sunnudagur, 27. nóvember 2016

Dapurleg framtíð: Heilbrigðisþjónusta á vonarvöl

 Það er sorglegt að enn eigum við að þurfa að hlusta á rugl Bjarna Benediktssonar næstu fjögur árin.
 Eins og þetta:
 Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann
 Allar hans hugmyndir byggjast á röngum viðmiðum, þess vegna verður útkoman röng. Eins og OECD sýnir fram á í nýjustu úttekt sinni.  

Ísland skrapar botninn


Hvergi innan OECD er eins litlu fé varið í fjárfestingar í innviðum heilbrigðisþjónustunnar og á Íslandi og í Mexíkó. Þetta segir forstjóri Landspítalans. Ný skýrsla OECD sýnir að Ísland er mikill eftirbátur annarra ríkja Norðurlanda í útgjöldum til heilbrigðismála.(RUV 27.11. 2016).

Auðvitað segir Bjarni í næsta viðtali að þetta sé bull, því honum hefur lærst það í póltík að ef maður segir sama hlutinn nógu oft þá verður hann sannleikur.  Það notaði Trump í sinni kosningabaráttu. Það hafa óbilgjarnir leiðtogar gert löngum.  

Það er vita mál að við erum á röngu róli í Heilbrigðiskerfinu.  Í fyrra sagði forstjóri Alþjóðagjaldeyrisstjóðsins að það þyrfti að breyta skattastefnu í okkar heimshluta.  Kenningin um lægri skatta til að auka hagvöxt er alröng og úrelt.  Bjarni vill ekki viðurkenna þessa fullyrðingu, hann er fulltrúi hinna ríku á Íslandi.  Þess vegna breytist lítið.  Það var sorglegt að heyra í honum eftir kosningar þar sem hann gaf í skyn að það væru ekki til peningar í heilsugæsluna.  Og frændi hans Benedikt kom af fjöllum að það væru til flokkar sem vildu hækka skatta þótt þeir hefðu sagt það í kosningabaráttunni.  Að breyta viðmiðum í kvóta var eitthvað sem gekki ekki, eftir að hann hafði talað við einn stærsta útgerðarmann landsins.  Það gekki alls ekki.  Og Óttarrrrrr virðist fylgja þeim frændum.  Verði honum að góðu.  Segðu mér hverjir eru vinir þínir ..........
Hinir fátæku og millistéttin eru aflvélar hagvaxtarins, sagði Christine Lagarde forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á sautjánda júní; ekki á Austurvelli heldur í Brussel. Hún hvatti stjórnvöld um allan heim til að breyta skattastefnu sinni svo hún þjónaði hinum verr stæðu en ekki hinum auðugu og valdamiklu, berjast gegn spillingu og vinna með öllum tiltækum ráðum gegn misskiptingu auðs og tekna. Það væri nefnilega misskiptingin sem héldi aftur af hagvextinum. Brauðmolakenningin er dauð.
Lagarde vitnaði til orða Frans páfa þegar hann talaði um efnahagsstefnu aðgreiningar; hvernig misskipting auðs, tekna og valda héldi hinum fátækari niðri við takmörkuð lífsgæði á meðan hinir betur settu hefðu öll tækifærin og lífsgæðin.(Fréttatímin, 18.06 2015)

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir þetta vera áhyggjuefni. „Vegna þess að við teljum að við ættum að geta varið mun meira af þjóðarkökunni, eða hlutfalli þjóðarkökunnar í heilbrigðismál. Ekki erum við hér á Íslandi að eyða fé í hernaðarútgjöld til dæmis, og það er alveg ljóst að það hefur verið mikið rætt um að það þurfi að gefa í í heilbrigðismálum og það sést alveg þegar tölurnar eru skoðaðar, þannig að ég held að menn verði að finna leið til að skipta kökunni þannig að hærra hlutfall og meira fé fari til heilbrigðismála,“ segir Páll.

 Ég læt fylgja með tvær töflur úr Health at Glance: Europe 2016 fyrir þá sem hafa ánægju af tölfræði : Það er ýmislegt sem er forvitnilegt.  Eitt sem kemur á óvart úr öllu ritinu, hve tölfræðirannsóknir Íslendinga eru ófullkomnar það er ansi margt sem vantar.  

