miðvikudagur, 8. júní 2016

Forseti: Tími hræsnarans er liðinn

Það eru Forsetakosningar framundan, lesendur mínir hafa eflaust heyrt minnst á það. 
Margt skrítið sem skráð verður í sögubækurnar hefur þegar gerst.  
Forsetinn sjálfur dregur sig til baka þegar hann sér Ritstjórann birtast á sviðinu. 
Ritstjórinn býður sig fram enginn veit af hverju.  Að eigin sögn vegna þess hversu ómissandi hann er íslenskri þjóð.  Hann er í leyfi frá störfum á Morgunblaðinu en virðist reka það með dagskipunum þar sem gömlu trixin eru reynd.  Þessi sem dugðu í hinni pólitíkinni, útúrsnúningar, vandlætingarsvipur, lygar.  Karlinn sem vill ímynda sér að hann hafi

sómatilfinningu.  Eða hvað, hvar er hún? Við þekkjum hvernig svipur hans myrkvast, þegar einhver vogar sér að standa upp gegn honum.  Það voru margir sem misstu starf og æru af návistum við hann.  Hann þrútnar nú af vandlætingu yfir ummælum Guðna.  Einu sinni dugði að hafa uppi svona málflutning, ekki lengur.  Tími hræsnarans er liðinn.  


Af hverju?  Við lifum aðra tíma,  gáttir spillingar opnuðust í Hruninu, og Panamaaflandið bætti um betur.  Við höfum séð samspil stjórnmálaafla og fjárbraskara.  Við viljum ekki slíkt aftur.  Sigmundur Davíð getur reynt að lengja í snörunni en hans tími er liðinn, hann notar alveg sömu trixin og Davíð, útúrsnúningar og lygar.  Hann varð að athlægi um allan heim, heldur hann að hann geti birst sem ráðherra á ný?   Það verður brandari aldarinnar. Nei lesendur góðir, Gömlu brellurnar gömlu siðir valdamafínunnar sem telur að hún eigi okkur öll .  Þess vegna duga klækirnir ekki.  

Þjóðin vill annað, Þess vegna er Æðsti presturinn trúður mánaðarins. Og þeir sem vilja svipta fólk rétti að verða forseti út af trúarskoðunum dæma sig líka úr leik.  Það er enginn fulltrúi í framboði fullkominn og óskeikull, það vitum við öll.  Það er vandræðalegt stundum, að horfa á frambjóðendur "selja sig", segja frá hugmyndum sínum, framtíðarsýnum, lýsa sjálfum sér.  Eflaust flest með imyndarsérfræðinga á bak við sig.  Mér var oft hugsað til þess þegar ég horfði á Guðna í gærkvöldi, það var ekki allt gott hjá honum, manneskjan varð stundum að víkja fyrir ímyndinni, en svona erum við öll.  En sem fræðimaður, fyrirlesari, skýrandi fræða og atburða fyrir alþjóð, sérfræðingur á mörgum sviðum. fjölskyldumaður sem kemur hreinn og beinn til dyra þá virðist hann snerta við eitthvað hjá mörgum. Ef skoðanakannanir birta álit okkar rétt.  

Það eru fleiri afburðamenn að mínu mati, Andri Snær, ég þekki hann sem rithöfund og umhverfisboðbera, nú er það notað gegn honum sem eitthvað neikvætt.  Pabbi hans var með mér í bekk í barna og gagnfræðaskóla, fjölskylda hans bjó í Teigagerði 1 ef ég man rétt, prýðisfólk. Enn hefur hann ekki náð flugi hjá þjóðinni.  Kannski situr í fólki áróður framsóknar gegn listamannalaunum.  Fólk sem ég met mikils hefur ekkert nema gott um hann að segja.  

Halla Tómasdóttir er eflaust góður fulltrúi íshaldsafla íslenskra, en ferill hennar fyrir Hrun gerir hana ómarktæka hjá mér.  Sturla Jónsson kemur ágætleg fyrir í mínum augum en hann vantar þá breidd sem forseti verður að hafa.  Guðrún og Hildur eru konur hugmynda sem eru fjarri mér, sambland af, gömlum hugmyndum um gæsku og hindurvitni.  

