Landbúnaðarráðherrann stendur sig vel. Lætur lítið á sér bera. Skipar nefnd til að fjalla um framtíð landbúnaðar og lætur hana aldrei koma saman. Fjárútlát til greinarinnar eru afgreidd í rólegheitum í ríkisstjórn (ef hún þá samþykkti þetta) og eiga að læðast inn í fjárlög næstu árin. Allt þetta gerir Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra i góðu samstarfii við efnahags- og fjármálaráðherra, flokkarnir í ríkisstjórn eru samannjörvaðir.
Aðrir flokkar virðast hafa lítið um þetta að segja. Ekki orð fyrr en búið er að afgreiða málin.
Líklega þorir enginn að taka á þessu. Samfylkingarmenn ræða þetta núna. Aldrei spurði Árni Páll hvort nefndin ætti að koma saman ekki heldur Ögmundur fyrir Vinstri græna en þeir voru skipaðir af sínum flokkum. Umræða í Kastljósi skilaði ekki miklu, þingmaður frá Bjartri framtíð vissi ekki nógu mikið. Hún hafði ekkert að gera í atvinnuumræðubónda og þingmann.
Samningar ríkisins og bænda eru um margt merkilegir. Þeir skiptast í 4 hluta:
Allt hljómar þetta vel, velferð dýra, bæta gæði á nautakjöti, lífræn ræktun og fjölbreytni. En ...... ekkert gert í samvinnu við minnihluta á Alþingi, neytendasamtök, neytendur í landinu, samkeppni í verki fær lítinn hljómgrunn. Öll vinnubrögð af þessu tæi bjóða upp á áframhaldandi nagg og tuð, fáir vilja drepa niður allan landbúnað í landinu. Við eigum góðar vörur á mörgum sviðum ekki öllum, því er kominn tími á meiri samkeppni bæði innanlands og með innflutningi frá öðrum löndum, einangrun býður upp á spillingu, ákveðnir flokkar eiga vissar atvinnugreinar. Við þolum samkeppni við aðra. Þess vegna eru þetta fáránleg vinnubrögð, það þarf að styrkja landbúnað, aðrar þjóðir gera það. En við þurfum ekki að læðupokast með það. Það er okkur öllum í hag að vinna saman. Hafa allt á borðinu. Landbúnaður vel skipulagður og stundaður er fín atvinnugrein, Þetta er grein sem þarf að hlúa vel að, við þurfum að dreifa henni um allt land, Hafa góða lagaumgjörð, hætta að stunda stríð og sífelldar deilur.
Maður verður að rækta garð sinn, vel.
Myndir: Greinarhöfundur, að vestan.
Lög landbúnaðar
Aðrir flokkar virðast hafa lítið um þetta að segja. Ekki orð fyrr en búið er að afgreiða málin.
Líklega þorir enginn að taka á þessu. Samfylkingarmenn ræða þetta núna. Aldrei spurði Árni Páll hvort nefndin ætti að koma saman ekki heldur Ögmundur fyrir Vinstri græna en þeir voru skipaðir af sínum flokkum. Umræða í Kastljósi skilaði ekki miklu, þingmaður frá Bjartri framtíð vissi ekki nógu mikið. Hún hafði ekkert að gera í atvinnuumræðubónda og þingmann.
Samningar ríkisins og bænda eru um margt merkilegir. Þeir skiptast í 4 hluta:
- Rammasamningur
- Búvörusamningur um sauðfé
- Búvörusamningur um nautgriparækt
- Búvörusamningur um garðyrkju
- Rammasamningurinn setur ramma utan um allar greinarnar:
- Inngangur og markmið 1.1 Meginmarkmið samnings þessa er að efla íslenskan landbúnað og skapa greininni sem fjölbreyttust sóknarfæri. Samningnum er ætlað að skapa landbúnaðinum ramma til að auka verðmætasköpun og nýta sem best tækifærin sem felast í sveitum landsins í þágu bænda, neytenda og samfélagsins alls. Sú uppbygging þarf að fara fram á grundvelli sérstöðu, sjálfbærni og fjölbreytni. Í því skyni eru í samningnum ný verkefni sem ætlað er að treysta stoðir landbúnaðarins og ýta undir framþróun og nýsköpun.
