mánudagur, 30. október 2017

Inga í Spillingararminum

Það er ýmislegt sem gerist á tæpum sólarhring, ég sem ætlaði að gefa Ingu Sæland tækifæri. Hún hefði getað verið góð með VSPB vegna jákvæðrar afstöðu  og heilinda í málum sem vinstri mönnum er annt um, sem snúa að samneyslu. En sjá,  síðdegis  í dag er hún  ekki bara orðin aftursætisbílstjóri SDG heldur líka komin í málefna bandalag með honum að sögn framsætisbílstjórans.  Og sjá nú lýsir hún yfir í RUV stuðningi við spillingararm íslenskra stjórnmála stjórnmála, það eru Bjarni og Sigmundur sem eiga fyrstir að mynda stjórn. Íhaldið og Afturhaldið hljóta að gleðjast, fá nýja bandamenn sem vilja ekki borga skatta en auka samt heilsugæslu, vilja halda landinu genetískt hreinu en eru ekki þjóðfasistar. Allt eins og svipaðir flokkar út í Evrópu

Svo við eigum eftir að sjá harðari afstöðu til Flóttamanna, sem taka frá Íslenskum fátæklingum og öryrkjum og gamalmennum að hennar sögn. Inga verður enginn postuli í stjórnmála hjörðinni. Hún fellur á fyrstu prófum.  Flokkur fólksins á ekki að tengja sig fólki sem ástundar  það að komast hjá því að greiða í samneysluna. 






sunnudagur, 29. október 2017

Spillingarholan

Það fór sem margan grunaði að ekkert væri til sem héti Spilling og Óheiðarleiki á Íslandi hjá kjósendum. Það eru margir sem eru miður sín yfir fíflsku samlanda sinna. Ég er einn þeirra .

Að kjósa SDG og BB. Að það sé allt í lagi að hafa forystumenn í stjórnmálum sem hafa verið að brjóta lög landsins. Til að auðgast og komast hjá því að borga skatta og skyldur eins og þeim ber. 

Enn er það fáránlegra að þessir sömu karlar skuli að vera að krefjast þess að fá að mynda ríkisstjórn. Og enginn getur stöðvað þá.  Annar er holdgervingur íslenskra íhaldsafla, allt er gert til að koma í veg fyrir að blettur falli á Engeyjarættina. Hinn er eitthvað sem ég kann ekki skil á en heiðarleika þekkir hann ekki.  Það er sorglegt að hluti þjóðarinnar  velji þetta yfir sig. Og allur heimurinn fylgist með þessu og undrist. 

Nú stöndum við frammi fyrir orðnum hlut. Vonandi tekst flokkum sem hafa hreint mjöl í pokanum að koma sér saman um starfhæfa stjórn sem tekur á málum fólksins í landinu og leysir þau.  En kannski erum við komin til að vera í þessari Spillingarholu. 



laugardagur, 28. október 2017

Kosningar: skrípaleikur auðmanna.

Skrítið að horfa á leiðtogaumræður. Þar sem þáttastjórnendur hafa of mikil áhrif. Og það er eins og leiðtogar séu hræddir um að tipla á hvers annars tám. Spillingargossarnir fá engar athugasemdir eða beitta gagnrýni, meira að segja í frjálsum spurningum kemur ekkert. Af hverju þessi hræðsla? Hafa Bjarni  eða Sigmundur eitthvað guðdómleg yfir sér. Þessir dónar?

Líklegt er að tár geti haft áhrif í þetta skipti þótt Sædal verði nú aldrei nema vafasamur Trumpari í mínum  augum. En ... það er ekki enn búið að telja atkvæðin. Þó vitum við að Sorgleg fortíð tilheyrir sögunni svo er Óttari að þakka og hinu undirfurðulega sambandi hans og Benedikts. Björt kom sterkt út í lokakaflanum hún ætti að vera í öðrum flokki.

En lesendur góðir. Alvaran blasir við okkur. Ætlum við að rísa upp úr því að vera spilltasta þjóð  Vesturlanda eða halda áfram að vera aðhlátursefni allra og vekja furðu í fáránlegum skrípaleik auðmanna okkar og fylgismanna þeirra. 


Þessir brosa enn í kampinn. 

Allt níðrá við?



þriðjudagur, 24. október 2017

Biskupinn sýnir flokksskírteinið

Nú er biskupinn kominn í kosningaham.  Hún fræðir okkur um sinnaskipti og siðbót eins og alvöru biskupar hafa gert í gegnum aldirnar. Eitthvað er samt óljóst og þruglkennt hvar sannleikurinn á heima. Enda er viðtalið við hana sem vitnað er í Morgunblaðinu og langt er síðan sannleikur eða siðvitund flýðu þaðan. 


Hún hefur fundið nýja leið til að finna rótina og gildin. Það gerir maður með því að núllstilla hlutina. Þetta er hrein snilld. Það hlýtur að vera aðeins á færi Biskups  að núllstilla græðgina þegar í hlut eiga Auðmenn þjóðarinnar undir forystu Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs sem þriðjungur þjóðarinnar virðist ætla að kjósa. Enda leyfa þeir enga sannleiksleit í sínu ríki.


Nei. Það myndi enginn Snowden eða Manning geta komist upp með neitt nálægt henni.  Assange  hefði bara unnið í Bibleleaks. Er Biskupsstofan deild í Sjálfstæðisflokknum?