Elísabet Jökulsdóttir eru kafli fyrir sig.  Ólíkindatól sem hefur tekist að setja mark sitt á framboðsfundi.  Fundirnir verða mannlegri og hlýlegri með húmor hennar og skáldlega sýn.  En líklega verður hún aldrei forseti.

Frekar ern Ástþór.   

Myndir: Greinarhöfundur í samráði við köttinn  Sergei Flóka
Kosningar eru merkilegt fyrirbrigði.  Alltaf gerist eitthvað óvænt.  Enginn getur ábyrgst úrslit.  Sumir hafa rætt, fyrir þessar kosningar, um að fólk eigi að kjósa eftir sannfæringu, ekki stunda reikningskúnstir til að fá rétt úrslit. Aðrir verðir þungir í skapi þegar þeirra maður virðist ekki ætla að ná því sem skyldi.  En ..... þetta er lýðræðið, við höfum öll eitt atkvæði, bara eitt, og það er 
okkar að ráðstafa því, þú mætir einn(ein) inn í kjörklefann, sem betur fer.  Aðrir geta reynt að hafa áhrif á þig, í okkar heimshluta erum við ein um að kasta í kassann seðlinum, eða í tölvuna:  Þar verður til þetta merkilega fyrirbrigði, meirhlutinn , lýðræðið. Sem við sem einstaklingar erum oft svo sár og svekkt út í.  En sem við getum ekki komist hjá.   





sunnudagur, 5. júní 2016

Pistill um Forseta, Formann og Framsóknarmaddömur

Lesendur mínir hafa eflaust tekið eftir því að pistlar mínir hafa ekki sést seinustu vikunar.  Undirritaður fór að kynna sér Heilbrigðiskerfið af eigin reynslu til að geta tekið virkari þátt í umræðunni um hana á næstunni.  Meira um það seinna. 

Fátt hefur verið fréttnæmt á landinu fyrir utan þessar blessaðar forsetakosningar.  Rúmlega mánaðar kosningabarátta verður svolítið leiðigjörn.  Og spurning hvort menn eigi ekki að hafa hreint mannorðsvottorð.  Auk þess sem fólk þarf að geta tjáð sig í fjölmiðlum, en það virðist
vera töluverður misbrestur á því.  Ég hlustaði á eina konuna í vikunni í viðtali við Óðin, hann þurfti eiginlega að draga hvert orð upp úr henni. Fólk fer ekki á Bessastaði  til að reka Þagnarbúðir (það er nú ansi góð hugmynd), og enn síður að halda fyrirlestra um Heimsástandið á furðulegum forsendum svo maður svitnar.  

Stórfrétt vikunnar var auðvitað enn einn endurkoma Sigmundar Davíðs í mannheima.  Hvar sem hann nú var þá virðist hann ekki hafa hugleitt mál sín seinustu mánuði og ár.  Það var ekki bara verið að tala um einn bankareikning hjá honum, það var svo margt annað sem hann braut af sér sem forsætisráðherra getur ekki gert eða hegaða sér.  Þögn yfir stöðu sem hann á ekki að vera í.  Vera í kröfuaðgerðum og samningum við ríkið þar sem hann æðsti ráðamaður.  Það er sorglegt ef Framsóknarflokkurinn ætlar að gleypa þessa hugmyndir hans um ofsóknir, brjálæði og sakleysi. Það kæmi manni ekki svo sem á óvart.  Nóg eru kjósendur ánægðir með Aflandskarlinn Bjarna Ben og allt hans lið.  Klígjan kom upp í hálsinn þegar fundarmenn stóðu upp til að lýsa yfir samstöðu við Formanninn.  

Sjaldan hef ég séð neitt vandræðalegra þegar Sigmundur reyndi að faðma nokkrar Framsóknarmaddömur líklega gegn vilja sumar þeirra.  Væntanleg kemur formaðurinn tvíefldur í haust með nýja stórmeistaraáætlun að sigra næstu kosningar.  


Myndir: Greinarhöfundur

sunnudagur, 29. maí 2016

Stóru málin: Hver eru þau?