- 1.2 Markmið:
Að almenn starfsskilyrði í framleiðslu og vinnslu búvara ásamt stuðningi ríkisins stuðli að áframhaldandi hagræðingu, bættri samkeppnishæfni og fjölbreyttu framboði gæðaafurða á sanngjörnu verði.
Að tryggja að bændum standi til boða leiðbeiningaþjónusta og skýrsluhaldshugbúnaður til að styðja við framgang markmiða samningsins.
Að við búvöruframleiðsluna sé gætt sjónarmiða um velferð dýra, heilnæmi afurða, umhverfisvernd og sjálfbæra landnýtingu.
Að auka vægi lífrænnar framleiðslu.
Að stuðningur ríkisins stuðli að áframhaldandi þróun í greininni og bættri afkomu bænda.
Að auðvelda nýliðun, þannig að nauðsynleg kynslóðaskipti geti orðið í hópi framleiðenda og tryggja að stuðningur ríkisins nýtist sem best starfandi bændum. (Úr Rammasamningi)
Útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar
níu hundruð milljónir árið 2017 en fara stiglækkandi út samningstímann
og verða heldur lægri á síðasta ári samningsins en þau verða í ár.
Ástæður aukningarinnar eru þær helstar að tímabundið
framlag vegna innleiðingar á nýjum reglugerðum um velferð dýra hafa
mikinn kostnað í för með sér, stuðningur við átak í tengslum við
innflutning á nýju erfðaefni af holdanautastofni til að efla framleiðslu
og bæta gæði á nautakjöti, aukinn stuðningur við lífræna ræktun og
framlög til að skjóta stoðum undir aukna fjölbreytni í landbúnaði. (fréttatilkynning ráðuneytis)
Allt hljómar þetta vel, velferð dýra, bæta gæði á nautakjöti, lífræn ræktun og fjölbreytni. En ...... ekkert gert í samvinnu við minnihluta á Alþingi, neytendasamtök, neytendur í landinu, samkeppni í verki fær lítinn hljómgrunn. Öll vinnubrögð af þessu tæi bjóða upp á áframhaldandi nagg og tuð, fáir vilja drepa niður allan landbúnað í landinu. Við eigum góðar vörur á mörgum sviðum ekki öllum, því er kominn tími á meiri samkeppni bæði innanlands og með innflutningi frá öðrum löndum, einangrun býður upp á spillingu, ákveðnir flokkar eiga vissar atvinnugreinar. Við þolum samkeppni við aðra. Þess vegna eru þetta fáránleg vinnubrögð, það þarf að styrkja landbúnað, aðrar þjóðir gera það. En við þurfum ekki að læðupokast með það. Það er okkur öllum í hag að vinna saman. Hafa allt á borðinu. Landbúnaður vel skipulagður og stundaður er fín atvinnugrein, Þetta er grein sem þarf að hlúa vel að, við þurfum að dreifa henni um allt land, Hafa góða lagaumgjörð, hætta að stunda stríð og sífelldar deilur.
Maður verður að rækta garð sinn, vel.
Myndir: Greinarhöfundur, að vestan.
Lög og reglugerðir
Lög landbúnaðar
- Lög nr.6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl.
- Lög nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni
- Lög nr. 63/1989 um Hagþjónustu landbúnaðarins
- Lög nr. 54/1990 um innflutning dýra
- Lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið
- Lög nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim
- Lög nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum
- Lög nr. 15/1994 um dýravernd
- Lög nr. 162/1994 um lífræna landbúnaðarframleiðslu
- Lög nr. 84/1997 um búnaðargjald
- Lög nr. 70/1998 Búnaðarlög
- Lög nr. 103/2002 um búfjárhald o.fl.
- Lög nr. 80/2004, Ábúðarlög
- Lög nr. 81/2004, Jarðalög
- Lög nr. 88/2005 Tollalög
- Lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði
- Lög nr. 95/2006 um landshlutaverkefni í skógrækt