fimmtudagur, 11. febrúar 2016

Sýrland: Ískyggileg tölfræði styrjaldar og olíusala í Sýrlandi

Óhugnanlegar fréttir berast daglega frá Sýrlandi, tölfræði 5 ára styrjaldar verður æ hrikalegri: 

Tölur fallinn og drepinna í stríðinu eru 470.000, 70.000 óbeinar afleiðingar, á flótta, hungur og fátækt,veikindi, hreint vatn, heilbrigði og húsaskjól,  400.000 beint í stríðinu.  Þetta segir Syrian Centre for Policy Research (SCPR) nær helmingi hærri tala en Sameinuðu þjóðirnar hafa reiknað út.  11. 5% íbúana hafa verið drepnir eða særðir, Tala særðra er 1.9 milljónir.  Lífslíkur hafa fallið frá 70 árum  niður í 55,4 frá 2010 - 2015. Á Íslandi eru tölurnar rúmlega 80 ár, bæði hjá körlum og konum. 

Dánartíðni hefur aukist frá 4,4 af þúsundi í 10,9 frá 2010 -2015. Er ekki komið nóg, Þetta land er orðið efnahagslega Svört hola eins og blaðamaðurinn segir, 13, 8 milljónir manns hafa misst möguleikann á að lífnæra sig.

 Merkilegar upplýsingar koma frá blaðamanni Information í Sýrlandi um olíusölu í Sýrlandi.  Þar eru það tankabílaeigendur sem kaup olíu af ISIS og selja hana síðan Sýrlands ríki eða smyglara ( sem koma henni til Tyrklands eða annað)
eða Frjálsa sýlenska hernum (andstæðingum Assads forseta).
                                Týpískur olíubíll í Sýrlandi, eigandinn á 4 svona
sem hann gerir út.

                                            Olían hækkar um helming frá því  hann kaupir hana frá ISIS til kaupenda sinna.

Hér eru nokkrir þættir úr greininni í Guardian:

Syria’s national wealth, infrastructure and institutions have been “almost obliterated” by the “catastrophic impact” of nearly five years of conflict, a new report has found. Fatalities caused by war, directly and indirectly, amount to 470,000, according to the Syrian Centre for Policy Research (SCPR) – a far higher total than the figure of 250,000 used by the United Nations until it stopped collecting statistics 18 months ago.
In all, 11.5% of the country’s population have been killed or injured since the crisis erupted in March 2011, the report estimates. The number of wounded is put at 1.9 million. Life expectancy has dropped from 70 in 2010 to 55.4 in 2015. Overall economic losses are estimated at $255bn (£175bn).



Of the 470,000 war dead counted by the SCPR, about 400,000 were directly due to violence, while the remaining 70,000 fell victim to lack of adequate health services, medicine, especially for chronic diseases, lack of food, clean water, sanitation and proper housing, especially for those displaced within conflict zones.

“We think that the UN documentation and informal estimation underestimated the casualties due to lack of access to information during the crisis,” he said.

In an atmosphere of “coercion, fear and fanaticism”, blackmail, theft and smuggling have supported the continuation of armed conflict so that the Syrian economy has become “a black hole” absorbing “domestic and external resources”.Oil production continues to be an “important financial resource” for Isis and other armed groups, it says.
Consumer prices rose 53% last year. But suffering is unevenly spread. “Prices in conflict zones and besieged areas are much higher than elsewhere in the country and this boosts profit margins for war traders who monopolise the markets of these regions,” it says. Employment conditions and pay have deteriorated and women work less because of security concerns. About 13.8 million Syrians have lost their source of livelihood.

