þriðjudagur, 24. janúar 2017

Pelsar: Fátækt og ríkidæmi

Sorglegt, Forsætisráðherrann birtist í viðtali um aðaláherslurnar hjá nýrri ríkisstjórn næstu mánuði. Það er ekki ákveðið í hans huga. 

En það skiptir ekki öllu máli hvort það sé samstarf við sterkan minnihluta. Og líklega ekkert að marka hvað samstarfsflokkar hans sögðu um aukið samstarf og breytt vinnubrögð. Gott ef það tekst að hafa eitthvað samstarf en ekki sérstaklega mikilvægt að sögn Forsætisráðherra. 

Baráttan við fátækt er ekki ofarlega á baugi hjá honum.  Við fáum fréttir af stórgjöf frá útlöndum pelsar sem þurfandi eiga að fá gefins.  Smáböggull fyrlgir skammrifi það eru merktir sérstaklega svo þeir fátæku selji þá ekki og stórgræði.  Hinir fátæku eiga auðvitað aldrei að græða.   
Ó nei. Ó nei. 

Svo við sjáum þá pelsklæddu dansandi um bæinn.  Í vel merktum pelsum.  Það er alveg í samræmi við stefnu forsætisráðherra.  Hinir auðugu eiga að vera á sínum stað, í sínum yfirstéttarflíkum, grínandi í sína aflandsreikninga; hinir snauðu eiga að vera vel merktir. Þannig eru þjóðfélögin okkar.  Hver á sínum stað.  Enginn ruglingur með það.  Silfurskeiðungar auðþekkjanlegir,  í þröngu jakkafötunum, Silfurskottungar á sínum stað í máluðu pelsunum, þegar þeir skríða smástund út í birtuna og læðast síðan aftur inn í myrkrið.  

Kannski verður biskupinn látinn blessa pelsana og fara með æðruleysisbæn. 








miðvikudagur, 18. janúar 2017

Skoðanakönnun: Ekki ríkisstjórn fólksins.


Það voru kosningar fyrir skömmu, munið þið það ennþá?   Það var kosið og með bellibrögðum hrifsuðu hægriflokkar til sín völdin.  Formaður Sjálfstæðisflokksins og Fjármálaráðherra faldi skýrslu um þátttöku sjálfs sín í aflandsfélögum og skattaundanskotum.  Hann myndaði svo ríkisstjórn með frænda sínum og samstarfsmanni í braski með stuðningi pólitískra einfeldninga sem vildu ekki fara í ríkisstjórn með flokkum sem vildu láta auðmenn borga sanngjarna skatta
svo við gætum haft blómlegt velferðar, heilbrigðis og menntakerfi.  Nú neitar Forsætisráðherrann að mæta fyrir nefndir alþingis sem vilja gegna eftirlitshlutverki sínu.  Hann heldur að hann ráði því.  Hann heldur að hann ráði öllu.  Og hneppir jakkann að sér.


Nú höfum við fengið nýja skoðanakönnun.  Í ljós kemur að það var ekki þessi stjórn sem fólkið í landinu vildi.  Fólkið vill velferðarstjórn. Stjórn gegn spillingu.
Ekki Sérhagsmunastjórn. Enga Engeyjarstjórn. 




Sam­kvæmt könn­un­inni mæld­ist fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins 26,1 pró­sent, Við­reisnar 6,9 pró­sent og Bjartrar fram­tíðar 6,1 pró­sent. Sam­tals fengu flokk­arnir þrír 46,7 pró­sent fylgi í kosn­ing­unum 29. októ­ber í fyrra. Þeir tapa allir fylgi frá kosn­ing­unum sam­kvæmt könn­un­inni. Sjálsfstæð­is­flokkur 2,9 pró­sentum og Við­reisn 3,6 pró­sentum en Björt fram­tíð 0,9 pró­sent­um.
Vinstri græn mæl­ast nú með 24,3 pró­sent fylgi eða 8,4 pró­sentum meira en flokk­ur­inn fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Píratar eru nán­ast með sama fylgi og þeir fengu í kosn­ing­unum í lok októ­ber (14,6 pró­sent), Sam­fylk­ing bætir örlitlu við sig (úr 5,7 í 6,4 pró­sent) en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem fékk síðan verstu útreið í 100 ára sögu sinni í kosn­ing­unum þegar hann fékk 11,5 pró­sent atkvæða, mælist nú með 10,9 pró­sent fylgi.