En á þessum síðum kemur í ljós að nær engin aukning á hefur orðið í góðærinu seinustu 3 árin á fjármunum til Heilbrigðismála þrátt fyrir ummæli ráðherra.  við erum öll seinustu 5 ár með 8,6 - 8,9 % þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli Bjarna og Sigmundar Davíðs  hvað þeir hafi gert betur en Jóhanna og Steingrímur .............. 






laugardagur, 26. nóvember 2016

Sólveig Sveinsdóttir Kveðja.


Lífið er oft ósanngjarnt, fer leiðir sem maður hefði ekki ímyndað sér. Þannig hugsanir fóru eflaust um hug margra sem sátu í troðfullri Háteigskirkju í dag í útför Sólveigar Sveinsdóttur kennara.

Við hjónin höfðum kynnst Sólveigu gegnum Sylvíu vinkonu okkar. Enduðum fyrir nokkrum árum í gönguhópi afar skemmtilegum þar sem við fórum um landið, Seyðisfjörð, Breiðdal,  að Víkingavatni


í Öxarfirði, heimabyggð og bæ Sólveigar og loks um Suðurlandsundirlendið. Í hópnum voru sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum hvers héraðs og margir bezzervisserar. Svo endaði hver dagur með umræðum og fjöldasöng, því gítarleikari og söngstjóri var með í ferð.

Það gat ekki farið hjá því að maður kynntist þeim sem maður þekkti ekki fyrir í þessum ferðum. Í þeim hópi var Sólveig. Hún var mikil göngukona og útivistarmanneskja. En það sem var sérstakt við hana hve það var notalegt að vera nálægt henni. Nærvera hennar var svo sérstök. Hú var rösk, jákvæð, hugmyndarík. Hún virkaði svo sterk.Því var það áfall fyrir fjölskyldu hennar, ættingja, vini og kunningja þegar það fréttist að hún væri komi með illvígan sjúkdóm sem engum eirði. Sem lagði hana  að velli á tæpum 4 árum.

Því sátum við í kirkjunni í dag og kvöddum hana, hver á sinn hátt. Minningar æddu um hugann, ganga á Hafrafell, leiðsögn hennar um heimaslóðir, áhugi hennar að nema nýjar slóðir. Tillitssemi og augnaráð forvitninnar. Dugnaður í matargerð og framreiðslu. Alls staðar nálægt hann Gústi, dýrlegur að ganga með um í náttúrunni alltaf með augun á jörðinni, að virða fyrir sér og uppgötva nýjan sannleika um gróður jarðar. Samkennarar hennar rifjuðu upp atburði úr skólalífi og kennslu. Á starfsferli hennar, upp í kollinn skutust minningar um úrlausnir hennar í hvunndegi skólastarfsins  þar sem hún gat verið ákveðin og ósveigjanleg. Hve hún var dáð af nemendum sínum. Ættingjar og vinir löngu liðna atburði sem fengu tár til að seytla niður kinnar.,,Eithvað sem við vissum ekkert um.

Svona er lífið, við hittumst og kveðjumst, hlustum á söng og sögur,  rifjum upp minningar, gleði og sorgarstundir. Líklega eigum við ekkert dýrmætara. Að sjá umhverfis okkur börn, systkini, vini og kunningja. Og kunna að kveðja með reisn. Það gerði Sólveig Sveinsdóttir. Þrátt fyrir óréttlæti þessa heims og annars. Vonandi getum við það eins og hún. Hennar leið er einnig okkar.
Skrifa myndatexta





föstudagur, 25. nóvember 2016

Benni fer á taugum, metsölubókin í ár.

Merkileg frétt í morgun, formaður í stjórnarviðræðum fer og hittir þriðja stærsta útgerðarmann landsins 
á fund daginn áður en hann slítur stjórnarviðræðum með því að sýna engan áhuga.  Leggur ekkert fram gerir ekkert. En tekur samt þátt.  Eru þetta ekki njósnir? Ætli Bjarni hafi fengið góðar fréttir? Eitt veit maður að þessi nýi flokkur fór inn í stjórnmálin á fölskum forsendum.  

Á sama tíma eru fjölmiðlar að koma með ósannar, lognar fréttir um gang mála.  Katrín hafi lokað á umræður um kvótamál og landbúnað.  Bæði rangt.  Allt þetta sannar að auðmenn á Íslandi ætla ekki að láta undan.  Allt er notað til að skrumskæla.  Og Ástarsaga aldarinnar, ætli húnn sé enn á fullu?