In statistical terms, Syria’s mortality rate increase from 4.4 per thousand in 2010 to 10.9 per thousand in 2015.

miðvikudagur, 10. febrúar 2016

Bókmenntaverðlaun og bókmenntauppeldi

Nú er tími uppgjörs og verðlaunaafhendinga senn á enda fyrir seinasta ár. 3 fengu Hin íslensku bókmenntaverðlaun í dag, Einar Már Guðmundsson, Gunnar Þór og Gunnar Helgason.  Ég er búinn að glugga í fræðibókinni, fagurbókmenntið er  í hillunni hjá mér, er þegar ég er búinn að lesa Auði Jóns, og
barnabörnin láta vel af Mömmu klikk.  Svo allt eru þetta bækur sem eru lesnar og vel að heiðrinum komnar eða hvað?  

Athygli vekur að engin kona er talin verðug til veðlauna í ár.  Og hlutfallið í flokkunum 3 er skrítið, 4 konur, 11 karlar.  Svo eru ljóðabækur ekki hátt metnar, engin í ár, ég hef lesið 2 fínar ljóðabækur eftir Guðrúnu Hannesdóttur, Humátt,  og Lindu Vilhjálmsdóttur, Frelsi, svo var ansi skemmtileg ljóðabók eftir kunningja minn Einar Ólafsson, Í heiminum heima,  og frænku mína Þórdísi Gísladóttur,Tilfinningarök .  Engar af þeim þóttu verðar og heldur ekki meira en hundrað aðrar ljóðabækur, margar eftir stórljóðaskáld, Sjón, Óskar Árni, Sindri Freysson, Kristín Svava, Kritján Þórður Hrafnsson, Sölvi Sveinn svo bættist Bubbi sjálfur í þennan hóp.  Auk margra ljóðaúrvala einstakra höfunda, eins og Vilborgar Dagbjartsdóttur og Sigurðar Pálssonar og Ingunnar Snædal. Ég held að það sé kominn tími á sérstakan verðlaunaflokk fyrir ljóð. 

Ég fór að hugsa um áhrifavalda í lifi mínu, þeir sem urðu þess valdandi að maður varð bókaormur.  Hjá mér á ég mest að þakka Útibúi Borgarbókasafnsins sem þá var til húsa í Hólmgarði 34 í Bústaðahverfinu.  Þar var opið milli 5 og 7 síðdegis.  Og þar varð uppeldisstöðin til lestrar.  Á haustin var röð fyrir utan á mánudögum ef ég man rétt, því þá komu nýju bækurnar í hús.  Síðan var hlaupið upp stigann upp á aðra hæð til að ná í nýju bækurnar.  Bókaverðirnir sem unnu þarna voru nokkrir en minnisstæðastir voru rithöfundurinn Jón 
Björnsson, sem nú er flestum gleymdur en hann skrifaði heilmikið á sínum tíma, þekktasta saga hans er án vafa Valtýr á grænni treyju.  Hann var hrjúfur á ytra borði, lyktaði oft af brennivíni, en hann var afskaplega hjálplegur þegar maður var búinn að vera fastagestur hjá honum í einhver ár.  Svo var Ólafur Hjartar íslenskufræðingur og handritafræðingur, sem var afskaplega mildur og góður maður og einstaklega vel til fara, krakkar höfðu ekki hátt nálægt honum. Á þessum  stað fetaði maður sig áfram í lestri, fyrst barnabækur, síðan fullorðins spennusögur,  það er liðin sú tíð þegar þjóðin beið á öndinni eftir jólabókinni frá Alistair McLean.  Loks fór maður að kíkja inn í fullorðinsheim bókanna.  Þær eru margar minnistæðar stundirnar úr bókasafninu.  






 Forseti afhenti veðlaunin að vanda og fékk hlý orð frá Einari Má með smá salti enda í síðasta sinn sem hann gerir þetta ef að líkum lætur.  
Svo sá ég vitnað í þýskum fjölmiðli í Dag Sigurðsson landsliðsþjálfar þeirra þýsku sem hann var borinn saman við Arnald okkar Indriðason í rólegheitum og yfirvegun, hjá Arnaldi sé ekki óþarfa læti eða ofbeldi. Fjallað var um Skuggasund og hún kölluð meistaraverk.  
Læt ég svo þessum bókapistli lokið.  

mánudagur, 8. febrúar 2016

Gunnar Bragi fær sér hálfan aðstoðarmann .......

