þriðjudagur, 12. apríl 2016

Sigmundur Davíð og heiðarleikinn

Jæja, nú er hann farinn í frí og segist ætla að koma aftur, I will be back...Hjálp. Og lýkur (kannski) vetrinum með bréfi til flokksmanna sinna, fullur af iðrun og yfirbót og biður félaga sína fyrirgefningar: NOT!  Það er ekki hans stíll.  Nei, öll hans óhamingja kemur að utan, það eru fjölmiðlar sem leggja gildru fyrir hann, elta hann á röndum, allt er öðrum að kenna.  Sigmundur sem einu sinni vann á RUV, virðist haldinn þeirri firru að það sé tilgangur fréttamiðla að ofsækja hann og fjölskyldu hans, hann ræðir lítið um aðra stjórnmálamenn hann er svo sjálfhverfur.  Að hann sjálfur segi sannleikann, andstæðingar heyra ekki eða skilja hann. Hann veitir góðar upplýsingar, aðrir gera það ekki. Það er hann og fjölskyldan gegn þeim. Þessi framkoma hans  hefur ekki komið upp núna í mars mánuði þetta hefur einkennt hans stjórnartíð.  Að búa til samsæri, fá samstarfsmenn sína með í samsærið.  Neita að tala við stærstu og bestu fjölmiðla landsins.  Samt lítur hann á sjálfan sig svo heiðarlegan og hreinskiptinn: 

Ef þetta er svo hvers vegna eru þessar ótal efasemdir sem sótt hafa að löndum hans.  Hvað er það sem þeir tala um hjá þessum ofurheiðarlega manni? 

-   Í viðtalinu fræga koma fram að hann hafði prókúru á Aflandsfélagi.
-   Hafði verið eigandi á Aflandsfélagi seldi það konu sinni á 1 dollar á seinasta möguleg dega fyrir ný lög.
-   Hann neitaði fyrst í viðtalinu að eiga eða hafa átt Aflandsfélag
-   Hann tók þátt í starfi og uppbyggingu samninga ríkisins við kröfuhafa, þótt konan hans væri einn kröfuhafinn með hundraðmilljóna kröfur lagalega og hann líka siðferðilega.
-   Ástæður hans fyrir ýmsu atferli hans virðast vera að innst inni er samviska hans að kveinka sér sem brýst  síðan út í reiðiköstum og samsæriskenningum.
- Hann gerir sér ekki grein fyrir að Uppdrag granskning í sænska sjónvarpinu er ekki bara einhver þáttur sem beitir óhefðbundnum aðferðum,  heldur er þetta virtasti sænski rannsóknaþátturinn, það hafa margir sænskir stjórnmálamenn og embættismenn staðið hikkstandi yfir spurningum þeirra.  Þó kanski hafi viðtalið við Sigmund Davíð verið algjörlega einstakt. Enda heimsfrægt. Við getum núna tekið undir orðastagl SDG um heimsfrægð.  Við Íslendingar erum heimsfrægir, að endemum.

Og ekki batnar málflutningur hans í þessu bréfi hér að neðan, hvergi iðrun, bara eftirsjá að hafa ekki getað staðið sig betur og uppgötvað fyrr gildruna, fundið óvininn! Engin afsökunarbeiðni ekkert samviskubit.   Hvað kallar maður fólk sem hefur þessa heimssýn?  Hvar er sjálfskoðunin, hvar er samvinna við félaga og vini? Er þetta veröld Sigmundar, veröld úlfa og refa?



Gáttir allar
áður
gangi fram um skoðast skyli, um skyggnast skyli,
því að óvíst er að vita
hvar óvinir
sitja á
fleti fyrir.


_____________________________________________________


Hér er sagt frá bréfi Sigmundar Davíðs:

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að and­stæðing­ar hans vilji ekki heyra eða skilja „sann­leik­ann“. Hann seg­ir að hann hefði átt að upp­lýsa um blekk­ing­ar sjón­varps­manna strax, frek­ar en að leggja ein­göngu áherslu á að veita „góðar upp­lýs­ing­ar.“ Við verðum: að muna að allt sem gert var er í fullu sam­ræmi við lög og regl­ur, öll fjár­mál okk­ar hjóna eru og voru tí­unduð eins og vera ber í skatt­fram­tali okk­ar,“.
Þetta kem­ur fram í bréfi sem Sig­mund­ur Davíð sendi flokks­mönn­um Fram­sókn­ar­flokks­ins í dag. Þingmaður­inn er far­inn í ótíma­bundið frí frá þing­störf­um.
Í bréf­inu seg­ir Sig­mund­ur Davíð að síðustu vik­ur hafi verið hon­um og hans fólki afar erfiðar þó að tím­inn hafi einnig verið lær­dóms­rík­ur. „Þegar hart er sótt að ykk­ur vegna mín eða fjöl­skyldu minn­ar bið ég ykk­ur að muna að allt sem gert var er í fullu sam­ræmi við lög og regl­ur, öll fjár­mál okk­ar hjóna eru og voru tí­unduð eins og vera ber í skatt­fram­tali okk­ar,“ skrif­ar hann.
Þingmaður­inn seg­ir að and­stæðing­ar hans og eig­in­konu hans vilji ekki heyra eða skilja „sann­leik­ann.“ „En þrátt fyr­ir að við hjón­in höfðum birt sam­an­tekt um málið og sýnt fram á að full­yrðing­ar um að for­sæt­is­ráðherra Íslands leyndi pen­ing­um í skatta­skjóli væru ósann­ar vilja and­stæðing­ar okk­ar ekki heyra eða skilja sann­leik­ann. Látið er eins og eng­ar eða ónóg­ar skýr­ing­ar hafi komið fram og and­stæðing­ar okk­ar end­ur­taka í sí­fellu að ég þurfi að skýra mál mitt,“ skrif­ar Sig­mund­ur Davíð. 
„Nú hef­ur verið upp­lýst í sænsk­um sjón­varpsþætti að þeir sjón­varps­menn sem í hlut áttu und­ir­bjuggu skipu­lega viðtal við mig með það eitt í huga að ég yrði lát­inn líta sem verst út. Atriði var hannað á fölsk­um for­send­um sem ætlað var að styðja við sögu sem þegar hafði verið skrifuð óháð staðreynd­um.
Fram kom í þætti þess­um að sænsk­ur sjón­varps­maður sem er þekkt­ur af því að beita óhefðbundn­um aðferðum hafi þó haft efa­semd­ir um að rétt­læt­an­legt væri að beita mig slík­um brögðum. Efa­semd­ir um að ganga eins langt og raun bar vitni í því að rugla viðmæl­and­ann í rím­inu til að láta hann koma sem verst út. Skrifað var hand­rit fyr­ir fram, að því með hvaða hætti dreg­in yrði upp sem nei­kvæðust mynd af mér og mín­um.
Þrátt fyr­ir að upp­legg hafi verið með þess­um hætti er ég fyrst­ur manna til að viður­kenna að ég stóð mig illa i um­ræddu viðtali. Á sama augna­blik­inu áttaði ég mig á því að all­ur aðdrag­andi viðtals­ins hafði byggst á ósann­ind­um og til­gang­ur­inn verið sá að leiða mig í gildru til að hanka mig á ein­hverju en um leið var ég að reyna að átta mig á því að hverju það snéri. Ég bið ykk­ur af­sök­un­ar á framistöðu minni í um­ræddu viðtali. Eng­um finnst sú fram­istaða sár­ari en mér sjálf­um“, skrif­ar Sig­mund­ur einnig.
„Ég hefði því átt að upp­lýsa um blekk­ing­ar sjón­varps­mann­anna strax frem­ur en að leggja ein­göngu áherslu á að veita góðar upp­lýs­ing­ar í þeirri trú að menn sæju þá ekki leng­ur ástæðu til að setja málið fram með þeim hætti sem raun varð. Sömu­leiðis hefði ég viljað gera margt á ann­an veg, eft­ir á að hyggja.
Á tím­um sem þess­um kem­ur einnig í ljós hverj­ir eru vin­ir í raun og líka að ekki eru all­ir viðhlæj­end­ur vin­ir. Sum­ir þeirra sem ég hafði jafn­vel ef­ast um að styddu mig í raun hafa í þess­um erfiðleik­um reynst mér ein­stak­lega vel sem gegn­heil­ir vin­ir. Í þessu felst mik­ill lær­dóm­ur um mik­il­vægi þess að hafa ætíð op­inn huga gagn­vart fólki og ekki draga álykt­an­ir nema út frá staðreynd­um.
Ég skil mjög vel að marg­ir hafi upp­lifað óvissu und­an­farna daga. En nú er mik­il­vægt við styðjum öll við bakið á Sig­urði Inga og veit­um hon­um og öðrum ráðherr­um og þing­mönn­um þann stuðning sem nauðsyn­leg­ur er til að ljúka hratt og vel þeim mik­il­vægu verk­efn­um sem eru kom­in svo vel á veg,“ seg­ir einnig í bréf­inu.