Katrín segir óásættanlegt að Bjarni telji nægja að skýra mál sitt í fjölmiðlum

Veik stjórn með lítinn byr á leið í ólgusjó

 



þriðjudagur, 17. janúar 2017

Trumpsirkusinn tekur völdin, tökum við þátt?

 Það er ýmislegt sem á eftir að ganga á í heimi viðskipta og alþjóðavæðingar.  Þeir sem héldu að Trump yrði einhver sauður þegar hann kæmist til valda virðast hafa alrangt fyrir sér. Það er á ótal sviðum sem ýmislegt fer í háaloft.  Og byrjar áður en hann er búinn að taka við völdum.  Inn og útflutningur á öllum sviðum, viðskiptabandalög, hernaðarbandalög, afvopnunarsamningar, umhverfis og  loftslagssamningar.

Það kemur öllum jarðarbúum við hvað gerist í Bandaríkjum.  Þau hafa svo gífurleg áhrif.  Sama má segja um önnur stórveldi.  Ef á að hverfa aftur til verndartollavinnubragða (eins og sumir vilja á Íslandi) þá á eftir að braka og bresta og alveg óljóst hverjir verða sigurvegarar úr því.

Það er ótrúlegt að upplifa það að það sé til fólk sem trúir ekki á kenningar um breytingar á loftslagi og gróðurhúsaáhrifin. Þeir sem ekki sáu sjónvarpsmyndina um Vatnajökul á sunnudag ættu að drífa í því.  Það er mikið starf sem vísindamenna okkar vinna og það var gaman að heyra skoðanir þeirra. Þeir ættu að láta heyra meira í sér á opinberum vettvangi.

Það var grátbroslegt að sjá viðbrögð utanríkisráðherra við kviksögum um fund Trumps og Pútíns á Íslandi.  Ég vona að sá fundur verði aldrei.  Það væri eftir öðru að íslensk stjórnvöld létu draga sig inn í þann sirkus.   Það er ansi mikill munur á heimi Reagans Gorbatsjefs og fáráðsveröld Trumps og Pútíns.



Trump boðar 35 prósenta toll á innflutta bíla


Forseti Kína: „Enginn mun vinna viðskiptastríð“


Fjölmiðlafulltrúi Trump segir ekkert hæft í fréttum af Reykjavíkurfundi


Dagur Martins Luther King var í gær hans er minnst í Bandaríkjunum með töluverðum kvíða hvað sé framundan í mannréttindamálum, Trumpisminn er ansi mannfjandsamlegur.

miðvikudagur, 11. janúar 2017

Hryllingssaga íslenskra stjórnmála .....


Ein merkilegasta krufning á stjórnmálum okkar sem ég hef lesið .......... Meirihluti ríkisstjórnar vanhæfur að koma nálægt stjórnmálum. Lesið þetta þið sem hafið sómatilfinningu og grátið ...þið hin grillið og græðið!

http://stundin.is/frett/umdeild-fortid-radherra-nyrrar-rikisstjornar/




laugardagur, 7. janúar 2017

Bjarni Þvættingur : Karlinn sem er ekki í Pólitík

Enn ein niðurlæging íslensks þjóðfélags, stjórnmála, ættarsamfélags. Hvenær á þetta að stoppa? Á Þessi svikahrappur að verða forsætisráðherra? Átti þessi skýrsla ekkert erindi til kjósenda þessa lands? Átt kannski aldrei að birta hana. Hvað varð um siðvæðingu Óttars og Bjartar? Hvar er BF í dag? Neyddist hún í Ríkisstjórn?  Til að rækja skyldur sínar? 

„Þvættingur, fyrirsláttur og pólitík“ - 

viðtal Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu starfshóps, sem hann skipaði, um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar. Allt tal um slíkt sé þvættingur, fyrirsláttur og ekkert nema pólitík.