Nýr ungkarl á uppleið,  í hálfu starfi og námi, eina starfskrafan að vera Framsóknarmaður, auðvitað er þetta engin spilling, hverjum dettur það í hug??? Hvað á þessi maður að starfa í ráðuneyti sem snýr að starfi utanríkismála, töskuberi ráðherra? 
Er þetta næsti kosningastjóri Gunnars Braga? Mikið eigum við langt í land að vera í óspilltu samfélagi.  

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ráðið til sín nýjan aðstoðarmann, Gauta Geirsson. Gauti hóf störf í dag en hann verður í hálfu starfi í ráðuneytinu.
Hann er 22 ára gamall og nemur rekstrarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur starfað sem háseti og vélstjóri á togara og farþegaskipum, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Gauti er ritari Sambands ungra framsóknarmanna. Hann var einnig kosningastjóri hjá Framsóknarflokknum á Ísafirði fyrir síðustu kosningar og skipar 15. sætið á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. 
                                    Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, tók á móti nýkjörinni                       stjórn SUF í vikunni í ráðuneyti sínu og var myndin tekin við það tilefni.


sunnudagur, 7. febrúar 2016

Þyrnirósarsvefn Heilbrigðisráðherra og Ríkisstjórnar

Þjóðir hlær öll að heilbrigðisráðherranum, sem sefur endalaust sínum þyrnirósasvefni. Ekkert gerist í neinu sem hann kemur nálægt.  Hann gerir sér ekki grein fyrir að Hjúkrunarheimili aldraðra eru komin á seinasta snúning fjárhagslega, og hefur
svo lítið samband að hann veit ekki hvað þar er að gerast.  

60.000 manna undirskriftir fá hann varla til að lyfta augabrún.  Það er fátt sem hann pælir í.  Örfáum dögum áður en forstjóri Grundar lýsir yfir nýjum áherslum fyrirtækis síns, sem byggjast á því að hefja hótel og stúdentagarðaþjónustu á Elliheimilum landsins,  er haldinn fundur á vegum ráðherra og verkefnisstjórnar sem hann hefur skipað.  Hvað gerist þar? 

Í upphafi fundarins flutti heilbrigðisráðherra ávarp og fór yfir helstu áskoranir næstu ára í þessum málaflokki. Lagði hann áherslu á nauðsyn þess að auka fjölbreytni í þjónustu við aldraða, stuðla að heilsueflingu og auka forvarnarstarf til að bæta lífsgæði aldraðra og draga úr þörf fyrir stofnanaþjónustu. Fulltrúi verkefnisstjórnarinnar kynnti ýmsar tölulegar upplýsingar um öldrunarmál og öldrunarþjónustu, samanburð við önnur lönd og aðrar upplýsingar sem safnað hefur verið til að leggja grunn að stefnu til framtíðar.

 

Þetta er allt gott og gilt.  En ........ þjóðin bíður eftir svari.  Á ekkert að gera fyrr en á næsta fjárlagaári eða hjá næstu ríkisstjórn?   Á að hunsa vilja mikils meirihluta þjóðarinnar að heilbrigðismál verði algjörlega í forgrunni í fjármálum þjóðarinnar?  Á að bíða eftir að elliheimili landsins hrynji?  Hver á að vera heilsuefling aldraðra?  Á að senda aldraða heim í faðm fjölskyldunnar?  Eru lífsgæði aldraðra falin í kirkjugörðum landsins?  

Eg held að ansi margir séu búnir að fá upp í kok.   

 

 




laugardagur, 6. febrúar 2016

Sýrland: Við erum peð. Er ekki komið nóg?