Fundur Benedikts og Guðmundar í Brim
Benedikt segir þetta ómerkilegar dylgjur, alls ekki hafi verið að ýja að því að fundur hans með Guðmundi í Brimi hafi haft einhver áhrif á stjórnarmyndunarviðræður, þetta sé eiginlega ekki svaravert, nema að í þetta sinn koma dylgjurnar úr óvæntri átt og að þær séu algerlega fráleitar.

„Það er rétt að Guðmundur hafði samband við mig á þriðjudag og sagðist vilja skilja „þessar vitlausu hugmyndir Viðreisnar“ um markaðsleið í sjávarútvegi. Ég sagðist fagna því að fá að skýra þær fyrir honum og ætti einmitt lausan tíma klukkan fimm þennan dag. Við hittumst með Gylfa Ólafssyni, aðstoðarmanni mínum, og Vilhjálmi Vilhjálmssyni í HB Granda, sem Guðmundur sagði að hefði líka miklar efasemdir um tillögur Viðreisnar.“

fimmtudagur, 24. nóvember 2016

Vonbrigði stjórnarmyndun og skattar, mál dagsins

Það er urgur og vonbrigði.  Framsókn kemur úr skápnum tilbúin í ástarleik.  Hvar hún lendir er annað mál hún er frekar lauslát sú kona.  Tilbúin að taka þátt í ýmsum leikjum.  Svo ég öfunda ekki Katrínu. 

Skrítið fólk aðallega landsbyggðafólk sem þráir að framsókn og vinstri græn lendi saman með íhaldinu. Er það svo hrætt um viðurværi sitt að það gleymi spillingu og sjálftöku eignafólks?  Byggist þeirra kerfi upp á slíku, mér verður flökurt þegar ég hugsa um það lið.  

 Góðar greinar í dag, Gunnar Smári er með skattarannsóknagreinar, Davíðstímabilið  og umræða hjá Gunnari Smára um skatttöku í ýmsum löndum. Ansi Áhugavert.  

þriðjudagur, 22. nóvember 2016

Stjórnarmyndum: Við bíðum spennt

Það er víða uggur og urgur. Ætlar stelpunni úr Álfheimum að takast það ómögulega?  Ætlar flétta Bjarna að sitja uppi með öll völd og þæga Viðreisnarmenn og Framsókn sér við hlið?  Ætla sundurleit öfl að sýna það að hið ómögulega er mögulegt?   

Það er margt sem þarf að sætta sig við, margt að sættast um, en það er þess virði.  Skattar, Velferð, Heilbrigðisþjónusta, Efnahagsmál, Samskipti við aðrar þjóðir, Landbúnaður, Sjávarútvegur, Stjórnarskrá.  Allt eru þetta flókin og erfið mál.  En það þarf ekki að gera  allt í einu.  Allir þessir flokkar verða að sýna að þeir geta stjórnað, geta gert málamiðlanir, stjórnar með láð og dáð. 

Fyrir utan gluggann, horfa íhaldsöflin á. Það er erfitt að vera ekki með og geta deilt og drottnað. Er mögulegt að það sé hægt að skapa réttlátara þjóðfélag. Byggja Landspítala sem fyrst, skapa betri kjör fyrir þá sem minna mega sín, fátæka, öryrkja, ellilífeyrisþega. Byggja samfélag án  frekju og yfirgangs.  Sætta hópa, búa til lífeyriskerfi fyrir alla.  
Mild framtíð og bjartsýnt fólk.

Þetta er draumurinn, sem oft steytir á skerum hvunndagsins.  En ... það er svo mikilvægt að halda eigendum landsins, fólksin og hafsins frá alræði, þið vitið um hverja ég er að tala.  Það þarf sátt án upplausnar.  

Þess vegna bíðum við spennt.  Við neitum að sætta okkur við annað.


sunnudagur, 20. nóvember 2016

Orð ársins Post-Truth

Orð ársins að mati Oxford Dictionaries er Post-Truth.  Þegar hlutlægni í staðreyndum er skilið eftir fyrir bí,  og tilfinningar og persónuleg trú, túlkun stjórnar.  Sbr. Brexit og Trump. Þetta orð hefur svosem verið í notkun á Íslandi eða hvað?  Allt frá Hruninu.
Spilling:  Ekki til hjá Sigmundi og Bjarna, þess vegna kjósa Íslendingar þessa menn sérstaklega Bjarna í hrönnum. 
Svik:  Mestu svikarar allra tíma Jóhanna og Steingrímur J.  Fólkið sem tók við erfiðasta þjóðarbúi allra tíma og kom okkur upp úr Sorinum.
Stjórnmál:  xD og xV eru með svipaða stefnu að flestu leyti.  

