Mál málanna getum við treyst Hæstarétti. Þetta er stór og mikil spurning. Þess vegna þarf allt að vera í lagi. Vinnubrögð, starfsreglur, siðferði. Ég fór svolítið bratt í pistli mínum í fyrradag. Það kemur fyrir.
Auðvitað er það þannig að valdamiklir aðilar vilja ekki að allir dómar Hæstaréttar séu íslenskri yfirstétt til góða. Þeim sem æddu áfram í Hrunkerfinu. Þeir hafa aðstöðu til að læða gögnum til fjölmiðla. Sem einhver virðist hafa gert í sambandi við Markúsarmálið. Svo það verður fjölmiðlamál með tilheyrandi Netumræðu þó töluvert vandaðri en oft.
Fjölmiðlar hafa þarna mikla ábyrgð. Eiga þeir að leið svona sendingar hjá sér? Eða skoða þær og birta að vel yfirveguðu máli. Sem tveir fjölmiðlar virðast hafa haft í hyggju. Og ef til vill vitað hvor af öðrum. Svo ýmislegt bendir til að umfjöllun RÚV hafi ekki verið nóg ígrunduð. Sigurður Tómas Magnússon prófessor kemur inn á flest sem varðar þetta mál. Margt sem flestir geta verið sammála um, annað ekki.
Markús fjárfestir í gríðarhlutabréfum Glitnis og selur, eftir dönsku skýrsluna? Eins og margir virðast hafa gert. Með ofsahagnaði.
Svo kaupir hann í sjóðum Glitnis. Og leysir út rétt fyrir Hrun. Og tapar milljónum.
Semsagt hann græðir meiru en hann tapar. Tapar samt. Eins og fjöldi Íslendinga. Hvernig líður honum, fer hann til sálfræðings eða geðlæknis eins og Woody Allen, og úttalar sig. VIð vitum það ekki.
En hann er ekki venjulegur Íslendingur. Hann er Hæstaréttardómari. Þar er munurinn. Svo spurningin er getur hann tekið þátt í dómum um málefni Glitnis nokkrum árum seinna. Siðfræði mín segir að svo sé ekki, alveg sama þótt íslensk lögfræðivenja og dómar segi annað. Við höfum dóm um annað mál, auðvitað segir prófessorinn að það sé allt annað. En nú blasir við að einhver sakborninganna getur leitað réttar síns. Hæstiréttur stendur veikar en áður. Mann grunar að það sé verið að drepa málum á dreif. Þess vegna er svo nauðsynlegt að Hæstaréttardómarar íhugi vel gjörðir sínar. Þeir eru með fríðindi umfram aðra. Þau kosta hófsemi og hógværð. Manngildi frekar en auðgildi.
Hjördísarnefnd verður að taka upp betri vinnubrögð ef hún hefur ekki gert það. Lög og reglur um fjármál dómara þarf að taka alvarlega. Þetta er ekki í þykjustu. Ríkið þarf að búa þessari nefnd starfsaðstöðu. Eftirlit hefur fengið illt orð á sig í þjóðfélagi okkar.
Við þurfum að breyta því.
Rýrir svona mál traust á íslenskum dómstólum?
„Það fer eftir því hvernig umfjöllunin er. Ef þetta er sanngjörn og heiðarleg umfjöllun, þá á þetta að verða til þess að upplýsa fólk. Þetta hins vegar brýnir fyrir dómurum að þeir eru ekki hafnir yfir lög. Þeir verða að fylgja sömu lögum og aðrir. Í þessu tilviki verða þeir auðvitað að tilkynna eignir sínar. Það má ekkert slaka á slíkum kröfum. Jafnvel ætti að efla þetta eftirlit. Ég sé fyrir mér að það væri bara sent bréf til dómara árlega og þeir beðnir um að uppfæra upplýsingar um bæði atvinnuþátttöku sína og hugsanlega eign í atvinnurekstri.“
Auðvitað er það þannig að valdamiklir aðilar vilja ekki að allir dómar Hæstaréttar séu íslenskri yfirstétt til góða. Þeim sem æddu áfram í Hrunkerfinu. Þeir hafa aðstöðu til að læða gögnum til fjölmiðla. Sem einhver virðist hafa gert í sambandi við Markúsarmálið. Svo það verður fjölmiðlamál með tilheyrandi Netumræðu þó töluvert vandaðri en oft.
Fjölmiðlar hafa þarna mikla ábyrgð. Eiga þeir að leið svona sendingar hjá sér? Eða skoða þær og birta að vel yfirveguðu máli. Sem tveir fjölmiðlar virðast hafa haft í hyggju. Og ef til vill vitað hvor af öðrum. Svo ýmislegt bendir til að umfjöllun RÚV hafi ekki verið nóg ígrunduð. Sigurður Tómas Magnússon prófessor kemur inn á flest sem varðar þetta mál. Margt sem flestir geta verið sammála um, annað ekki.
Markús fjárfestir í gríðarhlutabréfum Glitnis og selur, eftir dönsku skýrsluna? Eins og margir virðast hafa gert. Með ofsahagnaði.
Svo kaupir hann í sjóðum Glitnis. Og leysir út rétt fyrir Hrun. Og tapar milljónum.
Semsagt hann græðir meiru en hann tapar. Tapar samt. Eins og fjöldi Íslendinga. Hvernig líður honum, fer hann til sálfræðings eða geðlæknis eins og Woody Allen, og úttalar sig. VIð vitum það ekki.
En hann er ekki venjulegur Íslendingur. Hann er Hæstaréttardómari. Þar er munurinn. Svo spurningin er getur hann tekið þátt í dómum um málefni Glitnis nokkrum árum seinna. Siðfræði mín segir að svo sé ekki, alveg sama þótt íslensk lögfræðivenja og dómar segi annað. Við höfum dóm um annað mál, auðvitað segir prófessorinn að það sé allt annað. En nú blasir við að einhver sakborninganna getur leitað réttar síns. Hæstiréttur stendur veikar en áður. Mann grunar að það sé verið að drepa málum á dreif. Þess vegna er svo nauðsynlegt að Hæstaréttardómarar íhugi vel gjörðir sínar. Þeir eru með fríðindi umfram aðra. Þau kosta hófsemi og hógværð. Manngildi frekar en auðgildi.
Hjördísarnefnd verður að taka upp betri vinnubrögð ef hún hefur ekki gert það. Lög og reglur um fjármál dómara þarf að taka alvarlega. Þetta er ekki í þykjustu. Ríkið þarf að búa þessari nefnd starfsaðstöðu. Eftirlit hefur fengið illt orð á sig í þjóðfélagi okkar.
Við þurfum að breyta því.
Rýrir svona mál traust á íslenskum dómstólum?
„Það fer eftir því hvernig umfjöllunin er. Ef þetta er sanngjörn og heiðarleg umfjöllun, þá á þetta að verða til þess að upplýsa fólk. Þetta hins vegar brýnir fyrir dómurum að þeir eru ekki hafnir yfir lög. Þeir verða að fylgja sömu lögum og aðrir. Í þessu tilviki verða þeir auðvitað að tilkynna eignir sínar. Það má ekkert slaka á slíkum kröfum. Jafnvel ætti að efla þetta eftirlit. Ég sé fyrir mér að það væri bara sent bréf til dómara árlega og þeir beðnir um að uppfæra upplýsingar um bæði atvinnuþátttöku sína og hugsanlega eign í atvinnurekstri.“