laugardagur, 13. júlí 2013

Vigdís og Björn Valur: Opnar og lokaðar skrifstofur

Á maður að hafa opnar skrifstofur þar sem ótal trúnaðarskjöl geta legið fyrir augum þessu sem þar kæmi inn? 

Varla, ég held ég ráðleggi formanni Fjárlaganefndar að hafa skrifstofu sína lokaða.  Það er öllum fyrir bestu. 

Björn Valur er oft stríðinn: Það þykir skjóta nokkuð skökku við að á sama tíma og sérsveitin gengur til sinna verka hafi þótt ástæða til að endurnýja húsgögn á skrifstofu formanns fjárlaganefndar. En auðvitað þarf allur aðbúnaður að vera eins og best verður á kosið. Það hafa allir skilning á því.

Ætli þetta sé satt hjá henni?  Hún hafi einfaldlega tekið við skrifstofunni og flutt inn og vísaði að öðru leyti á starfsfólk Alþingis.

Stundum hef ég á tilfinningunni að hún viti ekki hvenær hún segir satt og hvenær ekki. Kannski hef ég rangt fyrir mér. 

- svo er Björn Valur bara sorglegur – líklega þarf ég að læsa skrifstofunni héðan í frá – sem ég hef ekki gert – úr því fyrrverandi þingmenn eru að snuðra þar .

Vigdís er góð í að segja hálfsannleik því Björn Valur var starfandi um daginn á Alþingi sem Varaþingmaður, hann hefur kannski bankað á hjá hinni önnum köfnu Sparnaðar-Vigdísi og komið að opnum dyrum?

Hún ætti nú frekar að leita ráða hjá fyrrverandi formanni, ég veit að hann er hafsjór af fróðleik um fjármál ríkisins.  
Ekki veitir af því að starfa saman til að ná áttum, ef maður tekur mark á daglegum yfirlýsingum ráðherra sem vita ekki sitt rjúkandi ráð. 

Vonandi er ekki frostaveturinn mikli framundan þar sem xB hverfur út í snjókófið trausti rúið? 
   

föstudagur, 12. júlí 2013

Páll Magnússon 1 - Davíð Oddsson 0

Páll Magnússon gengur í endurnýjun lífdaga.  Fyrst setur hann fótboltaheiminn á annan enda og svo svíður hann hárið af Davíð Oddssyni með prýðisgrein í Fréttablaðinu í dag föstudaginn 12. júlí.   

Þar sem hann sýnir með tölfræði hina miklu ást sem ritstjórinn í Hádegismóum ber til útvarps allra landsmanna.  Og gerir það með stæl:  

Um síðustu mánaðamót hafði ritstjóri Morgunblaðsins setið á stóli sínum í 197 vikur. Á þeim tíma hafði hann skrifað 224 sinnum um Ríkisútvarpið í forystugreinum blaðsins. Það gerir að jafnaði einu sinni í viku og 27 sinnum í viðbót.

Án þess að hafa talið það hef ég grun um að það hafi bara verið tvö fyrirbæri í veröldinni sem hafa verið ritstjóranum kærari umfjöllunarefni en RÚV: nýlega brotthorfin ríkisstjórn og svo hann sjálfur. Ég hygg reyndar að varnar- og lofgreinar hans um sjálfan sig undir nafnleynd í þriðju persónu séu nýmæli í vestrænni blaðamennsku – jafnvel mætti kalla þetta sköpunarverk nýja bókmenntagrein.


