Nú er Guðmundur Andri orðinn pólitíkus, ekki pistlahöfundur sem maður les sér til ánægju á hverjum mánudegi. Pistlahöfundur sem er siðvitur, hlýr og beinskeyttur. En .... það er eins og önnur lögmál gildi þegar í stjórnmálin er komið. Við erum sammála um það að það er mundur
á hægri og vinstri eins og kemur fram í pistli Guðmundar Andra í Fréttablaðinu í gær, við erum líka sammála um að það sé nauðsyn að hvíla eigendur Íslands, Sjálfstæðisflokkinn, helst í nokkur kjörtímabil til að koma í gegn þjóðþrifamálum sem hafa hrannast upp á nokkurra ára stjórnarsetu xD og xB (sáluga).
Undirritaður gerir nú samt meiri kröfur en þær sem birtast í þessu pistli þegar Guðmundur Andri ræðir um VG (sjá feitletrað að neðan). Ég var á landsfundi VG um seinustu helgi var þar vitni að dæmalausri samstöðu í öllum málum. Þeir voru ekki til þessir menn (konur eða karlar) sem sjá sinn samherja í xD, það væri gaman að heyra frá Guðmundi Andra hver væru þessi sterku öfl. Þau tóku ekki til máls á Landsfundinum. Þau voru ekki með tillögur eða ræddu þetta í starfshópum. Var það ekki Samfylkingin sem seinast tók þátt í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðiflokknum með hörmulegum afleiðingum en ekki VG.
Er ekki svona rakalaus málflutningur Guðmundar Andra dæmi um það sem gerir samstarf erfitt á vinstri kanti? Guðmundur Andri fellur hér á einu af fyrstu prófum sínum sem pólitíkus. Það er leitt. Það er sárt. Sérstaklega þegar mér þykir vænt um skáldverk Andra og heiðarleg skrif hans sem pistlahöfundar um stöðu Íslands og Íslendinga. Sem þarf svo mikið að breyta og bæta. Við þurfum opið og gegnsætt samstarf til að geta starfað saman í ríkisstjórn. Það þróast ekki með því að læða að vafsömum fullyrðingum og getgátum. Vonandi verður þetta ekki hinn nýi bragur Rithöfundarins.
Það er munur á vinstri og hægri. Sjálfstæðisflokkurinn er stór og öflugur flokkur hægri manna, vel skipulagður og vanur því að ráða, með sitt fólk á völdum stöðum í kerfinu. Það getur vel verið að sumum okkar finnist það ágætt að hann stjórni þessu bara – það hafi reynst vel og honum hafi tekist vel upp í undanförnum tilraunum sínum til stjórnarmyndunar. Þá kjósum við hann. En ef við erum ekkert ánægð með völd Sjálfstæðisflokksins og viljum vinstri stjórn sem starfar í almannaþágu þá vandast málið. Dæmin sanna að atkvæði greidd miðflokkabandalaginu leiða til stjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Og dæmin sanna líka að þeim mun veikari sem Samfylkingin er þeim mun ólíklegri er vinstri stjórn. Innan VG eru sterk öfl sem sjá sinn samherja í Sjálfstæðisflokknum en slíku er ekki að heilsa innan Samfylkingarinnar.
á hægri og vinstri eins og kemur fram í pistli Guðmundar Andra í Fréttablaðinu í gær, við erum líka sammála um að það sé nauðsyn að hvíla eigendur Íslands, Sjálfstæðisflokkinn, helst í nokkur kjörtímabil til að koma í gegn þjóðþrifamálum sem hafa hrannast upp á nokkurra ára stjórnarsetu xD og xB (sáluga).
Undirritaður gerir nú samt meiri kröfur en þær sem birtast í þessu pistli þegar Guðmundur Andri ræðir um VG (sjá feitletrað að neðan). Ég var á landsfundi VG um seinustu helgi var þar vitni að dæmalausri samstöðu í öllum málum. Þeir voru ekki til þessir menn (konur eða karlar) sem sjá sinn samherja í xD, það væri gaman að heyra frá Guðmundi Andra hver væru þessi sterku öfl. Þau tóku ekki til máls á Landsfundinum. Þau voru ekki með tillögur eða ræddu þetta í starfshópum. Var það ekki Samfylkingin sem seinast tók þátt í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðiflokknum með hörmulegum afleiðingum en ekki VG.
Er ekki svona rakalaus málflutningur Guðmundar Andra dæmi um það sem gerir samstarf erfitt á vinstri kanti? Guðmundur Andri fellur hér á einu af fyrstu prófum sínum sem pólitíkus. Það er leitt. Það er sárt. Sérstaklega þegar mér þykir vænt um skáldverk Andra og heiðarleg skrif hans sem pistlahöfundar um stöðu Íslands og Íslendinga. Sem þarf svo mikið að breyta og bæta. Við þurfum opið og gegnsætt samstarf til að geta starfað saman í ríkisstjórn. Það þróast ekki með því að læða að vafsömum fullyrðingum og getgátum. Vonandi verður þetta ekki hinn nýi bragur Rithöfundarins.
Það er munur á vinstri og hægri. Sjálfstæðisflokkurinn er stór og öflugur flokkur hægri manna, vel skipulagður og vanur því að ráða, með sitt fólk á völdum stöðum í kerfinu. Það getur vel verið að sumum okkar finnist það ágætt að hann stjórni þessu bara – það hafi reynst vel og honum hafi tekist vel upp í undanförnum tilraunum sínum til stjórnarmyndunar. Þá kjósum við hann. En ef við erum ekkert ánægð með völd Sjálfstæðisflokksins og viljum vinstri stjórn sem starfar í almannaþágu þá vandast málið. Dæmin sanna að atkvæði greidd miðflokkabandalaginu leiða til stjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Og dæmin sanna líka að þeim mun veikari sem Samfylkingin er þeim mun ólíklegri er vinstri stjórn. Innan VG eru sterk öfl sem sjá sinn samherja í Sjálfstæðisflokknum en slíku er ekki að heilsa innan Samfylkingarinnar.