Enn dynur stríðsdraugurinn áfram í Sýrlandi.  Nú er  það enn einnu sinni Aleppo.  Nú eru það Rússar, rússneski herinn sem hjálpar sýrlenska her Assams að sprengja og drepa.  Og Sameinuðu þjóðirnar horfa á.  Bandaríkin horfa á.  Evropusambandið horfir á.   Þegar þessi borg sem var stærsta borg Sýrlands, er núna rústir og sprengdir veggir og steinar.   

Ekki bjóst ég við neinu öðru þegar allur heimurinn horfði á rússneska herinn ryðjast þarna inn.  Og efi minn og grunur hefur reynst réttur.  Svo er það sumir vinir mínir sem segja.  Hvað um kannann?  Hvað um um EB.  Er þetta ekki það sama?  Ég segi ég veit það ekki.  Hvað um fólkið sem reynir að komast í burt? Vilja jafnvel komast til Íslands! 

Tug­ir þúsunda hafa flúið Al­eppo

Eru það ekki 4,6 milljónir sem hafa komið sér í burt?  Til Líbanon, Jórdaníu, Tyrklands, Evrópu, Kanada (fáir sem fá landvistarleyfi í BNA). Svo eru til nágrannaþjóðir sem eru duglegri að senda vopn og herliða eins og SaudiArabía og Íran.  Aðalatriðið er að gera þetta æ

verra, samningaviðræður, nei það gengur ekki,  það er þægilegra að sjá þetta ríki liðast í sundur.  Milljónir sem komast aldrei heim til sín, valda spennu og pirrningi í öðrum löndum, sumir fá ekki að vera með eins og Kúrdar þeir eiga bara að vera stikkfrí.  

Í öflugasta ríkinu eru forsetakosningar framundan það skiptir öllu,  Rússland vill breiða yfir seign vandamál heima fyrir,  Tyrkir spila sína leiki í boði EB sem borgar brúsann.  Ennþá er það fólkið sem líður, þeir saklausu, karlar konur, gamalt fólk, börn.  Þetta er svo sorglegt, við eigum bara að horfa á. Hrylla okkur yfir myndum af sökkvandi skipum og fljótandi líkum. Taka á móti nokkrum tugum flóttamanna.  Fá hjartskerandi myndir af börnum,  borgum enbættismönnum kaup til að ákveða hverjir komast til okkar og hverjir ekki. Horfum á stjórnmálamenn upphefja sjálfa sig yfir gæsku sinni stjórnvisku. 

Allt gengur út á að gera ekkert, láta stórveldin leika sér, enginn tekur mark á SÞ, enginn tekur mark á kröfum okkar um betri heim.  Við erum peð.  Er ekki komið nóg?

 

föstudagur, 5. febrúar 2016

Samhljómur,vér erum fremstir .....


Úbbs vér erum snortin ..... aðrar þjóðir, samhljómur ..... við
þökkum ...... heildstæð nálgun .....ég og Cameron ... Tveir góðir.

fimmtudagur, 4. febrúar 2016

Jón Kalmann: Fiskarnir og Alheimurinn

Var að ljúka við Jón Kalmann; Eitthvað á stærð við alheiminn, nú hefur Keflavík fengið sinn sagnaflokk, þar sem fólkið fær sinn sögusöng, fyrst með Fiskarnir hafa enga fætur svo þessi.  Ég segi söng því alls staðar er á ferðinni, söngvar, ástir, ofbeldi, slagsmál, sorg og dauði.  Oft þarf maður að fletta til baka persónurnar og tengslin; Jón Kalmann kallar þetta ættarsögu.  Saga um fólkið sem stundaði sjóinn, og fluttist í bæina og borgina, vann í fiski og hjá hernum.  Þar
sem sjórin gaf og tók.  Það sem ljóðræna Jóns og heiðríkja himinsins og stjörnur alheimsins dansa saman og mynda magnaða heild, oft féllu mér tár á kinn ég er svo viðkvæmur. Í þessum óði til mennskepnunnar sem er full af greddu, ástum, brennivíni, gleði og sorg.  