....... Ég held að skýringin sé að Páll sé búinn að sjá að hann eigi sér ekki langra lífdaga á RÚV þegar Menntamálaráðherrann virðist vera beintengdur við Hádegismóana.  Svo þess vegna er allt í lagi að skjóta í allar áttir meðan hann hefur tækifæri, þangað til hann fær Rautt spjald eða kannski verður það Blátt:   

Kosturinn/gallinn við efnislegar staðhæfingar er nefnilega að þær er yfirleitt hægt að sannreyna eða hrekja. Sú er ekki raunin með fúkyrði og fimmaurabrandara.
Guð blessi Morgunblaðið.




fimmtudagur, 11. júlí 2013

Meira um Kvalræði og Hvalkjöt

Enn kemur skýrt í ljós að þessi ríkisstjórn og ráðherrar hennar ætla að vera aftaníossar spilltrar útgerðaryfirstéttar. Hneigja sig og beygja.

Allt er gert til að hindra að hið sanna komi í ljós um óarðbærar Langreyðarveiðar.  Jafnvel falsanir á pappírum.

Hver var það sam falsaði Farmskjöl, er það ekki lagabrot?    Eflaust er það allt í lagi þegar Kristján Loftsson á í hlut. Hann grætur bara í málsgagn allra landsmanna í Hádegismóum og fær góðan leiðara um skrímslin í ESB sem eyðileggja allt.   Svo borgar hann upp í tapreksturinn.   


miðvikudagur, 10. júlí 2013

Hvalur veldur Kvölum:

Skrítinn iðnaður sem gengur út á að framleiða vöru, drepa jafnvel dýr í útrýmingarhættu sem enginn vill kaupa enginn vill borða, öll alþjóð hefur sagt nei.  En þannig hagar Kristján Loftsson sínum veiðum og iðnaði jafnvel í andstöðu við ættingja sína og meðeigendur.   Þjóðverjar koma í veg fyrir sendingu til, var það ekki Singapore, og nú verður Kvalurinn sendur heim með skömm.   

Er ekki kominn tími til að hætta þessu brölti?  Öllum til skammar og útflutningi okkar á öðrum vörum til vandræða.  Það fer ekki vel að virða engin markaðslögmál.  Það gekk ekki vel í Sovét þegar verksmiðjur framleiddu skó á aðra löppina burtséð frá því hvort skór fengist annars staðar á hina.  Þetta er þjóðremba og heimskasem er engum til sóma.  Sjávarútvegsráðherra á að blása þetta af í eitt skipti fyrir öll. Þá yrði hann meiri maður af einhverju. Honum veitir ekki af því.  

Eins og málshátturinn segir:  
Sá sem dáir fortíðina missir tökin á nútímanum. 
Og: Sá sem klifrar upp stiga þarf líka að komast niður.

Sá sem Selur Hval fær Kvalir ..... 

Ríkisstjórn: Virkur sparnaður sátt og samstarf


Í fréttum er þetta helst allt í sátt og sparnaði og gamlir samstarfsmenn stinga upp kollinum, var nokkur að kvarta?


Seðlabankinn greiðir 
flug Ólafar frá Sviss

Flug fyrir Ólöfu Nordal gæti kostað 3 milljónir á ári

Sáttatillögu stúdenta hafnað af stjórn LÍN


Áralangar fjölskyldudeilur 
enda í dómsal

Eigendur Milestone og forstjórinn ákærðir fyrir kaup félagsins á hlutabréfum Ingunnar í fyrirtækinu

Hvað finnst þér um 
ákvörðun forsetans?



Sigmundur Davíð: Vandi Íbúðalánasjóðs ekki vegna 90 prósent lána






mánudagur, 8. júlí 2013

Ríkisstjórn og Hlaupari með kímnigáfu ......

Já, við þurfum ekki að kvarta yfir húmor stjórnarinnar um þessar mundir.  Ríkisstjórn sem sker endalaust niður tekjur sínar án þess að fá nokkuð í staðinn en ætlar að bæta hag okkar allra, það er grín og gaman. Það er kímni og kátína. 