Mönnum er tíðrætt um stóru málin, sem ríkisstjórnin þurfi að ljúka við.  Öllum okkur til dýrðar, þjóðinni. Til bóta öllum þeim sem mættu niður á Austurvelli fyrir nokkrum vikum og sögðu burt, burt!  

Nú eigum við að vera búin að gleyma að mati ráðgjafa ráðherranna, Gleyma forsætisráðherra sem laug að okkur hikstalaust skipti eftir skipti, sat báðum megin við borðið í samningum, hann var og er hrægammur og samdi við hrægamma.  Hafði kannski áhrif á niðurstöðu, verri samninga en ella.  Nú kemur hann til baka galvaskur og byrjar að rífa kjaft sáir í kringum sig andrúmslofti, það var ekki ég sem var þrjóturinn það voru blaðamennirnir, fjölmiðlamennirnir eru bófar. Afland er gott land.  

Svo nú á að halda sér í valdstólana með hrægammaklónum, ég heyri fyrir mér rispuhljóðin.  Meðan ástæðan fyrir kröfum á kosningar er það að við treystum því ekki að eitthvað sem xB gerir sé annað en framlenging á spillingu.  Spillingu með stórum staf.  Því er til lítils að ræða við eða um Ásmund Einar og kó.  Þeir eiga að fara burt.  Þjóðin treystir þeim ekki. 

Við höfum söguna:  ´Halldór Ásgrimsson, Finnur Ingólfsson, Björn Ingi, Ólafur Ólafsson, Búnaðarbankinn, Kaupþing og svo framvegis.  Og svo framvegis. 

Svo kemur Davíð í framboð, ímyndið ykkur forsetaframboð.  Það setur að manni hroll.  Og byrja gamla stjórnmálaleikinn, við vitum í hvaða flokki þú ert, vinur minn.  Þegar okkur er bara alveg sama.  En við munum verkin hans Davíðs, framkomu við manneskjur sem voru ekki hlýðnar.  Við munum leikflétturnar, við munum helmingaskiptin, við munum svo margt.  

Svo stóru málin eru ekki gæluverkerfni xB og xD.  Stóru málin er útrýming spillingar, ný stjórnarskrá sem gefur fólkinu aðgang beint að ákvarðanatöku.   Stóru málin er mál okkar allra.Ekki einkavæðing og úthlutun til réttra vina og kunningja. Stóru málin er betra samfélag og réttlátara.  Stóru málin er virðing fyrir öllum.  Hvaðan sem þeir koma. 









Mynd með færslu









Eins og kemur fram í leiðbeiningum kærunefndar útlendingamála í úrskurðinum taldi nefndin líklegt að frestur til að framkvæma ákvörðun á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar væri liðinn. Hinn 19. maí sl. óskaði talsmaður hælisleitandans eftir því við Útlendingastofnun að málið yrði tekið til efnismeðferðar hjá stofnuninni. Hinn 20. maí svaraði Útlendingastofnun erindi talsmanns þar sem útskýrt var að ekki væru forsendur til þess, enda hefði úrskurður kærunefndar ekki kveðið á um slíkt. Þá var talsmanni einnig greint frá því að vegna háttsemi umbjóðanda hennar, sem leiddi til þess að ekki var unnt að framkvæma ákvörðunina, hefði frestur til framkvæmdar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar framlengst í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Mátti talsmanni umsækjanda því vera fullljóst hvernig málinu var háttað.

föstudagur, 27. maí 2016

Retro Stefson; Eyrarbakki: Lofsöngur til Bakkans

Gaman að sjá þá leika sér á bernskuslóðum mínum, Retro Stefson félagana, ég var tvö sumur hjá ömmu minni í Stígprýði á Eyrarbakka. Þetta er óður til þessa einstaka umhverfis, þessi dásamlegu hús sem hafa fengið nýja ævidaga, líta mörg út betur núna heldur en þá.  Það voru öðruvísi hreyfingar heldur en hjá Unnsteini og Haraldi í denn , fótbolti á túninu við hliðina á Litlahrauni þar sem Gunnar Huseby æfði kúlu hinum megin við girðinguna, fjaran var alltaf endalaus uppspretta hugmynda og leikja, bátarnir í slippnum, njólarnir voru sverð.  Þeir félagar dansa fyrir austan húsið mitt ! Svo var alvara lífsins ná í kýrnar hans Manga frænda, kartöfluupptekja í 2 mánuði oft ansi erfitt, heyskapur úti á engjum.  Já, þetta voru aðrir tímar, Veröld sem var. Sæt í minningunni.  