Það er tónlistin sem dunar í eyrum manns, vagg og velta eins og það hétt forðum, rokk.  Það er skrítið að fylgjast með fólki sem er gamalt, á mínum aldri, sem hlustar ekki á harmónikutónlist og Ragnar Bjarnason og Erlu Þorsteinsdóttur.  Þar sem Hljómar, Presley og Megas eru guðirnir.  Og allir eiga sín uppáhaldslög, Whiter Shade of Pale, meir að segja REO Speedwagon. Og Bó blandar sér í fjörið.  

Svo eru það bækur og skriftir sem eru draumurinn andstæða stritsins og sjávarins, eitthvað fjölskyldugen sem blandast geðveiki og alkóhóli.   Sumir skrifa eitt ljóð eða dagbók ,  Veiga verður frægur rithöfundur, Ari skrifar 4 bækur og gefst upp.  Þeir sem hafa aldreið skrifað vita ekki hvað það getur verið erfitt. Gunnar Gunnarsson lifnar við og reynir að hafa áhrif á atburðarásins en hefur ekki áhrif, dauðinn er sterkari.

Allir á mínum aldri eiga sér einhverjar sögur sem tengjast Hernum, Keflavík, Reykjanesi, Tónlistinni þarna suðurfrá.   Þegar foreldrar minir fengu loks þak yfir höfuðið, þá leigðu þau hjónum stofuna í 3 ár hjónum sem unnu á Vellinum og komu í bæinn um helgar.  Stína og Tóti hétu þau, ef ég man rétt. Pabbi vann um tíma á Vellinu við viðhald og viðgerðir.  Ég fór tvo daga með honum upp á völl og hékk yfir honum í vinnunni. Þessi heiði var eyðileg og leiðinleg.  Landsleikir í handbolta fóru fram þarna áður en Laugardalshölln var reist.  Ég gekk og skipulagði Keflavíkurgöngur, var í Friðarbúðum í Njarðvík, var fluttur út af Vellinum í lögreglubíl þegar við vorum að dreifa í íbúðarhús áróðri.  Í öllum hverfum í Reykjavík voru einhverjar stúlkur/konur í ástandinu (man ekki eftir að hafa heyrt um karla), orðið Kanamella var þá mikið notað  eins og í þessari bók. Það var gott að þekkja einhvern sem var uppi á Velli, það komu sígarettukarton, bjór, brennivín, matur.  Allt sem var dýrt og fékkst lítið af hjá okkur.  Við vorum fátæk og einöngruð þjóð.  Svo var það tónlistin, Gúnnar Þórðar, Rúnar, Hljómar, Trúbrot, allt sem fylgdi því að vera ungur ....... 

Ég las Skurðir í rigningu fyrir tæpum 20 árum líkleg, síðan allt, með þessum nýja bálki skrifar hann einn þáttinn í sögu okkar, enginn tími verður til eða lifir án sagna.  Eitthvað til að spegla sig í.  Æsku sína og ævi.  Því miður eru margir sem halda að það skipti engu máli hvort bækur séu skrifaðar, rithöfundar þurfi ekki að lífa á einhverju, nóg að þeir skrifi á næturnar eftir kennslu, vinnu í öskunni, á eyrinni, í fjárhúsum eða auglýsingabransa.  Slík þjóð fær ekki mikið  að vita um sjálfa sig, hún verður án meðvitundar um sögu, líf, störf og menningu.  Hún veslast upp og hrekst inn í einhverja stærri þjóð.  Þar sem konurnar vilja vera einhverjar Vigdísar og Sörur, karlarnir einhverjir Trumpar og Ólafar Ólafssynir.  

Sem sagt: Lesið þessar tvær bækur, það tekur stundum á, en þetta er sagan okkar.