Í seinustu viku komst kímnigáfan á hærra stig þegar skipuð var nefnd nefndanna.  Nefnd þingmannanna sem á  að kenna okkur að spara. Einhvern tímann var Steinn Ármann að tala um heilsugæsluna í Hafnarfirði sem var þá sér á parti, ég veit ekki hvernig hún er núna.  Hann kallaði hana Heilsugæslu out of Hell.  Og  nú hefur ríkisstjórnin skapað nefnd Hagræðingarnefnd out of Hell!!!  

Mannvalið í þessari nefnd er þannig að allir fagurkerar stjórnmála sleikja út um!  

Vigdís Hauksdóttir, sem hefur sérhæft sig í að tala sem mest um það sem hún veit minnst um.  Menningargeirinn er hennar (Fá)viska.    Þar ruglar hún saman öllu sem hægt er.  Það er krípí að þessi manneskja skuli vera orðin formaður Fjárlaganefndar.   

Ásmundur Einar Daðason, bændafyrirtækjarekandinn, er formaður og leiðandi, sem dansaði um leiksvið Alþingis á seinasta kjörtímabili þangað til hann lenti alsæll í fangi Sigmundar Davíðs.  Fræg voru ummæli hans um fylgispekt sína við Heilbrigðiskerfið og það verður fróðlegt að sjá hversu trúr hann verður á þessu tímabili. 

Guðlaugur Þór Þórðarson,  sá þingmaður sem duglegastur hefur verið fyrr og síðar að smala milljónum í kosningasjóði sína, um leið hefur hann vitað betur en flestir aðrir hvernig eigi að spara og vinna  í ríkisgeiranum.  Hann hefur orðspor hjá stuðningfólki sínu sem ofurmenni:

 Það er til fræg saga af Gulla að þegar hann tók við heilbrigðisráðuneytinu hafi hann haft það að yfirlýstu markmiði að komast í hóp mestu sérfræðinga um heilbrigðismál á Íslandi. Ekki einungis tókst Gulla það heldur hafa heilbrigðismálin sjaldan staðið jafnvel og í hans tíð. Reyndar mætti segja að þau hafi staðnað síðan Gulli lét af störfum. Hann lét þó ekki deigan síga heldur sneri sér að öðru og glöggir menn hafa tekið eftir því að Gulli hefur verið eiginleg samviska ríkisstjórnarinnar í þeim málum sem mestu skipta, skuldavanda heimilanna. Það er því greinilegt að lífsgæði Íslendinga eru Gulla mikið hjartans mál.

Unnur Brá Konráðsdóttir er sá fjórði í þessari frábæru nefnd, ekki er hægt að segja að það hafi skarað af henni á Alþingi engar nýjungar, allt í sama gírnum, falgeg rammaáætlun, burt með ESB, rekstur ríkissjóða án skattahækkana: 

Öflug atvinnustefna og afgreiðsla faglegrar rammaáætlunar eru málefni sem nauðsynlegt er að leggja brýna áherslu á. Auk þess þarf að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu tafarlaust til baka og leggja fram raunhæfa áætlun í efnahagsmálum með það að markmiði að ná tökum á rekstri ríkissjóðs án frekari skattahækkana og með þá stefnu að geta lækkað skatta til framtíðar, segir í yfirlýsingu frá þingmanninum.

Einn er það samt sem stendur framan ríkisstjórninni í húmor, það er ofurhlauparinn okkar, Guðlaugur Júlíusson, sem hljóp 10 Maraþon án þess að blása úr nös, og borðaði Hamborgara, Kótilettur og franskar og svolgraði í sig Guiness bjór með.  Þetta er svo sannarlega karl sem á að vera á Fjárlögum hvað sem Vigdís Hauksdóttir segir !!!!  Það væri líka hægt fyrir ríkisstjórnina að leita ráða hjá honum en var hann ekki ef ég man rétt aðstoðarmaður Steingríms Jóhanns í denn.
  





sunnudagur, 7. júlí 2013

Sigurður Ingi: aum innkoma í ráðherrastól

Ein aumasta innkoma í ráðherrastól ever hlýtur að vera frammistaða Sigurðar Inga Jóhannssonar. 