https://youtu.be/ZaUM-yG8IAA


 

fimmtudagur, 26. maí 2016

Útlendingastofnun: Þar sem Jesús er ekki til

Enn eitt mál, enn ein hörmung, karl sem búinn er að vera í 41/2 ár, á Íslandi. 

Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð

en ætli það sé ekki bara í lagi, Dyflinnar reglan blívur, hvað ætli Dublin búar hugsi um það?  Vera kenndur við níðingslegar aðferðir víða um lönd. 

Hvað gerir Mannréttindastofa Reykjavíkurborgar í svona málum? Hvað gerir Amnesty ?  Er Kærunefnd útlendingamála einhver dula sem enginn þarf að taka tillit til? Varðar þetta nokkur Þjóðkirkju Íslands?

Okafor búinn að vera í fjögur og hálft ár.  Það væri auðvitað fáránlegt að stofnanir í Svíþjóð og á Íslandi ræddu málið, væri það  málsmeðferð Svía að senda alla samsvarandi til síns heimalands. Þar sem ekki eru beint friðsælt.  Eða kæmi í ljós að hann gæti átt framtíðardvöl í Svíþjóð og þá væri hægt að hliðra til manni sem búinn er að vera þennan tíma á Íslandi að fá vera áfram?  Þetta eru auðvitað fáránlegar hugmyndir að lögfræðingar í tveim löndum ræddu málin saman? 

Er ekki komnn tími til að skipa rannsóknarnefnd til að skoða þessi vinnubrögð.  Stofnun sem fékk nýlega erlenda aðila að segja hve hún ynni vel.  En sem vekur almennan viðbjóð hér á landi.  Eða fá umboðsmann Alþingis til að skoða meðferð Útlendingastofnunar á lögum Alþingis.  Er þetta lagameðferð sem er okkur til sóma?



þriðjudagur, 24. maí 2016

Álitsgjafar og Vitaverðir

Að vera álitsgjafi ( þetta skrítna orð) en samt eitthvað sem ég ber virðingu, fyrir ef það er notað í þeirri merkingu sem ég vil. 
Við þurfum á þeim að halda sem kryfja og segja sannleikann um okkar tíma.  Það er svo margt sem vekur óhug, það er erfitt að rísa upp á morgnana og lesa um eða horfa á seinustu
hörmungar heimsins eða nýjustu axarsköft ráðamanna.

Stríðin fyrir botni Miðjarðarhafs, dekur okkar við harðstjóra víða um heim, Kína, Rússland, Tyrkland, Sýrland.  Uppgangur hálffasískra afla í Evrópu (ég segi hálf því að enn hafa þau ekki getað stjórnað leikreglunum þótt oft sé stutt í það).Skuggi þeirra verður á dimmari og skyggir á sól lýðræðis. 

Svo kemur það sem er ískyggilegast fyrir okkur, það er leið okkar sjálfra inn í spillingarríki sem stundum hafa verið kennd við banana.  Dæmin eru svo mörg að endalaus eru.  Svo við
hugsum bara um það sem hefur dunið yfir okkur seinustu daga.  Endurkoma siðlauss fyrrum forsætisráðherra, viðbrögðin við því (við búum í lýðræðisþjóðfélagi hann hefur rétt á því að bjóða sig fram), Framboð Davíðs í forsetakjör  sem á að mati mínu ekkert erindi á Bessastaði.


Einn af mínum uppáhalds álitsgjöfum er rithöfundurinn Auður Jónsdóttir, sem kemur frá sér skoðunum sínum um ógnartíma vorra daga svo skorinort án þess að skrumskæla veruleikann sem tíðkast nú til dags. Í Kjarnanum í dag er góður pistill. Hvert stefnir Ísland í dag.  