 

Skrifa myndatexta


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

sunnudagur, 10. apríl 2016

Hrokafulli Bjarni

Hann kemur á skjáinn eins og ekkert hafi gerst, heimurinn sé nákvæmlega eins og hann var árið 2006! Hann segir okkur frá samstöðunni inan flokks síns, ánægju flokksmanna með sig.
Þannig er Lífið í Sjálfstæðisflokknum.


Engin Græðgi, ekkert Siðleysi, Engin Klækjabrögð .(eins og talað er um í dönsku þáttunum
Svikamyllan á RUV, takið eftir á RUV!)


Eða hvað? Á maður að trúa því að allir Sjálfstæðismenn hafi þessa einföldu sýn á flokk sínum og formanni sínum? Trúa þeir því að formaðurinn hafi hreinan skjöld þrátt fyrir allt of oft hafi komið upp efasemdir annað? Trúa þeir að margir framámenn þeirra sem hafa verið leynt og ljóst að skera niður skatta hátekjumanna, umgengist töluverðan hluta þessara 600 aðila sem eiga eða hafa átt aflandsfélög (sjáum til þegar nöfnin koma) að þessi félög hafi aldrei borist í tal? Eigum við að halda að Sjálfstæðismenn fái kjánastimpil um leið ag þeir aðhyllast Sjálfstæðisstefnuna með stórum staf?

Er það ekkert óeðlilegt að fjölskyldur formanna Stjórnarflokkanna hafi legið saman í viðskiptum svo oft? Er það kannski allt lygi af því að Stundin skrifar um þetta, Morgunblaðið skrifar ekki um svona hluti, sægreifarnir eiga eflaust eftir að koma við sögu. Í þessari endalausu framhaldssögu bananalýðveldisins. Ég trúi því ekki að margir Sjálfstæðismenn hafi ekki fengið nóg, kötturinn minn er búinn að fá upp í kok, ælir þessum óþverra öðru hverju. 
Ef svo er ekki, þá erum við illa stödd.



laugardagur, 9. apríl 2016

Ráðamenn : Siðferðilegt skilningsleysi

Það er skrítið eftir það sem hefur gengið á frá því á sunnudaginn að sjá Sigmund Davíð birtast í ræðustóli á Alþingi þar sem hann er ekki að biðjast afsökunar og láta sig síðan hverfa.  Nei, hann ræðir bara hversu góður stjórnandi hann sé og hversu góð verk hann hafi framkvæmt. 

Venjulega er það nú þannig að þegar maður hefur orðið sér til skammar þá lætur maður sig hverfa, ég tala nú ekki þegar maður hefur orðið sér til skammar gagnvart öllum heiminum.  Það er eins og ekkert hafi gerst.  

Það er því ekki furða að helsti heimspekingur okkar og sérfræðingur í siðfræði Vilhjálmur Árnason finnist þetta ótrúlegt:

„Það var ekki litið á inntak og markmið laga og reglna heldur bara á bókstafinn og helst þannig að maður reyndi að komast sem lengst frá honum án þess að upp um mann kæmist. Þetta vorum við helst að ræða út frá fjármálamönnum í [Rannsóknarskýrslu Alþingis] en hér er um að ræða stjórnmálamenn sem eru gæslumenn almannahagsmuna. Það er sérstaklega sláandi og til marks um mikið siðferðilegt skilningsleysi þegar menn verja sig út frá stöðu sakamannsins ef svo má segja, að „ég hafi ekki gert neitt rangt fyrr en sekt er sönnuð“, í stað þess að skilja bara ákveðin grundvallaratriði sem varða trúnað, trúmennsku og trúverðugleika þeirra sem við höfum falið að fara með fjöregg þjóðarinnar.“

fimmtudagur, 7. apríl 2016

Eftir að rykið sest: Engin iðrun, yfirbót né friðþæging.

Nú á allt að vera í lagi. Ný(gömul) ríkisstjórn sem ber engar syndir hinnar gömlu.  Ný(gamlir)ir ráðherrar taka ekki með sér fornar syndir.  Við þurrkum allt út, allt byrjar á ný.  Þó unnin verði gömlu verkin. Einkavæðing, búvörur, vinavæðing, rassvasabókhald.