Í viðtalinu segist Agnes meðal annars óttast að alþingiskosningarnar um næstu helgi skili okkur ekki einhverju nýju nema menn átti sig á því að það þurfi að taka sinnaskiptum. Þá segir hún að siðbót í íslensku þjóðlífi ætti að felast í endurnýjun á þeim gildum sem við höfum reitt okkur á í aldanna rás og hafa verið siðferðilegur grunnur lífsviðhorfa okkar. „Ein leið til að komast að rót vandans er að greina hann, draga sannleikann fram í hverju máli og núllstilla hlutina,“ segir Agnes, en segir hins vegar ekki allt leyfilegt í sannleiksleitinni og að ekki sé siðferðilega rétt að afhjúpa sannleikann með stolnum gögnum.

sunnudagur, 22. október 2017

Spillingar- Bjarni : Holur hljómur í ósannsögli...

Spilling er orð. Orð sem of oft heyrist á skerinu okkar.  En það er okkar að velja. Viljum við láta þá stjórna okkur sem eru áhættufíklar og hugsa bara eigin hag.
Við getum valið annað, þeir sem fara alltaf að ræða um vinstri stjórnina og gleyma hvað hafði gerst áður, þeir sem láta eins ogþeir viti ekki af misgjörðum og lygum formannsins. Allt fyrir flokkinn.

En kannski er mörgum alveg sama. Allir eru að gera það.

Seldi í Sjóði 9 sama dag
og neyðarlögin voru sett


Bjarni: Lögbann á þessum tímapunkti út í hött


Segir holan hljóm í málflutningi KatrínarSeldi

FRÉTTIR

Forsætisráðherra
sagði
ítrekað ósatt

Umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum, í samstarfi við The Guardian og Reykjavik Media, sýndi fram á að Bjarni Benediktsson setti endurtekið fram rangar staðhæfingar í umræðu um eigin viðskiptagjörninga.

 í Sjóði 9 sama dag
og neyðarlögin voru sett


föstudagur, 20. október 2017

XD: Einn á móti tímabundnum afnotum

Nefnd lögð af, enn er Sjálfstæðisflokkurinn þjónn útgerðarmanna, allir aðrir flokkar í þessari nefnd vilja gjaldtöku sem miðist við tímabundin afnot. Eitt hefur verið notað gegn VG að þeir vilji ekkert gera í sjávarútvegsmálum. Ekki er það þarna. Allir sammála nema xD. Þetta er skýringin á baráttunni gegn stjórnarskrá!

Aðalatriði stefnu VG í Sjávarútvegi eru:

Sjávarútvegur

Meginmarkmiðið með sterkri sjávarútvegsstefnu er sjálfbær nýting fiskistofnanna, ábyrg umgengni um lífríki hafsins, samhengi í byggðaþróun og síðast en ekki síst að arðurinn af auðlindinni renni til þjóðarinnar. Fylgja þarf ráðgjöf vísindamanna við nýtingu fiskistofna. Eiga skal samstarf við nágrannaþjóðir á sviði rannsókna og nýtingar sjávarauðlinda. Auðlindagjald verði tekið af sjávarútvegsfyrirtækjum í hlutfalli við afkomu greinarinnar. Auka þarf strandveiðar og ráðstöfun heimilda til að verja byggðir landsins. Fiskeldi þarf að byggja upp með ítrustu varúð og í samræmi við ráðgjöf vísindamanna þannig að líffræðilegri fjölbreytni verði ekki ógnað.
Enn eitt dæmið um að koma  Spillingar xD frá stjórnvelinum í nokkur kjörtímabil. Og Krafa til annarra flokka að mynda sterka og skilvirka stjórn.


Sjálfstæðisflokkur einn á móti því að gjaldtakan miðist við tímabundin afnot

Þorsteinn Pálsson hefur skilað greinargerð um störf nefndar sem átti að finna lausn á gjaldtöku í sjávarútvegi. Starfi nefndarinnar hefur nú verið slitið.

þriðjudagur, 17. október 2017

Bjarni og Sigmundur: Valdafíklar

Íslensk stjórnmál eru farsi.  Eru sjónvarpsþáttur.  Eru bananahýði. Maður grípur andann á lofti, skellihlæjum  og við dettum kylliflöt á hýðinu.  Gosaaugnaráð Bjarna þegar hann er í vondum málum.  Aulagrettur Sigmundar Davíðs í kerfisbreytingunum.  Allt verður undursamlega fáránlegt.  Hvað á að gera við karla, sem eru áhættufíklar og siðblindir?   En vilja vera með í tíkinni þessu einu og sönnu.  PÓLITÍK!

Þeir virðast hafa fleira sameiginlegt en mann óraði fyrir. Losa sig við eitthvað á seinustu stundu.  Peninga, bréf, taka áhættu sem enginn á að gera, ef hann vill vera í stjórnmálum eða verða valdsmaður.  Þeir geta hrifið sakleysingja með sér, í nafni sjarma (sem ég á erfitt með að skilja), auðs, valda, flokks, ættar.  Þeir sjá það ekki sem allir hafa séð fyrir löngu.  Þeirra tími er á enda.  Þeir munu aldrei koma aftur.  

Þetta eru karlar sem hafa aldrei þroskast, aldrei komist undan verndarvæng pabba. Hvenær horfast þeir í augu við sjálfa sig?   Líta í spegilinn og spyrja:  Hver ert þú? Hvað ert þú að gera? 

Hvenær átta þeir sig á eyðileggjandi krafti sjálfs þeirra?  Lífið býður upp á annað en endalausa valdafíkn.  Þeirra tími er liðinn.