Hún lýsir ástandinu í dag, spurningin um lýðræðið, hvort græðgisöflin ætli að ganga af því dauðu. Hún er svo einlæg, hrein og bein.  Álitsgjafar mínir þurfa ekki allir að vera eins, fjölbreytnin gefur þeim lit og ljós. Þeir eru vitaverðir sem lýsa upp depurðina. Ég get nefnt Björn Þorláksson, Indriða Þorláksson, Láru Hönnu, Guðmund Andra, Arngrím Vídalín, Illuga Jökuls.  Þeir þau eru langtum fleiri en þessi duga í bili.  Minnið farið að gefa sig hjá sjötugum kalli! 

Já, ég var að tala um Auði Jónsdóttur, hún talar um lýðræðið og fólkið. Sem geta ekki án hvors annars verið: 

Það er fólkið sem blæs anda í lýð­ræð­ið. Spurn­ingin er ekki hvort lýð­ræðið eigi að snú­ast um rétt okkar eða hvort við ætlum að fórna okkur fyrir það heldur um sam­spil lýð­ræðis og íbúa. Lýð­ræðið á að virka í þágu íbú­anna og til þess að lýð­ræðið geri það verða íbú­arnir að starfa í þágu þess. Því lýð­ræðið er eins og líf­vera. Það lifir við ákveðnar aðstæður og deyr við aðr­ar. En það krefst þess að við hlúum að því, rann­sökum það og gagn­rýnum ósmeyk á upp­byggi­legan hátt, skiljum það, virðum það og virðum sjálf okk­ur. Það krefst þess að íbúum í lýð­ræð­is­ríki finn­ist þeir búa við sann­girni og mann­úð­legt reglu­verk, gagn­sæi, upp­lýs­inga­flæði og ákveðna innri lógík. Þannig fún­kerar lýð­ræði. En þannig er staða mála ekki á Íslandi í dag. 
Já, hvert stefnir Ísland – í frjóum jarð­vegi popúl­isma og botn­lausri græðgi þeirra sem hafa eignað sér megnið af auði lands­ins?
Þetta er stór spurning hvert stefnum við?  Hún telur upp hugmyndir ráðamanna og fylgjenda þeirra um lýðræði.  Það er jafnvel of dapurleg lýsing í minn huga.  En .... það þýðir ekki að



Og hverjar eru hug­myndir rík­is­stjórn­ar­innar um lýð­ræð­i? 
Þar situr fólk sem hefur hlaup­ist undan alvar­legum skandölum af harðsvír­uðu skeyt­inga­leysi ­með þeim orðum að það hafi lýð­ræð­is­legt umboð til að stjórna land­in­u. 
Fólk sem fagnar for­seta­fram­boði Dav­íðs Odds­son­ar, líkt og dýr­keypt afglöp hans hafi ein­ungis verið ímyndun almenn­ings. 
Fólk sem horfði upp á fyrrum höfuð rík­is­stjórn­ar­innar gera sig og um leið þjóð­ina að athlægi út um allan heim en heldur áfram að frið­þægja SDG og gerðir hans og styðja hann til frek­ari verka á þing­inu – því það sé lýð­ræð­is­legur réttur hans. 
Fólk sem tal­aði með dóna­legum skæt­ingi við fjöl­miðla­fólk eftir eina fárán­leg­ustu atburða­rás í stjórn­málum Norð­ur­-­Evr­ópu (og þótt víðar væri leit­að) síð­ustu fimm­tíu árin eða svo. 
Fólk sem lofar kosn­ingum eftir ævin­týra­lega skraut­legt fárán­leika­leik­rit en byrjar strax dag­inn eftir að teygja lopann með óræðu tali – og minnir enn og aftur á þau rök að það sitji í lýð­ræð­is­legu umboði þjóð­ar­inn­ar. 
Fólk sem treður mar­vað­ann í skugga­legum við­skiptum sem hafa jafn­vel ein­hver lagst þungt á þjóð­ar­bú­ið. 
Fólk sem teng­ist aflands­fé­lög­um, þess­ari und­ar­legu pen­inga­blóðsugu sem hefur sogið mátt­inn úr hag­kerfi Íslands, en lætur samt  eins og það ætli að skera upp herör gegn þeim. 
Fólk sem er frá unga aldri búið að þjóna blint í þeim tveimur stjórn­mála­flokkum sem bera óum­deil­an­lega ábyrgð á hruni efna­hags íslensku þjóð­ar­innar sem sér ennþá ekki fyrir end­ann á, sama hverju hver vill klína á hina svo­nefndu vinstri­st­jórn – sem gár­ung­arnir köll­uðu Soffíu frænku. 
Fólk sem ríg­heldur í umboð síð­ustu kosn­inga með þeim orðum að tutt­ugu og tvö þús­und manns sem mót­mæli við Aust­ur­völl séu ekki þjóð­in. 
Fólk sem þegir þegar flokks­fé­lagar þess daðra við ras­isma og hat­urs­orð­ræðu.
Fólk sem hefur notað sitt lýð­ræð­is­lega umboð til að veikja Rík­is­út­varpið af því að það þolir ekki gagn­rýna umræð­u.