Nýr landbúnaðarráðherra hlakkar til að koma búvörusamningnum í gegn.  Að sjálfsögðu aðalverk xB. Neytendur hafa ekkert með það að gera.  Einkamál landbúnaðarelítunnar.
Hann er með sorg í hjarta yfir hvarfi forsætisráðherrans sem geti komið til baka í stjórnmál  „eftir að rykið sest".  Gunnar Bragi er ekki maður sem lætur siðferði þvælast fyrir sér. Ó nei, he will be back.  Tortímandinn snýr aftur. 

Fjármálaráðherrann á góða tíð framundan, við gleymum öllu, Vafningi, BNT, Hlutabréfsala, Seycehelleseyjum, fasteignakaup í fjarlægum slóðum.  Hvað er það? Ég er strax búinn að gleyma því.  Ég er Íslendingurinn, ég gleymi öllu á stundinni. Ég kýs Bjarna í haust, hann er svo röskur og ákveðinn.  Ég vil enga sjóræningja til valda.  Eða hvað?  

Það var kaldhæðið að á sama degi og Tortólastjórnin er mynduð,  skyldu þeir félagar leystir frá Kvíkabryggju, Ólafur, Magnús og Sigurður. Sigurvegarar Hrunsins.  Þeim verður kannski boðið á Bessastaði eins og áður fyrr með Sigmundi Davíð, Gunnari Braga og Bjarna. Allir eru þeir saklausir, þar bítur engin sekt sekan. Eins og húsbóndinn á Bessastöðum sem spilaði með Hrunverjum. Engin iðrun, yfirbót, friðþæging: Eftir að rykið sest. 


miðvikudagur, 6. apríl 2016

Trúðastjórnin: Þau fá ekki frið.

Sjaldan hafa stjórnmál náð eins glæsilegum trúðastatus og í kvöld. Ja, minnsta kosti á Íslandi. Það vantar kannski hrottaleg slagsmál á þinginu í Úkraínu. Það er ekki öll von úti um það. Þetta var bara grín. En þó með vissri alvöru. 

Frammistaða meirihlutans í kvöld, vinnubrögð, framkoma við minnihlutann, sem þeir þykjast ætla að vinna með, virðing gagnvart þjóðinni. Sem hefur sýnt það að það er komið nóg. Mótmæli, umtal í netmiðlum, niðurstaða skoðanakannana. Allt í lágmarki. Þetta er ekkert að marka. Þetta verður öðru vísi í haust.

Aflandseyjaprinsinn Bjarni hefur ekki sýnt iðrun, það er ekki hans sterka hlið. Þetta er allt í fortíðinni. Þetta er annar maður í dag. Eða hvað. Sem segir við minnihlutann, mér er sama um ykkar álit, við erum í meirihluta. Við gerum það sem okkur sýnist. Þroskuð sýn á lýðræði.

Arftakinn Sigurður Ingi hefur varið gjörðir Sigmundar Davíðs, og átti hlut í einu furðulegasta viðtali seinni ára.Með hinni alræmdu málsgrein: Einhvers staðar verða peningarnir að vera. Hafa margir framsóknarþingmanna gagnrýnt gjörðir hjónanna.  Ég hef ekki séð eina grein. Leiðréttið ef ósatt.

Svo ætla þeir að stjórna fram á "haust". Það er ekki ljóst hvenær haustið endar. Fjárlög skipta engu máli.                  "Góðu málin "eru svo mikilvæg: Einkavæðing (sérstaklega í heilbrigðiskerfinu), sala ríkiseigna á góðu verði fyrir vini og ættingja. Öll málin sem fjármálaráðherrann er "sérfræðingur" í.

Já lesendur góðir sporin okkar á Austurvelli verða mörg næstu mánuði. Þau fá ekki frið.














þriðjudagur, 5. apríl 2016

Mótmælin: Virðing fyrir þjóðinni

Við fórum á mótmælin í gær, þvílíkur fjöldi, komumst út úr fjöldanum á korteri. Forsætisráðherrann sýndi loks allri þjóðinni að hann er ekki á réttum stað. Hann á að vera annars staðar með milljónir sínar í fanginu. Þetta er ekki spurning um skatta. Þetta er spurning um virðingu fyrir þjóðini. Þess vegna kom fólk til að tjá sig og sýna.