Starfshópur á vegum efnahags- og fjármálaráðuneytisins skilaði af sér skýrslu í október um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Þar er áætlað að íslenska ríkið verði af hátt í sex og hálfum milljarði árlega vegna vantalinna eigna Íslendinga í skattaskjólum og að uppsafnaðar eignir þeirra þeirra á aflandssvæðum hafi numið allt að 810 milljörðum króna í lok árs 2015.
Skýrslan var birt í gær, eða um þremur mánuðum eftir að henni var skilað í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Hann minnir á að skýrslan hafi verið unnin að hans frumkvæði, hann hafi fengið hana í hendurnar eftir þingslit og því hafi verið ákveðið að bíða framyfir kosningar með birtingu hennar, svo ný ríkisstjórn og ný efnahags- og viðskiptanefnd gæti tekið hana til umfjöllunar.
 
Hér má horfa á allt viðtalið við Bjarna Benediktsson. 

Ekkert sem þurfti nauðsynlega að koma fram fyrrÍ ljósi þess að Alþingiskosningum var flýtt eftir umfjöllun fjölmiðla um Panamaskjölin svokölluðu, þar sem meðal annars nafn Bjarna kom fyrir, spurði fréttastofa formann Sjálfstæðisflokksins, hvort ekki hafi hvílt rík skylda á honum að upplýsa almenning um innihald skýrslunnar fyrir kosningar. 

„Ég skal ekki segja. Það getur vel verið að einhverjum þyki það vera þannig. En þá segi ég bara að þetta var frá upphafi hugsað þannig að ég myndi skila málinu til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins,“ segir Bjarni aðspurður. „Og ég sé ekki að það sé neitt í þessari skýrslu sem hægt er að benda á að hefði nauðsynlega þurft að koma fram einhverjum vikum fyrr. Aðalatriði er að þetta sé tekið saman til þess að byggja undir þessa málefnalegu umræðu sem við viljum taka um þessi mál.“

miðvikudagur, 4. janúar 2017

Peningaspil: Eru karlmenn fífl?

Fátt kemur manni á óvart á Skerinu. Stutt í spillingu. Áhættufíklar á fullri ferð. Ætli þetta séu ungir karlmenn sem kjósa áhættufíklana í stjórnmálum: Bjarna Ben og Sigmund Davíð? Hvað segir Jónas Kristjánsson um þetta?

Frétt á RÚV :

Mikil hætta á veðmálahneyksli á Íslandi

Tæplega 30% knattspyrnumanna á Íslandi, sem tóku þátt í íslenskri rannsókn, segjast stunda peningaspil vikulega eða oftar. Um fimmtungur þeirra viðurkennir að þeir veðji á eigin leiki. Rúmlega sjö hundruð leikmenn tóku þátt í rannsókninni og niðurstöðurnar voru kynntar á ráðstefnu í Háskóla Íslands í gær. Aðeins 2,3% knattspyrnukvenna segjast stunda peningaspil vikulega, langflestar á erlendum vefsíðum. 
Samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Íslands mega samningsbundnir leikmenn á Íslandi ekki veðja á úrslit neinna leikja hérlendis - hvorki sinna eigin leikja né annarra liða. Af þeim rúmlega sjö hundruð, sem tóku þátt í rannsókninni, viðurkenndu um 7% að hafa veðjað á úrslit eigin leikja. 
Daníel Ólason, prófessor í sálfræði við HÍ og einn aðstandenda rannsóknarinnar, bendir á í samtali við Vísi að þrátt fyrir að niðurstöðurnar segi ekki til um hvort úrslitum leikja á Íslandi hafi verið hagrætt séu háar fjárhæðir undir og freistingin klárlega til staðar. 

mánudagur, 2. janúar 2017

Skyndikynni

Þau ætla að verða dýrkeypt, skyndikynni Óttars Proppés við Benedikt Engeying.
Maðurinn sem talaði um Panamaskjölin sem vendipunkt í stjórnmálaumræðunni vippaði sér í fangið á Hrunverja sem tefldi djarft í risagóðærinu. Og renndi xD út úr Secheylleeyja  horninu.

Nú keppast allir við að sleikja sér upp við Manninn sem hneppir að sér jakkanum.  Nú segja allir viltu vera meðm. Nú þýðir lítið að dóla sér við Sigurð Inga.  Engar fréttir af Stóra Bangladess málinu?