 

mánudagur, 23. maí 2016

Afland: Kjúklingaminni og umburðarlyndi

Nú er hann kominn aftur, hann gengur eins og ekkert inn á Alþingi, hann fær Kóngaviðtöl í fjölmiðlum, ætlar í formannsframboð.  Sendir glósur til forsetans.  Þetta var ekkert, bara heimsfrægð í nokkrar vikur, fjölmiðlar eru eitur sem skilja ekki snillinga.  Hann var leiddur í gildru.   Aflandsfélög ekki hans deild.  Kjúklingaminnið okkar landans alltaf til staðar. Við munum ekkert.   

Fjármálaráðherra, hann er á sínum stað, hann gerði ekkert, aflandsfélög, nokkrar formanns og stjórnarsetur í 120 milljarða gjaldþrotum.  Við erum búin að gleyma því.  Hann ætlar að
bjarga okkur, þessi öðlingur.  Skattaskil bara fyrir, launaþræla,  við erum ekki langrækin. Vafningar, Milestone, Sjóvá, af hverju eigum við að velta vöngum yfir því, smámunir.  Ekki eins og Svíar sem elta Monu greyið Sahlin fyrir smáyfirsjónir.  Ó nei, ó nei.  Fimm sinnum.  

Útrásarvíkingur kominn úr fangelsi, með ökklaband, brunar um á Þyrlu sem hrapar.  Gott að hann skyldi ekki enda líf sit.  Líklega má hann fara hvert sem er með bandið góða. Eða hvað?  Á fullu í bísness byggir upp nýtt veldi, flytur peninga heim af Aflöndum, þegar hann vill.  Kjúklingaminnið á fullur  ég man ekkert, ég veit ekkert.  Ha, Ég?  Venjulegur Íslendingur. 

Nú er línan að gleyma, Einn þeirra sem tók þátt, safnaði milljónum, vildi ekki viðurkenna. Nú á hann að halda tölu á Ársfundi Stofnunar Árna Magnússonar. Hann veit margt hefur góðar hugmyndir.  Það er ekkert mál, þetta er prýðispiltur sem hefur ávaxtað sitt pund.  Hér og þar.   Ég man ekkert.  Ég er Íslendingur. 

Forsetaframboð, Hann sem átti landið.  Fyrst borgina svo ríkið.  Sagði skemmtilegar sögur veifaði skál. Mundi misgjörðir, gleymdi ekki.   Nú vill hann verða forseti.  Sitja á friðarstóli.Þótt hann sé upphafsmaður að öllu.  Stjórnmálamaður seinustu aldar, sögðu þeir.  Hvorki meira né minna.  Svo ætlaði hann að bjarga okkur úr Hruni.  Dreifði milljörðum. Hann varaði okkur við, en gerði ekkert.  Neitaði að ræða við aðra.  Svo gerðist hann þý fjármála og útgerðar. Hann vissi allt betur og veit enn.  
 

      Við Íslendingar, ha, búin að gleyma.  Hvað er að ske?