Var að hlusta á fólk lýsa skoðun sinni í útvarpinu á því hversvegna það hefði mætt á mótmælin í gær á. Það var aðdáunarvert hversu fólk tjáði sig vel, hafði meðvitaða sýn á því hvað væri að gerast. Algengasta orðið var Virðing, valdsmenn eru þjónar fólksins í þeirra umboði.  Þeir eiga að lifa í sama samfélagi og sama landi og við, lykilorðið er virðing. Sigmundur og aðrir Tortólafarar hafa brotið þann hlekk við þjóðina.

Forsætisráðherrann virðist ekki enn hafa skilið það í sínum einkaheimi. 

mánudagur, 4. apríl 2016

Sigmundur Davíð: Skuldadagar



Dagurinn í gær var skrítinn, maður settist niður með doða og drunga, eftir að horfa á Forsætisráðherra koma í viðtal sem hann er „blekktur“ í , æðsti yfirmaður þjóðarinnar missir sig, verður frægur að endemum um allan heim.  Ég sá Sigmund Davíð í Arte, fransk þýskri sjónvarpsstöð í kvöld.  Þetta óraði mann ekki fyrir að sjá Putin, Assad og Sigmund Davíð saman á forsíðublöðum ótal blaða, það var eitthvað sem var óhugsandi, óraunverulegt.

Þegar ég vaknaði í morgun þá var ég sorgbitinn, horfði á forsætisráðherrann bruna á fund sinna manna sem virðast allir líta á hann sem leiðtoga þjóðarinnar eftir þessa útreið, meðvirknin skín af þeim.  Það var sorglegra en tárum taki.  Ætlar að halda áfram að vinna sín „góðu verk“ líklega í samvinnu við Sjálfstæðismenn. Sem þurfa að ræða við sinn formann ekki með hreint mjöl í pokanum.

Sigmundur Davíð, sigurvegari Hrunsins,  sem getur ekki gert grein fyrir sínum málum.  Málflutningurinn byggist á því að búa til möntru:  þetta var gefið upp til skatts.  Endalaust.  Þegar málið snýst ekki bara um það heldur ótal aðra hluti. Meira að segja í skattamálinu er enginn til staðfestingar um heiðarleikann nema þau hjónin sjálf.   Hann er kominn á stað í lífinu þar sem hann ræður ekki við atburðarásina.  Hingað til hefur hann fengið allt upp í hendurnar, hefur getað logið og sagt hálfsannnleik um ótal hluti,  nám, fjárhag, samband og hjónaband við milljarðamæring, faðirinn velefnaður fjármálamaður sem hefur alist upp í skjóli Framsóknarflokksins, fékk fjármuni á vafasaman hátt í skjóli Steingríms Hermannssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar. Dansaði í gegnum Hrunið með milljarða í höndunum.

En nú er komið að skuldadögum, ætlar hann að halda áfram blekkingaleiknum við sjálfan sig og aðra?  Á þjóðin að kveljast, verða að athlægi um allan heim. Ætlast hann til þess að flokkurin hans eigi að halda áfram að vera meðvirkur? Ætlar samverkaflokkurinn að dansa með?

Á þessi sorgarleikur engan endi að taka, því auðvitað er þetta dramatísk atburðarás sem við horfum á: Uppgangur, hrun og fall.  Ungi maðurinn sem kemst til æðstu metorða og sekkur í kviksyndi sjálfsblekkinga og örvæntingar.  En um leið er þetta ævintýrið hans H.C. Andersons um Nýju fötin keisarans.  Nú birtist hann okkur í allri sinni nekt.  Ælultlar hann að þramma áfram, allsnakinn um stræti borgarinnar? Ég vona ekki.

Ég er ekki léttur í lund.  Sorgir mínar eru þungar sem blý.  Mig langar ekkert að lifa með þennan raunveruleika á herðunum.  En .... ég skrölti á fundinn á Austurvelli, aldrei hef ég séð jafnmarga og jafnmikinn troðning.  Það eru ótal margir þúsundir. Tugir þúsunda sem er á sama máli og ég. Mér létti.

Það er komið nóg.  Við neitum að halda áfram að láta leika með okkur.  Við trúum ekki þessum valdamönnum lengur, þótt þeir biðji afsökunar.   Þetta eru ótíndir skálkar. Þeir eiga enga leið aftur í okkar veröld. 



Gullið



ískaldur glampi gullsins

glitfiðrildið  sem dregur okkur að



blindar