og í einhverri Dickens sögu. 

Það vantar bara fleiri í púkkið.  En ætli forsætisráðherrann hafi ekki vit að því að segja ekki neitt. Og þó.

Svo allt í einu fara menn að ræða um Rússaviðskiptin okkar.  Sem enginn minntist á á aðalfundi útgerðaraðalsins.  Þá kom í ljós að allt var í besta gengi þrátt fyrir viðskiptabannið. 

En lesendur góðir, allt í einu eru til peningar til að senda til útgerðarinnar milljarða. 

Sem voru ekki til í Landspítalann og heilsugæsluna. 

Já, fjármálapólitík er skrítin á Íslandi. 

Enn og aftur gleðileg jól.   !!!!!