Nú vantar gott orð fyrir þetta fyrirbæri.  Einhver?



In the era of Donald Trump and Brexit, Oxford Dictionaries has declared “post-truth” to be its international word of the year.
Defined by the dictionary as an adjective “relating to or denoting circumstances in which objective facts are less influential in shaping public opinion than appeals to emotion and personal belief”, editors said that use of the term “post-truth” had increased by around 2,000% in 2016 compared to last year. The spike in usage, it said, is “in the context of the EU referendum in the United Kingdom and the presidential election in the United States”.

miðvikudagur, 16. nóvember 2016

Fátækt, Stjórnarmyndun og Spilling

Ég hjólaði í gær gegnum snjómuggu og storm í sjúkraþjálfun.  Þetta var venjulegur þriðjudagur.
Ég er einn af þessum fjölmörgu sem er kominn á eftirlaun sem þarf að halda skrokknum við byrjaður að vera í viðgerðum og lagfæringum. Ég hjólaði í gegnum Laugardalinn með vindinn í fangið upp brekkuna að Reykjavegi gegnum Teigana, yfir brúna á Kringlumýrarbraut áleiðis í Stjá í Hátúni, komin var röð hjá Mæðrastyrksnefnd úthlutun fyrir einstaklinga á þriðjudögum, fyrir fjölskyldur á miðvikudögum.

Fátækt er heimur sem ég þekki lítið í mínu umhverfi.  Þótt það séu ekki margt eignafólk þar. Flestir eiga í sig og á þótt fólk hafi mikmikið milli handanna.  En þetta eru veruleiki sem stór hópur fólks þarf að búa við.  Hægt gengur að fá þá sem stjórna okkur og búa til lagaramma að skilja þetta líf.
Þetta er eitt af stóru málunum sem næsta ríkisstjórn þarf að takast við.  Og Heilbrigðisþjónusta og uppbygging sjúkrahúsa og elliheimila og þjónustu. Svo mitt starfssvið, Mennta- og skólamálin.  Þetta eru mál sem hvíla á heimilunum í landinu langtum meira en réttlæti stóreignafólks að halda sem mestu af sínum eignum, hlutabréfum og fjármunum frá skattakerfinu. Réttlæti er hugtak sem á að ná til flestra, það er ekki bara fyrir hástétt og eignafólk.

Þess vegna varð ég glaður þegar kom í ljós að formanni Sjálfstæðisflokksins hafði mistekist að mynda ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð.  Gleðitíðindi vikunnar skrifaði ég á Feisbókina.
Og auðvitað var það varð- og hagsmunagæsla fyrir auðmennina í landinu, eigendur sjávarútvegsfyrirtækja sem var aðaatriðið í slitunum.  Eins og maður bjóst við.  Ég er einn af þeim sem vona að fjölflokkaríkisstjórn verði mynduð undir stjórn ástsælasta stjórnmálamanns þjóðarinnar. Þó ekki sé hún há í loftinu.  Sem takist á við stærstu málin sem þau geta komið sér saman um.  Stjórnarskrá, Fiskikvótamál, Stjórnarskrá plús Heilsugæslu og Velferðarmálin.  Ekki endilega í þessari röð.  ESB málið er ég svolítið efins um um þessar mundir.  Þó ég vilji að til langs tíma er nauðsyn á nánu sambandi við Evrópu. Svo ég er bjartsýnn fyrir umræður næstu daga.  En stjórnmálamenn þurfa að finna lausn og halda þjóðfélaginu gangandi.  Annars er hætta á óáran.

Ég varð hugsi yfir því að hlaupa í samræður við Sjálfstæðisflokkinn á meðan hann hefur ekki gert upp hug sinn til spillingarmála.  Grundvöllur heiðarlegs þjóðfélags er að neita að starfa með stjórnmálamönnum sem hafa orðið uppvísir að svikum og prettum í sambandi við það að fela fjármuni sína á vafasaman hátt.  Við eigum að segja NEI þangað til xD og xB hafa gert upp sín mál.
Það var sorglegt að sjá að Sigmundur Davíð heldur að hann geti valtað áfram í stjórnmálum og látið eins og ekkert sé.  Að mínu mati á hann ekkert erindi lengur í stjórnmálum.  Frekar en Bjarni Ben.  Þeir hafa brotið siðareglur samfélags sem við viljum búa við.  Þá á að skipta þeim út.  Svo er það einfalt.  Fyrir alla úr öllum flokkum.