Seinasta afrekið er að taka burt ákvörðun Steingríms Jóhanns um bann við hvalveiðum á svæðum í Faxaflóa þar sem Hvalaskoðunarskipin athafna sig sem mest.  

„Við erum vægast sagt ósátt við þessa ákvörðun. Við höfum áhyggjur af því ef það fer í fyrra horf að þeir komi hérna með báða hrefnuveiðibátana og veiði svona 2-4 mílur frá hvalaskoðunarbátunum eða hvalaskoðunarsvæðinu. Svo það áhyggjuefni því við höfum fundið fyrir því síðustu árin að hrefnan verður alltaf styggari og styggari. Það er búið að vera minna af henni,“ segir Rannveig sem líka er framkvæmdastjóri Hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar í Reykjavík. 

Það er einn ráðherra sem á að vera með pennann á lofti engu skiptir margra mánaða starf nefndar ráðuneytis hjá fyrrirrennara hans: 

Það gleymist svolítið í þessari umræðu að Steingrímur hafi sett svæðin á síðustu stundu þegar hann var að hætta. Hann var búinn að vera með nefnd í gangi í allan vetur sem var búin að kalla til sín alls konar fólk sem hefur vit á málinu. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að stækka þyrfti svæðin og þeir lögðu raunar til ennþá meiri stækkun en Steingrímur fór í. Svo við erum mjög ósátt við það að það sé í raun verið að gera raunverulega störf nefndarinnar að engu. Þarna sat fólk bæði frá hvalveiðimönnum og hvalaskoðun og aðrir sem höfðu vit á,“ segir Rannveig.

Fræg eru ummæli hans um umhverfisráðuneytið þótt hann hafi neyðst til að draga í land ýmislegt. En þetta sagði hann í vor: 

Umhverfismálin eru stór hluti af atvinnulífinu og það væri án efa hægt að auka samlegðaráhrif á milli umhverfisráðuneytisins og annara ráðuneyta. Margir málaflokkar hafa færst yfir í umhverfisráðuneytið á síðastliðnum árum sem í einhverjum tilvikum hefur orðið til þess að regluverkið er orðið flóknara en það þarf að vera.

Já, það er atvinnulífið sem blívur, kollvarpa á áratugavinnu í mótun umhverfismála á landinu, allt til að selja orku á gjafvirði.  Því annað er ekki á stöðunni á næstu árum.  Það vita allir sem hafa fylgst með efnahagsmálumí heiminum. 

Um auðlindaákvæðið í stjórnarskránni var hann ekkert í vafa á Alþingi:

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi tillögu um auðlindaákvæði í stjórnarskrá í umræðum á Alþingi. Hann sagði að ákvæðið væri liður í að koma á sósíalísku hagkerfi Vinstri grænna, nokkurra Samfylkingarmanna og Stjórnlagaráðs -

Hann hefur fylgt þessari hugmynd sinni vel í ráðherrastól , borið fram veiðigjaldslækkanir með heiðri og sóma þar sem auðvitað á að vernda auðlindirnar fyrirsósíalistum, það er einkaeignin sem blívur, það sem maður á, má maður. Reka fjölmiðil með tapi, stunda hlutabréfabrask sem endar með ósköpum, koma peningum í felur á góseneyjum.  

Svo er annað mál hvar eigi að fá peninga fyrir heilbrigðis- mennta og velferðarmálum. Það er allt annað mál hefur ekkert að gera með veiðgjald!!!  Den tid den sorg eins og Danskurinn segir.  Þótt allt bendi á vasann okkar meðalskattgreiðenda. 

Já lesandi góður við höfum aldeilis fengið happ í hendi að fá þennan baráttumánn í raðherrasætið. Voandi að hann endi ekki eins og seinast dýralæknirinn okkar þar.